Vikan


Vikan - 10.07.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 10.07.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 27, 1952 Fjandinn hirði það allt saman," sagði Everdon stuttaralega. „Jæja, góði vinur.“ Konkvest yppti öxlum. „Vertu þá kyrr og sjáðu hvað gerist. Ég vildi aðeins aðvara þig. Stúlka hérna — ein af þjón- ustustúlkunum — hefur verið dregin upp úr hall- arsýkinu, dauð. Dettur þér í hug að fólkið í Everdon þorpinu fáist til að trúa því að hún hafi dottið út um gluggann af slysni einni sam- an? Hreint ekki. í>að þekkir mannorð þitt og mjög ljótar sögur munu komast á kreik í sam- bandi við þetta smávægilega atvik. Fallegri vinnustúlku sálgað — fyrir þínar tilgerðir, verð- ur sagt. Innan einnar stundar verður allt ná- grennið komið í uppreisnarástand. Skríllinn mun umkringja kastalann áður en þú veizt af — og hann mun fyrst og fremst sækja að þér.“ Everdon lávarður hafði náfölnað á meðan Kon- kvest talaði; hin alvöruþrungnu ummæli vinarins höfðu djúptæk áhrif á hann. Hann gat séð þetta allt í huganum . . . aðför skrílsins að höllinni . . . komu hans og hávær köll á lávarðinn að koma út . . . „Nei, nei,“ tautaði hann með hryllingi. „Farðu undir eins, þá verðurðu öruggur,“ sagði Konkvest hvetjandi rómi. „Ég held það sé eina vonin, Everdon. Ég ætla að vera hér og stjórna hlutunum. Þú getur reitt þig á mig, —• er það ekki ? Hlustaðu á mig, vinur, ég hef verið að hugsa málin siðustu mínúturnar og mér hefur komið ráð í hug.“ Everdon lávarður hlustaði, meðan Rúdolf von Haupt barón — það er að segja Norman Kon- kvest — taldi hann á verknað, sem leiddi til al- gerðrar eyðileggingar hans sjálfs. Xm. KAPlTULI. Leikur Konkvests. „Hlustaðu!“ sagði Williams yfirforingi og hélt hendinni á lofti. Hann og Davidson undirfor- ingi voru að enda við kvöldverðinn í þægilega borðsalnum í Kóngshöfðinu. Til þessa hafði allt verið eins rólegt eins og hugsazt gat. En um leið og Davidson hætti að tyggja og fór að hlusta, samkvæmt hvatningu Williams, heyrði hann ógreinilega hljóð utan frá, — samræður margra manna. Raddir mannanna hækkuðu og lækkuðu á víxl. „Það eru einhverjir að rifast,“ sagði undirfor- inginn. „Nei, þetta er eitthváð meira.“ Williams stóð á fætur og gekk út að einum glugganum. „Hamingjan góða! Það skyldi þó ekki vera . . .“ „Áttu kannske við? . . .“ Hvorugur þeirra lauk við setninguna. Sama hugsun hafði skyndilega flogið báðum í hug. Williams dró gluggatjaldið til hliðar og gægð- ist út. Hann sá ekkert út um glerið og opnaði gluggann og hallaði sér út. Davidson kom til hans. „Guðmundur minn!“ sagði hann. Hljóðið heyrðist nú miklu skýrara, — og það var fyrirboði. Það, sem bar fyrir augu þeirra félaga virtist líka illsvitandi. Menn voru á hlaup- um á dimmum götum þorpsins; tveir komu úr hliðargötu og það virtist benda til að eitthvað væri í aðsigi, að þeir báru þunga tréstaura; þrír aðrir komu á hlaupum út úr bakgarði veitinga- hússins hinum megin götunnar; konur stóðu í húsadyrum, aðrar í opnum gluggum; suða af áköfum en lágróma samræðum heyrðist úr öllum áttum, eins og hvirfilbylur væri að skella á. Alllangt í burtu, á aðalgötu þorpsins, var ein- kennileg, flöktandi birta, sem ýmist dró úr eða jókst. Og með vindinum barst ómur fjölda radda — æstra, reiðilegra radda. „Mac, þetta lítur ófrýnilega út.“ „Heldurðu að þetta sé uppreisn?" spurði undir- foringinn, dálítið smitaður af æsingu umhverfis- ins. „Fjárinn sjálfur! En sú tilviljun! Ég á við, að þetta skuli koma fyrir á þessu eina kvöldi sem við erum hérna . . .“ „Tilviljun, drengur minn!“ tók Williams fram í hörkulega. „Það er bezt við förum út og vitum hvað mikið kveður að þessum óróa. Það er þó bót í máli, að við sögðum ekki hverjir við vær- um; ef til vill réðust þeir fyrst á okkur, ef þeir vissu það. Ég vænti þess að þorpsbúar hérna hafi litla þörf fyrir lögreglumenn í nótt!“ „Áttu við — Konkvest. Hugsarðu í raun og veru . . .“ Davidson þagnaði. Hinn stórvaxni yfirforingi var farinn út — og Bill Williams flaug margt í hug. Hann hafði þegar fengið þá reynslu af Norman Konkvest að hann vissi að sá ráðkæni maður var bæði fær um og vís til að setja hinn stórfenglega sjónleik einn á stað með skömmum fyrirvara. Konkvest vissi að félagarnir frá Scot- land Yard voru í þorpinu og á sinn óviðjafnan- lega og sérkennilega hátt hafði hann kveikt í tundrinu. „Mjög vel gert af honum, Mac,“ sagði Williams loðmæltur, þar sem þeir hímdu í myrkrinu. „Mjög nærgætnislegt, — næstum vingjarnlegt. En ef hann heldur að hann komist áfram með þannig lagað ofbeldi, morð og manndráp, þá skal hann komast á aðra skoðun, sá skratti!" Veitingastofudyrnar stóðu upp á gátt — og það var engin hræða. Meira að segja veitingamað- urinn sást hvergi. Glamrandi skóhljóð gangandi manns heyrðist á steinlögðu strætinu skammt í burtu. Nokkrir menn, er töluðu saman ákaft og,- reiðilega komu í ljós. Þeir héldu áfram og blönd- uðu sér í stóran hóp manna, er komu fyrir næsta götuhorn. Fremstu mennirnir I þeim hóp héldu á lofti stórum logandi blysum. Flestir þeirra voru ungir — vinnumenn af búgörðunum í ná- grenninu og aðrir hraustlegir náungar úr sveit- inni. Nokkrir voru þó miðaldra og einstaka mað- ur aldraður. Allir þessir menn báru einhverskon- ar heimagerð vopn. „Þeim er alvara, Bill,“ sagði Davidson. 1 fylgd með þessari ósamstæðu fylkingu voru álíka margar konur; þær gengu á báðar hliðar fylkingarinnar, og ef hægt væri, þá voru þær enn fjandsamlegri og hættulegri að sjá en karlmenn- irnir. Æsingar- og eggjunarköll kváðu við og há- reystin óx með hverri mínútu. Úr húsum og bæjum og úr hliðargötum komu konur og karl- ar og bættust í aðalfylkinguna. „Til hallarinnar!“ var hrópað. „Já, — brennum hana til ösku!“ „Til hallarinnar!" Það gat enginn verið í neinum vafa um hvað skrílnum bjó í brjósti. Williams yfirforingi, sem oft hafði orðið að mæta æstum skríl um dagana, fékk leiðindatilfinningu fyrir bringspalirnar. Þetta var ekki vanalegur skrill — hann hafði sjaldan eða aldrei séð hóp manna í svona grimmu og hættulegu skapi. Þetta voru heiðarlegir synir sveitarinnar, sem álitu reiði sína réttmæta . . . En hið æfða auga Williams veitti annari hlið samfylkingarinnar athygli. Hann var fljótur að uppgötva óróaseggina — unga, ábyrgðarlausa angurgapa frá Litla Ever- don. Allar borgir og hvert þorp hefur sinn skerf af slíkum gemsujn. Þeir höfðu hæst allra og eggjunarhróp þeirra voru æstari og ógnþrungn- ari en allra hinna. „Bíðið þangað til við náum í Everdon lávarð." „Við skulum hengja hann, bölvaðan morðingj- ann!“ „Hengjum hann á hæsta gálga!“ Williams herpti saman varirnar. Hann kóln- aði allur upp af þessum hrópum. Nú var naum- ast nokkurt hús eða bær þar sem ekki stóð ein- hver í dyrum eða gluggum; jafnvel gamalmenni og sjúklingar komu til að horfa á — og láta í ljós samþykki sitt. Það var athyglisvert, að enginn lögregluþjónn sást neins staðar ... „Þetta er alvarlegt, Mac,“ tautaði Williams. „Og við getum ekkert gert,“ sagði Davidson vonleysislega. „Móti þessum skríl er aðstaða okk- ar vonlaus. Þeir mundu ráðast á okkur undir eins. Hamingjan góða! Það var sannarlega rétt sem» þú sagðir, að það er svei mér gott að þetta fólk veit ekki deili á okkur.“ Efst: Afríkukonum þykir fallegt að bera fleyga í nösunum. Óvenjuleg skreytingaraðferð! Neðst til vinstri: Eru ógiftir nemendur síður taugaóstyrkir en giftir? Já. Neðst til hægri: Nefið á einni tegund pelikana er stundum átján þumlungar á lengd, og algengt er að þeir séu 10 feta breiðir með útþanda vængi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.