Vikan - 07.08.1952, Side 7
VIKAN, nr. 30, 1952
7
Hans hátign sendiherrann
Framhald af bls. 1/.
„Hæ, litli minn!“ kallaði hann til mín. „Komdu
og fáðu þér sæti og drekktu glas með mér.“
Hann kynnti mig fyrir kunningum sínum,
skandinöfum, og meðal þeirra ungri, Ijóshærðri
og hnellinni stúlku. Ég man ekki lengur hvort
það var síðasta kærastan hans eða sú næst sið-
asta, en hún var söngkona eins og allir fyrir-
rennarar hennar. Halmograno hafði ekki gert
annað alla æfi en að elska söngkonur.
Við drukkum eins og oft kom fyrir á þessum
vitlausu tímum, þegar fólkið, sem minnst gerði
til þess að láta sér koma saman, færðist hvert
að öðru við skál á Montparnasse og tókst svo
ekki að skilja. Við drukkum í átta daga stanz-
laust og drógumst frá einu kaffihúsinu á annað,
stauluðumst yfir götuna til að drekka á kaffi-
húsinu beint á móti, eyddum nóttunum á leyni-
kránum í Halles-hverfinu, en þar kunni Halma-
grano inngangsorðin og á morgnana komum við
aftur á Montparnasse á sömu kaffihúsin, að
sömu borðunum á sömu gangstéttunum til að
drekka og drekka aftur söniu drykkina með sömu
drukknu hópunum, sem maður hafði horft á í
gær, í fyrradag, á hverju kvöldi í átta daga
og sem einnig voru þar enn. Að lokum urðum
við bræður og þekktumst, að minnsta kosti í
sjón.
En hvað þetta voru einkennilegir tímar! Og
hvílíkur félagsskapur, þar sem enginn vildi fara
heim, konurnar af því mennirnir þeirra voru á
vígstöðvunum og rúmin þeirra auð, götustelp-
'urnar af því þær áttu heima á kaffihúsunum,
ungu stúlkurnar frá góðum fjölskyldum, af því
þær notuðu stríðið til að verða frjálsar, við sem
komum af vígstöðvunum, af því við vorum ekki
lengur vanir þvi að fara í rúmið, þeir sem ekki
höfðu barizt, af því þeir skömmuðust sín í ein-
verunni, strokumennirnir af því að þarna gátu
þeir sleikt sig upp við hermennina, útlending-
arnir, bandamenn eða ekki, eins og vinir Halma-
granos, til að hegða sér á franskan hátt og
Halmagrano sjálfur af því hann var gamall bó-
hepi, sem ekki hafði beðið eftir stríði til að læra
að meta Montparnasse.
Eftir á að hyggja, ætli hann hafi átt einhvers-
staðar heima um þetta leyti? Eg leyfi mér að
efast um það. t>að var ekki fyrr en nokkru
síðar, sem ég kynntist heimili hans á Breska
hótelinu í Friðargötu, eins og þið fáið nú að
heyra.
Hann hafði að minnsta kosti fulla vasa af
peningum.
Og þessar vitstola nætur á Montparnasse héldu
áfram, einstöku sinnum lífgaðar upp af Zeppe-
linflugi eða sprengingu Stóru Bertu og eins leið
líf þessara einkennilegu bóhema. Sérhver þeirra
var frægur fyrir eitthvað og dró þannig nýja
hópa úr öllum stéttum að kaffihúsunum á Mont-
parnasse. Allt fór þetta samt vel. Elztu viðskipta-
vinirnir þrengdu sér saman hjá vinsælustu þjón-
unum og sátu við sérstök borð, pör drógu sig í
hlé, aðrir hurfu, og börn komu í heiminn, þó
áframhaldandi hávaði vígstöðvanna og hrun
Rússa fyllti blöðin nýjum æsifréttum. Ný ríki
lýstu yfir sjálfstæði sínu og óvinaríki þeirra og
bandalagsríki kepptust um að viðurkenna þau
til að ná þar áhrifavaldi eða svæðum.
Þannig vildi það til að Halmagrano, já Yvon
Halmagrano, þessi gamli þrjótur, var útnefndur
sendifulltrúi þjóðar sinnar í París, en þetta litla
land átti fáa ríkisborgara í Frakklandi, þar sem
hann, þessi æringi, var eini prófessorinn og gáf-
aði maðurinn. Þessi frétt féll eins og sprengja
yfir Montparnasse, og Montparnassebúar gátu
ekki áttað sig á þessu, jafnvel þó Lenin hafi
komið úr þeirra stétt; en Lenin, þ. e. a. s. eng-
inn hafði umgengist Lenin á Montparnasse, hann
var ómannblendinn og bjó í Orleansgötunni, en
aftur á móti þekktu allir Halmagrano, allir þú-
uðu hann, og allir kunnu söguna um skilnaði
hans og giftingar.
Mér þótti þessi útnefning nýja sendiherrans
leiðinleg frétt, þar sem ég hélt, að þegar þessi
gamli, einstæði vinur minn væri orðinn svo virðu-
legur maður, þá reikaði hann ekki framar um
útikaffihúsin á Montparnasse, en þá fékk ég frá
honum kort með skjaldarmerkjum nýja lýðveld-
isins og lýðveldisins Frakklands, þar sem ég
var boðinn í veizlu til heiðurs hinu nýstofnaða
lýðveldi og útnefningu hans sjálfs.
Veizlan fór fram i Orsay-höllinni og ég verð
að viðurkenna það, að Halmagrano stóð sig mjög
vel, því gamli drykkjuhrúturinn var virðuleg-
ur, alvarlegur og ræðinn. En ég ætla ekki að
segja frá öðru úr þessari veizlu en eftirfarandi:
Sendiherrafrúin (ljóshærða söngkonan, sem ég
hafði verið kynntur fyrir á Montparnasse) söng
fyrir okkur franska þjóðsönginn á frönsku,
ensku, ítölsku, portúgölsku, japönsku, í stuttu
máli á öllum málum bandamanna, en af því hún
var skandinavísk, þá bætti hún við sænsku,
norsku, finnsku og dönsku, og þar sem hún var
að syngja til heiðurs hlutlausu landi söng hún
Marseillaise á luxembúrgsku, svissaraþýzku, og
þar sem frú Halmagrano var ekki -mn oiðin of
móð til að heiðra sérstaklega nýjar þjóðir, eins
Framhald á bls. 14.
Til þess þarf hún að rækta þessar
Barátta Saraeinuðu Þjóðanna gegn hungursneyð. tegundir eins og þær vaxa í heim-
kynnum sínum, rannsaka þær og
Kína, fengi það 25 milljón tonnum blanda þeim fram og aftur, þannig
meira af hrísgrjónum. Japan fær að hinir ýmsu þættir komi fram í
2,352 pund af hrisgrjónum upp úr nýju plöntunni. 1 tilraunastöðinni er
hverjum akri, en Indland aðeins t. d. reynt að seinka vexti japonica-
þriðja hluta þeirrar uppskeru. Aðal- plöntunni, sem vön er langri dags-
orsökin mun vera mismunandi hrís- birtu, þvi báðar plönturnar þurfa auð-
grjónategundir. 1 Japan er japonica vitað að ná þroska á sama tíma svo
en á Indlandi er indica. Ef hægt hægt sé að blanda þeim saman.
væri að sá japonica i stað indica væri Þetta .. er gert við rafmagnsljós i
málið auðvelt viðureignar, en japo- gróðurhúsum. Eina nothæfa fræið
nica vex við lengri birtu og meiri verður það, sem er óháð birtu og
kulda en er i Indlandi. Það ber blóm jarðvegi.
á hundrað dögum, þar sem indica Sérfræðingarnir hafa líka gert til-
þarf aftur á móti 6 mánuði. raunir með tilbúinn áburð og hafa
Tilraunastöðin er að reyna að komizt að þvi að áburðurinn hefur
blanda saman hrisgrjónategundum. algerlega gagnstæð áhrif eftir þvi
hvort hann er notaður í þurran eða
vatnsósa jarðveg. Nú sá þeir líka
áburðinum dýpra en áður var gert.
Einnig hefur viss tegund belgjurta
verið blandað saman við hrísgrjóna-
jurtina.
Vísindamennirnir eru líka að hefja,
herferð gegn sjúkdómum, sem geta
valdið hungursneyðum. Hungurs-
neyðin 1943 orsakaðist af sjúkdómi i
hrísgrjónajurtinni, sem eyðilagði 90%
af uppskerunni.
Sumar hrísgrjónategundir ilma ör-
lítið. Þetta dregur ýmsar tegundir
skaðsamlegra skordýra að, en hrek-
ur aðrar í burtu. Ef hægt væri að
breyta þessu eftir árásum skordýr-
anna væri hægt að koma í veg fyrir
pestirnar.
Tilraunastöð þessi er að berjast
eins mikilvægri baráttu fyrir heilsu-
fari fólks í Asíu og læknavísindin.
Matvæla og landbúnaðarstofunin sér
Á myndinni eru ýmsar hi-ísgrjónaplöntur, sem tilraunastöð Matvæla- og íylir styrlíjum, svo séifræðingar fiá
landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Cuttack á Indlandi ræktar. öilum Suðaustur-Asiuríkjunum geti
Á Indlandi búa um 350 milljónir
manna við hungur vegna hrísgrjóna-
skorts. Hrísgrjónin eru aðalfæða
þessa fólks.
1 Cuttack á Indlandi vinna niu
austurlandaþjóðir við tilraunastöð
Matvæla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna, til þess að
reyna að bæta hrísgrjónauppskeruna
á þessum slóðum.
Indland hefur víðáttumestu ekrur
heimsins undir hrísgrjónarækt, en
það hefur tiltölulega minnstu hris-
grjónaframleiðsluna. Ef Indland gæti
aukið uppskeru sína um helming, en
þá stæði hún jafnfætis uppskeru
komið á tilraunastöðina, unnið þar
og lært. Sérfræðingar frá öðrum
löndum geta líka komið þangað. Um
þetta er hin bezta samvinna milli
Sameinuðu þjóðanna og brezka
heimsveldisins.