Vikan


Vikan - 20.11.1952, Side 2

Vikan - 20.11.1952, Side 2
2 VIKAN, nr. 45, 1952 í FRÁSÖGUR FÆRAINIDI I*AÐ var í þessum dálkum síðast birt svolítil auglýsing í stökuformi, og vísan var varla fyrr kominn í VIKUNA, en ann- að skáld skaust fram á sjónar- sviðið og auglýsti tvídálka. Ég birti þá auglýsingu líka, fyrst ég er á annað borð byrjaður á þessu. Hún var í Morgunblaðinu í síð- astliðinni viku, svohljóðandi: Sértu í húsnæðishraki, ég lield að þú ættir að reyna, hvort ég þinu tilboði taki, þó tæpast ég vilji því leyna, að helst vil ég sjómann í her- bergið fá, ég held að mér falli bezt við þá — það koma þó auðvitað aðrir til greina. X*AÐ dó enskur maður um daginn, sem ég hygg mér sé ó- hætt áð fullyrða að hafi orðið næstum því engum harmdauði — nema þá ef til vill þeim, sem þó kannski hefði mátt hata hann. Þessi maður dó í tugthúsinu. En syrgjandinn — ef hann var þá nokkur — ætla ég að hafi verið ensk greifynja, lafði Sutherland, og átti hún honum þó sannar- lega grátt að gjalda. Svo er mál með vexti, að mað- urinn — Albert Burley hét hann — braust inn í hús greifynjunnar. Ekki sýnist það ástæða til mik- ils vinskapar. En svo er ennfremur mál með 'vexti, að maðurinn komst undan með skartgripi fyrir tvær millj- ónir og fimm hundruð þúsundir króna — og þótt það sé naumast ástæða til mikils vinskapar, þá er það einmitt þama, sem hund- urinn liggur grafinn. BuBLEY náðist nefnilega. En svo sauðþrár var hann, að hann harðneitaði og margneitaði að vísa á þýfið, og í tugthúsið fór hann með vitneskju sína. Hann var dæmdur i sjö ára fangelsi og búinn að afplána tvö ár. Þá dó hann og tók leyndar- málið með sér í gröfina. Og í gröfinni er það, þegar þetta er ritað, leyndarmálið um tvær millj- ónirnar og fimmhundruð þúsund- inn hennar lafði Sutherlaiyl. Þess- vegna sting ég upp á því, að kannski sé lafði Sutherland ein- asti syrgjandi Burley tugthús- fanga — þó hún hafi máske hat- að hann. ÉG var varla búinn að bmna niður brekkumar, svífa fram að hengjunum og dusta af mér snjó- inn (sbr. í FRÁSÖGUR FÆR- ANDI síðast), þegar orðhvatur náungi, sem læst vera vinur minn, spurði, hvort ég vildi ekki gefa mér tíma til að drattast inn í ein- hverja verzlunina og dragast upp að disknum og athuga hvað það kostaði að vera í svona vetrar- paradís eins og ég hefði verið að skrifa um. Svo ég gerði út. fjári mikinn drattara og bað hann að athuga prísana, og skýrslan sem hann gaf mér var alveg stórkost- leg. Eg held það kosti einar 2,000 krónur að komast í paradís! ÞaRNA er auðvitað gengið út frá því, að maðurinn, sem ætl- ar í vetrarparadisina íslenzku, sé algjör byrjandi. Fað er gert ráð fyrir, að hann eigi ekki einu sinni sæmilegar ullarbuxur á skíði, þurfi að galla sig upp frá hvirfli til ilja og kaupa uppbognu spýt- urnar og aluminíumstafina í þokkabót. Og það er sjón að sjá reikninginn eftir slíkt gallerí. Hér er liann (hjartveikum bannaður aðgangur): Skíðabuxur ......... kr. 246 Skíðaúlpa (fóðruð) . — 472 Skíðaskór . . ......— 240 Háleistar .......... — 25 Vettlingar ......... — 25 Skíði .............. — 495 Stafir.............. — 146 Bindingar .......... — 146 Samtals kr. 1795.00 I þessari upptalningu er mið- að við kvenmann að búa sig í paradís. Utbúnaður karlmanns yrði auðvitað dýrari, og eflaust hafa athugulir lesendur auk þess tekið eftir því, að ýmsu er sleppt í skýrslunni og sumu allt að því nauðsynlegu; ég nefni peysu, nær- föt og húfu. En sleppum allri smámunasemi. Skýrslan er pottþétt svo langt sem hún nær, og meiningin var aðeins að gefa lesendunum svo- litla nasasjón af því, hvað dýrð- legasta sportið kostar byrjand- ann. Ennfremur var það mein- ingin að skrifa nokkur orð um stúlkuna, sem er að geispa á rúm- stokknum hérna fyrir ofan. Hins- vegar er plássið búið, svo að henni er eiginlega algerlega ofaukið. En það er ekki mér að kenna. G. J. A. FORSÍÐUMYNDIN. Þorsteinn Jósefsson tók hana á Norðfirði, en nafnið á litla dugnaðarmanninum, sem er að beita línuna, vantar okkur því miður. Skyldi móðir hans eða einhver annar þekkja baksvip- inn, og mundi viðkomandi þá vilja láta okkur vita? i.....................T ■ SAMTALSÞÆTTIR ■ : : Sonju í SAMTlÐXNNI njóta mik- ■ ■ illa vinsælda. 10 hefti (320 bls.) j • árlega fyrir aðeins 35 kr. Sendið : i áskriftarpöntun í dag, og þér fá- ] : ið tímaritið frá síðustu áramótum. : ] Árgjald fylgi pöntun. Pósturinn Svar til X.l: 1. Frá frönsku nýlendunum. — 2. Frá Grikklandi. — 3. Frá Kenyu i Afríku. — 4. Líklega frá Arabiu, en engar öruggar upplýsingar hafa fengizt um það. — 5. Utanáskrift Jóns Agnars er P.O. Box 365, Reykja- vík. Kœra Vika! Við erum hér tvœr unyar stúlkur, sem erum í vandrœðum, okkur lang- ar svo að komast t bréfasamband við pilta eða stúlkur t Thorsliavn t Fœr- eyjum á aldrinum 17—20 ára. Tvœr sambandslausar. Nýlega birtist' í bréfasamböndun- um beiðni frá 15 ára Færeyingi, sem hefur áhuga fyrir að skrifast á við Islending og skiptast á frímerkjum við hann. Ykkur finnst þessi ungi maður vafalaust of ungur, en þá er ekki annað en skrifa honum og biðja hann um að finna aðra eldri. Þið getið þá kanrtski sent honum nokkur frímerki fyrir. Hann heitir: Carl Wilhelm Weihe, Tórsgata 34, Thorshavn, Færeyjum. G 11 G 11 1313 Bakteriudrepandi HANDSÁPA sem inniheldur hið athyglisverða efni HEXACLOROPHENE (G 11) er komin í verzlanir. 1313 sótthreinsar 1313 eyðir svitalykt 1313 er mild og góð handsápa Sápugerðin FRIGG IJtgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.