Vikan


Vikan - 10.07.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 10.07.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 27, 1952 / • HEIMELIÐ • Dýra- garöurinn Refurinn er slung'inn. Ef þú hittir mann með þennan svip, þá- varaðu þig, nema þú treystir þér til að hafa yfirhöndina í þeim viðskiptum. V-______ Matseðillinn Sardínur með osti: Sardina úr olíu er lögð á smurða fransbrauðsneið. Ofan á það er lögð þykk sneið af feiti og ostur efst. Brauðið er látið vera í ofninum þar til osturinn breiðir sig eins og teppi um sardínuna og verður gulbrúnn. Þið megið trúa því að þetta er sæl- gæti. Eggjabollur á kalt borð: 8 egg, dálítið af smjöri og salti. Eggin eru harðsoðin og skorin í tvennt. Rauðurnar eru teknar úr, 35g bý í húsi þar sem eru margar fjölskyldur. Þess vegna hef ég hvorki háaloftið, né allan kjallarann, en íbúðinni minni fylgir geymsla þ. e. a. s. lítið herbergi niðri í kjallara. Þegar ég flutti inn henti ég auð- vitað öllu óþarfa dóti inn fyrir dyrn- ar á þessari geymslu. Þar voru gaml- ir 'blómsturpottar fullir af mold og með einni plöntu sem dó í hittifyrra, töskur með brotnum lömum, svo maður tali nú ekki um kolin, tómu flöskurnar og gömlu fötin. Ekkert er meira þreytandi en svona geymsla. Þegar hún er komin að þvi að springa utan af öllu draslinu, brettir maður upp ermarnar og get- ur staflað hlutunum hvern ofan á annan og — komið nokkrum hlutum í viðbót inn. Erfiðleikarnir byrja fyrir alvöru þegar þarf að finna eitthvað i þess- ari ringulreið. Svo kom að því að ómögulegt reyndist að brjóta sér leið inn í geymsluna mína og þá safnaði ég hrærðar með dálitlu smjöri og salti og hnoðaðar í litlar kúlur. Kúlumar, sem mega vera svo litlar að 5—6 stykki komist í hvern helming, eru lagðar aftur í eggjahvítuhelmingana. Eplakaka: 150 gr. af rifnum kartöflum er bak- að í skaftpotti með 65 gr. af smjöri. Nokkrum niðurskornum möndlum er bætt út í ásamt vanilludropum og 6 eggjarauðum eftir að potturinn hef- ur verið tekinn af. Blandið 3—4 epl- um, skornum í þunnar sneiða^, í deigið. Stífþeytið því næst 6 eggja- hvítur, blandið þeim saman við og látið deigið í smurt eldfast fat, Bak- ið kökuna í þrjá stundarfjórðunga. öllu því hugrekki, sem ég átti til og tíndi allt draslið út. Eg henti misk- unnarlaust öllu því, sem hafði verið lagt til hliðar fyrir nokkrum árum, í þeim tilgangi að gera það seinna. Eftir þetta raðaði ég inn aftur, en með allt öðrum hætti en áður. Þann- ið fór ég að: 1. Eldsneytishornið. Fyrst setti ég upp stíu fyrir eldsneyti rétt við gluggann, svo kolakarlarnir gætu auðveldlega komið með kolin án þess að óhreinka geymsluna. Ég hefi eld- stó í stofunni, svo ég þurfti líka að fá stíu undir viðinn. Framhlið þess- ara stia er úr lausum borðum, með vikum upp í á tveim stöðum, svo auðvelt sé að lyfta þeim. Þegar fer að ganga á viðinn eða kolin, lækka ég stíuna um eina fjöl í einu og þarf ekki að grafa djúpt ofan I kassann. Með þessu móti falla kolin ekki út á mitt gólf og ég næ auðveldlega i þau. 2. Reiðhjólið. Þú hefur e. t. v. bíl- skúr, þar sem þú getur komið reið- hjólinu fyrir? Þú ert heppin, því það er enginn leikur að bera reiðhjól tvisvar á dag upp á 3. hæð. Aftur á móti geta börnin sjálf komið hjólinu niður lítinn stiga ofan í kjallarann. Sjáðu nú hve auðvelt er að koma hjólinu fyrir: Tveir krókar eru bundnir á endana á kaðli, sem leikur á þrem litlum hjólum. Krókum þessum er krækt undir sætið og um stýrið á reiðhjól- inu. Þegar svona er um búið, geta börnin halað upp hjólið sitt, svo það stendur ekki á hjólbörðunum og er ekki fyrir í geymslunni. 3. Alls konar dót. I mitt herbergið milli glugganna kom ég nú fyrir hólfum með rimlahillum, til að þurfa ekki að hlaða alls konar dóti upp og eiga erfitt með að ná því seinna. Þarna var nægilegt rúm fyrir ferðatöskur, gömul húsgögn, barna- grindina, sem ég vildi enn geyma um stund o. s. frv. 4. Rabarbaraflöskur, sultutau- krukkur o. fl. Það hafði alltaf verið mitt mesta vandamál að koma fyrir flöskum, tómum eða fullum af saft og rabarbara. Þess vegna setti ég nú upp grind fyrir þær við einn vegg geymslunnar. Þar get ég auðveldlega náð i fullu flöskurnar og geymt tómu flöskurnar þar til ég þarf að nota þær. Ég er svo heppin að hafa vask í geymslunni, svo ég get jafnvel þvegið flöskurnar í kjallaranum. 5. Matvæli. Það er mikill tíma- sparnaður í þvi að kaupa mikið inn í einu og losna þannig við að fara út margar ferðir á dag. Eins er nauð- synlegt á haustin að kaupa nokkra kartöflupoka. Áður en ég tók til í geymslunni minni gat ég ekki látið þetta eftir mér, en nú setti ég upp grind við dyrnar, þar sem ég geymi öll þau matvæli, sem ég ekki þarf á að halda í augnablikinu. Slátur- tunnan og síldartunnan standa í einu auða horni geymslunnar og þar hefi ég hengt upp nokkur áhöld, sem ég þarf stundum að gripa til. Er nokkuð fleira í geymslunni þinni ? Ef til vill býrð þú á hitaveitu- svæðinu og þá losnarðu við að hafa kolin í geymslunni. Ef geymslan þín er minni en mín hefirðu enn meiri þörf fyrir að koma haganlega fyrir í henni. Það var mikið erfiði og ég þurfti á öllu minu hugrekki að halda til að taka til í geymslunni minni, en það var sannarlega þess virði. Nú get ég auðveldlega fundið allt sem ég þarf á að halda, komið öllu fyrir og þeg- ar ég hugsa um það hve auðvelt það verður að taka til næsta ár, er ég mjög ánægð. Hvað gerði Hinrik 8., þegar hann kom fyrst til valda ? Hann settist I hásætið. i | j Vitrastur er sá, sem hefur vit til að þegja á réttum tíma. Ásiir frægra manna NANSEN, Friðþjófur (1861—1930) ,,Ég elska þig, en þú veizt að ég ætla á Norður-Pólinn“. Þannig skrif- ar landkönnuðurinn Evu Sars, dóttur vísindamanns og söngkonu. Hann er tuttugu og átta ára gam- all, hár og með skær augu undir brúsk af ljósu hári. Hugprúði víking- urinn, eins og hann var kallaður, var sigurvegari á skíðum, doktor í heim- speki, landkönnuður og kennari í dýrafræði. En nú er takmark hans Norður-Póllinn. 1883 stígur hann um borð í Frán, og skilur konu sína eftir á hafnar- bakkanum, með litla stúlku á hand- leggnum. Hann játar það seinna: ,,að brottfararstundin hafi verið erfiðasta stund ferðarinnar." Hann ætlar að eyða þrem löngum árum í heim- skautalöndunum. Hugsunin um eigin- konuna hjálpar honum og hann veit að hún tekur þátt í erfiðleikum hans. 1896: þá rennur upp hinn gleðilegi dagur endurkomunnar. 12 ára ham- ingja og 5 börn. En Eva deyr skyndi- lega meðan Nansen er í sendiför fyrir stjórn sína í London. Nú hlýtur hann nafnbótina „Sam- vizka Evrópu", því frá byrjun Þjóða- bandalagsins hafði hann helgað sig þvi starfi, að hjálpa föngum og flóttamönnum, sem hann lætur veita vegabréf, hin frægu „Nansens vega- bréf“. Seinni kona hans, Sigrún, hjálpar honum. 1923 fær hann friðarverðlaun Nobels, sem viðurkenningu fyrir starf sitt. Hann er dáður og virtur. En hann er alltaf sami ungi hug- sjónaríki prófessorinn, sem var ást- fanginn í stærðfræðingnum Sophie Kovalewska, sem örvilnuð tók vís- indin fram fyrir hann. Þetta var ef til vill eini harmleikur lífs hans. Ár- ið eftir hitti hann Evu, konu sína. Úr ýmsum áttum — Margir Japanir álíta, að það boði óhamingju að sofa, ef höfuðið snýr í norður-átt. Flestir þeirra eru svo ákveðnir í að komast hjá þessari hættu, að þeir hafa áttavita með sér, ef þeir eiga að sofa á ókunnum stað á ferðalagi. Áttavitinn sýnir og hvort rúmið snýr í rétta átt. ! ! ! 1 Perú hefur verið tekin mynd úr lofti af hinum 50 kílometra langa varnarmúr, sem liggur frá Lima austur í fjöllin. Þetta er merkilegt mannvirki frá liðnum öldum, en stenzt þó engan samanburð við Kín- verska múrinn, sem er 4000 kílo- metrar á lengd, þ. e. a. s. hann næði frá London til Leningrad eða frá Osló til Tripolis. Attu ekki eftir að gera geymsluna hreina? /

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.