Vikan


Vikan - 10.07.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 10.07.1952, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 27, 1952 „Dag einn giftast bau“ • Framhald af bls. 7. Þau voru í þann veginn að ganga framhjá skartgripaverzlun, þegar hún kippti í handlegg Berts. „Sjáðu þessa fallegu trúlofunarhringi! Eru þeir ekki dýrðlegir? Og kosta bara sex pund!“ „Þeir eru góðir,“ sagði Beert, „fyrir þá, sem hafa peningana." „Sex pund eru ekki mikið.“ „Ekki fyrir þá, sem eiga nóg.“ Hann dró hana á burt. „Þrjár stelpur, sem vinna með mér, ætla að trúlofa sig fyrir jól," sagði hún við hann. Hann svaraði engu. „Sumar þeirra hafa spurt mig, hvenær ég ætli að trúlofa mig,“ sagði hún. „Segðu þeim bara þær skuli hugsa um sinn eiginn skítahag!" „Þú þarft ekki að brúka þetta orðbragð við mig, þó þú notir það við vinnuna," sagði stúlkan. „Þú veizt mér þykir það leiðinlegt." „Og mér þykir meir en leiðinlegt, þegar stelpu- gálurnar, sem vinna með þér, eru að reka nefin í min málefni.“ „Þær meina ekkert með þvi. Þetta eru vinkon- ur mínar. Það er aðeins eðlilegt, að þær skuli bera minn hag fyrir brjósti.“ Bert yggldi sig. „Mér sýnist þær hafa fjandans of mikinn áhuga á málefnum sem þeim kemur ekkert við.“ „Ekki er hægt að banna fólki að tala.“ „Ekki ef það hefur eitthvað að tala um.“ „Þær hafa um nóg að tala.“ „Við hvað áttu ?“ „Sko, við erum búin að, vera saman í meira en fjögur ár.“ „Þeim kæmi það ekkert við, þó við værum búin að vera saman í meira en tuttugu og fjögur ár!“ „Kannski ekki. En það kemur mér við í það minnsta." „Hvað meinarðu?" Hún svaraði ekki. „Hvern andskotann meinarðu?“ „Það er kominn tími til að trúlofast.“ „Jæja, er það? Og hver segir svo?“ „Ég segi svo.“ „Þú segir svo? Ja, það er aldeilis! Þú segir svo ? Jæja, við trúlofum okkur þegar mér lízt! Skilurðu það?“ Eftir það þögðu þau. Þegar þau komu heim, var frú Wittle í eld- húsinu. Borðdúkurinn var breiddur og brauð og ostur og krukka með lauk í súru á borðinu. Það sauð á katlinum. „Pabbi þinn er slæmur í kvöld," sagði frú Wittle við Alís. „Hann hefur varla mátt til að lyfta hendinni." Alís sagði ekkert. Hún tók af sér hatt og kápu og gekk upp í svefnherbergið. Bert hengdl sína yfirhöfn á uglu að dyrabaki. Því næst settist hann í ruggustól Wittles, við eldinn. „Hann ætlar að leggja mig í gröfina," sagði frú Wittle við Bert. „Ég veit svei mér ekki hvað ég á' fyrir hann að gera. Bert sagði ekkert. Hann kveikti í sígarettu, dró reykinn djúpt að sér, og star,. i inn í glæð- urnar. „Hvað viljið þið fá að borða?" spurði frú Wittle, þegar Alis kom niður stigann aftur. Bert sagðist vilja brauð og ost og lauk í súru. „Hvað vilt þú, Alís ?“ „Ekkert," sagði stúlkan. Hún var voteyg. „Er eitthvað að þér?“ „Nei, ekkert.“ „Því viltu þá ekki borða?" „Ég er ekkert svöng.“ „Ertu ekki vel frísk.“ „jújú, ég er vel frísk. Ég er bara ekkert svöng, allt og sumt!“ 630. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. málmur. — 4. tanga. — 8. fis. — 12. fugl. 13. dufl. —- 14. bókstaf- ur. — 15. ás. — 16. mannsnafn, þf. — 18. vesælla. — 20. dauði. — 21. rándýr. — 23. verk- færi. —- 24. ætt. — 26. ■átakanlegur. — 30. þrír eins. — 32. flokkur. — 33. augnatillit. — 34. launung. — 36. sögufræg borg á Italíu. — 38. skemmd. — 40. keyra. — 41. forfeður. — 42. yfirmaður. — 46. át- vagl. — 49. beygingar- ending. — 50. ættar- nafn. — 51. beygingar- ending. — 52. knýja. — 53. þekkingin. — 57. stúlka. —• 58. forskeyti. — 59. lík. — 62. nag- dýr. — 64. veiðarfæri. — 66. tímabil. — 68. hryggðarmerki. — 69. ílát. — 70. heiður. — 71. ílát. — 72. spendýr. — 73. ósjálfbjarga einstakling. Lóðrétt skýring: 1. frumefni. — 2. gangur. — 3. mannsnafn. — 4. eyða. — 5. klettlendi, ef. fl. — 6. mögulegt. — 7. fæða. — 9. til útlanda. — 10. sjón. —.11. lítið eggjárn. — 17. höfuðfat. ■—- 19. ílát. — 20. hagstæður vindur. — 22. jarðefni. — 24. þekk- ingin. — 25. kvenmannsnafn. ■— 27. blóm. ■— 28. 74. augnabliki. mánuður. — 29. kvenmannsnafn. — 30. hreinsa. — 31. kom við. — 34. heimskingjar. — 35. borga. — 37. rim. — 39. lærði. — 43. mat. — 44. flan. — 45. saman við. — 46. misjafnlega langdræg. — 47. = 49 lárétt. — 48. askur. — 53. ástfólgin. — 54. dveljast. — 55. verkfæri. — 56. egg. — 57. jurt. — 60. óveður. ■— 61. jurt. — 63. kraftur. — 64. komst í gegn. — 65. mannsnafn, þf. — 67. svik. Lausn á 629. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. ljóðlist. — 6. mýmörg. — 9. kula. — 10. fúa. — 11. sein. -— 13. runnar. — 15. rýt- ingur. — 17. ana. — 18. flöt. — 20. rendur. — 24. dræsa. ■— 25. ólatur. — 27. Tumi. — 29. small. — 31. gónir. — 32. kaup. — 33. einfær. -— 35. Gummi. — 37. rausar. — 40. utan. — 41. enn. — 43. Raumsdal. — 46. ilding. — 48. taka. — 49. vil. — 50. unun. — 51. neglir. — 52. mannráð. „Allt í lagi. Ég bara spurði. Þú þarft ekki að stökkva upp á nef fyrir það.“ „Ég sagði þér ég væri ekkert svöng, var það ekki ? Þú vilt þó ekki ég éti bara til að éta, ha ?“ „Allt í lagi. Allt í lagi. Þú um það. Komdu og náðu þér í þinn mat, Bert.“ Bert settist við borðið og át brauð og ost og lauk í súru og drakk tvo bolla af tei. Frú Wittle drakk líka eitthvað af tei og borðaði með brauð- flís með smjöri. Alís sat i ruggustólnum, með hendur lauslagðar í keltu sér. Hún þagði, og hvorki Bert né móðir hennar ávarpaði hana. Bert stóð upp frá borðum, strax og hann hafði V>kið við matinn. „Bezt ég fari,“ sagði hann. Hann fór í frakkann og setti á sig hattinn. Alís stóð upp, og þau fóru inn í þvottahúsið og stóðu í myrkrinu bak við dyrnar. Þau urðu alltaf að kveðjast í þvottahúsinu, því það var engin forstofa hjá Wittlehjónunum. Þau stóðu þögul nokkrar mínútur, þétt upp við hvort annað. Hendur stúlkunnar löfðu niður með síðunum, en Bert hafði stungið sínum í vasa. Andlit hans sneri í átt frá henni. Brátt lagði hún hendur sínar um herðar hans, sneri andliti hans að sér, og kyssti hann á munn- inn. „Fyrirgefðu," sagði hún. „Ég ætlaði ekki að vera vond." Hann sagði ekkert. „Þú ætlar bara að gleyma því sem ég sagði, er það ekki?" Hann sýndi engin merki. „Komdu í te á morgun.“ Lóðrétt: 1. Loftur. — 2. óvarin. — 3. lest. -— 4. skin. — 5. tunga. — 6. marrar. — 7. örn. — 8. göróttir. — 12. eigra. — 14. nefstóru. — 16. undrun. —- 19. laun. — 21. eima. — 22. dólp- ungi. — 23. ull. — 26. treina. — 28. miða. — 29. skaufinn. — 30. auga. — 31. gæa. — 34. frisk. — 36. mergur. — 38. Salvör. — 39. rallað. — 42. nutum. — 44. mana. — 45. daun. — 47. dag. Hann kinkaði kolli. „Komdu snemma." Hann kinkaði aftur. Hún kyssti hann og þrýsti sér upp að honum. „Ég elska þig, Bert,“ hvíslaði hún. Hann hélt sér fyrst frá henni. Þá greip hann allt í einu utan um hana svo fast að hún gat varla andað. Hann byrjaði að titra. Munnur hans fast við hennar munn var opinn og rakur. Hann byrjaði að strjúka hana, örfandi. Hún vatt til á sér höfðinu. „Ekki þetta," hvíslaði hún. „Ekki þetta, Bert. Mamma gæti komið —“ Hann hélt sínu fram sem áður. E n d i r. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Nálægt borginni Butte í Montana. 2. Hún er eftir ass. Árna Magnússon. 3. Það er að vera illkvittinn. 4. Þau eru eftir Jón Helgason, Snorra Hjartar- son og Stein Steinarr. 5. Hann er sænskur og ritar kvikmyndahand- rit, stjórnar og leikur. Meðal kvikmynda hans má nefna I biðsal dauðans, sem sýnd var hér fyrir nokkru. 6. Þau heita Rifstangi og Hraunhafnartangi, og skaga bæði norður úr Melrakkasléttu. 7. Já, sjórinn er að meðaltali 4—6 gráðum heitari við suðvesturströndina. 8. Hvarf á Grænlandi er á 60° n. br., en Dyr- hólaey á 63%° n. br. Hvarf er því þremur og hálfri gráðu sunnar. 9. Igloo. 10. Verðandi kom út 1882. Höfundar þess og útgefendur voru: Gestur Pálsson, Bertel E. Ó. Þorleifsson, Einar Hjörleifsson Kvaran og Hannes Hafstein.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.