Vikan


Vikan - 03.07.1952, Side 10

Vikan - 03.07.1952, Side 10
30 VIKAN, nr. 26, 1952 Prentaður hefur verið sér- stakur bæklingnr með 25 uppskriftum aí ROYAL mótkökum, tertum, smá- kökum o. fl. — Verður hann afhentur ókeypis kaup- endum af ROYAL lyftidufti. I>eir sem óska að fá bækl- inginn eru vinsamlegast beðnir að láta okkur vita. AGNAR LUDVIGSSON, heildverzlun HAFNABSTRÆTI 8 — SÍMI 2134 Kökuuppskriftir Kaupf élagskaka: Uppskrift þessi er stór, svo það er mjög hentugt að baka hana í fé- lagi, þannig að þér bakið eina vik- una og nágrannakona yðar næstu viku. Þannig sparið þér hita. Hvor um sig fær þá eina hringmyndaða köku og hálfa ferkantaða á viku. Þér getið skreytt þær eftir vild, með rjóma eða hvaða kremi sem er. 4 y2 bolli hveiti, % tsk. salt, 4% tsk. lyftiduft, 1 bolli steikarfeiti, 2 bollar sykur, 3 egg, 1% boll- ar mjólk, 1 tsk. vanilla. Blandið hveitinu, lyftiduftinu og saltinu saman. Bætið sykrinum smátt og smátt út í vel hrærða steikar- feitina og haldið áfram að hræra þar til deigið er hvítt og létt. Bætið eggjunum í, einu í einu. Blandið hveitinu og dálitlu af mjólk í, litlu I hvert skipti. Hrærið vel í á milli og hellið í vanillunni. Bakið helm- inginn á ferkantaðri plötu og hinn helminginn á tveim hringmynduðum. Kaka með appelsínumarmelaði: 125 gr. maizenamjöl, % liter mjólk, 1 dl. vatn, 4 egg, sykur, salt. Mjölið hrærist út í vatninu og mjólkinni hellt út í. Eggin eru þeytt og hrærð saman við deigið. Það er betra að hafa vatnið volgt. Deiginu er hellt í vel smurt form og bakað í % klukkustund. Þegar kakan er bökuð er henni snúið við. Kakan er skorin í sundur og appelsínumarmel- aði smurt á milli. Marmelaðið má ekki vera þykkt. Yfir kökuna er svo hellt appelsínu- hlaupi, sem búið er til á þann hátt, að vatni og sykri er blandað saman við síaðan appelsínusafa. Móti hverj- um dl. af safanum þarf 5—6 blöð af matarlími. Hlaupið má lita rautt og það fer mjög vel að skreyta kökuna með appelsínulaufum. Ef mikið er haft við má líka sprauta þeyttum rjóma á brúnina. ðryggi ungra barna. eftir Garry Cleveland Myers, Ph. D. Ég hefi áður tekið það fram, að þýðingarmesti þátturinn í fjölskyldu- lifinu, jafnvel með tilliti til uppeldis barnsins, er samband föður og móð- ur. Hér eru nokkrar línur úr bók- inni „Heimilið skapar manninn", sem ég og konan mín höfum gefið út: „Yfirbragð fjölskyldunnar skapast af sambandinu milli eiginmannsins og eiginkonunnar, föðursins og móður- innar. Ef þau tvö eru félagslega samstæð, njóta allir aðrir meðlimir fjölskyldunnar góðs af. Ef foreldr- arnir eru aftur á móti spennt og verða fljótt æst, býður fjölskyldan tjón.“ Við álítum að uppeldisaðferð- ir heimilisins og skólans nái því að- eins árangri að þeim sé beitt i and- rúmslofti skilnings og ástar: og að föður og móðurástin sé byggð á þessu. Þörf fyrir ástúð. Þið hafið oft heyrt og lesið um þörf barnsins fyrir mikla ástúð for- eldranna. Sálfræðingar og sálsýkis- fræðingar leggja stöðugt meiri áherzlu á hve slæm áhrif það geti haft, ef börn eru svift þessari ástúð. En eins og Dr. Link segir í ný- útgefinni bók „Leiðir til öryggis": Mikilvægi ástar milli foreldranna er ekki eins viðurkennd staðreynd. For- eldrar geta elskað börn sín þó þau séu skilin, en þessi ást veitir barn- inu ekki öryggi. 1 raun og veru get- ur ekkert gert barnið óöruggara en ósamlyndi milli foreldra og þá fyrst og fremst foreldra, sem eru skilin. Dr. Link heldur fram því sama og ég hefi haldið fram í þessum greinum, að ást án aga sé staðfestu- leysi. „Við erum farin að gera okkur grein fyrir því,“ segir hann, „þó það fari hægt, að ást án aga verður að staðfestuleysi. Börn eru fljót að gera greinarmun á ást, sem hefur að geyma staðfestu og ást, sem er ein- göngu sjálfsánægja." Hann bætir því við að réttlát flenging geti fullviss- að barnið betur um ást foreldranna en sífelldir kossar og faðmlög. Hann á hér líklega við mjög ung börn. Óskir ekki teknar til greina. Hvernig er hægt að veita barni, sem tekur ekkert tillit til óska eða skipana foreldranna, þá ást, sem það á skilið? Barnið og foreldrarnir fara í taugarnar hvert á öðru og eru svo oft reið eða móðguð, að lítill tími gefst til gagnkvæmrar ástar. 3 eða 4 ára gamalt barn, sem ekki Ef maðuri á lítið af fötum er mjög hentugt að eiga blússur. Þær má nota við öll tækifæri og þegar búið er að þvo þær og strjúka, líta þær alltaf vel út. Á morgnana fer bezt á að vera í einföldum blússum og pilsum. Á kvöldin og á dansléikjum má breyta svip blússunnar með skartgripum eða blómum og þá koma plíseruðu nælonpilsin í góðar þarfir. Breitt belti heldur blússunni niðri í pilsinu og gerir mittið mjórra. Á fyrstu myndinni hér að ofan er blússa úr þunnu efni, þéttrykkt í bakið. Bakhlutinn og ermarnar eru sniðnar úr einum dúk. Kraginn, sem breikkar í horn á miðju baki, breikk- ar aftur í tvö horn að framan. Blúss- an sem er opin að framan er ekki mikið rykkt. Plíserað nælonpils set- ur glæsilegan svip á hana. Á annarri myndinni er þunn blússa með svörtum deplum og útsaumuð með svörtu. Blóm, sem fest er á borða um hálsinn, gerir hana hátíð- legri. 3. myndin: Þunn blússa, þétt en ekki mjög smátt felld. Hún er skreytt með litlum, einföldum kraga og perluhnöppum. Þessa blússu er mjög auðvelt að sauma sjálf. Skyrtublússurnar hafa notið mik- illa vinsælda í mörg ár og virðist ekkert draga úr þeim vinsældum. Þær eru hnepptar að framan, með löngum ermum og litlum kraga. Þessar blússur eru notaðar til vinnu með einföldum pilsum, með síðbux- um í ferðalögum, reiðbuxum og yfir- leitt öllum sportklæðnaði. Þær eru venjulega úr þykkum efnum eða jafnvel úr lérefti. Innan undir drögtum þurfa blúss- urnar helzt að vera heilar að fram- an og ná upp að hálsinum. Annað snið þeirra skiptir ekki mjög miklu máli, en auðveldast er að strjúka ermalausar blússur. 1 Frakklandi eru konur oft blússulausar undir drögt- unum og hafa þá festi um hálsinn eða lítinn klút. Með þessu móti mæð- ir þó meira á jökkunum og er ekki eins auðvelt að hreinsa þá ef mað- ur svitnar. Dýragarðurinn Sá sem hefur þennan svip er sauðþrár, einkum þegar hann hefur rangt fyrir sér. Ertu þolinmóð ? Ef svo er ekki er þér betra að gæta þin fyrir svona mönnum. t ' —..-—■■■■.—.... •» • HEIIUILIÐ • hefur lært að virða eins-atkvæðis- ekki aðeins illa hæft til sambúðar orðið NEI (sem það ekki heyrir of við fjölskylduna, heldur mun það oft) eða 6 ára barn, .sem hefur ekki hungra meira og meira eftir ást for- lært að gera ýmislegt ógeðfellt, er eldranna.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.