Vikan


Vikan - 10.07.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 10.07.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 27, 1952 11 Framhaldssaga: Konkvest nú ertu farinn að gera tilraunir til að drekkja þeim!“ Hann hljóp út úr herberginu og fram gang- inn. Aldrei gleymdist honum að tala enskuna á sinn sérkennilega og há-málfræðilega rétta hátt.. Hann hljóp í spretti niður stigann, og Everdon lávarður, er fann ósjálfrátt hina andlegu yfir- burði hans, fylgdi fast á eftir. Þeir hlupu í einum spretti þvert gegnum stórá forsalinn, til mikillar undrunar þeim gestum, er voru þar á stangli. Köll stúlkunnar höfðu ekki heyrzt í framhluta hallarinnar. Tveir eða þrír gestanna æptu á þá spyrjandi. „Allt er i lagi — og engin ástæða til hávaða," kallaði Everdon til þeirra. „Við komum strax um hæl.“ Þegar hann kom út, sá hann Rúdolf von Haupt barón hlaupa yfir vindubrúna og svo eftir grasbakkanum yfir að hliði hallarinnar. Hann hélt á stóru vasaljósi, er sendi frá sér bjartan Ijósgeisla, er klauf draugalegt kvöld- húmið. „Hérna!“ kallaði hann snögglega um leið og hann stanzaði. „Hún er hérna.“ Hann benti. Og Everdon lávarður, sem hafði verið að safna i sig illskuna á leiðinni, hélt aft- ur af skammagusunni, sem var komin fram á varir hans. Hann kenndi stúlkunni að öllu leyti um þessa leiðinlegu slysni, og hann hafði-ákveðið að reka hana burtu, undir eins og þeir væru búnir að ná henni upp úr vatninu. En það sljákk- aði í honum illskan, þegar hann sá hana fljóta hreyfingarlausa í síkinu. „Hvað er að henni?“ tautaði hann hásri röddu. „Heldurðu að stúlkur falli niður I hallarsíkið án þess að verða nokkuð um það?“ sagði Kon- kvest stuttaralega. „Haltu á ljósinu, Buppy.“ Það var í samræmi við eðli og lyndiseinkunn Konkvests, að hann tók að sér stjórnina á björg- uninni. Everdon hélt vasaljósinu skjálfandi hendi á meðan Konkvest teygði höndina niður fyrir bakkann og dró líkama stúlkunnar til sín og lyfti henni upp úr vatninu. . . . Nú höfðu nokkrir þeirra gesta, sem ólatastir voru, komið á vett- vang og stóðu kringum þau Konkvest, með starandi augum og botnuðu ekki í neinu. Ein- hverir þeirra virtust halda, að hér væri um ein- hverskonar skemmtun að ræða. „Þetta gengur nokkuð langt, Buppy, gamli vinur,“ Sagði ein stúlknanna stríðnislega. „Við vitum að visu að það er einn þinna skemmtilegu vana, að kitla vinnustúlkurnar undir hökuna, fyrir því er engin ástæða til að kitla þær út í hallarsíkið!" „Haltu þér saman, fjandans tuðran þín!“ sagði Everdon öskuvondur. „Hæ, róleg . . „Þetta var slys,“ æpti hans hágöfgi skrækum rórni. „Heyrið það öll sömul. Það var slys og ekkert annað. Ég snerti ekki bölvaða stelpuna. Hún datt út um gluggann." „Hversvegna ertu þá svona voða æstur?“ sagði snotran sem talað hafði áður. „Það gerir henni ekkert til, þótt hún fengi dýfu.“ Konkvest tók fram í fyrir henni, harðri, ís- kaldri rödd: „Hér er ekki aðeins um kaffæringu að ræða. Stúlkan er dauð.“ Það varð þögn, — óttaleg, voðalega langdregin þögn. Mary lá í örmum Konkvests, dauðbleik og hreyfingarlaus, en nokkrir blóðdropar seytluðu úr andliti hennar. . . . Rennvott hárið lá niður yfir annan vangann. „Þú ert brjálaður!" hvíslaði Everdon lávarður um siðir. „Dauð? Það nær engri átt. Hvernig gæti það verið? Hún getur ekki hafa hlotið bana aí' þessu falli. Þú ert sturlaður, Rudolf.“ „Væri ekki réttara að einhver næði í lækni?“ sagði einhver gestanna. „Læknir getur ekki komið að gagni hér,“ sagði Konkvest höstuglega. „Ég veit hvað ég segi, Everdon. Stúlkan er dauð. Auðvitað muntu verða að ná í lækni síðar — og lögregluna líka.“ „Lögregluna ?“ sagði Everdon skjálfraddaður. „Þetta er viðbjóðslegur púkaháttur, finnst mér,“ sagði éin af stúlkunum. „Þið ætlið þó ekki að láta lögregluna snuðra hér um allt.“ „Skammist þér yðar ekki fyrir að tala svona i viðurvist sjálfs dauðans.“ Rödd Konkvests hljómaði nístingskalt. „Sorgleg tilviljun þetta, Buppy. Við vorum að tala um að leika morð hérna, til þess að hafa skemmtun af Williams yfirforingja . . .“ „Hvað áttu við, maður — tilviljun?" tók Ever- don fram óeðlilega hárri röddu. „Ertu að gefa i skyn að hér hafði verið drýgt morð?“ „Stúlkan hérna er dauð,“ sagði Konkvest. „Ég snerti hana ekki, segi ég,“ æpti Everdon tryllingslega. „Hún hopaði út að glugganum ...“ „Af hverju hopaði hún út að glugganum, Buppy?“ spurði einn gestanna. „Vinnustúlkur hopa ekki út að gluggum að ástæðulausu." „Við skulum fara inn. Við verðum bara að vona að þjónustufólkið viti ekki urn þennan sorg- a.rleik.“ riann bar byrði sína yfir vindubrúna. En í stað þess að ganga inn í höllina, beygði hann inn í steinlögð bogagöng. Everdon kom með mót- mæli, en Konkvest sagði eitthvað við hann og lávarðurinn flýtti sér á undan og opnaði málm- slegna hurð. „Það er betra að hún liggi hérna,“ sagði Kon- kvest blátt áfram. „En . . . setjum svo að hún sé ekki dauð í raun og veru?“ stamaði Everdon og reyndi að halda í þessa veiku von. „Athugaðu hana!“ sagði Konkvest hvatskeyt- lega. „Líttu á hana, vinur! Athugaðu hana sjálf- ur. Heldurðu að ég þekki ekki hvoi't maður er aauður eða ekki, þegar ég sé hann? Blóðið að tarna . . . Hún hlýtur að hafa rekið höfuðið í steinvegginn í fallinu. Það er ljótur skurður á höfðinu. Þú ert með vasaljósið — lýstu hérna. Ég skal sýna þér.“ „Nei, nei,“ tautaði Everdon og skalf. Staðurinn sem þeir komu inn í, var vopna- salurinn, og var sjaldan gengið þar um. Stórar vængjahurðir opnuðust inn í höllina, en á útvegg salsins voru aðeins litlu dyrnar, sem þeir komu inn um. Þetta kaldranalega herbergi var vel fallið til líkgeymslu nokkurn tíma. Konkvest setti hina aumkunarverðu byrði sina á gólfið og huldi hana með ábreiðu. Svo gengu þeir báðir þegjandi burt og lokuðu dyrunum á eftir sér. Konkvest stakk lyklinum á sig, „Hinar dyrnar eru lokaðar, svo við verðum að fara þessa leið,“ sagði hann um leið og þeir komu í undirgöngin. „Nú er þér mest nauðsyn að fá eitthvað sterkt að drekka, Buppy. Þegar þú ert búinn að því, verður þú að hefjast handa.“ „Ég skil ekki . . . hefjast handa?“ „Komdu. Drekktu fyrst.“ Þegar þeir komu inn i forsalinn stóðu gestirn- ir í smáhópum og töluðu saman hljóðlega; allir voru sýnilega felmtraðir. Konkvest veitti eftir- tekt að tveir þjónar, er stóðu aftarlega í saln- um, voru hlutleysislegir á svipinn eins og þeirra er venja, en hann sá það strax á þeim að þeir vissu hvað gerzt hafði. Andlitsdrættirnir voru of trénaðir til að vera eðlilegir. „Inn í bókasafnið,“ sagði Konkvest hrað- mæltur. Hann tók Everdon lávarð við arm sér og band- aði forvitnum gestum af báðum kynjum frá þeim. Hið næma eyra vígdjarfa ofurhugans hafði tekið eftir lágum ómi, ógreinilegum en illsvitandi, er Everdon hafði ekki veitt neina eftirtekt. Það var ómur af mannamáli, er heyrðist gegnum stóru vængjahurðirnar, að íbúðahluta þjónustufólksins. Konkvest talaði ekki stakt orð eftir að þeir komu inn í bókasafnið, fyrr en Everdon hafði drukkið hálft vatnsglas af óblönduðu brennivíni. Þá var það Everdon' sem talaði fyrst. „Rudolf, það var ekki mér að kenna!“ sagði hann skjálfraddaður. „Ég segi þér það satt, að ég kom ekki nærri stúlkunni. Hún var ótta- slegin af einhverju. Þegar lögreglan kemur, þá verður þú að styðja framburð minn . . . .“ „Þegar lögreglan kemur, góði Everdon minn, verður þú ekki hérna — ef þú ert hygginn." „Hvað áttu við?“ spurði hinn og starði á Kon- kvest. „Guð sé oss næstur. Ertu vitlaus? Held- urðu að ég hlaupi í burtu? Það væri hreinasta brjálæði." „Nefndu það hvað sem þér sýnist. En það er einasta leiðin til að bjarga þér.“ Everdon lávarður bandaði höndunum i mikilli æsingu. „Þú talar óráð! Lögreglan getur ekki hand- tekið mig. Þú veizt að þetta var slys, Rúdólf. Ég er búinn að segja þér, að þetta er hættulaust .. .“ „Þú ert i engri hættu fyrir lögreglunni, það viðurkenni ég,“ tók Konkvest fram í góðlátlega. „Ég trúi því, að þetta hafi verið slys, kæri Buppy. Lögreglan getur því, I versta tilfelli, naumast gert meira en að átelja þig fyrir að hræða stúlk- una svo að hún datt út um gluggann." „Hvern fjandann áttu þá við?“ æpti hágöfgin. „Hversvegna ætti ég þá að hlaupast á brott?“ „Ég var að hugsa um sveitafólkið — heiðar- lega fólkiö í Litla Everdon og nágrenninu," sagði Konkvest af þunga og alvöru. „Nei, nei, vinur minn, ég var ekki að hugsa um lögregluna. Ham- ingjan góða! Sérðu ekki hættuna?" „En . . . en . . .“ „Það er nú þegar illur kurr í hópi vinnu- fólksins. Heyrðirðu ekki háreystina, þegar við komum inn ? Sagan hefur borizt til þorpsins nú' þegar. Þú veizt hve fljótt svona fréttir berast." „En fjandinn hafi það, maður, ég óttast eklti þessa sveitarudda." „Þá skaltu vera kyrr,“ sagði Norman hvasst. „Þarf ég að skýra þér frá hneykslunum, sem þú hefur verið orðaður við í seinni tíð? Fólk hér í Surrey ber litla hlýju í brjósti til þín. 1 sann- leika sagt og án þess að ýkja neitt, þá hatar sveitafólkið þig eins og fjandann sjálfan, — og þú veizt það vel sjálfur. Þú hefur af ásettu ráði gert það sem þú hefur getað til að óvirða það og traðka á því . . .“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.