Vikan


Vikan - 20.11.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 20.11.1952, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 45, 1952 7 Það hefur fullkomna sápuverk- smiðju (Sjöfn). Það hefur komið á fót verksmiðju til málmhúðunar og stálhúsgagna- gerðar. Það hefur starfrækt skipasmíða- stöð í tólf ár. Það rekur efnagerðina Flóru (sult- ur, búðingsduft, gerduft, saft alls- konar, eggjaduft, edik o. s. frv.). Það hefur sérstaka olíusöludeild. Efsta myndin er af Kaupvangs- torgi. Sér á aðalverzlunarhús KEA til hægri. Hótelið framundan, Akur- eyrarkirkja í baksýn. Þetta er mið- depill bæjarins. (Ljósm.: Guðni Þórð- arson). Hvað má lesa úr skrift þinni? Hér eru komin tvö bréf í dálk- inn, sem við auglýstum í síð- asta blaði. Eins og sjá má á myndunum, er það fyrra bara lítill partur af jólakorti, það síðara örstutt orðsending. Oft þarf heldur ekki meira, til þess að hægt sé að lesa úr rithöndinni. En eins og greint var frá í síðasta blaði, tekur VIKAN að sér að koma rit- handarsýnishornum lesendanna til er- lends rithandarfræðings, sem siðan kveður upp sinn dóm. Sá, sem þetta skrifaði, er 45 ára: Heimsókn í KE A Jakob Frí- mannsson er framkvæmda- stjóri KEA. Stjórn KEA á fundi. Frá vinstri: Björn Jóhannsson ritari, Bernharð Stefánsson, Eið- ur Guðmundsson, Þórarinn Kr. Eldjárn formaður, Jakob Frímannsson framkv.stjóri, Brynjólfur Sveinsson. Daivík, Hrísey, Grenivík og Grims- ey. Og verzlunarsvæði þess nær yfir þrjár sýslur og sýsluhluta, auk Akur- eyrarkaupstaðar. Hér skulu að lokum taldar helztu framkvæmdir og fyrirtæki þessa um- svifamikla kaupfélags. Það rekur fullkomnar verzlanir með miklu vöruvali. Það rekur mikið Mjólkursamlag, sem á 25 ára starfsafmæli snemma á næsta ári. Það hefur starfrækt smjörlikis- verksmiðju i yfir 20 ár. Það rekur#sérstaka pylsugerð* og niðursuðu. * Til gamans má geta þess, að Pylsugerðin vann m. a. síðastliðið ár um 27 smálestir kjötfars. I smjörlfkisgerðinni cru nýtísku vélar. verzlanir, margvíslegan iðnað og aðra framleiðslu. Ingimar Eydal, fyrverandi ritstjóri á Akureyri, sem innti af hendi 34 ára óslitna þjónustu við málefni KEA, hefur lýst fyrstu árum félags- ins í útvarpserindi. Hann rifjaði þar upp bernskuminningar úr Eyjafirði, þegar hann sem drengur var sendur í kaupstaðinn til þess að fá út skammt heimilisins af kornmat úr verzlunarskipi, sem flutti varning tii kaupfélagsins. Skipið lá á Oddeyrar- ál og vörurnar voru ferjaðar í land í uppskipunarbátum. Þá átti félagið ekkert hús, hvorki geymsluhús né verzlunarbúð. Trúnaðarmaður félags- ins hafði kornhlaðann undir segli á Oddeyrartanga og þar var vigtað í poka bændanna (sem þeir urðu að koma með sjálfir) undir berum himni og síðan reitt heim á bæina. Þannig entist ein mannsæfi til þess að sjá breytinguna frá þessum frumstæðu verzlunarháttum til nýtízku sölubúða og greiðrar og góðrar þjónustu við félagsmennina. Það var ekki fyrr en 1906 sem KEA opnaði fyrst sölubúð á Akureyri. En í dag rekur það ef til vill nýtískulegustu verzlunarbúðir norðanlands, auk þess sem það starf- rækir sum stærstu og umfangsmestu iðnaðarfyrirtækin i höfuðstað Norð- lendinga. Þó hefur félagið auðvitað ekki einasta eflst hið ytra. Félags- mönnum þess hefur fjölgað úr tólf í 5053, og nú er talið, að meðlimirnir hafi rösklega 13 þúsund manns á framfæri sínu. Félagið rekur útibú i KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA á Akureyri verðuö ekki heimsótt á einum degi. Til þess er fyrirtækið orðið allt of umfangsmikið. Þriggja dálka myndagrein getur heldur aldrei gert félaginu fullkomin skil. Þetta er þessvegna skyndiheimsókn hjá VIK- UNNI, augnabliksmynd af stærsta samvinnufélagi landsins. Það var stofnað að Grund 1886 og hóf starfsemi sína með því að selja ,,þeim herrum A. Zöllner & Co. í Nýjakastala“ fé á fæti. Þannig var þetta bókað í stofnfundargerðinni fyrir 66 árum; nú er félagið eitt stærsta og öflugasta verzlunarfyrir- tæki landsins með margar nýtízku Skipasiníöastöðin cr á Oddcyrartanga. Um persónuleika þessa manns seg- ir rithandarfræðingurinn: „Þetta er rithönd manns, sem er ákaflega þrautseigur. Hann vill alltaf hafa á réttu að standa, er mjög öfga- fullur. Getur verið vingjarnlegur, en er annars mjög harður í horn að taka, þegar því er að skipta, þó einkum í viðskiptum. Það má segja um hann, að hann láti tilfinningarnar vikja fyrir vitsmununum." Rösklega fertug kona skrifaði eft- irfarandi: ;a,: ,4;, Um þessa rithönd skrifar rithand- jirf ræðingurinn: „Þetta er hjartagóð kona. Hún er smekkleg og dugleg í höndunum. Hún :r trúföst og hrein í orðum og gjörð- jm, en um leið ákaflega viðkvæm." Hér skulu að lokum endurteknar i stuttu máli leiðbeiningarnar til peirra, sem hafa hug á að senda rit- íandarsýnishorn (sjá annars síðustu 7IKU):. Rithandarfræðingurinn tekur 1 15 krónur fyrir venjulegan lestur. Gjaldið ber að senda með sýn- ishorninu og VIKAN kemur því til skila. Nauðsynlegt er að auðkenna £ hvert sýnishorn með bókstöfum eða dulnefni, sem hægt sé að vísa til í svari. Lesendur úti á landi verða að láta nöfn og heimilisföng fylgja, svo að hægt sé að senda þeim svörin í pósti.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.