Vikan


Vikan - 20.11.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 20.11.1952, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 45, 1952 3 Hvað kanntu í pólitík? fara á eftir nokkur undirstöðuatriði ÞAÐ eru 350,000 borgarar á móti hverjum þingmanni í Bandaríkjunum. Það eru 80,000 borgarar á móti hverjum þing- manni í Englandi. Það eru 30,000 borgarar á móti hverj- um þingmanni í Svíþjóð, 21,500 í Noregi, 20,000 í Finnlandi. En það koma aðeins 2,800 borgarar í hlut hvers þing- manns hér uppi á íslandi, og er þá allt talið og engu gleymt, •ekki einu sinni Grænuborg. Hvað kanntu þá í pólitík ? Það liggur í hlutarins eðli, að maður, sem er svo hamingju- samlega staðsettur í veröldinni, að einn af hverjum 2,800 sam- borgurum hans er þingmaður, á að vita talsvert meira um pólitík en gengur og gerist. Hann á að minnsta kosti að hafa öllu meiri kunnugleik á stjórnmálaflokkum sínum, þingi sínu, nefndum þess og nefnda- nefndum en til dæmis Banda- ríkjamaðurinn, sem má gera sér að góðu að deila einum þingmanni með 350,000 kjós- endum — og honum ef til vill rýrum. Þegar það svo bætist ofaná, að þingmenn erlendis skipta stundum hundruðum (samanber neðri málstofuna brezku) og landflæmið milljón- um ferkílómetra, en íslenzku þingmennirnir eru aðeins 52 og landið eins og dropi í hafinu, þá ætti að nást um það sam- komulag á svipstundu og nokk- urnveginn mótatkvæðalaust, að okkur Islendingum beri bein- línis skylda til að vera dúxar í þeirri hlið stjórnmálasögunnar, sem snýr að stjórnmálaflokk- unum, skipulagningu þeirra og daglegum rekstri, þinghaldi, þingmannavali og vinnuskipt- ingu á Alþingi. Hvað kantu þá í þessum fræðum? Hvaoa kjördæmi sendi Andrés Eyj- ólfsson á þing ? Þingmaður hverra er hann Lárus Jóhannesson ?* Hvað heitir formaður allsherjarnefndar í sameinuðu þingi ? Hvað heitir for- maður Kvenfélags Alþýðuflokksins ? Hvaða flokki fylgir Eyjablaðið í Vest- mannaeyjum? Og síðast en ekki síst: hver var stýrkleiki flokkanna við siðustu þingkosningar ? Pólitík er orðin svo snar þáttur í lífi hvers einasta tslendings, hún seilist svo tvimælalaust — og vægð- arlaust — inn í allar hans athafnir, að sá maður má heita makalaus kæruleysingi, sem ekki þekkir ein- földustu atriði flokkaskiptingarinnar i landinu, nöfn helztu forystumarma hinna pólitísku samtaka, stöðu þeirra á Alþingi og þau störf, sem þeir vinna í umboði þjóðarinnar. Sá mað- ur, sem segir að pólitík komi sér ekki við, getur alveg eins orðað það svo, að lif þjóðarinnar komi sér ekki við: hann á að vísu lagalegan rétt til að kjósa en naumast sið- ferðislegan. Hér fer það á eftir í fáum orðum, sem VIKAN telur hverjum kjósanda hollt að vita, ekki sökum þess, að kosningar séu á næsta leiti, heldur sökum hins, að Alþingi situr nú á rökstólum. Það mætti kalla þetta yfirlit: Kennsluhók fyrir hyrjendur í pólitík KJÓSANDINN Það má líkja kjósandanum við betlikerlingu, sem breytist í konungs- dóttur hvert kosningaár. Stjórnmála- maðurinn er þá prinsinn í æfintýr- inu, sem er einfalt og óbrotið eins og góðum æfintýrum ber að vera: betli- kerlingin er ekki fyrr orðin að kon- ungsdóttur en prinsinn bregður sér í biðilsbuxurnar, og konungsdóttirin er ekki fyrr orðin að betlikerlingu aftur en prinsinn er kominn úr biðils- buxunum og búinn að fleygja þeim niður í skúffu til geymslu. Það voru 82,480 konungsdætur af þessari tegund í umferð á Islandi í síðustu þingkosnipgum (1949). Af þeim tókst prinsunum að klófesta 72,219, eða 89%. En skil- yrði fyrir því, að leiða megi kóngsdótt- ur að altari — eða kjósanda að kjör- borði — eru þessi: 1) Að hann sé orðinn 21 árs, 2) að hann sé íslenzkur ríkisborgari, 3) að hann hafi verið búsettur á tslandi síðustu fimm árin fyrir kosningar og 4) að hann hafi óflekkað mannorð og sé fjárráður. AU'INGI Á Alþingi sitja nú 52 þingmenn, 35 í neðri deild og tl7 i efri deild. Þeir skiptast svo milli flokka: Sjálfstæðis- flokkur: 19, Fram- sóknarflokkur: 18, Sameiningarflokkur alþýðu, Sósíalista- flokkur: 9, Alþýðu- flokkur: 6. Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn mynda stjórn. Þess- ir eru ráðherrar: Forsætisráðherra: Steingrímur Stein- þórsson (F), utanríkis- og dómsmála- ráðherra: Bjarni Benediktsson (S), mennta- og viðskiptamálaráðherra: * Andrés Eyjólfsson er þingmað- ur Mýrasýslu. Lárus Jóhannesson er þingmaður Seyðfirðinga. Björn Ólafsson (S), fjármálaráð- herra: Eysteinn Jónsson (F), land- búnaðar- og samgöngumálaráðherra: Hermann Jónasson (F), atvinnu- málaráðherra: Ólafur Thors (S). Jón Pálmason (S) er forseti sam- einaðs þings. Sigurður Bjarnason (S) er forseti neðri deildar, Bernharð Stefánsson (F) forseti efri deildar. Aldursforseti er Jörundur Brynjólfs- son (F). Hann er fæddur 21. febrúar 1884. Þorsteinn Þorsteinsson sýslu- maður (S) er fæddur sama ár, en á Þorláksmessu. 1 sameinuðu þingi eru fimm fasta- nefndir. Þær eru: Fjárveitinganefnd (form. Gisli Jónsson, S), Allsherjar- nefnd (form. Jóhann Þ. Jósefsson, S), Þingfararkaupsnefnd (form. Rann- veig Þorsteinsdóttir, F), Utanríkis* málanefnd (form,. Jönmdur Bryn- jólfsson), Kjörbréfanefnd (form. Þor- steinn Þorsteinsson). 28 þingmenn eru fæddir fyrir alda- mótin. Tólf eru fæddir eftir 1910 og sjö eftir 1915. Jónas Árnason (SAS) er yngstur þingmanna, 29 ára. Flokkar nir Sjálfstœðis- flokkurinn Sjálfstæðis- flokkurinn var stærsti flokkur landsins við síð- ustu þingkosn- ingar. Hann lilaut 28,546 at- kvæði (39.5%). Formaður hans, Ólafur Thors, er fæddur 19/1 *92. Aðalbæki- stöðvar flokks- ins eru í Sjálfstæðishúsinu við Austur- völl, flokksmerkið íslenzki fálkinn. Framsóknar- flokkurinn Hann fékk 17,695 atkvæði við síðustu þing-kosningar (24.5%). For- maður hans, Hermann Jón- asson, er fædd- ur 25/12 ’96. Að- alskrifstofa flokksins er í Edduliúsinu, Lindargötu 9A. Hann hefur ekkert flokksmerki. Sósíalista- flokkurinn Hann hlaut 14,077 atkvæði 1949 (19.5%). Formaðurinn, Einar Olgeirs- son, er fæddur 14/8 ’02. Aðal- skrifstofan er á I»órsgötu 1. Ekkert flokks- merki. Alþýðu- flokkurinn Hann fékk 11,937 atkvæði 1949 (16.5%). Formaður hans, Stefán Jóhann Stefánsson, er fæjdur 20/7 ’94. Beykjavíkur- skrifstofan er í Alþýðuhúsinu. Flokksmerki ekkert. Deildirnar og félögin Fjöldi deilda og smáfélaga eru starfandi innan vébanda stjórnmála- flokkanna eða í nánu sambandi við þá. Vörður og Óðinn eru sjálfstæðisfélög, Ragnar Lárusson för- maður þess fyrr- nefnda, Sveinbjörn Hannesson stýrir þvi síðarnefnda. Svo eru kvenfélög — Hvöt (S). Formað- ur: Guðrún Jónas- dóttir. Félag Framsóknarkvenna. For- maður: Steinunn Bjartmars. Kvenfélag Sósíalista. Formaður: Helga Rafnsdóttir. Kvenfélag Alþýðuflokksins. For- maður: Soffía Ingvarsdóttir. Þá koma æskulýðsfélög eða ung- mennafélög, mikilvæg samtök með mikið félagslif og mikið í húfi, að vel takist. Félagatölu þeirra er naum- ast hægt að fá upplýsta (VIKAN reyndi árangurslaust), en þau eru fjölmenn og starfa í nærri því hverju einasta kjördæmi. Heimdallur er Reykjavíkurfélag ungra Sjálfstæðismanna og Geir Hallgrímsson formaður hans. Svo er Samband ungra Sjálfstæðismanna, en Magnús Jónsson alþm. er formaður þess. Samband ungra Framsóknarmanna lýtur for- mennsku Þráins Valdemarssonar, Guðmundur J. Guðmundsson er for- maður Æskulýðsfylkingar Sósialista og Sigurður Guðmundsson stjórnar Félagi ungra Jafnaðarmanna. Og að lokura blöðin Það mætti kannski kalla íslenzka blaðamennsku „skriflega pólitík". öll íslenzk dagblöð gerast nærri daglega ,,sek“ að því að blanda saman skoð- unum og fréttaflutningi. Með sum- um lýðræðisþjóðum þykir þetta af- leit blaðamennska, til dæmis Banda- ríkjamönnum, sem segja, að skoðan- ir ritstjórnar eigi heima í ritstjórnar- dálkum, fréttirnar í fréttadálkum. tslendingurinn býr hinsvegar oft til úr þessu mikinn hrærigraut, jafn- vel næstumþvi und- antekningarlaust, Framli. á bls. 10.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.