Vikan - 06.11.1952, Blaðsíða 3
’VIKAN, nr. 43, 1952
3
HENGIÐ DÓMARANN!
Islendingar eiga ekki sterkari orð til þess að lýsa andúð sinni á
knattspyrnudómara en að hrópa: ÍFTAF MEÐ DÓMARANN'! En
mennirnir í Suður-Ameríku taka fótboltann hátíðlega og þar er slag-
orðið miklu fremur: HENGIÐ DÓMARANN — sem þeir og gera.
/v IN af þjóðhetjum Uruguay heitir Roberto
Chery. Landsliö Uruguay í knattspyrnu er nú
heimsmeistari og Roberto lét lífið fyrir knatt-
spyrnuna. Það var í landsleik við Brazilíu. Þetta
mundi verða tvísýnn leikur og Roberto mark-
vörður var illa meiddur innvortis. Hann liefði
■átt að vera í sjúkrahúsi. En fólkið í Uruguay
tekur knattspyrnuna
alvarlega og Roberto
leit á það sem heilaga
skyldu sína að berj-
ast meðan hann gœti
staðið á fótunum. Svo
hann mœtti til leiks-
ins.
Hann var mikið
þjáður. En hann hélt
þessu leyndu fyrir
félögum sínum og
sýndi frábœran leik.
Hann varði markið sitt eins og óður maður, var
■allsstaðar og ósigrandi. Þar til . . .
Þetta var fast skot og hœttulegt. Knötturinn
þaut með jörðinni og stefndi í mark Uruguay-
manna. Roberto varð að fleygja sér fyrir hann.
Hann slengdi sér út i markhomið, bjargaði . . .
•og engdist sundur og saman af kvölum. Hann
gat ekki risið á fœtur, og félagar hans báru
hann út af vellinum og nokkrum klukkustundum
síðar var liann látinn.
En Uruguay sigraði Brazilíu.
Það er nýjast úr íþróttaheimi Suður-Ameríku,
að þar er nautaatið hætt að vera þjóðaíþróttin
og knattspyrnan komin í staðinn. Ibúar Suður-
Ameríku eru blóðheitir menn og þeir taka fót-
boltann feikilega hátíðlega. Þetta verður hjá
þeim óskapleg orusta. Það er algengt fyrirbrigði
að sjá leikmenn liggjandi á vellinum -— hágrát-
andi! Þetta eru menn, sem hafa „brennt af“,
þegar ástæðulaust var að „brenna af“. Einn
framherji, sem orðinn var of gamall fyrir leik-
inn, bjargaði heiðri sinum með því að ganga út
á miðjan knattspyrnuvöll og skjóta sig!
Þessi ofsi virðist borga sig að því leyti, að
löndin í Suður-Ameríku efiga afbragðs knatt-
spyrnulið. Uruguay varð heimsmeistari 1950, en
um þann titil er keppt á fjögurra ára fresti.
ÖLÍKAR AÐFERÐIR
Sérfræðingar í knattspyrnu segja, að leikað-
ferð Suður-Amerikumanna sé gjörólík þeirri
„tækni“, sem Bretar og aðrar evrópiskar knatt-
spyrnuþjóðir beita. Evrópumenn treysta á þaul-
æfðan samleik, stuttar spyrnur, mikla samvinnu,
hnitmiðuð upphlaup. Mennirnir frá Suður-Ame-
riku treysta mest á sjálfa sig — og frábæra
knattmeðferð. „Þeir eru eins og listdansarar,"
segir Robert Aldridge, sem er frægur brezkur
knattspyrnudómari. Leikaðferð þeirra er ósköp
einföld. Þegar framherji fær knöttinn þýtur hann
af stað að marki andstæðinganna, jafnvel þótt
hann sé staddur drjúgan spöl inni á eigin vallar-
helmingi. Ef hann þarf að ,,gefa“ boltann, gefur
hann honum duglegt spark yfir að marki and-
stæðinganna og vonar, að einhver sinna manna
verði þar fyrir fyrstur til að ná honum. Þessi
aðferð væri vonlaus, segja sérfræðingarnir, ef
hver einasti leikmaður væri ekki hreinasti töfra-
maður með knöttinn.
Evrópumenn, sem séð hafa stórmeistara Suður-
Ameríku eigast við, segja að það sé ógleyman-
legur viðburður. Ákafi áhorfendanna er ótrúleg-
ur. Þeir veifa flöggum, öskra, blístra og bölva.
Þeir reyna að sita í „blokkum”, þ. e. stuðnings-
menn hvors liðs út af fyrir sig i samstilltum
hópum. Svo hafa þeir talkóra, sem hrópa hvatn-
ingarorð til sinna manna, og svo verða slagsmál
öðru hvoru á markalínum „blokkanna".
%
LÖGREGLA og GADDAVÍR
Það er urmull af lögregluþjónum og hermönn-
um á stórleikjunum, og oft er leikvöllurinn sjálf-
ur girtur gaddavír. Það er til þess að fyrirbyggja
innrás áhorfendanna, sem er alltíður viðburður.
Sögulegasta innrásin í ár var gerð í borginni
Rosario i Argentínu, þar sem dómarinn var
hengdur í belti sínu upp í þverslána í öðru mark-
inu. Lögreglunni tókst að vísu að skera hann
niður og bjarga lífi hans, en hann varð að vera
í margar vikur í sjúkrahúsi.
Robert Aldridge, brezki knattspyrnudómarinn
fyrrnefndi, er nú einn sá frægasti í Suður-Ame-
ríku. Hann er 44 ára og S.-Ameríkumenn kalla
hann Hinn réttláta. Honum er oft ákaft fagnað,
þegar hann kemur inn á völlinn. Blöðin þarna
suðurfrá hafa birt um hann fjölda greina, stund-
um jafnvel ritstjórnargreinar.
Aldridge, sem enn er ekki búinn að læra
spænsku, stjórnar á vellinum með miklu handa-
pati. Stundum verður hann að stöðva leikinn á
meðan túlkur útskýrir það fyrir einhverjum
leikmanni, að ef hann hætti ekki að brjóta regl-
urnar, verði honum vísað útaf. „En þeir eru yfir-
leitt drengilegustu knattspyrnumenn," segir Ald-
ridge annars. „Til dæmis hlaupa þeir aldrei á
markvörðinn, og ef leikmaður meiðist, sparka
þeir boltanum strax útaf vellinum." Hann telur
Uruguay-menn slingustu knattspyrnumenn í
heimi.
Bylting í lofti
IÞESSUM mánuði eru liðin 20 ár siðan fjórir
Þjóðverjar flugu í kringum hnöttinn í 40
áföngum. Þeir voru á flugbát og komu við á
Islandi, eins og fyrstu hnattflugsmennirnir höfðu
gert átta árum áður. Þeir voru líka fjórir sam-
an og komust kringum jörðina á 371 flugstund, þó að í ferðalagið færu raunar nærri sex mánuð-
ir. Þetta voru Bandaríkjamennirnir Smith og Arnold, ásamt Nelson og Harding. Þeir höfðu til um-
ráða tvær tvívængjur (land- og sjóflugvélar) með 400 hestafla hreyfli, lögðu upp 6. apríl 1924 og
luku fluginu 28. september sama ár. Þá voru þeir búnir að fljúga rúmlega 44,000 km í 73 áföng-
um, en flugleiðin var svona: Seattle — Beringssund — Japan — suður um Asíu — Evrópu — Is-
land — Grænland.
Síðan þessi afrek voru unnin hefur orðið feiknmikil breyting á flugvélum og flugferðum. Vél-
arnar eru orðnar farartæki almennings. Eftirfarandi samtíningur gefur nokkra hugmynd um ger-
byltingu síðustu 20 ára:
Stóru „alþjó51egu“ flugfélögin fluttu síðastliðið ár yfir 30 milljón farþega. En þau ætla, að þessi
tala muni tvöfaldast næstu 4—5 árin. Yfir 340,000 farþegar flugu yfir Norður-Atlantshaf síðastliðið
ár. 1 ágúst í ár voru á viku hverri 8,000 sæti til sölu á þessari flugleið í venjulegum farþegavél-
um. . . Bretar hafa orðið brautryðjendur á sviði þrýstiloftsflugvéla til farþegaflutninga. Þeir hafa
nú fastar ferðir með þessum vélum frá London til Jóhannesarborgar: 6,724 mílur á 18 klukku-
stundum og 40 mínútum. . . Þvi er spáð, að þess sé nú skammt að bíða, að hægt verði að flytja
farþega hvert sem er í heiminum á skemmri tíma en sólarhring. Þrýstiloftsvélar verða notaðar
til þessa með 600 mílna meðalhraða. . .
FANGABÚDIR
Stærstu félögin i Uruguay heita Penarol og
Nacional, og hinn árlegi leikur milli þeirra er
stórviðburður. Þá flykkjast 70,000 áhorfendur á
völlinn, en 40,000 bíða fyrir utan, bara til þess
að vera á næstu grösum og fagna flöggunum,
sem dregin eru að hún á 200 feta háum turni,
jafnótt og mörk eru sett.
Penarol hefur látið reisa miklar „fangabúðir"
tíu mílur frá Montevideo, en svo kalla menn hina
nýju æfingamiðstöð félagsins. Yfirþjálfarinn, sem
er ungverskur, segir um þetta: „Leikmennirnir
fá allt að 4,000 krónur á viku, og við verðum
að loka þá inni fyrir leikina, annars fara þeir
á stjá og eyðileggja sig með drykkju í nætur-
klúbbum. Svo fer ég með þá i fangabúðirnar eftir
hvern leik og held þeim þar i sólarhring, því
annars mundu þeir eyðileggja sig með því að
fagna hverjum sigri méð óskaplegum veizlum.
Þeir eru fullir af glensi og gamni.“
Þó er knattspyman fyrst og
rn'ál í Uruguay, eins og í öðr-
um löndum SuSur-Ameríku.
Þegar Uruguay sigraoi Brazi-
líu í úrslitaleiknum um heims-
meistaratitilinn 1950, barst
fregnin um allt landið á nokkr-
um mínútum. 1 höfuðborginni
söfnuðust hundruð þúsunda út
á göturnar nœrþví t sömu
andráni og leiknum lauk. Öll
umferð stöðvaðist og það var
dansað á götunum. Og forset-
inn lýsti yfir þriggja daga sig-
urhátíð og sendi flugvél að
sækja sigurvegarana.
fremst alvöru-