Vikan - 06.11.1952, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 43, 1952
MISTÖK JOE LUCANS
□
MlSTÖK Joe Lucans
lágu í þvi að konan hans
vissi ekki hvemig hann
vann fyrir þeim. Þó hann
gengi liinn hnakkakertasti
að heiman frá sér á hverj-
um morgni kl. átta, var
sannleikurinn sá, að hann
eyddi deginum í drungalegri billiardstofu, þar
sem hann spilaði um peninga.
Svo kom að því, að honum fannst þetta
óþverrastarf ekki gefa nógu mikið t aðra
hönd. Iiann liafði líka komizt að því, að gjald-
kerinn í firma nokkru sótti laun starfsmamn-
anna í bankann á liverjum fimmtudegi.
Maðurinn gekk alltaf þessa stuttu leið i
bankann, tók út peningana, í seðlum og smá-
mynt, og setti þá í nýja, gljáandi skjalatösku.
1 bakaleiðinni skauzt hann inn í kaffihús og
fékk sér í flýti einn tebolla. Joe hafði líka
veitt því athygli, að hann setti töskuna alltaf
upp við einn borðfótinn og liafði auga með
henni.
Ánœgður með athuganir sínar, keypti Joe
nýja leðurtösku. Það var gamalt og áhœttu-
samt bragð að skipta á töskum, en Joe von-
aði, að með dyrfsku ■—• og heppni -— tœkist
honum það.
Konunni hans fannst taskan fdlleg: „Ó, Joe!
Mig hefur dlltaf langað til að sjá þig með
svona tösku. Nú ertu dlveg eins og verzlunar-
maður.“ Hún skoðaði töskuna. ,„JE, þama
ertu búinn að rispa hana. Joe, þú verður að
gœta þess að týna henni ekki.“ ;
Joe brosti. Það var einmitt það sem hann
œtlaði að gera.
Nœsta fimmtudag gekk hann á eftir gjald-
keranum inn í veitingahúsið. Hann fékk sér
tesopa, hikaði, eins og hann vœri að leita að
sœti, gekk svo til mannsins og lét töskuna
sína, fulla af blöðum og skrani, upp við borð-
ið.
Gjaldkerinn leit niður og hjartað í Joe slóst
hraðar. „Rólegur!" hugsaði hann. „Vertu
bara rólegur og drekktu teið þitt.“ Hann var
ánœgður með gerfið sitt: falleg föt, regnkápa,
stífur flibbi og látlaust bindi.
Þegar bollinn var nœstum tómur, ýtti Joe
honum frá sér, stóð upp og teygði sig rólega
eftir töskunni með peningunum í. Töskunni
sinni ýtti liann að fótum mannsins. Mannin-
um varð hverft við. Hann beygði sig í flýti,
sagði: „Farið varlega!“ og dró töskuna —
töskuna hans Joe — upp i kjöltu sér. Hann
grunaði ekkert.
„Afsakið,“ sagði Joe kurteislega. Hann stóð
kyrr augnablik og verkjaði í hvern vöðva af
löngun í að hlaupa á dyr. Maðurinn roðn-
aði.
,$g hélt andartak að þér hefðuð tekið
mína,“ sagði hann afsakandi.
Joe brosti og klappaði á töskuna: „Þœr eru
dálítið líkar, er það ekki?“
Hann gekk hratt út á götuna. Nú fann hann,
hve hrœddur hann hafði verið, því svitinn perl-
aði á enninu á honum.
„Halló! Stanzið!“
Joe hljóp af stað um leið og hann leit við og
smaug milli fólksins á götunni. Fjandans
gjaldkerinn! Hann hafði ekki nema 50 metra
forlilaup. Lögregluflauta gerði hann óðan af
hrœðslu. Fólkið starði undrandi á hann, en
hann skeytti því engu og tók fastar utan um
töskutia. Allt var undirbúið og hinumegin við
nœsta horn var kvikmyndahús.
Nálœgt dyrunum hœtti hann að hiaupa,
gekk gegnum anddyrið og fékk dyraverðinum
miðann, sem hann var búinn að kaupa áður.
,J?essa leið,“ vasaljós lýsti honum leiðina
inn i dimmt bíóið. Hann kom strax auga á
útgöngudyrnar hinumegin í salnum og án
þess að gefa stúlkunni nokkurn gaum, gekk
hann hratt þangað.
H.ANN kom út í húsasund, sem lá út í
aðalgötuna nálœgt kaffihúsinu. Hann fór úr
frakkanum og lagði hann yfir handlegginn, .
svo taskan sást ekki, og gekk rólegur út úr
liúsasundinu, án þess að líta í áttina til kaffi-
hússins.
Þvi ncest tók hann neðanjarðarlestina og
beið á billiardstofunni til kl. hálf sex, eins og
hann var vanur. Á leiðinni heim óskaði hann
sjálfum sér til hamingju með sigurinn. Allt
hafði gengið að óskum.
Hann var svo öruggur, að hann hrökk við,
þegar hann sá lögregluþjóninn t stofunni heima
hjá sér. Hann ætlaði að snúa við, en annar
lögregluþjónn var þá kominn fyrir dyrnar,
þreif af honum töskuna og opnaði hana: „Eru
allir peningarnir hérna?“ Joe kinkaði kolli.
Konan hans sat hinumegin í herberginu. Hún
var náföl.
„Því sagðir þú mér það ekki, Joe?“ hvisl-
aði hún. „Og ég sem œtlaði ekki að láta þig
týna henni.“
Joe leit undrandi upp og lögregluþjónninn
sýndi honum inn í tösk-
una, sem lá á borðinu.
Þar stóð nafn lians og
heimilisfang, eins og
konan hans hafði skrif-
að það með fallegum,
nettum prentstöfum.
□<
sa
„Ég kæri mig ekki um stöðuga vinnu,“ flýtti
hún sér að segja. „Ég er á leið til tunglsins."
„Þér verðið að lofa að hlaupa ekki frá okkur,
þó eitthvert kvikmyndafélag vilji fá yður. Og
viljið þér nú gefa mér að minnsta kosti sex nöfn
á mönnum, sem geta gefið yður meðmæli. Þá
getur einkaritarinn minn talað við þá undir eins.“
Viola gaf nöfn og heimilisföng sex virðingar-
verðra manna.
Frú Stirling hringdi bjöllu: „Ég vona hið bezta.
Nú tala ég ekki við fleiri umsækjendur. En bíðið
þér og kynnizt Beatrice. Hún er úti að verzla
með Mack. Það er annar leynilögreglumaðurinn,
sá sem hefur verið lengur hjá okkur. Beatrice
lítur á hann eins og gamlan frænda. Hinn lög-
reglmaðurinn er ungur risi, sem kom aðeins með
okkur hingað. Faðir hans vinnur í einni verk-
smiðjunni okkar og maðurinn minn leggur mikið
upp úr nánu sambandi milli vinnuveitanda og
starfsmanna. Don dáist að Beatrice, hún er álfa-
mærin hans . . . Hvað viljið þér drekka ?“
Sem lagskona valdi Viola kaffi og þær fóru
að rabba saman. Fyrst töluðu þær um atvikið
í Pomeraniahúsinu.
„Yður virðist það auðvitað einkennilegt," sagði
frú Stirling, þegar Viola hafði sagt henni alla
málavöxtu. „En mér finnst það hræðilegt. Ef
Beatrice hyrfi svona í einhverri búðinni, yrði ég
viti mínu fjær af hræðslu . . . Ég ásaka R. C.
aðeins fyrir að hafa ekki tekið málið nógu föst-
um tökum. Hann tók vissa áhættu með því að
kalla ekki strax á lögregluna? Nei, þarna kem-
ur Beatrice."
Dyrnar opnuðust og Beatrice kom æðandi inn
í herbergið. Viola virti hana fyrir sér með nokk-
urri andúð. Hún sá strax að stúlkan var hvorki
falleg né hégómleg. Hún var sterklega vaxin, og
kringluleit, en litarhátturinn var sérlega bjartur
og svipurinn gáfulegur. Hún var dökkhærð og
hárið var greitt slétt aftur með aðeins nokkrum
sveipum. Þarna sem hún stóð, var hún ekki að-
eins lifandi ímynd hraustrar og hamingjusamrar
æsku, en hún var líka tignarleg. Viola áleit það
stafa af fötunum. Því hvíta kápan hennar með
hvíta refaskinninu og fjóluvendinum á hand-
skjólinu, sýndi greinilega að hún var engin
venjuleg stúlka.
Pabbi hennar hafði samið við hana um að
klæðast ekki litríkum klæðum fyrr en hún væri
orðin 21 árs. Þar sem Viola vissi ekki um ástæð-
una fyrir þessum klæðnaði, fannst henni Beatrice
vera ágætt dæmi um ríka hástéttarstúlku og ger-
ólík móður sinni. En Beatrice var of feimin til
að vera eins eðlileg og hún átti að sér og reyndi
að sýnast örugg í framkomu.
„Svo þér ætlið að slást í hópinn," sagði hún.
„Hræðileg tilhugsun, finnst yður það ekki?“
Frú Stirling brosti og leit á Violu. „Þið verðið
ornðar dús, áður en langt um líður,“ sagði hún.
„Beatrice, veiztu að ungfrú Green er kvikmynda-
leikkona?“
„N-ei, er það satt?“ hrópaði Beatrice upp yfir
sig og gleymdi að leika. „En hvað það var gam-
an! Hefurðu samninga og allt sem með þarf?“
„Ég hefi að minnsta kosti allt sem með þarf.
Varstu að verzla?"
„Já og ég skemmti mér konunglega við að
ganga um alein. Það var dásamlegt. Engar
myndavélar. Ég stakk Mack gamla af.“
Viola sá skelfingarglampann í augum frú
Stirling, þó rödd hennar og svipur væri óbreytt-
ur.
„Kom Mack með þér?“ spurði hún.
„Já, ég hitti hann aftur út við bilinn.“
„Viltu láta hann koma hingað. Þú getur kvatt
ungfrú Green núna.“
Viola vonaðist til að geta farið áður en óþægi-
legt atvik kæmi fyrir, en Mack kom inn rétt um
leið og Beatrice fór út.
„Hvað kom fyrir Mack?“ spurði frúin.
„Tveir lögreglumenn úr verzluninni fylgdu
henni eftir. Ég borgaði þeim, svo ég gæti gefið
henni svolítið lausan tauminn."
Frú Stirling brosti og kvaddi svo Violu.
Strax og hún kom út fór hún inn í næsta sím-
klefa og hringdi til Foams. Hún var svo æst og
sigri hrósandi, að henni fannst hún þurfa að
segja Alan frá því. En hún varð fyrir miklum
vonbrigðum þegar hún frétti á skrifstofunni að
hann væri farinn norður í land fyrir fyrirtækið.
Þegar Viola kom heim á nr. 15 var hún oðr-
in róleg og dauf í bragði. Henni fannst herbergið
veita sér eitthvert öryggi, og hún fór að efast
um að hún væri svo heppin, þegar öllu var á
botninn hvolft. Atvikið í verzluninni sýndi að
Beatrice var dauðleið á því að vera gætt og að
hún mundi reyna aftur að sleppa.
„Ef henni verður rænt,“ hugsaði Viola, „get
ég fallið undir grun. Það er oft erfitt að sanna
sakleysi sitt.“
Næstu dagar voru svo viðburðarríkir, að hún
áttaði sig varla fyrr cn hún var ráðin og flutt
inn á hótel Stirlingfjölskyldunnar. Og þegar Alan
loksins kom til borgarinnar, gat hún sagt hon-
um fréttirnar af Evelyn.
„Hún er ekki komin enn. ítafael Cross kom
hér í gær til að segja okkur frá því. Við höfum
haft hann fyrir rangri sök. Hugsaðu þér, hann
er orðinn hvíthærður af sorg.“
Framhald í nœsta blaði.
Kirkja er staður þar sem maður, sem
aldrei hefur komið til himnaríkis, lýsir því
fyrir fólki, sem aldrei kemst þangað.
ir
Fleiri mundu eflaust ga/nga hina gullnu
dyggðdleið ef einveran vceri ekki svona voða-
leg.