Vikan


Vikan - 10.07.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 10.07.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 27, 1952 5 Ný framhaldssaga: 1 H E F N D I N ÁSTARSAGA eftir Elizabeth Peterson ANNA DANE minnist oft fyrstu kynna sinna af Mikael Killikk. Hún mundi, að hún hafði skolfið örlítið og verið taugaóstyrk. Hún vissi ekki hvers vegna. Hún var ekki vön því, að vera taugaóstyrk. Og hann stóð bara þarna og rétti henni kurteislega höndina. En augu hans voru hörð eins og tinna og henni fannst hann ekki þurfa nema lítinn hluta krafta sinna til að merja hönd hennar með sinni. Ég vildi ógjarnan hafa nokkuð saman við þig að sælda, hugsaði hún. Þó grunaði hana alls ekki hvað í vændum var. Hefði hana rennt grun í það, hefði hún snúið sér við og flúið — flúið dauðhrædd við að sjá hann. En hún vissi það ekki og hún var kyrr. Hún sneri sér frá honum eftir nokkur augnablik og fór að tala við Jóhönnu Miller. Þær höfðu verið saman á heimavistarskóla og verið vinkonur síð- an, því þær stóðu báðar einar uppi í heiminum. Annars voru þær mjög ólíkar, ekki aðeins í útliti, heldur lika hvað skapgerðina snerti — Jóhanna var ljós og kyrrlát. Anna dökk og fjör- leg — en þeim hafði alltaf komið vel saman. Þær höfðu ekki sézt í eitt ár, því Anna hafði unnið um tíma í öðrum bæ og þegar hún kom aftur nokkrum vikum áður, var Jóhanna trú- lofuð Mikael Killikk og ætlaði að gifta sig eftir þrjá mánuði. Hann virtist ekki gera Jóhönnu neitt tauga- óstyrka, þó hún væri feimin við alla aðra. Hann hlaut að hafa sýnt henni sína betri hlið. Hún hrósaði Mikael á hvert reipi og virtist tilbiðja hann. Anna ímyndaði sér, að hún vissi ástæðuna. Hann var sá sterki, en Jóhanna eftirlát við hann. Fyrir honum var hún eins og barn og hann fór með hana eins og barn. Mörgum sterkum mönn- um geðjast að konum, sem þeir geta stjórnað þannig. En taugar Jóhönnu virtust vera spenntar þetta kvöld. Hún gekk órólega milli gestanna i kvöld- boðinu, sem hún hélt í litlu ibúðinni sinni. Hún talaði og hló mikið, en Önnu fannst eitthvað falskt við það. Hún fékk tækifæri til að vera ein með henni frammi i eldhúsinu, meðan þær þvoðu upp. „Er nokkuð að, Jóhanna?" spurði hún var- lega. „Nei, nei,“ rödd Jóhönnu var of áköf. ,Hvað gæti það verið?" „Það var einmitt það sem ég gat ekki skilið. Þú þekkir mig nógu vel til að trúa mér fyrir því. Ef eitthvað er að þér getur það e. t. v. hjálp- að þér, að tala um það.“ Jóhanna hristi höfuðið hjálparvana nokkrum sinnum. „Það er bara — þú skilur, að mér fannst allt svo öruggt, ákveðið og dásamlegt," sagði hún loks. „Eg hélt að hann væri sá eini, sem máli skipti fyrir mig.“ Hún hætti snöggvast. „Og það er hann ef til vill enn; ég veit það ekki. Það getur verið að hitt sé bara misskilningur." Hún hætti aftur og Anna spurði áhyggjufuíl: „Þú átt við, að það sé einhver annar?" Hún leit ósjálfrátt gegnum hálfopnar dyrnar inn í stofuna, þar sem hann stóð og hallaði sér upp að veggnum. Hann brosti kurteislega til nokkurra ungra stúlkna, sem reyndu að skemmta honum. „Já“, sagði Jóhanna. „Ég get ekkert við því gert, Anna. Ég hef reynt að berjast á móti þvl. Ég hef reynt að telja sjálfri mér trú um, að það sé misskilningur, en ef til vill skilurðu mig, þegar þú sérð hann. Hann kemur seinna i kvöld. Hann heitir Lárus Fielding og er einn af vinum Mik- aels; það gerir það svo hræðilegt. Hann átti að — eða verður svaramaður við brúðkaupið. Ég hitti hann fyrir viku og síðan . . .“ Hún hætti aftur og bandaði hjálparvana út hendinni. Anna fékk ekki tíma til að svara, því Mikael Killikk sleit talinu við ungu stúlkurnar og kom inn í eldhúsið. Seinna mundi Anna ekki, hvað hann sagði. Það var eitthvað þýðingarlaust og skemmtilegt og Jóhönnu heppnaðist að svara i sömu mynt. Stór hönd hans tók ákveðin um handlegg Jóhönnu og hrollur fór um Önnu. Aðeins þrír mánuðir til brúðkaupsins. Hvernig mundi þetta enda? Hún varð að fara snemma og Lárus Fielding kom seint, svo þau hittust ekki þetta kvöld. Ef hún hefði verið lengur, hefðu þau hitzt og allt hefði farið öðruvisi, þau hefðu komizt hjá óhugn- anlegum harmleik. En það gerði hún ekki. Lárus Fielding hafði ekki séð dökkan og fjörlegan yndisleik önnu, þegar hann beitti öllum sínum töfrum við Jó- hönnu þetta kvöld. Þegar Jóhanna sá hann koma inn seinna um kvöldið, barðist hjarta hennar svo henni fannst hún vera að kafna. Bros hans, sem virtist segja henni svo margt og augnatillitið, þegar hann kom auga á hana, ollu henni til að svima. Að lokum fór fólkið. Þegar hún rétti Lárusi hendina reyndi hún að forðast augnatillit hans, því hún vissi, að hún missti fótfestuna, ef hún gerði það. Nú voru allir farnir, nema Mikael. Jóhanna brosti til hans og reyndi að vera eðlileg. Hann vafði hana örmum og kyssti hana. Jó- hanna fann tárin svíða undir lokuðum augnalok- unum. Hvað hafði komið fyrir hana? Kossar Mikaels höfðu alltaf hrifið hana, en nú var eins og einhver hefði kastað töfrum sínum yfir hana, svo nú kunni hún ekki að njóta þeirra. Armar Mikaels voru sterkir og harðir, en um leið ástúðlegir og verndandi. Hann hafði aldrei hrætt hana með kröftum sínum. Hann sléttaði hár hennar blíðlega og lagði vanga sinn að henn- ar. 1 örmum hans var hún örugg og þó kvaldist hún af löngun eftir kossum annars manns. Mikael fór skömmu síðar. Klukkan var orðin margt. Allir í húsinu voru vafalaust farnir að sofa. Eftir að hafa tekið örlítið til, fór Jóhanna hægt að hátta sig. Hún var komin í náttkjólinn, þegar barið var laust á útidyrnar. Hún tók slopp og fór fram. Það hlaut að vera einhver ungu stúlknanna af neðri hæðinni, hugs- aði hún. Hún gaf frá sér veikt óp, þegar hún opnaði hurðina, en það var fljótlega kæft af vörum, sem þrýstust að hennar. Varir annars manns — arm- ar annars manns. Hún reyndi árangurslaust að ýta honum frá sér og blóðið ólgaði í æðum henn- ar. Án þess að sleppa henni gekk hann inn í her- bergið og ýtti hurðinni aftur á eftir sér. „Lárus,“ orðið kom með lágu hvísli. Hann vafði hana þéttar að sér og líkami henn- ar í þunnum náttkjólnum þrýstist að hans. „Ég beið niðri,“ sagði hann. „Ég faldi mig í húsasundi, þangað til allir voru farnir. Ég varð að sjá þig aftur. Ó, Jóharina, þú ert svo falleg og viðkvæm." Hún var hrædd núna — hrædd við hjartslátt hans, sem hún fann við brjóst sér. „Lárus, þú verður að fara — heyrirðu, þú verður —“. En munnur hans kæfði orðin aftur. Þegar hann lyfti höfðinu að lokum, var hún máttlaus í örm- um hans. Hann hélt áfram að kyssa munn henn- ar, háls og axlir. Töfrarnir virtust nú hafa gert hana öra og vanmáttuga. Hún gat ekkert hugsað og ekkert fundið nema návist hans. Á næsta augnabliki hafði hann rétt út höndina, slökkt ljósið og þau voru i myrkri. Anna hitti Jóhönnu oft næstu vikur, en þær minntust aldrei á Lárus Fielding. Jóhanna virtist ekkert kæra sig um að tala meira um hann og Anna, vildi þá ekki hefja máls á þessu. Hún von- aði að Jóhanna væri að reyna að gleyma honum. Hún var enn talsvert æst og taugaóstyrk, en það stafaði ef til vill af því, að brúðkaup hennar nálg- aðist. Anna vonaði að Jóhanna jafnaði sig, þegar hún væri komin í trygga höfn hjónabandsins. En dag nokkurn varð Anna fyrir áfalli. Hún leit óvænt inn til Jóhönnu og útihurðin stóð hálf- opin. Lárus Fielding var búinn að opna hana til að fara, en hafði verið kallaður inn aftur, til að kyssa Jóhönnu að skilnaði. Þegar Anna opnaði hurðina án þess að gruna nokkuð, sá hún þessa hræðilegu sýn. Það var Jóhanna, sem faðmaði ákafar. Armar hennar ríghéldu um háls hans og hún lyfti and- litinu, svo maðurinn gæti kysst hana. Hún hafði lokuð augun og muldraði með einkennilega hásri röddu: „Kysstu mig — kysstu mig aftur.“ önnu datt strax í hug hver maðurinn var. Þrátt fyrir undrun sína og vandræði fann hún til dálítiliar óbeitar. Jóhanna, sem var svo feimin og stolt, auðmýkti sig svona og sárbað karl- mann um að faðma sig. Það var svo ólíkt þeirri Jóhönnu, sem hún þekkti að tala með slíkum hreimi og hanga svona á honum — hún hlaut að vera heilluð. Svo opnaði Jóhanna augun og sá Önnu. Með litlu ópi losaði hún sig. Maðurinn sneri sér 'hægt við. Lárus Fielding og Anna horfðu hvort á annað I fyrsta skipti. Hún sá ótrúlega laglegt andlit með blá augu, sem horfðu beint í augu henni. Og hann sá unga konu, með stór, dökk augu, dökkrauðan munn og grannan, hrífandi likama, og hann greip andann á lofti. En Anna hugsaði ekkert um hann í þetta sinn. Hún hugsaði aðeins um Jóhönnu. Hún vissi undir eins að Jóhanna yrði aldrei hamingjusöm með þessum manni. Hún skildi að þessi ást kom að- eins frá öðrum aðilanum. Jóhanna gæti aldrei haldið honum og það ylli henni aðeins sorgar og eymdar. Hún yrði að snúa sér aftur að Mikael Killikk, og hann myndi gæta hennar og sjá um hana. Kona eins og Jóhanna þyrfti slíkan mann. Anna hafði þegar gert sér grein fyrir því, að hún gat náð valdi yfir þessum manni. Og hún ætlaði sér að hafa not af því. Hann ætlaði auðsjáanlega að fara — hann var með hattinn í hendinni. En hann lagði hann frá sér aftur, meðan Jóhanna kynnti þau, eldrauð í framan.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.