Vikan


Vikan - 20.11.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 20.11.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 45, 1952 11 MON Eftir JAY DRATLER. AÐ er ekki hægt að bregða á grín við slíkan mann. Maður varð að vera hreinskilinn og ganga beint að honum. Það var mín eina von. Ég lagði það vandlega niður fyrir mér. Jafnvel lög- reglumaður hlýtur að hafa eitthvað hjarta. Og þangað varð ég að beina orðum mínum. Við ákváðum að hittast í bar hjá La Breu, nálægt Melrósu, á miðvikudagskvöld. Klukkan níu. Vera má, að þér finnist heimskulegt af mér að hafa óttast Makk. Kannski fannst mér það líka sjálfum, þegar hér var komið. En þú hlýtur samt að skilja, við hvað ég á. Ég hafði ástæðu til að óttast hann. Makk var lögreglumaður, góður lög- reglumaður; en ófyrirleitinn var hann samt. Enginn getur trúað því, hve ófyrirleitinn hann var. En ég get engu ,að síður sannað Þa,p. Jæja, þegar ég gekk inn í barinn stuttu eftir níu þetta kvöld, sat hann við borð skammt frá dyrunum. Það var tómt glas á borðinu fyrir fram- an hann. Ég settist hinsvegar við borðið. Þjónninn kom til okkar. „Hvað ertu búinn að drekka marga sjússa?" spurði ég. , „Sex,“ sagði hann. „Því spyrðu?“ Ég hristi höfuð í aðdáun. Kvöldið, sem ég hitti hann hjá Fred, fyrir langa löngu, þambaði hann úr fuilri flösku, að fráslepptum tveim smá- sjússurri handa okkur Fred. „Viskí fyrir manninn þarna,“ sagði ég. „Búr- bónavin og sóta fyrir mig.“ „Þegar vínið kom, virtum við hvorn annan fyrir okkur. Hann var borgaraklæddur, og virtist jafnvel ennþá kraftalegri. Og myndarlegur var hann þrátt fyrir allt. Sterklegur. Þrunginn lífi. Augu hans voru brún og skörp og virtust sjá allt, enda þótt þau hvildu á mér. Fötin hans voru dökk- grá, hann var með snoturt bómullarbindi og í grárri oxfordskyrtu. Hann horfði á mig án af- láts, meðan ég gaumgæfði þetta. Við drukkum þögulir nokkra stund. Það virtist hlakka i honum. Nú beið hann eftir að ég hæfi máls. Ég lét hann njóta biðarinnar. Barinn var snotur, og fólkið virtist geðþekkt, reyndar sá ég ekki nema fáa, því að við sátum i afmörkuðum bás. En mér féll vel við það, sem ég sá. Þetta var fjölskyldufólk. Þetta var eins- konar fjölskyldubar. Þarna sat faðir og móðir og tveir uppkomnir synir ásamt vinstúlkum þeirra. Fólkið virtist þekkja hvert annað og þjónninn lika. Mér skildist það af því, hvemig það hló. Það var leikið lagið „Á auga kom mér ekki einn dúr i nótt" — Frank Sinatra söng það oft. Snoturt lag, skemmtilegt; en nú blandaðist inn í það dauf högg frá skutluhlemmnum, sem var rétt hjá barborðinu. Ef til vill skildi hann, að kunningsskapur okkar hafði breytzt. Andúð mín hlaut að vera bersýnileg. Áður hafði verið ákveðinn trúnaður á millum okkar, af þvi að ég kunni vel við hann; nú var það allt búið að vera. „Þú tekur lífið með ró,“ sagði hann. Og hann átti ekki við vínið. „Ég gat ekki annað, Makk. Enda þótt ég brygðist þér.“ Þetta var bezta vörnin. „Hversvegna ?“ Það var hreinasta kvöl að segja honum frá því, að híða sjálfan sig frammi fyrir þessum köldu augum. Eitt og annað gæti ég aldréi sagt honum; éitt og annað, sem ég gat ekki sagt neinum, jafnvel ekki Mónu. Á hinn bóginn sagði ég honum, hvern- ig það hafði byrjað. „Ég var beinlínis heillaður, Makk.“ Ég er lipur að tala, þegar ég þarf þess með; hugur minn kann að velja þau einu réttu orð fyrir tunguna; það var eins og skrifað væri á rit- vél uppi i kollinum, og orðin streymdu án afláts. Þau voru blönduð viðkvæmni. Engu að síður var hugsunin skir. Og ákafi minn og innileiki hefði hrært hjarta hvers einasta manns, nema þessa, hans hjarta var hart eins og grjót. Og ég sá enga breytingu á andliti hans. Augu hans þrástörðu á mig, jafnvel þegar hann saup á glasinu. En ég blíðkaði hann ekki hið minnsta. „Ég er í klípu, Makk. Þetta hefur kippt mér úr jafnvægi," sagði ég af einlægni. „Ég er í miklum vanda? Skilurðu það ekki? Ef það væri bara hún ein, þá væri allt í lagi. Ég er alveg ráðviltur." „Láttu hana sigla," sagði hann hljóðlega. „Ég get það ekki.“ „Þú vilt halda þeim báðum, konunni þinni og henni líka.“ „Hættu nú, Makk. Gerðu það.“ „Ég átti hugmyndina, drengur. Ætlarðu að kokkála mig í trekk, ha ?“ „Makk, ég bið þig sem vin — reyndu að skilja mig.“ „Nei,“ sagði hann. „Þú getur sjálfum þér um kennt. Þú lézt mig undirbúa allt. Þú lézt mig hugsa heldur lengi um það.“ „Svo? Varstu búinn að hugsa mikið um það, áður en þú sagðir mér frá því?“ „Ef þú hefðir sagt mér þetta strax . . .“ sagði hann. Hristi síðan höfuðið. „Nei. Það hefði kom- ið í sama stað. Ég hugsaði án afláts um ykkur, þig og hana, það gerði mig æran . . .“ Hann hafði ekkert hreyft sig allan þennan tíma. Eins og gerður úr grjóti. Engin tónbreyt- ing. Engin gremja. Einungis orðin tóm. „Makk,“ sagði ég vesaldarlega. „Ég get ekki vikið fyrir þér. Reyndu að skilja mig.“ „Ég skil.“ Þetta kom mér mjög á óvart. „Gerirðu það?“ „Já.“ „Ætlarðu að láta okkur í friði?“ sagði ég von- góður. „Nei . . .“ Ég laut Ifram. Ég held, að rödd mín hafi verið ógnandi. Þó veit ég það ekki núna. „Það er viss- ara fyrir þig að láta okkur í friði, Makk.“ Og svona fór það: ég sá hann ekki reiða hnefann, svo að ég gat ekki smeygt mér undan. Höfuðið skall í vegginn, og ég leið í ómegin. Ég heyrði óljósar raddir. Makk talaði. „Kunningi minn er lasinn. Hann hressist við að fara út. Ég tek hann með mér.“ Svo kom ég fótunum fyrir mig, og hann hjálp- aði mér niður tröppurnar. Barinn var í gömlu húsi, sem eitt sinn hafði eflaust verið notað til íbúðar. Það var grasblettur fram undan og upp með hliðinni öðrumegin. „Hafðu þig hægan, kunningi,“ sagði hann. Ég hélt fyrst, að hann iðraðist. Hann greip i mig, þegar ég ætlaði að detta. Því næst fór ég að halda, að hann hefði slegið mig miklu fast- ar, en eðlilegt væri, þvi ég hélt áfram að hrökkl- ast til og frá. Stutta stund sá ég götuljósin, en óðar dofnaði allt fyrir augum mér aftur. Þannig upp aftur og aftur. Ég sá ljósin, síðan hurfu þau. Ég reis upp, datt óðar aftur. „Hjálpaðu mér á lappir, Makk,“ sagði ég. „Sjálfsagt." Rödd hans var róleg, en hljómlaus. Þá skildi ég, hvað var að gerast. Hann var ennþá að berja mig. 1 bakið og í magann. Aft- an á hálsinn, á herðarnar. Fór sér að engu óðs- lega. Um stund varð ég hreykinn af sjálfum mér. Hann var áreiðanlega fimmtíu pundum þyngri en ég. En samt gat ég haldið mér uppi. Hann vildi ekki slá' mig niður. Þess i stað sló hann mig sundur og saman, meðan ég gat á löppunum staðið. Ég reyndi að berja hann á móti. Það var heimskulegt. Ég held ég hafi ekki einu sinni getað kreppt hnefana. En ég sætti lagi. Ég kenndi ekki mikið til, ekki ennþá, þó fór það sífellt versnandi. Þá byrjaði hann aftur. Hann sló mig allsstaðar í senn, það skall eins og hryðja á báðar síður mínar, bak jafnt og brjóst. Nema í andlitið. Hann sló mig aldréi í andlitið. Hann sló mig ein- ungis þar, sem ekkert mundi sjást. Lögreglu- maður var hann út í æsar. Sársaukinn kom í hviðumfÉg stundi. Stunurn- ar hrukku upp úr mér, þó að ég reyndi að halda þeim í skefjum. „Þú nærð henni aldrei, Makk . . .“ „Ég skál . . .“ Hann sló mig aftur. Sex högg dundu á mér. Átta högg. Hann böðlaðist eins og óður væri. . „Ég drep þig áður. Ég skal sýna þér .. .“ Þetta hlýtur að hafa hrokkið upp úr mér inn á milli stuna. Hann heyrði það. „Ekki að drepa lögreglumann, drengur. Við tökum hart á slíku." Þá sló hann mig i kviðinn. Hann vissi, hvað hann gerði. Nú rann af mér óvitið, þó að líkaminn væri allur helaumur. Ég dró mig í kuðung. Makk var þarna ennþá. „Teygðu heldur úr þér," sagði hann. „Þú verður stálsleginn eftir litla stund." Þegar hann kom nær, vatt ég mér undan hon- um. Hann sló mig bara í bakið. Hann var með blautan vasaklút í hendinni. Hann strauk framan úr mér. Síðan nuddaði hann á mér kviðinn og fór höndum um aumustu blettina. Mér skánaði mikið við það. Það má kannski segja, að skurðlœknir sé maður, sem tekur afleiðingunum af mistök- um heimilislceknisins. Eftir litla stund seldi ég upp. Ég lá á mag- anum. Döggvað grasið var við kinn mína. Það var svalandi. Ég reyndi að grafa andlitið ofan í það, lengra og lengra. Þá dró hann mig upp að húsveggnum, og ég settist upp við hann, flötum beinum. „Það sést ekkert á þér,“ sagði hann. Ég strauk um kjálkann. En hvað ég hataði þennan mann! Og dirfsku hans! „Það sést ekki neitt,“ sagði hann með keim af sjálfshrifningu í röddinni. „Ég réði ekki við mig, laxi,“ sagði hann alvar- legur. „Ég réði ekkert við mig. Þú hefur líka snúið djöfullega á mig.“ Ég svaraði ekki. „Við skulum ekki ala á neinni beiskju,“ sagði hann. Og síðan ósköp blátt áfram: „Ég veit þú verður hissa, hvað þetta jafnar sig fljótt.“ Bind- ið hans hafði ekki einu sinni krumpast. Ég staulaðist á lappir. Hann stóð yfir mér, eins og digur járnhólkur grúfði hann yfir mér. „Þú nærð henni samt ekki, Makk . . .“ „Þá það, þá það — gleymdu þessu bara.“ „Ætlar þú að gleyma því?“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.