Vikan


Vikan - 20.11.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 20.11.1952, Blaðsíða 13
YIKAN, nr. 45, 1952 13 Þau voru umkringd mannætum þegar kraftaverkið gerðist Martin Johnson » œfintýri hans — og œfintýrahrúðurin MARTIN JOHNSON tók myndir af þúsundum ljóna í óbyggðum Afríku. En hann skaut aðeins tvö ljón um æf- ina, og í síðustu Afríkuför sinni hafði hann ekki einu sinni fyrir því að bera byssu. 1 þeirri ferð sá hann raunar fleiri ljón en nokkru sinni fyrr. En eftir heimkomuna tjáði hann vinum sínum, að maður, sem hefði snefil af viti á villidýrum, gæti farið fótgangandi frá Cairo til Höfðaborgar með ekkert nema reyrstaf að vopni. Johnson treysti dýrunum, og þegar hann var við vinnu sína meðal þeirra, þá var eins og þau treystu hon- um. Martin Johnson byrjaði að litast um í heiminum þegar hann var f jór- tán ára. Faðir hans var skartgripa- sa'.í í Independence í Bandarikjunum, og þegar Martin var strákur, hjálp- aði hann honum oft að opna vöru- kassana frá útlandinu. Hann varð heillaður af borgarnöfnunum, sem sýndu upprunastaði vörunnar: París, Genf, Barcelona, Budapest. Af þess- um nöfnum stafaði undarlegur og dásamlegur æfintýraljómi, og hann réð snemma með sjálfum sér, að heimsækja staðina, sem báru þau. Hann lagði af stað rétt nýorðinn 14 ára. Þá strauk hann að heiman, flæktist víða um Bandaríkin, réðst að lokum háseti á flutningaskip á leið til Evrópu, en hljóp þar af skip- inu staðráðinn í að ferðast um alla álfuna. Hann ætlaði að vinna fyrii sér, en það gekk upp og ofan. Það var oft erfitt að fá vinnu og hann var oft hungraður. Hann var allslaus í Brússel, í Brest var hann að þvi kominn að gefast upp og halda heim- leiðis, í London svaf hann í kössum og skúrum. Að lokum þóttist hann vera búinn að fá nóg af þessu lífi, læddist um borð í skip, sem halda átti til Bandaríkjanna, og faldi sig í einum björgunarbátanna. Þar um borð í skipinu skeði það, sem átti eftir að gerbreyta öllu lífi hans. Hann fannst auðvitað. Og skömmu seinna sýndi vélstjóri hon- um blað, sem í var grein eftir Jack London.* I greininni skýrði Jack frá þeirri ætlan sinni að sigla í kring- um hnöttinn á skemmtisnekkjunni Snark. „Kanntu að kokka?“ Martin var ekki fyrr kominn heim til Independence en hann skrifaði * Frá Jack London segir í VIK- UNNI nr. 42 (30. október). Lor íon. Bréfið var átta síður og í því bað Martin heitt og innilega að sér yrði leyft að fljóta með. ,,Ég er nú þegar búinn að ferðast til út- landa,“ skrifaði hann. ,,Ég lagði af stað frá Chicago með 5 dollara og 50 cant i vasanum, og þegar ég kom heim, átti ég ennþá 25 cent.“ Tvær vikur liðu — tvær vonlaus- ar biðvikur. Þá kom skeyti frá Jack London. 1 því voru aðeins þrjú orð. En þessi þrjú orð voru lykillinn að lífshamingju Martins, framtíð hans og frægðinni, sem hann átti eft- ir að ávinna sér. „Kanntu að kokka?“ símaði Jack. Og Martin svaraði samstundis með jafnmörgum orðum: „Reyndu mig bara.“ Kunni hann þá að ,,kokka“ ? Ónei, síður en svo! En hann fór beint af símstöðinni í veitingahús, og honum tókst einhvernveginn að fá vinnu í eldhúsinu þar, og þegar Snark að lokum sigldi út úr höfninni í San Francisco, þá var hann um borð, „yfirkokkur" á snekkjunni og ágæt- ur kokkur, þótt nýr væri af nálinni. Aðeins hafði honum brugðist boga- listin að einu leyti. Það féll í hans hlut að kaupa kostinn til fararinnar, og löngu seinna áætlaði hann, að hann hefði keypt svo mikið af salti, pipar og öðru kryddi, að nægt hefði einni meðalskipshöfn til 200 ára. Logandi af áhuga Hann reyndi að læra siglingafræði í ferðinni. Hann var mjög ánægður með árangurinn. Svo hann tók sér það fyrir hendur einn góðan veður- dag að sýna Jack kunnáttu sína. Þá var Snark á miðju Kyrrahafi á leið til Honolulu. En samkvæmt útreikn- ingum kokksins, var snekkjan í miðju Atlantshafi. En Martin lét þetta ekki á sig fá. Hann var þátttakandi í spennandi æfintýri, af þeirri tegund, sem alla stráka dreymir um. Hann logaði af áhuga. Hann lék við hvern sinn fing- ur. Hann stóð sig jafnvel ágætlega, þegar snekkjan var vatnslaus í tvær vikur og Jack og kona hans og áhöfn- in var nærri dauð úr þorsta. Nú eru yfir 40 ár síðan. Og í 30 ár eftir þetta dýrðlega æfintýri átti Martin eftir að lifa hvert æfintýrið öðru betra. Hann ferðaðist um allan heim, kannaði eyjar í Kyrrahafi, frumskógana í Afríku. Hann varð fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að taka kvikmyndir af mannætum. Hann tók myndir af dvergum og risum, fíl- um og gíröfum og öðrum villidýrum í heimkynnum þeirra. Hann tók þús- undir metra af myndum, ágætum og æfintýralegum og stundum ótrúleg- um kvikmyndum af allra handa dýr- um. Nú eru sum þeirra að deyja út. Myndir hans verða þá mikilvægar lieimildarskýrslur. Æfintýrabrúðurin Martin Johnson varð þeirrar ham- ingju' aðnjótandi að eignast óviðjafn- anlegan ferðafélaga. Þetta var konan hans, Osa Johnson, sem reyndi með honum súrt og sætt, barðist við fá- tæktina fyrstu árin, fór með honum í leiðangrana hans, treysti honum, trúði á hann, sigraði með honum að lokum. Hún var með honum, þegar hann kvikmyndaði mannæturnar. Hún hef- ur sagt frá þessu í ágætri bók: Æfintýrabrúðurin. Þarna voru þau reyndar hætt komin, aðeins áræði þeirra og festa bjargaði þeim frá bráðum bana. Þetta gerðist í Suðurhöfum. Ófrýnilegur náungi Osa og Martin voru ráðin i að ná myndum af villimönnunum, sem lifðu á eyjunum þarna. Þau þóttust vita, að myndir af þeim mundu selj- ast vel og vekja mikla athygli. Svo þau fengu skútu til þess að skjóta sér í land á einni af þessum eyjum. Reyndar höfðu margir orðið til þess að aðvara þau. Þeim innfæddu var allt annað en vel við hvíta menn. Þá iðkuðu samvizkulausir þorparar það enn að ráðast á þorp svörtu kyn- þáttanna, láta greipar sópa um þau, ræna fólkinu og selja það mansali. Asa og Martin var ráðlagt að taka myndir annarsstaðar. En þau hlýddu ekki þessum ráð- um. Þau voru komin langa vegu, bú- in að verja aleigu sinni í rándýr kvik- myndatæki. Það var að duga eða drepast. Þau létu flytja sig á land á einni eynni. Osa var vopnuð, en Martin bar kvikmyndavélina. Þau höfðu með sér gjafir handa íbúunum og allt gekk vel í fyrstu. Að vísu tók það tals- verðan tíma að finna þá, en að lok- um stóðu þau frammi fyrir sjálf- um höfðingjanum, kolsvörtum, kraftalegum náunga með bein í mið- snesinu. Osa segir svo frá, að hún hafi aldrei á æfinni séð ófrýnilegri mann, enda skolfið af hræðslu. En Osa brosti og Martin. Og Martin tók að snúa sveifinni á vél- inni sinni og Osa stóð við hliðina á honum og brosti framan í villimenn- ina og reyndi að láta ekki bera á því, hve hún var hrædd. Og um það leyti sem kvikmyndatökunni var lok- ið, kom höfðingjanum í hug, að þarna andspænis honum væri fyrsta Hvað rikur þarf maður að vera til þess að geta gefið 365,000,000 dollara? VIKAN svarar þessu í nœstu viku, þegar liún segir frá ANDREW CARNEGIE flokks mannaket, tvær varnarlausar mannverur, umkringdar. Hann gaf striðsmönnum sínum merki. Þeir færðu sig nær Martin og myndavélinni, nær Osa og bros- inu hennar. Þeir sögðu ekkert og fóru sér að engu óðslega. En það var greinilegt að hverju stefndi. Kraftaverk Og en þrengdist hringur villimann- anna, þarna á þessari Kyrrahafs- eyju. Og í miðjum hringnum stóðu ung hjón með kvikmyndavél og byssu. Þau hreyfðu sig ekki, biðu. Þau vissu, að þau voru ein og varn- a.rlaus, að einasta von þeirra var festa og hugrekki. Villimennirnir biðu bara eftir einu einasta hræðslu- merki, svolitlum handaskjálfta, svo- lítillri grettu, kannski örvæntingar- fullri tilraun til flótta. Þá mundu þeir steypa sér yfir þau með kylf- urnar. Og hringurinn var orðinn svo þröngur, að Osa heyrði andardrátt villimannanna. Og enn gat hún bros- að og enn gátu þau látið sem ekkert væri og Martin talaði og talaði og reyndi að sýnast eins vingjarnleg- ur og hann mögulega gat. Og þá, rétt um leið og mannæturnar ætluðu að stökkva, skeði kraftaverkið. Fyrir odda á eynni sigldi vopnuð ensk eft- irlitssnekkja. Mannæturnar ranghvolfdu augunum. Þær vissu, hvað þetta þýddi. Martin vissi það líka, þótt hann ætti erfitt með að trúa eigin augum. Og hann hneigði sig kurteislega fyrir villimannahöfðingjanum og sagði: „Eins og þið sjáið, er skipið mitt komið að sækja okkur. Það var ánægjulegt að kynnast ykkur. Veriði sælir.“ Og áður en villimennirnir vissu af, voru ungu hjónin tekin á rás niður að ströndinni. Þeim var borgið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.