Vikan - 06.11.1952, Blaðsíða 12
12
VIKAN, nr. 43, 1952
Garner bjó. Og ef til vill var hún svo alls ékki
hjá Klöru.
Það var þetta, sem ætlaði að gera mig hreint
vitlausan. Mér hafði aldrei fyrr komið það í hug.
Það hafði aldrei dunið yfir mig fyrr:
Kannski hafði Makk náð til hennar.
Ég vissi það ekki fyrr en núna, að maður
getur horft á sjálfan sig sjóða upp úr. Nokkur
hluti huga míns var óvirkur. Sá hluti fylgdist
með því, hvernig hitabylgjurnar stigu mér til
höfuðs, böðluðust I æðum minum. Það var líkt
og hvinur í járnbrautarlest, sem þýtur hjá.
Svona, svona, sagði ég, vertu rólegur. Hugsaðu.
Ef hann hefur ekki þorað að nálgast hana fyrr,
því skyldi hann þora það núna? Og þó: nú
vissi hann líklega, að ég hafði unnið hana, hvers
skyldi hann þá bíða? En hann gat ekki hringt
til hennar, ósköp blátt áfram, og kvatt hana á
stefnumót, ætli það? Auðvitað ekki. Og þó: það
hefði hann reyndar gert strax, ef það væri ekki
hann, sem handtók manninn hennar, ef hún hefði
aldrei séð hann áður. En margar undantekningar
voru hugsanlegar í þessum efnum, og sérhver
þeirra laust mig þungu og hörðu höggi, og allar
fyrir neðan beltisstað.
Ég reykti upp tvo pakka af sígarettum, og
síðan réðist ég að stubbunum og reykti þá líka.
Og ég svitnaði, formælti og beið.
Það var kalt. Kuldinn læsti sig lengst inn í
líkama minn. Nú var búið að slökkva ljósin í
hinum íbúðunum og í húsunum með fram göt-
unni. Færri bílar óku hjá. Nú var fólk farið að
sofa, beið morgundagsins í hvild, lagði höfuð
sín værðarlega á svæfla, lagði syfjaða handleggi
hvort utan um annað. Og ég sat einn úti í bil
og logaði af hatri til manns nokkurs, svo að
minnstu munaði, að ég seldi upp.
Og allan tímann var ég að upphugsa ráð til að
stytta honum aldur. Ég gæti ekið yfir hann,
þegar hann kæmi heim með hana, og blindað
hann með blossandi billjósunum. Ég gæti beðið,
þar til hann stigi út, og síðan, ef hann legði
bílnum hinumegin götunnar, gæti ég látið bruna
á hann. Ég bjóst við hann mundi koma frá Wil-
shire og leggja bílnum til hægri. Þessvegna sneri
ég bilnum við, svo að ég væri tilbúinn.
Það var mjög ánægjuríkt að ímynda sér ég
hefði hugdirfð til þes.j.
En að þvi kom samt aldrei.
Hálftvö hélt ég heimleiðis.
Strax og ég kom inn úr dyrunum, gekk ég
inn í vinnustofuna, lokaði dyrunum og hringdi
í númerið hennar. Meðan ég hlustaði á suðið
í símanum, neri ég hendi mjúkan leðurarm stóls-
ins. Mjúkt var það eins og tígrisskinn. Mjúkt eins
og fægða svarta beltið hans Makks.
Það dó eitthvað inni í mér við hverja hring-
ingu.
Hún var ekki heima.
STRAX og ég vaknaði um morguninn hringdi
ég til hennar. Á náttklæðunum hljóp ég nið-
ur stigann. Ég gat ekki beðið.
Hún svaraði þó i þetta skiptið, og rödd hennar
var syfjuleg.
,,Ég var hjá Klöru,“ sagði hún. „Ég bað stúlk-
una að skila því til þin. Henni leiddist, svo að
ég borðaði með henni og við röbbuðum saman
til klukkan tvö. Því spyrðu?“
,,Ég kom til þín,“ sagði ég. ,,Og þú varst ekki
heima. Ég vissi ekki, hvað ég átti að halda.“
Allt, sem ég hafði liðið í gærkvöldi, brauzt út í
þessari einföldu setningu.
Rödd hennar hlýnaði. ,,Ó vinur . . .“ sagði hún.
,,En hvað mér þykir þetta leitt . . .“ Svo glaðn-
aði yfir henni. „Geturðu þá komið í kvöld?“
„Nei. Ég . . . ég verð að fara í kvöldverðarboð.
Það er mjög mikilsvert. Viðvíkjandi sögu sem ég
skrifaði. Ég þarf að spjalla um hana við mann
nokkurn." Við höfðum boðið fjórum mönnum í
kvöldmat; ég gat ekki slegið því á frest. Tveir
góðvinir okkar ætluðu að koma og hjón, sem við
höfðum hitt nokkrum mánuðum áður og komu
nú til okkar í fyrsta sinn. Eiginmaðurinn í mér
ákvað því yrði ekki slegið á frest.
„En núna?“ sagði hún. „Geturðu komið núna?"
„Jæja þá . . . en ég verð fyrst að fara til skrif-
stofunnar. Svo kem ég,“ sagði ég.
„Ég bíð ástin mín. Ég fer ekki einu sinni á
fætur," sagði hún. „Þú getur hitað mér kaffi
og fært mér eplasafa i rúmið . . .“
Angistin frá því í gærkvöldi rauk í burtu;
ég andaði léttara, úr því að hún var ekki í nein-
um voða.
En ég var sjálfur i voða. Og mér fannst, að
ég gæti aldrei á heilum mér tekið.
Þegar í skrifstofuna kom, gerðist ég svo
kurteis að hringja til Bromleys. Þetta var svo
árla, að ég bjóst ekki við hann væri kominn, og
ég ætlaði að biðja einkaritara hans að segja
honum ég hefði hringt og þyrfti að tala við
hann seinna í kvöld. Ég hélt hann mundi láta
mig í friði þangað til.
En hann var þá kominn, og bað mig að koma
og tala við sig.
Ég hringdi til Mónu og sagðist ekki geta kom-
ið strax. En ég lofaði að koma strax og ég væri
búinn að tala við Bromley. Við þóttumst bæði
viss um það mundi ekki taka lapgan tíma; aldrei
mundi það dragast lengur en til tólf eða eitt.
En það var eins og Bromley læsi hugsanir
minar og tefði mig af ásettu ráði. Við ræddum
um handritið og sjónarmið sjálfs mín; við rædd-
um um fjárhagshliðina og hlutverkaskipun, þó
að mér kæmi það alls ekki við; og við töluðum
þindarlaust um fólk og ýmsar sögur og atburði
úr filmverinu. Um klukkan eitt bauð hann mér
að borða. Hann þurfti að ræða um ýmis atriði
viðvíkjandi annarri sögu.
F'ramhald á bls. 14.
Það er ekki nema skynsamlegt að biðja
karlmann afsökunar, ef maður hefur rangt
fyrir sér — og kvenmann, ef maður hefur
rétt fyrir sér. — Salisbury Post.
a-
-®
Prestar lifa öllum mönnum lengur, þá bændur ...
Spurningar og svör um langlífi
ÞAÐ er skoðun vísindamanna nú, að meðal-
aldur manna muni sennilegast aldrei kom-
ast mikið yfir 115 ár. Meðalaldurinn er í dag
um 68 ár, sem er mikil og hröð framför. Hann
var aðeins 35 ár á átjándu öld og um 50 ár
um siðustu aldamót.
Það er ekki vitað nákvæmlega um ástæð-
una, en stúlkubörn geta gert sér mun meiri
vonir um langlífi en sveinbörn. Ungbarnadauði
er um 30% hærri meðal sveinbarna en mey-
barna. Á unglingsárunum eru dauðsföllin Um
12% fleiri meðal pilta en stúlkna. Og um
það bil sem framhaldsskólagöngunni lýkur, er
kvenfólkið sama sem búið að vinna upp for-
skotið sem karlmennirnir fá i byrjun, þar sem
nærri því 106 sveinbörn fæðast á móti hverj-
um 100 meybörnum. Ur þessu heldur konan
svo enn áfram að treysta meirihluta-aðstöðu
sina: þegar sjötti tugurinn hefst, hafa 15%
fleiri konur en karlar náð þeim aldri, um sjö-
tugt eru þær orðnar 20% fleiri og í hæstu elli
er svo komið, að konurnar eru nærri því helm-
ingi fleiri en karlmennirnir.
Rannsóknir sýna, að langlífi er líklegast
meðal þeirra, sem átt hafa langlífa foreldra.
Ennfremur skiptir atvinnan talsverðu máli:
prestar lifa öllum mönnum lengur, þá koma
bændur, lögfræðingar, verkfræðingar og lækn-
ar, svo forstjórar, þá skrifstofumenn, svo iðn-
aðarmenn, loks verkamenn. En námumenn eru
skammlífastir allra.
Skiptir líkamsvöxtur þinn máli í sambandi
við langlífishorfumar?
Já, en þó því aðeins að því leyti sem hann
sýnir heilbrigðiseinkenni eða sjúkdómsein-
kenni. Meðal manna, sem eru 25% þyngri en
þeir eiga að vera, eða þar yfir, er dánartalan
um 75% hærri en hjá meðalþungum mönnum.
Hjá unglingum, sem eru grennri en góðu hófi
gegnir, er dánartalan líka óeðlilega há, enda
virðast þeir einkar næmir fyrir allskyns
lungnasjúkdómum.
Verða langir vinnudagar, mikið erfiði, mik-
ill liraði til þess að stytta lífsskeiðið?
Já. Þetta hefur m. a. verið sannað með til-
raunum á dýrum og plöntum.
Getur blóðsþrýstingurinn gefið þér bendingu
um, hvaða vonir þú getir gert þér um lang-
Ufi?
Já. Dauðsföllum fjölgar greinilega með
hækkandi blóðsþrýstingi. En lágur blóðsþrýst-
ingur — nema hann sé alveg óvenjulega lág-
ur — er venjulegast til góðs í þessum efnum.
Lifa giftir menn lengur en ógiftir?
Já, að minnsta kosti karlmennirnir. En um
konurnar er það að segja, að þær standa bet-
ur að vígi en ógiftar aðeins að fertugsaldri;
eftir það er munurinn sama sem enginn.
Fœkka áfengir drykkir œfiárunum?
Um það eru skiptar skoðanir. Þó virðast
fróðir menn nú heldur hallast að því, að hóf
leg meðferð áfengis hafi ekki áhrif á langlífi
(nema þegar um ákveðna sjúkdóma er að
ræða). Ofdrykkja er svo allt annað mál.
Hvað þá um reykingar?
Sumir menn ættu alls ekki að reykja, af
heilbrigðisástæðum — sumir mega það raunar
alls ekki. En það hefur aldrei verið sannað,
að hófleg tóbaksnotkun minnki líkur fyrir
langlífi -— þegar heilbrigðir menn eiga hlut
að máli.
lslenzkar skýrslur sýna, að hér fæðast
fleiri sveinböm andvana en meybörn. Enn-
fremur, að lífi sveinbama er hættara en
meybama fyrstu árin. Arin 1946—50 fædd-
ust 22 af hverju þúsundi sveinbarna and-
vana, en 12 af hverju þúsimdi meybarna.
Og af hverjum þúsund sveinbörnum á fyrsta
ári sama árabil dóu 26,5, en af liverjum
þúsund meybörnum 23,1.
-®