Vikan


Vikan - 20.11.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 20.11.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 45, 1952 □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ Anatol var skáldiö um borö. Frú Hansen elskaöi hann út af lífinu. En nú leikur vinum hans mest forvitni á að vita: SKYLDI HANN VERA KOMINN Á KAFBÁT? I^/að fara sögur af því að engum hafi I nokkru sinni leiðzt á franska skipinu Rochambeau. Það var ágætis skip, sem sjald- an kom eða fór á réttum tíma, en barirnir voru opnir tuttugu tíma sólarhringsins, þjón- arnir gerðu sér margan glaðan dag og fólk gat gengið um allan daginn í náttfötunum og greiðsluslopp. Það hefði verið indælt að vera á skipinu, ef þar hefðu ekki.verið svona mörg börn. Önnur skipafélög reyndu að halda barnafjölskyldum frá fínu skipunum sínum og bentu þeim á Roc- hambeau, því þar voru engir dýrmætir munir til að skemma. Auk barnanna var venjulega heill hópur af einmana, miðaldra konum um borð. Við í hljómsveitinni kunnum vel við þær, því þær hlustuðu með andakt á viðkvæmnislega kon- serta okkar og horfðu öfundsfullar á ungu stúlkurnar, sem voru umkringdar öllum fáan- legum ungum mönnum. Frú Hansen var amerísk, miðaldra kona, sem reyndi af alefli að sýnast nokkrum árum yngri en hún var. Hún bjó i einni af lúxus- ibúðum skipsins. Hún hafði verið þrigift og siðasti maðurinn hennar látið henni eftir álit- lega fúlgu. „Ef ég giftist aftur,“ var hún vön að segja, „þá vil ég mann, sem hatar líkamlega áreynslu." Og við í hljómsveitinni vissum við hvern hún átti. Frúin þjáðist af vonlausri ást til Anatols de Lilas, annars vélstjóra skipsins og skáldsins um borð. Hann sá um útgáfu skipsblaðsins. Anatol grunaði samt ekki hvernig á stóð, því hann var mjög hlédrægur maður og talaði aldrei við farþegana. Á kvöldin sat Anatol niðri í æfingasal hljómsveitarinnar, sem notaður var til hvers konar gleðskapar (við álitum ekki nauðsyn- legt að æfa okkur), og gekk frá blaðinu. I ferðinni, sem hér um ræðir, var óvenju- mikið af börnum. Þau voru á öllum aldri og af öllum stærðum. Tveggja ára snáði, sem elsk- aði tónlist, át fiðlunóturnar af aðallaginu okk- ar, annar kastaði tölum niður í píanóið og freknóttur strákur skaut úr vatnsbyssu beint í andlitið á celloleikaranum okkar i miðju lagi. Hann rauk upp og barði strákinn með bogan- um sínum, en móðirin sendi kvörtun til skip- stjórans. Skipstjórinn, sem hataði bæði börn og hljóð- færaleikara, kvað upp þann úrskurð, að hér eftir ættu börnin að leika sér í æfingasalnum. Anatol féll allur ketill í eld. „Hvernig á ég að skrifa blaðið," stundi hann. „Annaðhvort verð ég að gera það innan um öll börnin eða niðri í vélarúminu." Þegar Anatol kom niður kl. 8, heyrðist ekki mannsins mál fyrir bjölluhringingum, ópum og barsmíð. Stuttu seinna komu þrír strákar á náttfötunum og fóru í ræningjaleik. Brátt hafði einn þeirra smurt mustarði á hvítu bux- urnar hans, annar rifið handritið af blaðinu niður í smásnepla og sá þriðji kveikti i sið- ustu kvæðunum hans. Þegar við komum niður kl. 8.30, lá Anatol á gólfinu og börnin ofan á honum. Við gátum ekki stillt okkur um að hlægja. En þegar ég leit framan í hann, hljóp ég eftir hjálp. Frú Hansen lá i sólstól á þilfarinu og ég dró hana með mér niður. Hún vissi svei mér hvernig átti að fara að og ekki leið á löngu áður en hún, hafði dregið börnin ofan af Anatol, sent þau í rúmið og lifgað hann við. „Eg ætla, að ganga i sjóherinn og komast á kafbát," stundi Anatol. „Það eru engin börn á kafbátum." „Vitleysa," sagði frú Hansen. „Komið þið allir upp í íbúðina mína og fáið ykkur í staup- inu.“ Þegar Anatol var búinn að ná sér dálítið og sat rólegur í skrautlegri íbúð frúarinnar, bar hún fram þá tillögu, að hann ynni þar i ró og næði að blaðinu. Þetta fannst öllum snjall- ræði. Daginn eftir kom blaðið út eins og venjulega og á fyrstu siðu var nýtt kvæði „til- einkað henni". ÆSTU kvöld lét Anatol ekki sjá sig, en frúin gekk um í litfögrum kjólum og bað okkur að spila „Halelúja" og önnur fjörug 1 ög. Kvöldið áður en við komum til New York, bauð frúin okkur upp til sin. Ana- tol sat þar og kunni auðsjáanlega vel við sig. „Hann ætlar að tileinka mér fyrstu bókina sína,“ sagði frúin hreykin. Anatol stóð upp, hikaði svolítið og sagði svo: „Vinir mínir, ég ætla að giftast frúnni í New York.“ Svo hneigði hann sig djúpt fyrir henni. Frú Hansen missti næstum glasið: „Anato!, þú hefur aldrei minnzt á þetta og þú veizt ekkert um mig eða fjölskyidu mína. Sann- leikurinn er sá . . .“ Hann greip fram í fyrir henni: „Ég vil ekki vita neitt um fortíð þína. Við erum sköpuð hvort fyrir annað." Við hvísluðum hamingjuóskir okkar og læddumst út. Næsta morgun kvaddi ég frú Hansen á hafnarbakkanum. „Anatol er indæll," sagði hún. „Við ætlum að gifta okkur á morgun. Eg reyndi að segja honum frá drengjunum mínum, en hann vildi ekki hlusta á mig. Jack er sjö ára og Dick hálfs fjórða árs. Þú ættir að sjá hvað hann er sterk- ur. Hann ætlar að verða boxari. Eg er viss um, að Anatol verður hrifinn af þeim. Þeir eru líka óvenju- leg börn.“ Ætli Anatol sé kominn á kafbát? □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ „Nei. En ég kem hvergi nærri, þangað til þú færð leið á henni.“ Hann þagnaði. „Má ég stokka spilin á ný?“ „Þú mátt stokka spilin á ný,“ sagði ég. En hann mundi ekki lifa svo lengi — hann mundi ekki lifa það, að ég fengi leið á Mónu. En hann var ekki á sama máli um það. MAKK lék mig grátt. Ég var tvo daga að ná mér, lá í rúminu, og mórautt viðarandlit heimilisguðsins brosti við mér dag og nótt. Ég sagði Sú ég væri með magakrampa, og hún taldi það stafa af kulda. Hún sá um, að mér var hjúkrað og leyfði mér að sofa eins og ég vildi. Ég þarfnaðist þess sannarlega. Ég þurfti ekki að vera hræddur um að neinn hringdi. Kata sagði Bromley, að ég væri veik- ur; þar með var það útkljáð. Sjálfur var ég bú- inn að afgreiða Makk; ekki mundi hann hringja í bráð. Og Mónu þurfti ég ekki að óttast; hún mundi áreiðanlega ekki hringja heldur. Ef til vill mundi hún undrazt um mig, en svo mundi hún bara bíða. Ég vissi, að uppfrá þessu mundi hún alltaf bíða min. Anna áreytti mig miklu meir en Sú. Hún var steinhissa, þegar hún kom heim úr skólanum fyrsta daginn klúkkan þrjú og sá mig í rúminu. Það var furðulegur atburður í heimi barnsins. „Hversvegna liggur pabbi í rúminu?" spurði hún og var skrækróma í enda setningarinnar. „Pabbi ^ ekki að liggja í rúminu. Ég vil það ekki.“ „Pabbi er veikur," sagði Sú. „Ætlar hann líka að eiga krakka, mamrna?" „Nei, vina min," sagði Sú. „Mömmurnar eiga bara krakka." Þá missti hún áhuga á mér. „Hvenær ætlar þú að eiga litla bróður?" „Það verður annaðhvort lítill bróðir, eða lítil systir, vina mín. Og þú verður bara að bíða. Eins og ég hef sagt þér, er barnið ekki tilbúið að koma í heiminn." „Ég vil fá hann strax." „Hann er svo lítill ennþá. Hann á eftir að vaxa svo mikið, áður en hann, fæðist." „En ég vil ekki, að hann verði stærri. Ég vil hann sé lítill, svo lítill að hann geti legið í dúkkurúminu rnínu." „Við getum ekki flýtt fyrir honum, vina mín,“ sagði Sú. Anna gafst upp, kom til mín og kyssti mig. „Ekkí að vera veikur, pabbi. Mér þykir svo vænt um þig alla tíma . . .“ Væmið — kannski það. En svona er föður- hlutverkið. Ég viðurkenni það. Og hún hafði rétt fyrir sér. Pabbi lá veikur í rúminu. Pabbi er veikur, af því að einhver var að tæla hann burt, vina mín. Pabbi er veikur djúpt inni. Sjúkur á sál og sinni, sjálfstraust hans er að bugast. Hann vill helzt umturna öllu. En það veitizt pabba allt annað en auðvelt, vina mín. Pabbi er í voða- legum vanda. En þó er það nú ekkert á móts við það, sem það á síðar eftir að verða. Ég hafði hvílzt mikið, þegar ég komst á fæt- ur aftur. Sársaukinn var horfinn úr líkamanum, nema í brunasárinu á öxlinni. En sjálfstraust mitt hafði risið úr rústum. Mér fannst ég vera öruggur. Ég var hissa, hvað mér tókst auðveld- lega að blekkja sjálfan mig. Ég lifði tvöföldu lífi, lék mér að því að list eins og sjónhverf- ingamaður, og ég ímyndaði mér, að ég gerði það líka af skynsemi, gerði það fimlega og mark- visst. Þessi blekking entist mér aðeins í fáeina daga. Hún óx af margvíslegum sökum — vegna þess að eitt minnti mig á annað, vegna þess að áður- sögð setning var endurtekin; vegna ilmvatns- ins og sápunnar, sem ég hafði farið með til Mónu og af ýmsum öðrum ástæðum, hélt hún áfram að vaxa. En það voru ekki lengur tvö aðskilin hólf í huga mínum. Móna hélt áfram að þokast yfir á hið rétta svæði Súar. Framhald í nœsta blaði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.