Vikan - 06.11.1952, Blaðsíða 2
2
VIKAN, nr. 43, 1952
í FRÁSÖGUR FÆRAIMDI
Ní þegar veturinn er geng-
inn í garð og menn fara að hafa
meiri tíma til að hugsa og átta
sig á hlutunum, er bezt að nota
tækifærið og spyrja lesendur VIK-
UNNAR að því, hvort þeir eigi
ekki einhversstaðar niðri í skúff-
um líklegar forsíðumyndir. Við
hérna á blaðinu erum ákaflega
sólgin í að sjá þessháttar myndir,
því að innanum leynast vafalaust
einhverjar, sem gaman væri að
birta og sýna almenningi.
Það má þess vegna líta á þessa
klausu sem einskonar auglýsingu
eftir myndum.
Ef einhver verður til þess að
senda okkur myndir, er ákaflega
mikilsvert, að hann hafi það hug-
fast, að þær verða að vera vel
unnar og vandvirknislega. Það
er alls ekki nóg að „mótívið" sé
gott, ef frágangurinn er hroð-
virknislegur. Þetta verða óhjá-
kvæmilega að vera skírar myndir
og óvelktar, svo að hægt sé að
gera eftir þeim sæmileg mynda-
mót og þær tapi ekki miklu i
prentuninni. Líka viljum við
gjarnan (þó að það sé alls ekkert
skilyrði) að myndimar séu vel
„lifandi", til dæmis úr atvinnu-
lífinu til sjávar og sveita. Og al-
ger nauðsyn má það heita, að á
myndunum sjáist eitthvað kvikt,
vitanlega helst manneskjur, en
fjórfætlingar eða fuglar, þegar
ekki viil betur.
VIKAN1 heitir þvi, að endursenda
allar ónotaðar myndir. Já, og vel á
minnzt: Þær skyldu helzt vera í
likri stærð og forsíðumyndin er
venjulega.
t»AJ) stóð í einhverju blaði
um daginn, að Islendingar gerðu
of mikið af því að apa útlendinga,
og oft hefur íslenzkum blaðamanni
dottið meiri vitleysa í hug en þetta.
Þó megum við ekki alveg snúa
við blaði í þessum efnum, það er
auðvitað mál. Enda getur mönn-
um dottið ýmislegt snjallt í hug,
þótt þeir séu ekki íslenzkir.
Til dæmis er það nokkuð snjallt
hjá Bretanum, að taka helzt ekki
upp nýja, „fasta“ skemmtiþætti í
útvarpinu, án þess að leita álits
hlustenda. Þetta sýnir það meðal
annars, að Bretar telja útvarps-
hlustendur aUs góðs maklegá, en
ekki bara menn til þess að rukka
einu sinni á ári.
BrETINN hefur þá aðferð á
þessu, þar sem hann fær því við
komið, að gefa nokkrum óbreytt-
um hlustendum kost á að dæma
um hæfni líklegra skemmtikrafta
— áður en þeir eru ráðnir. Það
er mikið framboð á fyndnum
mönnum og fróðum erlendis, og
það fellur í hlut „kviðdómsins“ úr
hópi hlustenda, að mæla með sum-
um, en leggjast gegn öðrum. ÍFt-
varpsmennimir brezku styðjast
svo við tUlögur dómsmannanna,
þegar endanlega er valið, og kvað
þyltja vænt um að geta þannig
skellt skuldinni yfir á hlustendur,
ef illa tekst.
Þetta er sem sagt eitt uppátæki,
sem undirrituðum finnst bara
sæmUegt, þó að það sé ekki ís-
lenzkt.
í SLENDIN GAR hafa raunar
orðið þeirrar gæfu aðnjótandi síð-
ustu árin, að vera eftirapaðir af
útlendingum. Þetta er að vísu ekki
daglegur viðburður, enda kannski
ekki hægt að ætlast til þess. En
ég drep á þetta hérna, af því að
svo undarlega vill tU, að þessa
dagana er verið að apa eftir okk-
ur úti í löndum, svo um munar.
Það er blessaður Bretinn. Hann
er með löndunarbann á togarana
okkar. Segir, að við eigum ekkert
með að stækka landhelgina og
þessvegna smeUi hann á okkur
banni. Óréttlætið uppmálað, auð-
vitað. Og þó er það staðreynd,
að Islendingar hafa þráfaidlega
sett löndunarbann á sína eigin tog-
ara — þó að engum lifandi manni
detti í hug að neita því, að í sam-
bandi við aðferðir Bretans eigi
orðið eftiröpun lieima í gæsa-
löppum.
En þessi málsgrein á líka bara
að vera saklaust gaman og ein-
tómt grín.
I»AÐ var í VIKUNNI síðustu
sagt svolítið frá skringilegum
erfðaskrám, meðal annars einni,
sem verðlaunaði konur fyrir barns-
eignir. Nú hef ég héma hjá mér
upplýsingar um nokkrar fleiri af
þessu tagi, eina franska og þrjár
bandarískar (Frakkar og Banda-
ríkjamenn virðast eftir á að
hyggja skara fram úr á þessu
sviði).
Þá frönsku gerði læknir, nýlega
látinn, og hann stofnaði sjóð með
erfðaskránni sinni. Tilgangur
sjóðsins var svo sá,
að verðlauna árlega
þann karl og konu,
sem hefði (eins og það
var orðað) „glæsileg-
asta nefið“. Aðeins
fylgdi sá böggull
skammrifi, að engir
Rússar máttu taka
þátt í samkeppninni .
og keppendur urðu að
vera rauðhærðir og
svartbrýndir. Og jarpt
yfirskegg var algert
skilyrði, þegar um
karlmenn væri að
ræða.
BaNDARISKU erfðaskrárnar
voru ekki alveg eins flóknar. En
í þeim var dýmnum sýndur mikill
sómi og raunar mun meiri en
mannfólkinu. 1 erfðaskrá númer
eitt var svo fyrir mælt, að páfa-
gaukur og hundur þess látna
skyldu skipta með sér 135,000
krónum. 1 erfðaskrá númer tvö á-
nafnaði Margaret nokkur McDer-
mott frá Chicago hundinum sín-
um 300,000 krónum. Og í erfða-
skrá númer 3 arfleiddi Catherina
Oldberg fimm ketti og einn kjöltu-
rakka að húsi sinu og öllum öðrum
eigum, sem kváðu hafa verið
miklar. — En fleira er ekki í
frásögur færandi af þessum víg-
stöðvum. t
j FRÍMERKJASKIPTI
Sendið mér 100 íslenzk frí-
merki. Ég sendi yður um hæl
: 200 erlend frímerki.
■
| Gnnnar H. Steingrímsson
Nökkvavogi 25 — Reykjavih
■
Norge — fsland j
I Noregi, innan- |
Iands eða öðrnm I
löndum, getur hver j
valið sér í gegnum Islandia, I
bréfavin við sitt hæfi. Skrif- 1
ið eftir upplýsingum.
8 R ( f A Kl 0 B B U R I N N
ISLAN D
Reykjavík
tír ýmsum áttnm —
Eftir því sem bezt verður vitað eru.
aðeins um 300 ár frá því að karl-
menn fóru að ganga með bindi. Á-
stæðan fyrir þessum sið — eins og
svo mörgum öðrum — var stríð.
Um 1600 áttu Austurríkismenn 1
styrjöld við Tyrki og tókst að lok-
um að sigra þá. Ein bezta herdeild-
in i austurriska hernum var frá.
Kroatíu. Herdeildin var send í heim-
sókn til Parísar, þar sem hún var í
hávegum höfð.
Króatarnir voru með vasaklúta f
skærum litum um hálsinn og vel
klæddir menn kepptust um að taka
þennan sið upp. Síðan ganga karl-
menn með hálsbindi.
Vandaðir trúlofunarhringir
i
ÞtJSUNDIR MANNA \
■
lesa með sívaxandi ánægju skop- 5
sögur SAMTlÐARINNAR. 10 [
hefti (320 bls.) árlega fyrir aðeins [
35 kr. Sendið áskriftarpöntun 5
strax, og þér fáið tímaritið frá »
síðustu áramótum. Árgjald fylgi »
pöntun.
IUB ATA Framleiðir eftirtaldar
Ifl M I A NIÐURSUÐUVÖRUR:
Fiskibollur
Fiskbúðing
Grænar baunir
Gulrœtur
Gulrœtur og grœnar baunir
Blandað grœnmeti
Grœnmetissúpu
Baunasúpu
* Tómatsúpu
MATA-vörur eru viðurkenndar fyrir gæði
MATA-vörur fást í næstu búð
MATA-vörur í matinn!
lí'tgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — RitatjÓri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.