Vikan


Vikan - 06.11.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 06.11.1952, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 43, 1952 7 Klukkustund á barnaheimilinu LAIJFA8 T ITLI drengurinn á forsíðunni er að vísu ekki á barna- heimili, en hann hefði alveg eins getað gægzt fram undan tré í garðinum á nýja barna- heimilinu Lafásborg, þegar blaðamaður frá VIKUNNI leit þar inn klukkutíma eftir að heimilið tók til starfa. Þar var allt annað en grátur og gnístran tanna eins og búast hefði mátt við, því lítið fólk þarf á öllu sínu hugrekki að halda til að fara í fyrsta skipti frá mömmu. Börnin hlupu um í garðinum með hjólbörur og spaða og allt virtist leika í lyndi. Lítil tveggja ára hnáta hjúfraði sig þó snökktandi upp að fóstrunni og saug upp í nefið. Klukkutíma seinna var hún farin að slá stóran strák með spaða. Önnur dálitið eldri átti enn bágra. Andlitið var allt orð- ið rauðflekkótt af gráti og hún rig- hélt í stúlkuna, en hún fylgdist samt af áhuga með því sem fram fór í kringum hana. Áhorfendur Frú Þórhildur Ólafsdóttir, for- stöðukona heimilisins, var nú komin út í garðinn. Hún sá strax að stór hópur hafði safnazt saman niður við hliðið. Utan við rimlana stóð barna- hópur úr nágrenninu og gægðist inn. Hérna var eitthvað alveg nýtt á ferð- inni og þau vildu að minnsta kosti fylgjast með hvað væri að gerast í þeirra eigin hverfi. Það var alls ekki von að þau skildu það þegar frú Þór- hildur sagði þeim að þau trufluðu börnin og yrðu að fara. Þau mættu kíkja seinna. Hún var auðsjáanlega búin að margendurtaka þessa beiðni án árangurs. ,,Það er þarna einn, sem á litla frænku hérna,“ sagði hún við mig til skýringar. „Og hann gerir hana svo órólega.“ „Hver vill hjálpa til við að hreinsa garðinn,“ kallaði hún svo. „I gær var búið að gera han svo fínan, en í nótt kom rok og nú þarf að tína saman laufið. Ég læt ruslákörfuna hérna neðst á stíginn. Tínið þið svo saman laufið og keyrið það í hjól- börunum að körfunni. Svo skal ég koma með hrífur.“ Stærstu krakk- arnir fóru strax að tína upp gullt laufið, sem þakti garðinn. Allt í cinu færðist líf í tuskurnar. Ung stúlka var farin að útbýta litl- um garðhrífum. „Hrífu! Ég langar í hrífu.“ „Ég skal ná í fleiri hrífur,“ sagoi stúlkan, en hugsaði sig svo um. „En hver á að keyra, ef allir fá lirifur?" Jafnvel litla sorgmædda stúlkan hvíslaði líka „Ég vil hrífu,“ en þegar hrífan kom, var sorgin aft- ur búin að ná yfirhöndinni og hún hætt við að raka. BORG Vinnugleði Nú var kominn stór hópur á gras- flötinn. Börnin rökuðu hver á móti öðru og enginn vildi aka hjólbörun- um, en í hvert skipti sem hrífan var orðin full, hófu þau hana á háaloft og hlupu eins og fætur toguðu að körfunni til að losa það, sem ekki hafði dottið á leiðinni. En hvernig sem á því stóð, var karfan brátt orð- in hálffull og færri lauf á grasbal- anum. „Hérna skulum við koma fyrir rennibraut,“ sagði frú Þórhildur við nokkra krakka, sem stóðu í kringum liana í tröppunum „Og svo pommum við niður“. „Já,“ sagði einn og settist strax á steinrennuna utan við tröpp- urnar og nú þurfti að útskýra fyrir honum, að það væri ekki eins gaman að „pomma" niður steinrennu. „Kona! má hann taka af mér vagn- inn,“ heyrðist einhvers staðar og á miðju saltinu hjá tveim litlum stúlk- um, sem voru að vega, sat stór strák- ur og hreyfði sig ekki. En þær kvört- uðu ekki, bara sátu með heimspekis- svip og biðu eftir því, að hann færi, svo þær gætu haldið áfram. „Ég vil leika mér með fallegu dúkkurnar inni,“ sagði kotroskin telpa og kippti i fóstruna. Og henni var lofað dúkku, þegar hún kæmi inn. Gilitrutt Mig fór að langa til að sjá dúkk- una, sem gat laðað huga hennar frá öllu fjörinu úti og fylgdist með frú Þórhildi inn í húsið. Húsinu er þann- ig skipt að hver aldurflokkur er alveg útaf fyrir sig og þar eru alls konar skemmtileg leikföng, sem ætl- uð eru til uppeldis og „fallegu dúkk- urnar“ voru ferlegar tuskubrúður og litu í mínum augum út eins og Gili- trutt. 1 vöggustofunni á efstu hæðinni léku sér tvær litlar stúlkur, sem ekki gátu sofið úti á svölunum með hin- um, því þær voru kvefaðar. Frú Þór- hildur sagði, að öll börnin væru ekki komin í þessa deild, meðal annars vegna þess, að mæður þeirra ynnu ekki allar á laugardögum. Alla aðra daga komu þær með börnin á morgn- ana, sumar kl. 7.45 og sækja þau aftur kl. 5. Það síðasta sem ég sá, þegar ég gekk út úr garðinum, var lítil dreng- ur, sem faldi sig bak við pabba sinn og lét ekki lokka sig þaðan, hvernig sem stúlkurnar brostu til hans. Á veggjunum og við hliðið var aftur orðið fullt af krökkum úr nágrenn- inu. — E. P. ForsíQumynd: Þorvaldur Ágústsson. | MISKUNNSAMI i 1»/rAT! MAT! Ég vildi gefa 1 »1T1 sál mína fyrir brauðbita," i hrópaði Stellan Hedman. i Hann hætti að ganga um gólf. i Nei, þetta var ekki gott. Svona í mundi enginn tala, þó hann hefði | ekki bragðað matarbita í viku. i Það fór í taugarnar á honum, i hvað þetta hljómaði kjánalega, ef Í maöur sagði það upphátt, þó það § liti ágætlega út á pappírnum. Í Hann stanzaði við gluggann, dró i djúpt andann og æpti: „Mat! Ég verð að fá mat, þó ég Í svo þurfi að stela honum!“ Hann bjó enn í litlu íbúðinni i i hrörlega húsinu, þar sem hann | hafði byrjað rithöfundarferil sinn, i en á þessum 15 árum var hann = búinn að breyta henni í snotra I piparsveinsíbúð. i Stellan Hedman var þekktasti i bókmenntagagnrýnandi bæjarins i og doktorsritgerðin hans var álit- Í in snilldarverk. Nú var hann bú- i inn að vinna í nokkra mánuði að i fyrstu skáldsögunni sinni og gekk i bölvanlega. Þetta hlaut að vera i vorinu að kenna. Ef hann átti að i vera hreinskilinn við sjálfan sig, i þá varð hann að viðurkenna, að Í hann hafði ekki verið ánægður i með eina einustu línu, síðan hann i mætti nýja leigjandanum í stigan- i um. Hún gekk hnakkakert og víða i stuttkápan gat ekki leynt því, hve i vel vaxin hún var. Og hvílíkir í fætur! Um leið og hún gekk fram- i hjá, mættust augu þeirra andar- Í tak. Hún hafði yndislega falleg Í gráblá augu. Að vísu þekkti hann i margar glæsilegar stúlkur, en | hann var ekki vanur að fá hjart- Í slátt, þegar hann mætti þeim. Og i nú hafði hann mætt henni í stig- i anum á hverjum degi í viku og i var enn að brjóta heilann um, i hvernig hann gæti kynnzt henni. | Hann fór út á veitingahús | að borða. Hann var varla fyrr i sestur en hann hrökk við. 1 [ dyrunum stóð yndislega, unga Í stúlkan. Hún gekk í áttina til i hans, settist beint á móti honum i og bað um te og ristað brauð. Í Stellan var alveg utan við sig. Hann hámaði í sig matinn, í án þess að líta upp. Stúlkan borg- Í aði teið um leið og hún fékk það, i en snérti það svo ekki. Allt í einu i sagði hún: i „Þér megið ekki reiðast mér, : en takið við þessu umslagi“, — | og svo var hún farin. Ilann starði undrandi á eftir É henni, þegar hún hvarf út um i dyrnar, reif svo upp umslagið. i Ur því duttu tveir tíu krónu seðl- Í ar. „Við skulum ekki taka þetta of Í alvarlega fyrir alla muni,“ sagði i hún, þegar ha.nn barði að dyrum Í hjá henni daginn eftir. „Þér er- Í uð auðvitað komnir til að skila i afganginum af peningunum.“ „Já,“ sagði Stellan. „En satt að | segja skil ég þetta ekki.“ „Hvernig ég komst að þessu? Í Þér sögðuð mér það sjálfur. Ég BAMVERJINN er vön að Uafa gluggann minn op- inn þegar ég er að vinna og þér talið við sjálfan yður. Svo þegar ég sá yður fara inn í veitinga- húsið á horninu, vissi ég hvað þér höfðuð í huga.“ Uoksins skildi Stellan hvernig í þessu lá. Hún hélt auðsjáanlega, að hann hefði ekki bragðað matar- bita í heila viku. Og þessi yndis- lega stúlka hafði ekki hikað við að koma honum til hjálpar, þegar hún hélt hann vera í vandræðum. „Verið ekki leiður yfir þessu, fyrir alla muni. Ég hefi sjálf verið að þvi komin að gera það sama. Og nú getum við kynnt okkur.“ Þau spjölluðu lengi sam- an. Hún sagðisb teikna auglýsing- ar en hann sagðist vera rithöf- undur. Að lokum sagði hún: „Mér hefur dottið dálítið í hug. Komið til mín kl. 5 á morgun.“ Næsti dagur fór í að búa til ræðustúf til skýringar og læra hann utanað. Og þegar Stellan barði að dyrum hjá stúlkunni á mínútunni fimm, opnaði hún og bauð honum inn. Um leið og hann gekk inn í herbergið, reis gráhærður maður upp úr stólnum. „Frændi," sagði stúlkan. „Þetta er hr. Hedman. Og þetta er Less- ig ritstjóri Stokkhólmspóstsins." Hún leit undrandi á frænda sinn, sem skellihló: „Hamingjan góða, er þetta ungi maðurinn, sem ég átti að hjálpa?“ sagði hann. „Svo þú átt ekki lengur fyrir mat? Þetta var ágætt!“ „Ég skil þetta ekki, frændi. Þekkirðu hann?“ spurði stúlkan. „Hvort ég þekki hann. Líttu á sakleysissvipinn á honum. Og ég sem borga honum 25.000 krónur á ári fyrir bölvaða þvæluna sem hann skrifar fyrir blaðið mitt.“ „Farðu út,“ æpti stúlkan frarr- an I Stellan. En það var frændi liennar, sem greip hattinn sinn og stafinn og hvíslaði prakkara- lega að henni um leið og hann skauzt út: „Láttu hann nú kenna ærlega á því.“ „Mér þykir þetta mjög leiðin- legt . . .“ „Ég er viss um, að þér hafið skemmt yður konunglega,“ greip stúlkan fram í. „Það var bara verst, að þér gátuð ekki haldið áfram að gera gys að mér.“ ,,Ég var ekki að gera gys að yður,“ sagði Stellan, sem sá að nú var allt tapað. ,,Ég ætlaði bara að nota tækifærið til að kynnast yður, þvi ég elska yður.“ Og hann snei'i sér viJ til að fara.“ ?,Svona eru karlmennii'nii',“ sagði hún. „Korna sér fyrst i vandræði, láta ástarjátningu fylgja og hlaupa svo í burtu.“ Það var kominn stríðnisglampi í augun á henni og hún skellihló. „Þarna er ykkur í'éttilega lýst. Annars er teið þitt farið að kólna, svo það er eins gott fyrir þig að fara að drekka það . . .“ .......................................................................,,,,,,,,iiiiil»li»i,,,,,,ii»li,,»lil»i»,,,iiii,»,,,,,,,>

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.