Vikan


Vikan - 07.08.1952, Síða 14

Vikan - 07.08.1952, Síða 14
14 Hans hátign sendiherrann Framhald af bls. 7. og þá, sem var tilefni veizlunnar, ætlaði hún alveg að æra okkur, einmitt þegar v’.ð nöfðum haldið að hún væri búin, með því að bæta við Marseilles á baltnesku, pólsku, lithásku, eston- ísku, rúmensku o. s. frv., og því næst aftur Mar- seillaise á frönsku til heiðurs hinni þjáðu Belgíu. Söngkonunni var vel fagnað og eftir að Halma- grano hafði skilið hana eftir fyrir utan íbúð sina í Passyhverfinu, sagði hann við mig í biln- um: „Hvað finnst þér um þetta, litli minn, hefur hún ekki fallega rödd ,ha? En ég ætla að skilja einu sinni enn. Ég er auðsjáanlega ekki heppinn með þessar söngkonur. Hilda er stolt af þvi að vera sendiherrafrú. Við giftum okkur í morgun. Hvað um það! Við skulum fá okkur glas á sendi- ráðinu.“ Við drukkum eitt, við drukkum tvö og við drukkum alla nóttina og þar sem sendiráðið lok- aði ekki á sérstökum tíma, fyrirskipuðum af lögreglunni og stóð mér alltaf opið, vandi ég komur mínar þangað á hverri nóttu og dakk einn eða með einhverjum. Sendiráðið var í Brezka hótelinu í Lille-götu og Halmagrano hafði leigt þar neðstu hæðina, sem var mjög frönsk, með speglum, og neðri hluti þiljanna úr viði. Á hinum hæðum hótelsins bjuggu aðallega dansmeyjar, því rússneski ball- ettinn undir stjórn Diaghilews kom um vorið og seinna kom sænski ballettinn undir stjórn Rolf de Maré. Ég gat komið á hvaða tíma sólarhringsins sem var á sendiráðið og alltaf fengið eitthvað að drekka. Maður kom sér fyrir með vinum sín- um í innsta herberginu og opnaði kassa og kampavínsflöskur. Þegar Halmagrano, sem nú var algerlega upptekinn af nýju ástinni sinni, var þar ekki, tók Manýa, nýja skrifstofustúlk- an á sendiráðinu, á móti okkur. Manýa sat við örlítið borð í litlu herbergi við innganginn og leitaði að stöfunum um leið og hún vélritaði með klunnalegum fingrum. Þetta var ferleg stúlka, fyrrverandi söngkona, sem hafði orðið fyrir einhverju óláni og Halma- grano hafði tekið upp á sína arma. Þegar hún stóð upprétt nam höfuðið næstum við loft, en þetta var góð og greiðvikin stúlka, sem kveikti í vindlunum okkar og útbjó, án þess að missa móðinn, ýmsa rétti af „Zakouskis". Hún var norræn, ég veit ekki nákvæmlega af hvaða þjóð- erni. Hún var róleg og kuldaleg, óbifandi og til- finningalaus, og orðbragð okkar, sama hve djarf- legt það var, setti hana aldrei úr jafnvægi. Ég efast jafnvel um að hún hafi skilið hlátra okkar, rövl okkar og drykkjusögur. Aldrei sá ég hana hlæjandi eða feimna. Hún talaði bjagaða frönsku. 1 stuttu máli, við veittum henni ekki athygli, fremur en hún væri ekki til eða að hún væri- aumingi, svo saklaus og heims var hún. Nótt eina — ég hafði ekki komið þar í langan tíma —- hitti ég hana eina á sendiráðinu. Opinn pakki lá við fætur hennar og hún ritaði með óþjálum fingrum sínum lista, þar sem hún taldi upp innihald pakkans, áður en hún lokaði hon- um. 1 pakkanum voru bækur, bréfapakki, vindla- kassi og myndir í teygjubandi. Þetta var langur .listi. ,,Jæja, Manýa, ertu of önnum kafin?“ „Já.“ „Er sendiherrann ekki við?“ „Nei.“ „Má ég fara inn og fá mér að drekka?“ „Já.“ „Hefirðu útbúið réttinn, sem Eric Satie þykir svo góður, þú veizt, þennan með reykta hrein- dýrakjötinu?" „Hann er til.“ „Þakka þér fyrir. Viltu ekki koma og drekka með mér ? Mér leiðist einum.“ VIKAN, nr. 30, 1952 633. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. rifrildi. —- 4. hé- gómaskapur. — 10. vísir. — 13. kliftir. — 15. vopn. — 16. skarð. — 17. sól. — 19. hljóð. — 20. linna. — 21. höfuðborg. — 23. ganga. — 25. vettvangur iðnaðar. — 29. veizla. — 31. frumefnistákn. — 32. blað. — 33. tónn. — 34. málfræðisskammstöfun. — 35. fljót. — 37. for- setning. — 39. fóstruðu. — 41. fæða. -— 42. kom- ast fyrir. — 43. frábær- ar. — 44. ana. — 45. sjór. — 47. tryllta. — 48. gróða. — 49. beygingar- ending. — 50. tveir eins. — 51. matarilát. — 53. einkennisbókstafir. — 55. tvíhljóði. — 56. dýralíf- færið. — 60. seðja. — 61. tómar. — 63. hæð. — 64. smákvikindi. — — 66. lendir í. — 68. trjátegund, þf. — 69. gengur. — 71. eldstöðv- ar. 72. elska. 73. háttar- lag. — 74. óþrif. Lóðrétt skýring: 1. ræktað land (forn ending). ■—- 2. heimsku- legur verknaður. — 3. höfðingjar. — 5. jökull. — 6. öngvit. — 7. kvendis. — 8. fag. — 9. tónn. — 10. kasta. — 11. skrifa. — 12. iðka. —- 14. tréð. — 16. klifra. — 18. lifandi partur. — 20. vitjun (spítalamál). — 22. skammstöfun. — 23. skammstöfun. — 24. vankunnátta. — 26. hala- rófa. — 27. flík. — 28. skertur. — 30. sann- færðist. — 34. kvenmannsnafn. — 36. ílát. — 38. borða. ■—• 40. land. — 41. óhreinka. — 46. fram- koma. — 47. keyrðu. — 50. dró úr. — 52. ögra. — 54. reipi. — 56. enginn. — 57. umbúðir. — 58. frumefnistákn. — 59. mannsnafn. — 60. tjón. — 62. væta. — 63. biblíunafn. — 64. amboð. — 65. sjór. — 67. bók. — 69. forsetning. — 70. beygingarending. Lausn á 632. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1 ósar. — 5. stáss. — 8. sagt. — 12. skuld. — 14. öslar. — 15. kör. — 16. raf. — 18. net. — 20. ama. — 21. ar. — 22. siklingur. — 25. nf. — 26. plata. — 28. Glámi. — 31. aga. — 32. mar. — 34. aða. — 36. logn. — 37. kúrir. — 39. Atli. — 40. flot. — 41. taug. — 42. utar. —• 44. munað. — 46. óaði. — 48. gæi. — 50. rýr. — 51. öðu. — 52. liðni. — 54. ótukt. — 56. aa. — 57. innilegur. — 60. ís. — 62. skó. — 64. ann. — 65. mnl. — 66. aga. — 67. kalin. — 69. lásum. — 71. arin. — 72. vitar. — 73. sili. „Ég er ekki þyrst.“ „Ertu að útbúa sendiráðspóstinn ?“ „Já.“ „Liggur svo mikið á honum?“ „Já.“ „Komdu nú og drekktu með mér, Manýa.“ „Ég get það ekki.“ „Hvers vegna?" „Ég er svo sorgbitin." „Hvað er þetta, Manýa. Ertu sorgbitin og þú segir mér það ekki. Hvað er að, góða mín?“ „Ég get ekki sagt það.“ „Og hvers vegna?" „Það ætlar að kæfa mig.“ „Vertu nú róleg, gráttu ekki, hvað er það?“ „Hans — hátign — er — dáinn,“ sagði Manýa og kyngdi grátinum. „Hver, Halmagrano ?“ „Viltu sjá hann?“ Manýa þurrkaði sér um augun með öðru hand- arbakinu, beygði sig niður að pakkanum og leit- aði þar að einhverju um leið og hún útskýrði. „Þetta eru einkaeignir hans, sem ég er að senda heim til hans, eins og hann hafði skipað íyrir — skjölin hans, myndirnar af konunum hans -— bækur, bréf —. Hans hátign dó úr hjartaslagi — fyrir þrem dögum. Samkvæmt ósk hans lét ég brenna hann í morgun og í kvöld sendi ég hann heim —. Viltu sjá hann? Taktu við, hérna er hann. Og Manýa tók vindlakassa, sem stóð á borð- Lóðrétt: 1. óska. — 2. skörp. — 3. aur. — 4. rl. — 6. tafl. — 7. senn. — 8. ss. — 9. ala. — 10. gamni. — 11. traf. — 13. drita. — 14. ötula. —- 17. aka. — 19. egg. — 22. sagnfræði. — 23. iðar. — 24. ráðagóður. — 27. lag. — 29. mat. — 30. hlaut. — 32. mútur. — 33. ritar. — 35. sigin. — 37. kom. — 38. rað. — 43. agi. — 45. Nýal. — 47. auk. — 49. innan. — 51. ötull. — 52. lakar. — 53. inn. — 54. ógn. — 55. tígul. — 56. aska. — 58. Ingi. — 59. Emma. — 61. sami. — 63. Óli. — 66. asi. •—• 68. in. — 70. ás. inu hennar innan um pappírinn og opnaði hann. 1 honum' var aska — aska Halmagranos. „Veslings húsbóndi minn,“ sagði hún grátandi. „Hann undi sér svo vel í glöðum hóp og nú er hann dáinn, aleinn, allt í einu. Ég gat engum tilkynnt það, ég vissi ekki heimilisföng vina hans, því maður veit ekki einu sinni hverjir þið eruð. 1 þrjá daga hefi ég séð um hann ein. Heyrðu, viltu lesa mér fyrir fylgibréfið, ég hef enga hugmynd um hvernig ég á að skrifa það og það er ekkert kvenmannsverk, þegar slíkt kemur fyrir? Viltu gera það? Ég hlusta á þig, en lestu ekki of hratt---.“ ENDIR. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Taj Mahal er grafhýsi, fjögurra alda gamalt nálægt borginni Agra í Indlandi. Shah Jehan lét reisa það á árunum 1629—1650 og lagði konu sína þar til hvíldar. 2. Enginn. Orðið teinahringur er afbökun úr teinæringur, það er bátur, sem txu róa. 3. Jónas Hallgrímsson sagði það um danska skáldið Carsten Hauch. 4. Matthías Jochumsson. 5. Bandarískur næturklúbbasöngvari og grín- leikari. 6. Dymbilvaka og Imbrudagar. 7. Það á að draga frá 32 og margfalda síðan með •/». 8. Sturli þýðir næturgagn. 9. Snæbjöm, sonur Eyvindar Austmanns, bróðir Helga magra. 10. Hvorugt, 5 + 9 eru 14.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.