Vikan - 06.11.1952, Blaðsíða 5
'VTKAN, nr. 43, 1952
5
Hún hvarf eins og dögg fyrir sólu *
FOKSAGA: Evelyn Cross hvarf eins og
dögg fyrir sólu einn dimman haustdag í
London. Evelyn var dóttir auðmannsins
Raphael Cross. Fleiri en einn hafði séð hana
fara inn í íbúð spákonunnar Goyu, en þegar
Cross gekk á hana, sór hún og sárt við
lagði, að stúlkan hefði aldrei til sín komið.
Cross var auðvitað æfur — og hræddur.
Hann óttaðist um lif dóttur sfnnar, eða
að henni hefði verið rænt, en þá gat verið
hættulegt að blanda lögreglunni í málið fyrst
um sinn. Svo að hann fékk húseigandann,
Pomeroy majór, til að sækja einkalögreglu-
mann, og innan stundar var Alan Foam kom-
inn á staðinn og byrjaður að yfirheyra fólk-
ið í húsinu. Foam var ungur maður og
kappsfullur og það orð fór af honum, að
hann léti sér ekki allt fyrir brjósti brenna.
Foam yfirheyrði leigjendurna á hæðinni, þær
Violu Green og Power, sem höfðu ekki orðið
varar við stúlkuna. Það var kallað á við-
gerðarmann, sem reif allt innan úr her-
bergi Goyu, án þess að finna nolckur merki
um horfnu stúlkuna. Þegar Foam sá að
gamla klukkan í ganginum hafði stanzað,
þreifaði hann innan i hana og dró fram há-
hælaða kvenskó. Foam álítur að horfna stúlk-
an eigi skóna, þó skrifstofustúlka nokkur
eigni sér þá. Cross mælti með Violu Green
við miljónamæringinn Stirling, sem vantar
lagskonu handa dóttur sinni, og frú Stirling
hefur lofað henni viðtali næsta morgun. Við-
gerðir eru hafnar á nr. 16 og Foam hefur
séð verkamann ganga hokinn undir þung-
um spegilramma upp stigann, en þegar hann
læðist þar inn um kvöldið finnur hann að
ramminn er lauflétt eftirlíking.
Þetta var ágætt dæmi um svik majórsins og
úgirnd. Hann hafði keypt lélega eftirlíkingu og
ætlaði að láta Cross borga stórfé fyrir hana. Og
til að koma í veg fyrir að Foam kæmi upp um
hann, hafði hann farið á móti manninum og sagt
honum að ganga hokinn, eins og hann bæri þunga
byrði.
1 öllum smáatriðum hafði Foam rétt fyrir sér.
En hann fór á mis við aðalskýringuna á þessum
Ætviki, vegna fáfræði sinnar um viss atriði.
7. KAFLI.
Peningamál.
EGAR Viola kom á hót^l Stirling-hjónanna
næsta morgun, var hún skjálfandi af tauga-
æsingi, sem hún reyndi að breiða yfir. Til að
styrkja sig í þessari hörðu raun, var hún í beztu
dragtinni sinni og með virðulegan slörhatt; en
þrátt fyrir kæruleysisiega framkomu, barðist
hjartað ákaft í brjósti hennar, þegar vikapiltur-
inn fór með hana upp í lyftunni og fylgdi henni
að herberginu.
Hún var látin bíða í biðstofunni að íbúðinni,
sem hótelið geymdi venjulega handa konung-
bornu fólki. Henrii til mikillar undrunar var hún
samt ekki látin bíða lengi. Frú Stirling vissi
auðsjáanlega að tíminn er dýrmætur, þvi að á
sömu minútu og henni hafði verið lofað viðtali,
kom pilturinn og vísaði henni inn í stofuna.
1 fyrstu hélt Viola að litla, dökkhærða konan,
sem sat við skrifborðið, væri einkaritarinn. Hún
hafði verið svo heimsk að búast við því að frú
Stirling væri eins og miljónamæringakonur í
kvikmyndum — í perlukjól, með permanentliðað
hár og alltof mikið púðrað andlit. Og til þess
að líkjast þeirri manntekund enn meir, átti að
sjást greinilega á hegðun hennar og tali að hún
var nýrík.
En frú Stirling reyndist þvert á móti svo blátt
áfram í framkomu, að hún villti Violu sýn. Kjóll-
inn hennar var einfaldur, hún bar enga skart-
gripi og hún talaði lágri viðfeldinni röddu. Hún
fór strax að tala um alla heima og geima við
stúlkuna til að gera hana rólegri.
Það wr ekki fyrr en eftir dálitla stund að
Viola gerði sér grein fyrir því að hún var glæsi-
leg, velklædd og ákaflega aðlaðandi. Spurningar
hennar voru heldur ekki út í bláinn. Hún var
að athuga Violu, og eftir að hún hafði lagt
fyrir hana ótal spurningar, fór hún að útskýra
málið á einfaldan hátt.
„Það kemur yður vafalaust einkennilega fyrir
sjónir, því rán á fólki er ekki mjög algengt í
Bretlandi," sagði hún. „Þér vitið ekki hvað þér
eruð lánsamar. En við verðum alltaf að óttast
þennan glæp.“
Dálítill skjálfti fór um axlir hennar og sýndi
að henni var alvara, en röddin var róleg þegar
hún byrjaði aftur að tala.
„Leynilögreglumenn gæta Beatrice ailtaf á
opinberum stöðum og þegar hún fer út; en þegar
hún heimsækir kunningja sína er þetta erfiðara
viðfangs. Þessvegna verður hún að hafa lags-
konu, sem aldrei skilur við hana.“
„Er hún þá aldrei ein?“ spurði Viola hugsun-
arlaust. „Það er hræðilegt!“
„Þetta þfetti Beatrice vænt um að heyra,“ sagði
frú Stirling og brosti. „Stundum finnst henni
hún fangi, en samt gæti hún ekki skipt við neina
aðra stúlku. Auk þess er hún svo vön þvi að
vera gætt, að hún yrði hrædd eins og barn í
myrkri ef . . . Þér verðið að gera yður grein
fyrir því, að hún er ekki venjuleg ung stúlka,
ef þér ætlið að skilja aðstæðui'nar. Hún á að
stjórna miklum auðæfum og verður að taka á
sig mikla ábyrgð. Ef hún væri tekin úr þessu
andrúmslofti auðæfanna, væri hún eins og fisk-
ur á þurru landi.“
„Eg hef aldrei verið rík,“ sagði Viola,“ en ég
get skilið þetta. Þér sögðuð að Betarice hefði
haft lagskonu áður. Er hún hér í London ?“
„Nei, við urðum að skilja hana eftir heima.
Cassandra Thomas er dásamleg kona, en því
miður varð hún fyrir bifreið kvöldið áður en við
lögðum af stað og rifbeinsbrotnaði. Hún fullyrti
að það hefði verið viljandi gert, en læknirinn
sagði að hún væri með dálítinn heilahristing.
Svo við tókum með okkur tvo leynilögreglu-
menn,"
„Hvaða skyldur fylgja því, að vera lagskona
Beatrice?" spurði Viola.
„Ekki eins margar skyldur og hlunnindi," svar-
aði frúin. „Þér munduð fara með Beatrice í búðir,
samkvæmi og annað. En lagskonan verður að
vera snör í hugsunum, hugrökk, trygg og alltaf
á verði. En fyrst og fremst verður hún að kunna
sig.“
Viola leit á silfurmunina í herberginu, þykka
gólfteppið og dýru húsgögnin. Hún gæti lifað
í þessum munaði næstu vikurnar — ekið í einka-
bíl, og setið í stúku í óperunni og leikhúsunum.
Þó freistingin væri mikil, fann hún til ánægju
við að neita tilboðinu. Hún hugsaði með sér að
það væru of margar ungar stúlkur atvinnu-
lausar til að hafa samúð með Stirlingfjölskyld-
unni.
„Nokkuð fleira?" spurði hún elskulega.
„Þér yrðuð að sjá henni fyrir áhugaefnum.
Hún er alvarleg, hugsandi stúlka og hefur áhuga
fyrir félagsfræðilegum tilraunum. En það er dá-
lítið hættulegt, því stundum hótar hún að hlaupa
að heiman, til að kynnast lifi fátækra stúlkna."
„Það mundi hún ekki geta,“ sagði Viola mein-
fýsin. „Hún yrði ekki annað en rik stúlka að
leika fátækling."
„Ef þér haldið það, þá getið þér kennt henni
nokkuð.“
Viola hristi höfuðið og reis á fætur. „Mér
þykir leiðinlegt að hafa eytt tíma yðar, en ég
þyrði ekki að taka ábyrgðina. Dóttir yðar er
of dýrmæt til að ég geti tekið ábyrgð á henni.
Ef eitthvað kæmi fyrir hana, mundi ég ekki
geta fyrirgefið mér það og sennilega hafna í
Thames."
„Það sýnir að þér eruð trygg,“ sagði frú
Stirling. „Setjist þér niður aftur. Ég vona að
þér séuð einmitt stúlkan, sem okkur vantar."
Þegar Viola hugsaði um þetta seinna um dag-
inn heima lijá sér, gat hún ekki skilið hvernig
fr.j Stirling tókst að breyta ákvörðun hennar.
Frú Stirling hlaut að hafa sérstakt lag á fólki.
Hún hafði samt reynt að losna úr þessum vanda.
„Hvernig getur Hr. Cross gefið mér meðmæli ?“
sagði hún. „Ég kynntist honum I gærkvöldi. Hann
þekkir mig ekki. Auk þess kynntust þér hon-
um ekki fyrr en á skipinu hingað.“
„Haldið þér að ég hætti á slíkt?“ sagði frú
Stirling rólega. „Að vísu höfum við ekki þekkt
Rafael lengi, en bæði ég og maðurinn minn met-
um hann mikils og við getum treyst dómgreind
okkar. Hann sagði okkur hvernig þér brugðuzt
við, þegar hann var viti sinu fjær af ótta um
dóttur sína. En þrátt fyrir það hefði mér ekki
dottið í hug að taka yður, án þess að leita upp-
lýsinga um yður. Þér verðið rannsakaðar mjög
nákvæmlega. Er það ekki satt, að afi yðar sé
biskup?“
„Jú, en Cross ýkir . . .“
„Það er alveg sama. Þér gerðuð það sem við
átti. Það er það eina sem máli skiptir, hvernig
sem þér fóruð að því. Auðvitað þurfum við ekki
á yður að halda nema nokkrar vikur, en ég vona
að við getum bætt upp svo stuttan ráðingartima."
Þegar hún nefndi upphæðina, fór straumur í
gegnum Violu eins og námumann, sem finnur
gullmola. Hún gæti lagt nógu mikið til hliðar til
að lifa á meðan hún væri að koma sér inn hjá
kvikmyndafélögunum.
o----------------------------------------o
VEIZTU -?
1. Gerfisafírarnir eru harðasta tilbúna
efnið sem til er. Hversvegna eru þeir
notaðir meira í ýms tæki en ekta saf-
írar?
2. Hvað er ein tunna lands margir hekt-
arar? margir fermetrar?
3. Hvaða landamæri færast alltaf til?
4. Hvað þýðir mannsnafnið Baldvin?
5. Hver var frumkvöðull funktionalism-
ans í byggingarlist ?
6. Hvað mörg manna- og bæjarnöfn eru á
sjálfskeiðungi ?
7. Hver skrifaði „Ljósið sem hvarf“?
8. Hvaða land er frægt fyrir að greiða
allar sínar stríðsskuldir ?
9. Fyrir hvað stendur skammstöfunin
UNESCO ?
10. Hver lék aðalhlutverkið í amerísku
kvikmyndinni „Óður Bernadettu"?
Sjá svör á bls. 14.
o---------------------------------------------o