Vikan


Vikan - 06.11.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 06.11.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 43, 1952 9 Hershöfðingi og fegurðardrottningar George C. Marshall hershöfðingi var yfirmaður bandaríska herráðsins í siðustu heims- styrjöld og því sá maðurinn, sem einna drýgstan Skerf lagði til sigurs bandamanna. En eftir stríð hefur hann verið talsvert umdeildur, meðal annars fyrir stefnu sína sem utan- ríkisráðherra Trumans. Hann nýtur þó mikillar virðingar í heimalandi sínu. Nil er hann kominn á eftirlaun, og myndin hér fyrir neðan er af honum og konu hans að leggja af stað í skemmtiferð til Evrópu. Barnabörn þeirra eru að kveðja. ★ Það verður ekkert lát á fegurðarsamkeppnum Bandaríkjamanna. Myndin hér neðra til hægri er af fegurðardrottningunum í Georgíu og New York. Hún stóð sig eins og hetja Stúlkan hér fyrir ofan heitir Joy Greenwood og er 15 ára. Fyrir skemmstu lenti skólabíllinn, sem hún var í, í árekstri við járnbrautarlest. Fjórir unglingar létu lífið og margir slösuðust, þar á meðal Joy. En hjúkrunar- kona, sem sá þegar slysið varð, skýrði svo frá, að Joy hefði samt tekist að losa mörg skólasystkina sinna úr hinum gjörónýtta bíl. ★ Hjónaleysin, sem hér eru að kyssast, komust í frétt- irnar, þegar hermaðurinn ók 2,000 mílna leið til þess að heimsækja kærustuna sína, og varð að aka sömu leið til baka aftur, án þess að sjá hana, þegar hún reyndist hafa skroppið úr bænum. En hermaðurinn gafst ekki upp við svo búið og notaði fyrsta fríið sitt til að fara þessar 2,000 milur aftur — og árangurinn sést á mynd- inni. Allmargir kommúnistar hafa verið handteknir i Banda- ríkjunum að undanförnu sakaðir um samsæri gegn stjórn- inni. Meðal þeirra eru hjónin hérna fyrir neðan, en þau voru tekin í St. Louis. ★ Þeir eru ekki árennilegir bandarísku fótboltaspilararnir. Þeirra fótboltaleikur er raunar allt öðu vísi en við eig- um að venjast, til dæmis nota leikmennirnir hendurnar miklu meira en fæturna til þess að koma boltanum í mark andstæðinganna. Þéssi til hægri kvað vera jakalegasti fótboltamaðurinn í Ohio. Hann er 310 pund. ammaðir mig svo mikið að i. ktu hann upp undir eins. Afgreiðslumaðurinn: Það hefur skrapazt af honum málningin. Þið verðið að kaupa hann. Lilli: Gaman — gaman. Pabbinn: Þetta er óforskammað. Hvað kost- ar hann? Pabbinn: Nú ertu búinn að leika þér með hann % marga klukkutíma. Pabbi œtlar að fara í bað. Lilli: En það tekur fimm daga að sigla yfir hafið. Eintómt viský! Gastu ckki einu sinni stolið einni sítrónfiösku?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.