Vikan - 07.08.1952, Blaðsíða 12
12
Fréttinni um að Everdon lávarður hefði verið
hengdur — á grein í sínum eigin trjágarði
— var tekið með nokkrum efa af hinum gætn-
ari aðilum sóknarliðsins, en margir trúðu henni
og fögnuðu yfir drýgðri „dáð". Sá hópur fanta
ræfilmenna, sem Tom Purkiss hafði forystu
fyrir stækkaði sífellt og var nú orðinn iskyggi-
lega liðsterkur. En nú, þegar þeir voru ráðalausir
og féllust hendur —• ráðsnilldin var engu sterk-
ari þáttur í fari þeirra en ráðdeildin — komu
snjallari menn þeim til hjálpar og lögðu á ráðin.
Ýmsum þessara manna var persónulega í nöp
við lávarðinn. Meðal þeirra voru menn, sem
hafði verið vikið frá störfum í höllinni án lög-
mætra orsaka og fyrirvaralaust. Einn af skap-
brestum Everdons, sem oft kom fram hjá honum
var sá, að hann fyrtist við þjónustufólkið út af
ýmsum ímynduðum móðgunum og rak það þá
burt urrisvifalaust. Þrír menn, sem orðið höfðu
fyrir barðinu á Everdon í þessu efni, komu nú
til skjalanna. Þeir vissu hvernig átti að hreyfa
vindubrúna og voru fúsir til að beita þeirri
kunnáttu.
Fyrst varð samt að finna eitthvert ráð til að
komast yfir sikið, —■ og eina ráðið var að synda.
„Hvað segið þið um það, félagar," spurði mað-
ur að nafni Will Freeman, sem einu sinni hafði
verið aðstoðargarðyrkjumaður hjá Everdon en
vann nú á búgarði. „Einhverjir okkar geta synt
yfir um — er það ekki? Hvað segir þú, Sam
Rogers ? Eg hef margoft séð þig synda í ánni. ..“
„Já, ég skal fara með þér," svaraði krafta-
legur bílstjóri, sem vann hjá ölgerðinni í þorp-
inu. „Ég hef beðið þess í marga mánuði að ná
mér niðri á lávarðsþrjótnum. Hann sparkaði mér
út, sá fantur, og galt mér engin laun í heilan
mánuð."
Ýmsir aðrir vildu gjarnan syndá yfir sík-
ið, og meðan aðalhópurinn hélt áfram ögr-
unum sínum og háreysti, lögðust sex hraust-
menni til sunds í síkið og fóru að þokast yfir
kaldan og dimman álinn. Aðrir stóðu á bakk-
anum og hrópuðu hvatningarorð til þeirra, og
enn aðrir komu hlaupandi að, þegar þeir heyrðu
hrópin. Brátt var múgur og margmenni komið
á þann stað sem vindubrúin átti að leggjast niður
— albúinn til þess að ryðjast yfir um, eins og
steypiflóð.
Hinum megin við síkið reis vindubrúin upp á
endann milli tveggja sterklegra smáturna. Bak
við þá var hinn stóri hallargarður, og ef árásar-
liðinu tækist að komast þangað, — en til þess
var leikurinn gerður, — var auðvelt að brjót-
ast inn um aðaldyrnar eða klifra gegnum glugg-
ana — og dreifast síðan um höllina eins og
mauragrúi.
Mikil fagnaðaróp kváðu við þegar sundmenn-
irnir komust yfir að vindubrúnni. Þeir klifruðu
fimlega upp, því að viða voru snagar og nibbur
til að stíga á og halda sér í. Ómögulegt var að
komast upp yfir endann á brúnni, eins og Kon-
kvest hafði gert, því virkishurðin varnaði þess.
En með því að klifra af ofanverðri brúnni yfir
á annan turninn, var hægt að komast á stein-
brún, sem fara mátti eftir upp á brún á hallar-
múrnum. Þegar þangað var komið, gátu menn-
irnir auðveldlega látið sig falla niður að innan-
verðu.
Æsingin jókst og margfaldaðist, meðan renn-
yotir mennirnir voru að framkvæma þetta her-
kænskubragð; hreyfingar þeirra sáust allvel i
rauðum bjarmanum frá blysunum. Eftir nokkurn
tíma sást enginn þeirra lengur; þeir voru allir
búnir að klifra upp og horfir yfir múrinn.
Einn eða tveir þeirra fengu slæma byltu og
mörðu sig illa, en í ákafanum tóku þeir varla
eftir þessu. Þeir voru komnir inn fyrir, og véla-
húsið, þar sem hreyfingu brúarinnar var stýrt,
var skammt frá þeim.
„Við erum komnir inn, félagar!" sagði Will
Freeman feginsamlega. „Nú skulum við láta
vinudbrúna falla tafarlaust!"
„Hugsaðu þig betur um, kunningi," sagði ró-
leg, kuldaleg rödd.
Hinum sigurdrukknu sexmenningum varð bylt
við. Hár og beinvaxinn maður stóð fyrir framan
dymar á litla vélahúsinu, og hann hafði kveikt
á sterku vasaljósi, sem hann beindi á þá. Ljósið
lék um þá félagana, holdvota og ataða í óhrein-
indum, en maðurinn með ljósið var i skugganum.
„Hver fjandinn ert þú?“ sagði Sam Rogers
illúðlega.
„Það skiptir engu hver ég er,“ svaraði Kon-
kvest. „Ég er bara að segja ykkur að þið vaðið
í villu og svima viðvíkjandi vindubrúnni. Hún
verður ekki látin niður fyrst um sinn — ekki
einu sinni á næstu klukkustundum. Hún verð-
ur uppi framvegis."
„Hver segir það?“
„Ég segi það."
„Þú, og hverjir aðrir?" kailaði Sam. „Hvað
heldurðu að þú megnir móti okkur hérna, sex."
„Ég get ef til vill eitthvað. Viljið þið reyna?“
„Bezt fyrir þig að hliðra til, herra minn,"
urraði Will Freeman. „Við óskum ekki að vinna
neinum mein — og við óskum ekki eftir fyrir-
skipunum frá náungum af þínu tagi. Viljirðu ekki
verða fyrir neinum miska, þá drattastu frá dyr-
unum þarna."
Konkvest hreyfði sig ekki. Hann sá strax, að
menn þessir voru ekki úr flokki misendismann-
anna. Þeir voru að vísu grófir og ruddalegir
núna, en undir venjulegum kringumstæðum voru
þeir allir löghlýðnir borgarar. Ef til vill væri
ekki ómögulegt að koma vitinu fyrir þá, hugs-
aði Norman með sér.
Vissulega var nú orðið mjög aðkallandi, að
koma fólkinu í skilning um hið glæpsamlega at-
hæfi þess, ef takast átti að forða Everdonshöll-
inni frá eyðileggingu. Konkvest hafði verið að
hugleiða þetta, því hann skildi vel hina ábyrgðar-
miklu aðstöðu sína. Hann vildi fyrst og fremst
allt til vinna, að halda vinfengi og virðingu Bill
Williams. Aðalatriðið í fyrirætlun hans hafði tek-
izt fullkomlega — hinn hvimleiði Everdon lávarð-
ur var á hröðum flótta. Áætlun og útreikningar
vígreifa ofurhugans höfðu gengið eins og í sögu
VIKAN, nr. 30, 1952
—eins og í lygasögu, — og hann vissi það vel.
Hann hafði að yfirlögðu ráði stuðlað að
„hengingu" hins falska Everdons, af því að hann
hugði, að slikur glæpur myndi draga úr æsingu
múgsins og tvistra mannfjöldanum. Hann var
nú kominn í skilning um, að það var stórhættu-
legt og uggvænlegt athæfi, að stofna til múg-
æsinga og gat haft hinar verstu afleiðingar. Það
var skylda hans að stöðva þetta brjálæði.
„Hlustið á, góðir menn," sagði hann með al-
vöruþunga. „Þið eruð að gera mikið glappaskot.
Ég er ekki einn af vinum Everdons, og álit mitt
á honum er mun lakara en ykkar . . ."
„Við kærum okkur ekki um nein ræðuhöld,
herra minn," tók Sam Rogers fram í og færði
sig nær. „Við höfum heldur ekki neinn áhuga
fyrir þér og þínum málum. Við ætlum okkur að
setja brúna héma niður, og ef þú vilt ekki láta
berja af þér hausinn, þá er þér bezt að víkja
úr vegi okkar, kunningi."
„Já, og meira að segja tafarlaust," sagði einn
hinna.
„Hver er hann annars, þessi?" tautaði Will
Freeman.
„Ég sé það ekki vel, því ég fæ glígju í aug-
un af þessu ljósi," sagði Rogers. „Fyrst hélt
ég að þetta væri útlendi uppskafningurinn —
„von“ eitt eða annað. En hann talar ekki líkt
honum . . .“
„Af þeirri einföldu ástæðu, vinur sæll, að ég
er enginn útlendingur," sagði Konkvest rólega.
„Þið kannist sjálfsagt ekkert við heiti mitt —
annars er það Konkvest, — en ég hefi verið að
eltast við Everdon í margar vikur. Ég er alger-
lega ykkar maður. En ég mun ekki taka neinn
þátt í brennu og ránum, — ef vindubrúin verð-
ur sett niður, verður afleiðingin óhjákvæmilega
sú. Skríllinn hinum megin við síkið er í eyði-
leggingarham."
„Og hversvegna ekki?" öskraði Sam Rogers.
„Brennum bölvað hreiðrið til ösku; það er ein-
mitt það sem við segjum! Þú veizt ekki, hvað
við hérna í nágrenninu höfum orðið að þola.
Til vinstri: Kínverskur umferðarsali, sem selur söngbjöllur og fuglabúr. — Söngbjallan 'er húsdýr
í austurlöndum og þar seljast hundruð þúsunda þessara dýra árlega. — Efst til hægri: Innan viö
hundrað „Spónanefir" eru nú til í Flórída, en áður voru þeir þar þúsundum saman. — Neðst til
hægri: Eru feitir menn gefnari fyrir vin? Já.