Vikan


Vikan - 06.11.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 06.11.1952, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 43, 1952 MONA Framhald af bls. 12. Maður er gersamlega hjálparvana í slíkri klípu. Einkum af þvi, að maðurinn virtist hafa áhuga á mér persónulega. Hann spurði mig, hvort óhyggjunum væri af mér létt, og enn bauð hann liðveizlu. Ég sagði honum, að nú væri allt í lagi, en hann virtist engu að síður vantrúaður. Hann virtist svo vantrúaður, að ég fór að halda hann vissi eitthvað. Það var raunar alveg óhugsandi. Hann gat ekkert vitað. En hann hélt í mig allt til klukkan sex. Þá fór ég til Mónu, af því að ég vissi, að ennþá var tími til kvöldverðar. Brosið á andliti hennar, þegar ég gekk innum dyrnar, var eitthvað, sem aldrei mundi gleym- ast, eitthvað, sem hverfur með manni niður í gröfina. Þegar kona hefur á sér þess konar svip, þá er hún þín. Ekki bara á þessari stund; ekki bara líkamlega; hún er þín allt til enda veraldar. ,,Ég var farin að halda þú ætlaðir ekki að koma," sagði hún. Og þegar hún sleppti mér og ég fékk dregið andann aftur, þá rétti ég henni sanelflöskuna. ,,Ég ætlaði að gefa þér þetta i gærkvöld,“ sagði ég. „Minnstu ekki á þann fjára. Mér finnst ég verða áumust allra, þegar ég hugsa til þess ég skyldi ekki vera heima.' En ekki bjóst ég við þú mundir verða . . .“ „Ég stikaði göturnar fram og aftur eins og unglingur með hjartað i buxunum." „Ástin mín . . .“ Hún þagnaði, því að nú var hún að opna pakkann. „Talaðu ekki svona Ég brosti. „Ekki að leggja þennan tígrishreim í röddina. Ég verð að fara í kvöldverðarboðið. Auk þess er ég svo langt niðri núna, ég er ekkert hættulegur . . . ekki einu sinni þér, jafn falleg og þú ert nú.“ Óhemjuglampinn kom í augu hennar. Hún opn- aði kassann. Hún var ekki með neina uppgerð; hún handtéraði ekki sanelið eins og það væri gúmibolti. Henni þótti vænt um gjöfina, hún ;sagði það mjög eðlilega, og síðan fór hún með flöskuna inn í svefnherbergið. Ég beið í stofunni. „Vertu ekki að ginna mig inn til þín,“ sagði ég. „Það þýðir ekki.“ Ég heyrði, að hún gekk um i herberginu. „Ég er ekkert að ginna þig — þó að það sé fjarska auðvelt," kallaði hún til baka. „Ég hef líka nóg að gera ég ætla að borða með Klöru og þarf að fara í bað áður.“ Skór skall í gólfið. „Bezt fyrir mig að hypja mig,“ sagði ég. Annar skór datt. „Hvað varstu að segja?“ ,,Er þér ekki sama, þó að ég fari?“ sagði ég. **-¥•¥***-¥-*-¥--¥-* Aðeins staðgengill! 1 Bandaríkjunum er þessa dagana sögð saga um leikkonu, sem hélt hún væri búin að finna upp sniðugt ráð til þess að leika á innbrotsþjófa. Hún geymdi alltaf dýr- mætustu perlufestina sína í ólæstri skúffu, en seðil með, sem á var skrifað: „Þetta er bara eftirlíking. Ósviknu perlurnar geymi ég í bankanum.“ En svo kom að því einn morgun, að perlufestin var horfin og nýr seðill ltom- inn í skúffuna. Og á lionum stóð: „Þessi festi er einmitt tilvalin fyrir mig, því að sjálfur er ég bara lítilfjörlegur stað- gengili. Innbrotsþjófurinn, sem sér um þetta hverfi, er í sumarfríi.“ ¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥ 646. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 vindur — 5 titill — 7 úthaldsgóð — 11 brún —• 13 menningarstofnun — 15 hverfur á brott — 17 þjóf — 20 haf — 22 hrumur maður — 23 aldna — 24 hljóð — 25 gróða — 26 beita — 27 laufskrúð — (austur- skaftfellsk mállýzka) — 29 greinir — 30 flýtir (slanguryrði) — 31 hreyfist — 34 tjóni — 35 mannsnafn -— 38 bugt — 39 tímabil — 40 í — 44 vatnsloka — 48 missa — 49 steinefni, þgf. — 51 kjark — 53 fæðu —- 54 keyri -—- 55 lestrar- efni — 57 hjálparsögn — 58 skartgripur — 60 dansleikur — 61 biblíu- nafn — 62 kjaftinn — 64 á fæti — 65 á jurt — 67 ögn — 69 landshluti í Evrópu — 70 eldstæði — 71 éta. Lóörétt skýring: 2. fórnað — 3 tónn — 4 verkfæri (forn rit- háttur) — 6 sterk — 7 kurl — 8 samtenging — 9 mannsnafn — 10 fisk — 12 skipið — 13 allslausa — 14 góður — 16 flatarmálseining — 18 karli — 19 fataefnið — 21 uppspretta — 26 spendýr — 28 dæmdi — 30 hægfara — 32 húsi — 33 máttur — 34 úthagi — 36 askur — 37 svif — 41 lærði — 42 spendýrinu — 43 nákvæm — 44 pólitískt gælunafn — 45 beinn — 46 skyld- menni — 47 vera krökur — 50 hæð — 51 hlýðin — 52 dans — 55 matreiðir — 56 frumefni — 59 stúlka — 62 eldsneyti — 63 veiðarfæri — 66 tónn — 68 rugga. Lausn á 645. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1 sjal — 5 ásaka — 8 sess —■ 12 taums — 14 skima, — 15 akk — 16 tin — 18 rek — 20 nam — 21 lo. —- 22 lundarfar — 25 rr — 26 blína — 28 skott — 31 ota -r- 32 rót — 34 ata — 36 fáni — 37 hamar — 39 Tumi — 40 leik — 41 mólu — 42 skal — 44 kular — 46 gagn — 48 fák — 50 rær — 51 Pan — 52 Tatra •— 54 Arnar — 56 me — 57 austurveg — 60 öl — 62 eys — 64 kar — 65 Jes — 66 aða — 67 smekk — 69 trauð — 71 tala — 72 brall — 73 bala. Lóðrétt: 1 stal — 2 Jakob — 3 auk — 4 Im — 6 sund — 7 kurr — 8 sk. — 9 ein — 10 smart — 11 samr — 13 stuna — 14 skaka — 17 ina -— 19 efs — 22 lítilláta — 23 atóm — 24 rottu- gang — 27 lon — 29 tau — 30 áfast — 32 rakur — 33 tamar — 35 sinni — 37 hik — 38 rór — 43 afa — 45 læsu — 47 ana — 49 krukk — 51 prest — 52 teyma — 53 asa — 54 ave — 55 röðul — 56 mest — 58 trúr — 59 rjól -— 61 laða — 63 sel — 66 aaa — 68 K.A. — 70 rb. Þrusk. Niður í fötum. Gengið nöktum fótum um gólfið. Þá hélt ég af stað fram í forstofuna. Nú sat hún við snyrtiborðið, hvít og ávöl eins og marmari, og grannur, næstum loftkenndur vöxtur hennar sást í speglinum. Nú var hún að leysa niður á sér hárið. Ég nam staðar í dyrunum. „Ég þarf að flýta mér . . Hún reis á fætur. „Þú gerir það ekki,“ sagði ég seinlega. „Ójú, víst. Viktu til hliðar,“ sagði hún og hló upp í geðið á mér. „Farðu frá.“ Ég hleypti henni fram hjá. „Óhemja," sagði ég af þunga. „Það er þér að kenna,“ kallaði hún úr bað- herberginu. „Þar komstu við auman blett,“ sagði ég. „Og hæfði í mark,“ sagði hún háðslega. Nú heyrði ég vatnið renna í baðkarið. Ég gekk inn í baðherbergið og stóð nálægt dyrunum. „Líttu ekki á mig núna,“ sagði hún. „Annars sérðu millipilsið mitt niður undan!“ Ég svaraði ekki. Nú ætti ég að réttu að vera á heimleið. Bráðum yrði það of seint. Ég var þreyttur. Ég varð að bíða. „Þetta er illa gert af þér,“ sagði ég afundinn. „Ég veit það . . Hún steig upp í baðkarið og settist. „Ég ætlaði mér ekki að gera það. En . . . þú sagðist vera svo sterkur á svellinu . . . og ég . . .“ Hún leit niður, eins og sneyptur krakki. Hún líktist barni í vexti — eins og full- vaxið barn. „Þú hélzt ég gæti ekki staðizt það . . .“ „Ég vissi það,“ sagði hún og yppti öxlum. Það var rétt hjá henni. Ég fór úr frakkanum. Framhald í nœsta blaði. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 5: 1. Vegna þess að í þeim eru engir gallar. 2. 0.55162 hektarar, 55162 m,. 3. Niagara-fossarnir á milli Kanada og Banda- ríkjanna. Brúnin færist aftur um 2% fet á ári. 4. Hugprúður vinur. 5. Le Corbusier. 6. Oddur, Eggert, Hjalti, Skafti, Ás, Kinn og Bakki. 7. R. Kipling. 8. Finnland. 9. Unieted Nations Educational, Scientific and Cultural Organization = Samband Samein- uðu þjóðanna fyrir menntunar-, vísinda- og menningarlegt starf. 10. Jennifer Jones. Bréfasambö nd Birting á nafni, aldri og heimilisfangi kostar 5 krónur. LÁRUS KRISTINSSON (við pilt eða stúlku 15 —17 ára) Hringbraut 87, Keflavík. — LILJA ÞORSTEINSDÓTTIR (við pilta eða stúlkur 15 —18 ára), Vesturhúsum, Vestmannaeyjum. — HALLA ÞORSTEINSDÓTTIR (við pilta eða stúlkur 16—18 ára) Vesturhúsum, Vestmanna- eyjum. — EYRÉN AUÐUNSDÓTTIR (við pilta eða stúlkur 17—21 árs), Ysta Skæla, Vestur Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu. — SESSELJA ÓSK GlSLADÓTTIR (við pilta eða stúlkur 17—20 ára), Mundakoti, Eyrarbakka. — YNGVI D. KJARTANSSON (við stúlkur 16—18 ára), Saurbæ, Ráuðasandi, Vestur-Barðastrandasýslu. —. ÞÓRUNN ÞORGEIRSDÓTTIR (við pilta og stúlkur 16—20 ára), Eyrargötu 15, Siglufirði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.