Vikan


Vikan - 20.11.1952, Qupperneq 6

Vikan - 20.11.1952, Qupperneq 6
6 í>að geta verið góðar og gildar ástœður fyrir þvi, ef húsbóndinn er heilt kvöld Með hendur í vösum V ERIÐ þið sœl — sœlar frú Anna ■— sömuleiðis — takk fyrir komuna . . . Jœja, Pétur, get ég nú fengið skýringu á hegðun þinni?“ „Já, hana skaltu sannarlega fá.“ „Þú hcfur hegðað þér eins og vitfirring- ur í allt kvöld. Þú hefur ekki tekið hend- urnar úr vösunum — ekki einu sinni til þess að kveðja gestina. Hvað heldurðu að þeir haldi? Svo starðirðu á mig eins og þig langaði til að gleypa mig með húð og hári.“ „Þín vegna hefi ég þolað helvítiskvalir í marga klukkutíma.“ „Þú ert auðsjáanlega ekki búinn að jafna þig enn.“ ,JSIei, og ég nce mér ekki fyrr en ég er kominn úr buxunum.“ „Hamingjan góða, þú ert ekki feiminn. Það var þó gott, að þú fórst ekki úr þeim, áður en gestirnir voru farnir." „Það munaði ekki miklu, að ég gerði það. Hvað hefirðu eiginlega gert við fötin, sem ég er í ?“ „Ekkert nema sent þau í hreinsun." „Léztu hreinsa þau upp úr saltsýru eða hvað?‘ ,JLuðvitað ekki. Er eitthvað að fötun- um?“ „Heldurðu að þú þurfir að segja mér, að þú hafir setið á móti mér í allt kvöld án þess að vita, hvað var á seiði?“ ,jBg sá auðvitað, að þú ókst þér eins og þú hefðir orma.“ „Ég skal segja þér, hvað ég hafði ekki. Ég hafði engar tölur.“ „Engar tölur? Hversvegna?“ „Ég hefi heyrt, að þegar verið sé að fá fanga til að játa afbrot sín, séu stundum tekin af þeim axlaböndin eða skornar af þeim tölurnar, en ég hefi aldrei heyrt, að kvenfólki sé boðið til að horfa á.“ „Voru engar tölur á buxunum þínum?" „Það var enn verra. Það var ekki ein éinasta tala á öllum fötunum, hvorki á jakkanum, vestinu né buxunum.“ ,Jílg leit sjálf eftir fötunum og sá allar tölurnar með eigin augum." „Já, fötin voru í lagi þegar ég fór í þau, en þau hafa áreiðanlega verið hreinsuð úr einhverri djöfulsins sýru, því varla var frú Anna sest í stólinn beint á móti mér, fyrr en tölurnar af jakkanum duttu af. Sé það ekki hreinsuninni að kenna, hlýtur tvinn- inn að vera svikinn. Ég strauk hendinni eftir jakkanum og tölurnar komu allar í hendina á mér .... Svo duttu sex tölur af vestinu.“ ,fÞað var svei mér fyndið . . .“ „Og svo fóru buxnatölurnar að hrynja.“ „A-ha, þessvegna stakkstu höndunum állt í einu í vasana." „Einmitt! Og ég get fúllvissað þig um, að það var ekki fyndið.“ * . „En gaztu ekki farið fram og skipt um ]öt.“ ,fÉg þorði ekki að hreyfa mig. Ég varð að sitja kyrr og ég var svo reiður við þig fyrir að hafa fötin ekki í lagi, að ég hefði getað lúbarið þig — ef ég hefði þá getað tekið hendurnar úr vösunum." ir að færa henni og bað hana að tala ekki um fjölskyldu mína fyrr en ég hefði hitt hana aftur.“ „Og hvenær verður það?“ spurði Foam. „1 kvöld. Hún kemur hingað og borðar með mér. Mig langar til að biðja yður að gera mér greiða. . . . Bíðið annars augnablik. Ég þarf að hringja." „Ágætt. Ég ætla þá að hringja á skrifstof- una á meðan, því ég er orðinn of seinn til að hitta mann." Auðsjáanlega hafði fleirum dottið í hug að hringja á þessu augnabliki, því hann varð að bíða eftir klefa. Loksins fékk hann klefa við hliðina á Cross, sem auðheyrilega átti í erfið- leikum með að láta skilja sig, því hann hrópaði. „Hereford, segi ég heimskinginn þinn.“ En nú fór Foam að tala sjálfur, svo það var ekki fyrr en á skrifstofunni nokkrum tímum seinna að hann mundi hvar hann hafði heyrt nafnið Hereford fyrr. Fyrrverandi ritari frú Stirling hét Hereford. Það hafði ekki mikla þýðingu á þessu augna- bliki, og það var ekki fyrr en hræðilegir at- burðir höfðu skeð, að hann skildi mikilvægi þess. 10. KAFLI. Bifreiðarslys eða — ? EGAR Foam kom út úr símaklefanum beið Cross eftir honum. „Mér þykir vænt um að hafa kynnzt yður persónulega,“ sagði hann. „En nú skulum við snúa okkur að viðskiptamálunum aftur. Ég hefi dálítið óvenjulegt handa yður að gera.“ „Hvað er það?“ spurði Foam. „Ég sagði yður að Nell ætlaði að borða með mér i kvöld. Ég ætlaði að láta bílinn sækja hana, en hún segist vilja sjá eins mikið af London og hún geti, svo hún kemur gangandi. Mér þætti betra að vita hana ekki eina á leiðinni. Því míður get ég ekki farið frá símanum, svo mér þætti vænt um ef þér vilduð sækja hana og ganga með henni hingað." Foam ætlaði að fara að stinga upp á því að hann fengi sendisvein, en þegar hann sá hve áhyggjufullur Cróss var, skipti hann um skoðun, og ákvað að gera þessum örláta manni þennan greiða. „Hún sagðist ekki leggja af stað fyrr en kl. 6 en það er vissara að koma tímanlegá, því Nell er alltaf stundvís.“ Foam samþykkti það og lagði af stað á skrif- stofuna í vondu skapi. Hann hafði ekki einu sinni fengið tækifæri til að segja nokkur orð við Violu. Hann var jafnvel feginn þegar hann gat farið af skrifstofunni aftur og komið út í frískt loft á leiðinni til Nell. Þar að auki gat hann kannski frétt eitthvað þýðingarmikið um Cross og líferni hans. Þó Nell hefði verið beðin að tala ekki um einkamál Cross, leit hún út fyrir að vera hrein og bein og hún mundi ekki taka það of alvarlega ef hún væri farin að tala um gamla daga. Þegar hann kom á hótelið hennar fimm mínút- ur fyrir sex frétti hann að hún væri lögð af stað. Þar sem hann vissi ekki hvaða leið hún hafði farið var alveg vonlaust að ná henni, svo hann sneri við aftur á skrifstofuna. Það hafði ekki orðið mikið úr vinnu hjá honum þennan dag og nú hafði hann loksins næði. Þegar hann kom út aftur, fann hann að það mundi vera réttara að fullvissa sig um að Nell hefði komið fram, úr því Cross var svona um- hugað um hana. Hann nennti ekki að snúa við inn og ákvað að koma við hjá Cross á leiðinni. Göturnar voru blautar og loftið rakt, alveg samskonar veður og daginn sem Evelyn hvarf. Fólk rakst á hann við annaðhvert skref og strætisvagnarnir voru troðfullir af votu fólki. Hótelanddyrið með þykku teppunum var þægi- leg andstæða við götuna úti, og þessvegna fann Foam enn betur að hér kunni hann ekki vel við VIKAN, nr. 45, 1952 sig. Hann hringdi bjöllunni við íbúð Cross. Dyrnar opnuðust undir eins og Cross stóð í dyrunum. Svartir baugar voru kringum augun og hann spurði hvasst. „Hvar er Nell?“ . ,,Ég hélt að hún væri hér,“ svaraði Foam. „Hún fór að heiman 15 min. fyrir sex, svo ég missti af henni. Mér þykir það leitt." „Það var einkennilegt," sagði Cross og beit á vörina. „Það er ekki líkt Nell að svíkjast um að koma. „Hún er sennilega á leiðinni," sagði Foam. „Kvenfólkið hefur einkaréttindi á því að slóra.“ „Já, ég ætla að hringja og vita hvort hún hef- ur snúið við heim og tafizt. Farið ekki, Foam. Bíðið þangað til ég kem aftur.“ Foam kinkaði kolli og leit í blað. Hann var svangur og gat ekki skilið þessa hræðslu um fullorðna konu. Hann leit varla upp þegar Cross kom aftur. „Hún er þar ekki,“ sagði hann. „Hvað hefur komið fyrir hana.“ „Hún hlýtur að hafa villzt," sagði Foam. „Hún talar ensku og svo hefði hún getað tek- ið bíl. Farið eklri, Foam.“ „En ég þarf að fá mér að borða.“ „Þér getið borðað hér. Ég fæ mat hingað upp þegar hún kemur. Og ef hún kemur ekki, þarf ég á aðstoð að halda.“ Þeir fóru niður í veitingastofuna og borðuðu i flýti. Cross talaði ekki um annað en Nell Gayn- or meðan þeir voru að borða. „Mér fannst svo einkennilegt að sjá hana svona fína,“ sagði hann. „Heima á búgarðinum gengur hún í slopp og með gamlan stráhatt. Hún vinn- ur á við tvo og hefur ekkert upp úr því annað en hrukkur og fæði.“ „Hvernig gat hún þá veitt sér svona dýrt ferða- lag?“ spurði Foam vantrúaður. „Það skal ég segja yður . . . Hún hefur verið að spara fyrir þessari Evrópuferð síðan hún var unglingur. Eftir vinnutíma var hún vön að taka að sér hverskonar vinnu sem bauðst. Hún hjólaði margar mílur til að tína ber, sem hún bjó til sultu úr og seldi. Enginn í nágrenninu fæddist eða fór i gröfina án hennar hjálpar. Þessi ferð hefur tekið mörg ár af æfi hennar, en hún er stórkostleg. Þegar hún kom inn svona glæsilega búin, langaði mig til að standa upp og hrópa húrra." Svo bætti hann við í flýti. „Þér kærið yður ekki um ábæti, er það? Og kaffið hérna er vont á bragðið. Við skulum koma upp.“ Foam tók þessu með jafnaðargeði og gekk á eftir honum fram. Allt í einu sneri Cross sér að honum. „Ég vildi ekki eyðileggja matarlystina fyrir yður, en ég er ekki með sjálfum mér vegna Nell. Það er þoka og hún er ekki vön hægri handar- umferð. Ég taldi þrjá sjúkrabila, sem óku framhjá meðan við vorum að borða." „Hún er ekki þríburar," sagði Foam léttilega. „1 tveimur þeirra var einhver annar, svo hví skyldi hún hafa verið í þeim þriðja." „Það er eitthvað dularfullt við þetta," sagði Cross. „Það var aldrei hringt til mín.“ „Hvaða símtal var það?“ Cross hrökk við, svo beit hann á vörina, eins og hann hefði komið upp um sig óvart. „Simtal frá Ameríku," sagði hann að lokum. Foam óskaði þess að hann væri kominn langt í burtu en hann vildi ekki yfirgefa Cross fyrr en eitthvað hefði frétzt, svo hann blandaði sér whisky og sóda. Hann fann hve taugaóstyrkur hann var á því hve feginn hann var þegar Cross kom frá því að hringja. „Engar fréttir," sagði hann. „Ég get ekki þolað þessa bið. Ég er viss um að eitthvað hefur komið fyrir hana. Við verðum að hringja á sjúkrahús- in og á lögreglustöðina." (Frh. á bls. 14). Ofstœkismaður er sá, sem hvorki getur skipt um skoðun né umrœðuefni — Churchill.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.