Vikan


Vikan - 06.11.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 06.11.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 43, 1952 11 MOiJI Eftir JAY DKATLEK. EN hvað gerði ég svo? Hélt áfram eftir sömu braut. Og það ætti að geta sannfært þig um, hvernig mér leið. Því að i sömu svifum opnaði ég skrifborðsskúffuna, tók fram nokkrar pappírs- arkir, og byrjaði að glíma við sonnettuna mína. Hérumbil hálftíma síðar hringdi Bromley og gerði boð eftir mér. Ég gekk niður stigaganginn og heyrði niðinn í ritvélunum. Þar voru aðrir rithöfundar við vinnu sína; og flestir þeirra undu sér vel. Líf þeirra var í föstum skorðum; þeir áttu heimili; dagferð þeirra var órjúfanleg. Þetta voru fyrirmyndar- menn, að svo miklu leyti sem rithöfundar geta orðið til fyrirmyndar. En ég leið önn fyrir þá. Þeir þekktu ekki Mónu. Né heldur Bromley. Þessvegna talaði hann um handritið eins og það skipti einhverju máli. Hann hafði á prjónunum tillögu viðvíkjandi seinni hluta sögunnar, sagði hann; ef mér félli hún og hún hæfði vel, þá ættum við ef til vill að skjóta henni inn í handritið. Ójá, hann kom með tillögu, allt í lagi með það; og hún var svo sem góð. En smávægileg var hún, og ég vissi, að hann var einungis að reyna að koma mér aftur í vinnuskap. Hann hélt mér hjá sér í lengri tíma, allt til klukkan sex. Og allan þann tíma talaði hann án afláts, hann virtist vera að rannsaka mig, rétt eins og ég væri óvenjulegt afbrigði af einhverri tegund. Ég kunni því vel. „Hvað er að þér? Þú ert svo kvíðvænlegur á svip? Ertu ekki ánægður með þetta?“ „Jújú, ágætlega vel.“ Hann leit á mig með spurnarsvip. ,,Er það eitthvað, sem þú kviðir?" ,,Nei.“ Því næst hét ég honum að hefja vinnuna sem fyrst. Það var angurmæddur svipur á andliti hans, þegar hann kvaddi mig. Hann brosti, en samt örlaði ekki fyrir brosi í augunum. Ég hefði átt að segja upp, býst ég við. En ég vildi ekki fleygja í hann hálfköruðu verki. Að minnsta kosti var saga okkar Mónu ekki nema hálfsamin, og ekkert í heiminum gat knú- ið mig til að hlaupast frá þeirri sögu hálfkaraðri. Nú var klukkan yfir sex, og filmverið mannautt orðið. Kata beið aldrei eftir mér nema ég bæði hana, svo að ég stanzaði stutt í skrifstofunni. Og litlu síðar hefði mátt sjá ágæta mynd af dæmigerðu amerísku heimilislífi uppi í svefn- herberginu mínu. Þunguð eiginkona, eiginmaður, og barnið við leik á gólfinu. Ljómandi músik að baki, ef maður lagði við eyrun. Hamingja á heimilinu. Faðirinn kominn heim. Afbragðs aug- lýsing fyrir Almennar tryggingar h.f. Svo sannarlega var þessu þannig farið. Við sungum barnagælui', lékum feluleik og sittu- meðða. Og Búdda hinn feiti húkti inni í skrif- stofunni með sitt hrellandi væmna yfirbragð. Að minnsta kosti þótti mér hann þannig, þeg- ar síminn hringdi. Hvernig fann ég á mér, að nú ætti eitthvað að gerast? Ef til vill fann ég það alls ekki á mér. En upp frá þessu hrökk ég alltaf í kút, þegar símirin heima hringdi. Það var Kata. Hún spurði, hvort ég hefði gengið aftur til skrifstofunnar, áður en ég fór heim. Hún skildi þar eft- ir skilaboð. Einhver frú Smæley hafði hringt. ,,Ó! . . . Rétt i þessu? Vildi hann hitta mig núna strax?“ Kata skildi það. Hún svaraði í sama dúr. „Já.“ „O, skrattinn. Jæja. Þakka fyrir. Vertu sæl.“ Sko, hvað þetta var nú einfalt! Sko, hvernig hjartað hoppaði í brjósti mér! Ég hafði ekki ætl- að að hitta Mónu í kvöld. Ekki fyrr en síminn hringdi, í það minnsta. Sú var gröm. „Það er kominn tími til að borða,“ sagði hún. „Ég veit það . . . Ég skal reyna að vera fljót- ur. Ef til vill verð ég það líka,“ sagði ég. Svo kyssti ég þær báðar, líkt og faðir, sem þarf að fara að vinna — vinna fyrir þeim. Ég tók hatt minn og frakka, opnaði bílskúrinn og ók af stað blístrandi. Bara af því að nú datt mér i hug að færa Mónu gjöf. Ég gat ekki losað mig við þá löng- un. Ég ákvað að fara til lyfjabúðar Svabbanna og kaupa eina flösku af sanel númer 5. Það not- aði Sú alltaf. Ef Móna færi líka að nota það, yrði líkurnar hverfandi fyrir því, að heim ég kæmi ilmandi af tígrynju. Þessa síðustu dagana var tígrynjuilmurinn hvarvetna. 1 vinnustofunni, inni hjá Bromley. Hann lagði af Kötu, þegar hún reis upp frá borðinu mínu, og jafnvel af önnu. Ef til vill hafði hann smeygt sér inn í sjálfan mig. Svabbbræður útvega allt, og ég vissi, að þeir gátu selt mér sanel númer 5, enda þótt það hefði ekki fengizt í öðrum búðum borgarinnar svo mánuðum skipti. Undarleg búð, þessi hjá Svöbbunum, með mjög svo einkennandi andrúmsloft. Hún er ekki stór og allt annað en viðkunnanleg, en hún nýtur virð- ingar. Þetta er dæmigerð lyfjabúð filmbæjarins, og bragðmeiri sögur eru barnaðar yfir borðum hennar og i fordyrinu hjá lyfseðlapúltinu, heldur en í mörgum vinnustofum filmveranna. Svabbarnir vita allt: ástarbröllin, rifrildin. skilnaðirnir og veikindin, stjórnmálin og öll sam- skipti manna leilta þeim á tungu. Allir segja þeim trúnaðarsögur, jafnt virðulegustu stjörnurnar sem þjónar þeirra. Þegar ég hafði fengið fyrstu frumsömdu söguna mína borgaða, rjátlaði ég til þeirra. Ég gekk að lyfseðlapúltinu og Bernharð- ur Svabb rétti út hönd sína til að samgleðjast mér. Hann vissi það allt strax í stað. I annað skipti hringdi Leó Svabb til mín í skrifstofuna og tjáði mér, að konan mín hefði rétt í þessu komið frá lækni, og komið hafði í ljós, að hún væri með barni. Og það gleður mig mjög, sagði hann. Eitt sinn sá ég Jakob Svabb gjóta augum til renglulegrar, en aðlaðandi stúlku, sem stóð við búðarborðið. Hann gekk til hennar og rabbaði við hana litla stund. Svo fór ég að spyrjast fyrir um stúlkuna, bara af forvitni. Þá kom í ljós, að Svabbarnir ráku hjálpar- stofnun líka. Þeir aðstoða ungar stúlkar, sem þyrpast til borgarinnar hvaðanæva af landinu. Sumar þeirra koma ár sinni vel fyrir borð í kvikmyndunum; aðrar gera það á annan hátt. Brátt berast þær að úlfskjöftunum. En fáar hafa þrek til mótstöðu, geta ekki til lengdar haldið þeim frá sér, og erfitt er að varast glefs- andi varga.Og heim vilja þær ekki fara. Bráð- lega eru þær komnar innundir hjá Svöbbunum fá þar kaffibolla til hádegis og súpuskál til kvölds. Ekkert annað. Eru bókstaflega í svelti. Þá lætur Jakob og aðrir skríða til skarar. Þeir kannast svo vel við þessa buguðu og ráðviltu stelpukjána. Þeir bjóða þeim inn í afherbergin og byrja síðan að tala, svo að losni dálítið um þær. Og ef stúlkan er auðtrúa og álítur mestu skömm að fara heim aftur án nokkurrar film- frægðar — þá kaupa piltarnir henni aðgöngu- miða að hverri skemmtun, sem hún v'ill, gefa henni fáeina seðla umfram, og þar með er hún á þeirra valdi. Þannig eru Svabbarnir. Öruggir x gerðum sín- um og varkárir. En mig skorti ekki varkárni. Mig skorti tx'únað. Það var óhugsandi, að þeir þekktu neitt til Mónu ennþá. Hún kom ekki nærri kvikmyndun- um og ekki verzlaði hún hjá þeim. En hvað mundu þeir segja um úttektina mína núna? Sú hafði keypt tvær flöskur af saneli hjá þeim ný- lega; hvað mundu þeir álykta, þegar þeir sæju, að ég keypti eina enn núna? Ég dokaði við hjá tímaritunum, fletti þeim og skoðaði, þar til Svabbarnir voru allir komnir inn í afherbergin. Þá fékk ég sanelflöskuna hjá búðarmanninum og borgaði í reiðu fé. Síðan var ég farinn. Og áfram hélt ég með gjöfina á handleggnum, og í brjóstinu ómandi strengi, sem minnti á fjar- ræna músikk. Ég stanzaði við krossgötur og leyfði öðrum bílum að aka frarn úr, svaraði þakklátri höfuðhneigingu bílstjóranna með því að veifa hendinni gáskalega. Nú elskaði ég alla. En einkum þó Mónu. Einkum þó tígrynjuna, sem logaði glatt inni í mér. En hún var ekki heima. HVERNIG verður þú við mikilli eftirvæntingu og andstreymi. Færðu taugaáfall? Kiknarðu kannski alveg ? Ég var svo vesall, að tárin streymdu niður kinnar mér. Eins og á bami. Ég veit ekki, hve lengi ég stóð þarna og hringdi bjöllunni, vonaði sífellt hún væri heima, ef til vill í baðherberginu, eða heyrði ef til vill ekki. En þegar maður einn á götunni leit á mig um leið og hann gekk hjá, skildi ég, hvað þetta var aulalegt. Ég fór út í bílinn til að bíða. Lengi er maður að hníga niður í öldudalinn aftur. Kvöldið er svo sem nógu dapurlegt, að bíða, bíða aleinn; það lagðist þungt á mig. Nú tók nóttin að nálgast. Djúpt inni i mér nálgaðist nóttin. Ég opnaði útvarpið, en heyrði ekki neitt. Ég ímyndaði mér hún mundi bráðum koma, en það var bara gálgafrestur; ég vissi hún mundi ekki koma. Líklega var hún úti með Klöru. Ætli þær hafi ekki box'ðað saman. En ég fann ekki til svengdar. Mig langaði til að vera þarna, þegar hún kærni aftur. Mig langaði til að sjá hana korna upp hliðarstrætið. Mig langaði til að sjá andlit hennar ljóma, augun þau hin gráu kiprast saman við bros. Ég beið. Hvarvetna opnuðust dyr og lokuðust aftur; lxvarvetna kviknaði ljós í gluggum. Karlar og konur komu heim. AÍlir komu heim. Nema hún. Eftir klukkan níu, fór ég að ganga fram og aftur um götuna. Þegar ég fjarlægðist um of hús- ið hennar, flýtti ég mér að snúa við, hélt hún hefði þá ef til vill sloppið inn, án þess að ég sæi. Að lokum gekk ég upp Wilshire búlivarðann og fór inn i lyfjabúð til að hringja til Súar. Ég sagði henni ég hefði borðað hjá Bromley og ætl- aði að vinna áfrarn við handritið. Biddu ekki eftir mér, sagði ég. Og lagði á í flýti. Nei; bíddu ekki eftir mér. Sjálfur er ég önn- um kafinn við að bíða. Ég er að bíða, og hjartað i mér er brostið. Ég er að biða eftir einhverjum, með flösku af sanel númer 5 í vasanum; ilm- vatnið þitt. Nei, ekki handa Bromley. Bromley hefur breytzt í tígrisdýr. Ismeygilegt tígrisdýr. Þú skalt ekki víla hót, þó tigrisdýrið verði að tígrynju. En ekki var hún heima, þegar ég kom til baka. Nú var klukkan tíu. Og hvað gat ég svosem gert? Ég vissi ekki einu sinni, hvar þessi Klara

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.