Vikan


Vikan - 10.07.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 10.07.1952, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 27, 1952 „Dag einn giftast þau“ smásaga eftir LESLIE HALWARD. MIKILL mannfjöldi kom út af fótboltavellin- um eftir kappleikinn. Bert Wooton hélt burt eins fljótt og hann mátti, en hann varð að biða um tuttugu mínútur áður en hann komst upp í sporvagninn, sem flutti hann til borgarinnar. Þegár vagninn rann af stað, varð hann að ryðja sér leið upp í hann. Hann gekk upp á efri hæð- ina til að fá sæti. Menn héldu áfram að streyma upp stigann, jafnvel eftir að öll sæti voru setin, þeir ruddust hver um annan þveran. Þegar vagn- inn rann á stað, stóðu að minnsta kosti tólf eftir á götunni. Einn maður stóð fast við Bert og sneri sitjandanum í hann. Á fáum minút- um fylltist loftið af tóbaksreyk. Allir gluggar og báðar hurðir voru felldar aftur. Allir, eða næstum allir, í sporvagninum höfðu séð kappleikinn. Menn ræddu um leikinn af mikl- um hita. Að flestra álití höfðu keppendur ekki kunnað neitt í knattspyrnu. „Hver fjandinn var að Ryland í seinni hálf- leik?“ „Hann hristi af sér leiknina um leið og hann fór úr fötum í búningsklefanum." „Ég hefði getað varið markið, þegar Smart skaut, með aðra hönd bundna á bak aftur.“ „Hver andskotinn hljóp eiginlega í Gordon þarna snemma í leiknum!" „Þetta knattspyrna! Drepið mig ekki lif- andi! Ég hef séð krakka leika betur á götunni með tinkrús fyrir bolta!“ Heimaliðið hafði tapað. Bert steig af í Votergötu. Fyrsta þvergata til vinstri upp Votergötu var Mánagata. Hann sveigði upp Mánagötu og gekk hana næstum á enda framhjá reiðhjólaverksmiðjunni, þá sneri hann inn á lítinn stíg, gekk eftir húsagarði, og cpnaði dyr á húsi, sem stóð í hægra horninu f jarst. Þarna bjó stúlkan hans, Alís Wittle, ásamt föður sínum og móður. Þau hjónin voru í eldhúsinu. Frú Wittle var að leggja á borð, það var liðið að tei. Hún var grannvaxin og fölleit í framan, með tvær skögul- tennur. Það var varta utan til á nefi hennar. Eiginmaður hennar sat naumt á ruggustólnum, fast við eldinn, laut ífram. Hann var mjög kul- sækinn. Hann var virsmiður í málmiðjuveri og svitinn bogaði af honum allan tímann meðan hann vann. Jafnvel þó heitt væri í veðri, byrjaði hann þar af leiðandi að skjálfa jafnskjótt og hann kom úr þessum ofboðslega hita. Hann var ævinlega örmagna, þegar heim kom og hreyfði sig ekki af þessum stól. Hann var lítill og grann- ur, eins og kona hans, og þegar hann sat svona hnipraður á stólnum virtist hann engu stærri en skólastrákur. Hann var með langt, jarpt yfir- skegg, sem hann sneri upp á, en ekki var eitt hár á höfði hans. „Hvernig var leikurinn ?“ spurði hann, þegar Bert kom inn. „Afleitur," sagði Bert. „Þeir töpuðu með þrem- ur móti einu.“ „Töpuðu þeir? Fyrir svona lélegu liði! Hvað gekk eiginlega að þeim?“ „Það er það sem mig mundi langa til að vita,“ sagði Bert. „Ryland fékk vitaspyrnu, en brenndi af og Gordon sparkaði upp í loftið, þegar hann hafði séns á marki. Ég hef aldrei séð lélegri leik á ævi minni!“ „Nú, þetta hefur verið bust!“ sagði Wittle. „Að tapa þremur móti einu fyrir svona lélegu liði!“ Þessu gat hann ekki kyngt. „Hvað gerði Morgan ?“ „Hann var borinn út snemma í seinni hálf- leik. Einhverjir voru að segja hann hefði fót- brotnað." „Bölvuð óheppni var það.“ „Hann gerði ekkert í fyrri hálfleik." „Nú, þetta hefur verið rótarburst! Svo þeir töpuðu þremur móti einu, ha?“ Bert kinkaði kolli. „Þeir hefðu getað unnið — með leik.“ „Komið þið og fáið ykkur te," sagði frú Wittle. „Hvar er Alís?“ spurði Bert. „Uppi á lofti, hún er að búa sig, held ég,“ anz- aði frú Wittle. „Ég veit ekki af hverju í ósköp- unum hún er svona lengi. Alís!“ hrópaði hún skrækri, nístandi rödd. Bert hrökk við og hvæsti. „Alís! Bert er kominn!“ „1 guðanna bænum, öskraðu ekki svona!“ sagði eiginmaður hennar. Frú Wittle dæsti, en svaraði engu. Bert heyrði Alís ganga um í svefnherberginu. „Viltu ekki draga stólinn að borðinu," sagði frú Wittle við mann sinn, „eða ætlarðu að þrauka þarna?" „Ég sit kyrr,“ sagði hann. „Hvað viltu fá ofan á? Laxbita?" „Nei. Ég er ekkert svangur." „Ég keypti það sérstaklega fyrir þig. Þér þykir það svo gott.“ ,,Nei,“ sagði hann. „Mig langar ekki i neitt að éta.“ Frú Wittle dæsti aftur. Hún vatt sér að Bert. „Hann borðar ekki meir en nægja mundi mý- flugu," sagði hún. „Ég veit svei mér ekki hvað ég á fyrir hann að gera. Hann ætlar alveg að leggja mig í gröfina." Bert sagði ekkert. „Mig langar I tebolla," sagði Wittle. „Það er allt og sumt.“ „Viltu fá þér smá bita af laxi? Bara rétt bragð?" „Nei!“ hrópaði Wittle. „Ég vil engan helvítis lax, heyrirðu það! Ég vil bara tebolla!" Hún hellti tei í bolla og rétti honum. „Má ekki bjóða þér brauðflís með smjöri?" sagði hún. „Ég skal hafa hana eins þunna og ég get.“ Hann lét sig falla aftur á bak í ruggustólinn og lokaði augunum eins og hann væri of þreyttur til að svara henni. „Svei mér ég veit ekki hvað ég get fyrir þig gert,“ sagði hún. „Láttu mig í friði,“ sagði hann, kyrrlátur, með augun lokuð. „Þú getur í það minnsta gert það fyrir mig. Láttu mig í friði, í guðs bænurn." Bert heyrði Alís koma niður stigann. Stuttu síðar gekk hún inn i eldhúsið. Hún var ári yngri en Bert. Hún var lagleg, en dálítið subbuleg. Hún var ein þeirra stúlkna, sem nefndar eru óbrotn- I VEIZTU -? = 1. Hvar eru mestu koparnámur Banda- I rikjanna ? i § 2. Lita munu enn í ár § | Islands búar kærir, að Hreggviðs niður hærugrár höfuð til landsins færir. \ Eftir hvern er þessi vísa? i 3. Hvað er að vera skálkóttur? : 4. Getið þið nefnt í skyndi höfunda þess- i arra kvæða: 1 Árnasafni, 1 Ulfdölum, : og Hvíld? i 5. Hver er Hasse Ekman? i 6. Tvö nes á Islandi ná norður fyrir | heimskautsbaug. Hvað heita þau? i 7. Er nokkur munur á hita við suðvest- i E urströnd Islands og norðausturströnd- i : ina ? i | 8. Hvor er sunnar á hnettinum syðsti oddi i i Grænlands eða Islands? : 9. Hvað heita kofar Eskimóa? § 10. Hvenær kom út timaritið Verðandi, I og hverjir stóðu að þvi? Sjá svör á bls. 14. i ''"inmimMiiiu...............■■immimu......... Kannist þið við þennan? Ég nam staðar, og sá ég einn leiðilegan blámann sitja á einum stofni. Hann hafði marsleggju mikla í hendi. Hann hafði meira höfuð en asni. Upp stóð hár hans allt; enni hafði hann sköllótt og tveggja spanna breitt. Eyru hafði hann opin og innan hári vaxin, augu kolsvört og krók- ótt nef, svo víðan munn sem á leóni. Tenn- ur hans voru sem í villigelti, hvassar og digrar. Hár hafði hann mikið og skegg sem hrosstagl. Haka hans var gróin við brjóstið. Hann hafði langan hrygg og kúluvaxinn og hallaðist fram á sleggju sína. Hann hafði hvorki í klæðum sínum ull né lín, heldur hafði hann fest um sig griðungahúðir. Hann hljóp upp á einn stofn átta álna háan. Og er hann sá mig, leit hann til mín og mælti þó ekki. Því hugsaði ég, að hann væri vitlaus. Dirfðist ég þá að mæla: „Hvort ert þú maður eða andi eða önnur vættur?“ (Úr Ivents sögu Ártúskappa.) ar, samt hefði hún getaö orðið mjög aðlaðandi með lítilli fyrirhöfn. Hún virtist aðeins ekki kæra sig um það. „Halló," sagði hún við Bert. „Sástu leikinn?" „Já," sagði Bert. Hún spurði hann ekki, hvor hefði unnið né hvernig leikur þetta hefði verið. Henni var sama. „Komið þið hingað að borðinu," sagði frú Wittle. Þau settust við borðið. „Hvert eigum við að fara?“ spurði stúlkan. „Þangað sem þú vilt,“ sagði Bert. „Hvaða mynd er í Regal?" „Norma Shearer leikur í henni." „Ó, ég kann svo vel við Normu Shearer. Við skulum fara þangað. Eigum við það?“ „Eins og þú vilt.“ „Langar þig til þess?“ „Mér er sama hvert við förum." Strax og þau luku við teið fóru þau út. Það var tíu minútna gangur að Regalbíói. Þau héldu þangað og stilltu sér upp í enda biðraðar. Bert keypti blað af strák, sem spígsporaði meðfram biðröðinni, og las frásögn af kappleiknum. Þau færðust smám saman. nær, því fólkið í biðröðinni tíndist inn í bióið. Bert hélt áfram að lesa blaðið, leit ekki við Alís. Hún lét sem hún hefði gaman af að horfa á það sem fram fór umhverfis, en öðru hvoru leit hún á hann og gretti sig og stundi fussandi eða beit sig í vörina eða dillaði fæti niður í stéttina. Að lokum komust þau inn, en þá kom í Ijós, að öll sæti voru setin. Þau urðu að standa upp á endann aftast næstum hálfan annan klukku- tíma. Að síðustu komust þau í sæti. Bert lét fall- ast niður í það og andvarpaði svo hátt og lengi, að kona í næstu röð fyrir framan vatt sér við, hvessti á hann augun og sagði: „Suss!“ Það var svo sem auðvitað, að kvikmyndin yrði afskaplega væmin. Nokkrar langar senur voru svo dapurlegar, að ýmsir áheyrendanna flóðu í tárum. Alís snökti og þurrkaði sér um augun með vasaklút. Bert leiddist. Hann rambaði sér í sætinu, stakk úr tönnum sér með títuprjóni, hóst- aði, ræskti sig, snýtti sér hressilega tvisvar eða þrisvar, tók meira að segja dagblaðið upp úr vasa sínum og reyndi að lesa það. Allt þetta gerði stúlkunni svo gramt í geði, að hún hnippti í hann hvað eftir annað til þess að kyrra hann. Að síðustu rak hann olbogann svo fast í hana, að hún gat ekki varizt ópi. 1 annað sinn vatt sér við konan fyrir framan þau, hvessti brúnir og sagði: „Suss!" „Sussaðu á sjálfa þig!“ sagði Bert. Tveir eða þrír aðrir sneru sér við. „Þögn!“ „Steinshljóð!" Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.