Vikan


Vikan - 20.11.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 20.11.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 45, 1952 5 Hún hvarf eins og dögg fyrir sólu • FULL af óróa og tálsýnum," svaraði Viola. „Alveg eins og löðrið í augunum á manni, þegar maður syndir í sjónum. 1 augnablikinu er það þar — svo er það horfið. Ef eitthvað merki- legt kemur fyrir, er maður of taugaóstyrkur til að njóta þess fyrr en á eftir. Eg held ekki að maður geti orðið hamingjusamur án þess að hafa hæfileika til að grípa „augnablikin"." „Og hvað svo?“ „Ekkert — alls ekki neitt . . . maður er bara á lífi og finnur það.“ Violu fannst Beatrice undarleg stúlka. Hún var greind, virðuleg, víðlesin og hafði innilega samúð með fátæku fólki. Aftur á móti var hún óþroskuð eins og barn á sumum sviðum. Og til allrar óham- ingju fyrir Violu hafði hún erft þann eiginleika föður sins og beita gáfum sínum á kostnað treg- gáfaðra fólks. Viola sá miljónamæringinn sjaldan. Hann var hugsunarsamur við konurnar tvær, en annars fór svo lítið fyrir honum, að hún fékk þá röngu hug- mynd að hann væri þjakaður af auðæfum. Brátt hætti hún líka að bera lotningu fyrir frúnni. Hún var algerlega laus við snobb, því fjölskyldan var hátt yfir slíkt hafin, eðlileg og vingjarnleg. Aðaláhugamál hennar var bridge, þó hún spilaði alltaf um smáar fjárhæðir vegna annarra. En henni var illa við að tapa. Það var einkum vegna spilamennskunnar, sem Rafael Cross var svo tíður gestur á heimilinu. Þó Cross fengi engar fréttir af dóttur sinni, var hann alltaf skemmtilegur innan um fólk. Hann sagði smásögur — að vísu dálítið ýktar — og hlustaði með athygli á aðra. Einstöku sinn- um, þegar hann var ekki á verði, fór hann að stara út í loftið, eins og hann væri að leita að einhverjum, sem hann ekki gæti fundið. „Þegar hann er utan við sig,“ sagði frú Stir- ling, „er hann að hugsa um hana. Hefurðu séð hvernig hann horfir á Beatrice." „Já," svaraði Viola. „Augnaráðið verður löng- unarfullt. Það er sorglegt." Hún fann til samúðar með honum og auk o---------------------------------------o VEIZTU -? 1. Vex hvítlaukurinn ofan- eða neðan- jarðar ? 2. 1 hvaða kvikmynd vakti Marlene Dietrich fyrst athygli og hver lék á móti henni? 3. Hvað er langt héðan til Færeyja? 4. Hverjar eru 6 hæstu byggingar New York borgar? og hve háar eru þær? 5. Hvað er Miðbæjarbarnaskólinn í Reykjavík gamall? 6. Hverjir voru hinir þrír vitru konung- ar ? 7. Hverrar þjóðar er tónskáldið Dmitri Schostakovitsch og hvenær er hann fæddur? 8. Hvaða mynt er notuð á Spáni? 9. 1 hvaða skáldsögu er Scarlett O’Hara aðalsöguhetjan ? 10. Hvað er minnsta ríki heimsins? Sjá svör á bls. 14. -----------------------------------------o þess hafði hann gert henni greiða. I fyrsta skiptið sem hann mætti henni á hótelinu, spurði hann hana hvort hún héldi enn herberginu í Pomeranía- húsinu og hver borgaði það fyrir hana. „Ég hringdi í majórinn til að vita hvort hann vildi lækka leiguna meðan ég væri þar ekki, en síminn bilaði skyndilega . . . ég held að síminn hans bili þegar honum hentar." „Láttu mig um það,“ sagði Cross. Þegar þau voru að borða, sagði hann allt í einu. „Hver borgar leiguna á íbúðinni þinni, Greeny ?“ „Það geri ég,“ , svaraði miljónamæringurinn. „Þakka þér fyrir að vekja athygli mína á þessu, Cross." Enginn þorði að spyrja um dóttur hans, en einu sinni heyrði Viola að Stirling spurði: „Hefurðu verið krafin um peninga, Cross?" „Nei, til allrar hamingju.*~-Svo slæmt er það ekki enn. Það er það eina sem ég hugga mig við.“ Stirlinghjónin buðu Cross oft yfir á sitt hótel og Cross fór með þau út að skemmta sér, en einn daginn bauð hann þeim allt í einu til hádeg- isverðar. Viola var ekkert hrifin af boðinu, því hún var orðin leið á að þurfa alltaf annaðhvort að skemmta Beatrice eða hlusta á Cross og hún átti ekkert sameiginlegt með hjónunum. Hana var farið að dauðlanga til að rabba rólega við Foam. „Hefirðu séð Alan Foam nýlega?" spurði hún. „Nei,“ svaraði Cross. „En hann hringir auð- vitað til mín daglega." „Mér þætti gaman að hitta hann aftur. Hann bauð mér að borða þegar ég var svöng." „Greeny," hrópaði Beatrice óttaslegin. „Það getur ekki verið." „Er það ekki? Líttu bara á hvað ég er grönn og glæsileg . . . Vildirðu ekki að þú værir fátæk líka ?“ „Hver er Alan Foam?" spurði frúin. „Ungi maðurinn, sem er að leita að Evelyn," sagði Cross. „Ég vildi gjarnan heyra álit þitt á honum svo það getur verið að ég bjóði honum með ykkur." „Ágætt," svaraði frúin. Foam var ekkert hrifinn af boðinu, því hann hafði séð of marga ríka þorpara til að bera virð- ingu fyrir auðnum. En hann þáði það samt í von um að hitta Violu. Um leið og hann kom inn í anddyri hótelsins, kom hún á móti honum. „Ég var farin að efast um að þú kæmir," sagði hún. „Það er dálitið einmanalegt að vera rik og nú erum við líka starfsbræður. Ég hefi líka leynilögreglustörf á hendi." Nú kom Cross þjótandi og fór með hann til Stirlingfjölskyldunnar og honum fannst frúin skoðanir. Hann hafði ekki nokkurn grun um að hún var að vega og meta allt sem hann sagði.i Við borðið sat hann á milli stúlknanna og fór að brjóta heilann um hvað síðasta mynd Róberts Taylors hefði heitið, til að ljúka skyldum sínum við Beatrice, en hún bjargaði því við með því að tala af svo mikilli kunnáttu um stjórnmál að hapn gat varla svarað henni. En nú tók gestgjafinn að sér að skemmta gestunum. Hann talaði, sagði sögur og hló hæst, alveg eins og hann hefði engar áhyggjur. Allt í einu hætti hann í miðri setningu og þau litu öll í sömu átt og hann. „Nei, er þetta ekki Raff Cross?" Há og stórbeinótt, gráhærð kona kom að borð- inu. Hún var vel klædd í grárri ferðadragt, task- an og skórnir í réttum lit og hatturinn, sem auð- sjáanlega var spánýr, hallaði alveg eins og hann átti að gera. Sjálf var hún aftur á móti sólbrennd og veðurbarin. Andlit Cross ljómaði og hann kyssti konuna og lagði handlegginn utan um axlirnar á henni. „Nell" hrópaði hann. „Nell Gaynor. Þú hefur ekkert breyzt." „Ekki þú heldur," svaraði konan. „En hvað það var gaman að hitta þig aftur." Þau horfðu öll á þessar kveðjur. Það var eng- inn vafi á innileik Cross. Hann hafði blátt áfram gleymt því að hann var að skemmta miljónamær- ingum. „Hvernig komstu, Nell? Flaugstu?" „Nei, ég kom með skipi. Ég er á ferðalagi um alla Evrópu og nú hefi ég þrjá daga í London." „Og þeim eyðirðu með mér,“ sagði Cross. „Nei, Raff Cross, ég ætla ekki að drekka á börum og horfa á skrautsýningar." Nú áttaði Cross sig. „Þetta er Nell Gaynor, bezta vinkona mín og mesta kona Bandaríkj- anna. Við fórum í hjólreiðarferðir og fiskuðum saman, þegar við vorum lítil." „Það er ekki eitt orð satt af þessu. Við erum vinir, en við höfum aldrei leikið okkur saman. Hann er 10 árum eldri en ég og ég er nú ekkert unglamb lengur. Hann er enn sami lygarinn, þrátt fyrir ensku fötin. Þau klæða þig ekki." Cross skellihló: „Maður fær alltaf að heyra sannleikann hjá Nell. Hvar býrðu?" „Á Heimili fyrir enskumælandi stúlkur." „Það var ágætt. Ég þekki unga stúlku, sem býr þar,“ sagði frú Stirling. „Hún var einkaritari hjá mér einu sinni og hún gæti vafalaust að- stoðað yður. Ég skal hringja til hennar og segja henni að hún geri mér greiða, ef hún hjálpi yður. Hún heitir Hereford." „Þakka yður kærlega fyrir. Ég leita hana uppi. Raff, ég hefi fréttir af fólkinu þinu." Það var eins og hula hefði fallið fyrir andlitið á Cross: „Ekki núna, Nell. Ég þarf að segja þér nokkuð." Hann tók undir handlegginn á henni og leiddi hana frá borðinu. Sutnir vilja slá því föstu, að meðalkonan tali um tuttugu sinnum hraðar en maðurinn hennar hlustar. Hann talaði við hana, lágri röddu og hún kink- aði kolli alvarleg á svipinn, eins og hún væri að samþykkja eitthvað. Svo hækkaði hann röddina. „Viltu borða með okkur, Nell?" „Ég get það ekki,“ svaraði hún. „Ég ætlaði bara að sækja ástralska stúlku, sem býr hér.“ „Þá ætla ég að fylgja þér fram,“ sagði Cross. Hann kom aftur eftir svolitla stund, afsakaði sig og sagði: „Ég var að ákveða hvar ég ætti að hitta Nell aftur, hún er dásamleg kona." Foam gafst upp á að reyna að tala við Violu og varð að horfa á eftir henni út í bílinn með Stirling-fólkinu. Hann ætlaði að fara, þegar Cross stöðvaði hann: „Ég hefði ekki átt að láta Nell fara eina. Meðan við .vorum að tala saman, var ókunnugt fólk allt í kringum okkur og það er næg ástæða til að setja hana í samband við mig.“ „Veit hún að dóttir yðar er horfin?" „Nei, ég varð dauðhræddur um að hún myndi spyrja um hana og ég hefði ekki getað útskýrt það innan um svona margt fólk. Þegar ég var að hvísla að henni, sagðist ég hafa slæmar frétt- o-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.