Vikan


Vikan - 20.11.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 20.11.1952, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 45, 1952: Veitingahúsin TVO EG VAR að koma frá Nimes dag nokkurn í júlí. Hitinn var kæfandi. Svo langt sem augað eygði þyrlaðist rykið upp af hvítri, heitri götunni milli olífugarðanna og litlu eikar- trjánna, og sólin skein eins og silfur um alan himininn. Það var hvorki skugga né andvara að fá. Ekkert nema titringinn í heitu loftinu og skrækt hljóð- ið í skordýrunum, ærandi í þessum kæfandi hita. Ég var búinn að ganga í þessari auðn í tvo klukkutíma, þegar nokk- ur hvít hús birtust alt í einu í götu- rykinu framundan. Þetta var það sem kallað er áningarstaðurinn við Saint Vincent: fimm eða sex bóndabæir, langar hlöður með rauðum þökum, tómt vatnsból milli nokkurra vesæld- arlegra fíkjutrjáa og lengst í burtu tvö stór veitingahús, sitt hvoru meg- in við götuna. Það var eitthvað dularfullt við þessi tvö veitingahús, svona nærri hvoru öðru. Annað var stór ný bygg- ing, full af lifi og fjöri, með allar dyr opnar. Póstvagninn stóð fyrir framan dyrnar, það rauk upp af hestunum, sem búið var að spenna frá, og ferðamennimir sem höfðu stigið út, drukku i flýti eitt staup undir múrveggnum: húsagarðurinn var fullur af múldýrum og vögnum og ökumennimir sváfu undir skýl- inu og biðu eftir kvöldkulinu. Að innan heyrðust óp, blótsyrði, hnefa- högg í borðið, glasaglamur, skellir í billiardkúlum og smelir í gos- drykkjatöppum og svo glaðleg rödd, sem yfirgnæfði öll lætin og söng svo rúðurnar titruðu: La belle Margoton...... Kráin hinu megin við götuna var aftur á móti þögul og mannlaus. Grasið óx undir bogagluggimum, gluggahlerarnir voru brotnir, á hurðinni hékk lítil upplituð trjágrein, eins og gamall fjaðraskúfur, og dyraþrepin voru þakin steinum frá götunni . . . Allt var þetta svo fá- tæklegt, svo aumkunarvert, að það var sannarlega góðverk að stanza þar og fá sér í staupinu. Þegar ég gekk inn, sá ég langan auðan og ömurlegan sal, og birtan, sem kom inn um þrjá stóra glugga- tjaldalausa glugga, gerði hann enn ömurlegri og auöari. Nokkur fornfá- leg borð með rykföllnum glösum, sprungið billiardborð með pokum, sem litu út eins og tréfötur, gulur legubekkur og gamalt afgreiðsluborð sváfu í mollulegum og kæfandi hitan- um. Og flugurnar! flugumar! Aldrei hefi ég séð annan eins aragrúa af flugum: Þær sátu á loftinu og hrúg- uðust í hópum á rúðurnar og glösin. . . . Þegar ég opnaði hurðina, heyrð- ist slíkt suð og vængjaþytur, að það var eins og ég kæmi inn í býkúpu. 1 gluggaskoti innst í salnum stóð kona alveg upp við rúðuna og var niðursokkin í að horfa út. Ég kallaði tvisvar á hana: „Hæ, veitingakona!“ Hún sneri sér hægt við og ég sá fátæklega bóndakonu, hrukkótta, hrörlega og litlausa, umvafða rauð- um klút, eins og gamlar konur bera hér um slóðir. Þetta var samt ekki gömul kona; en hún var fölnuð af tárum. „Hvað viljið þér?“ spurði hún og þerraði augun. „Setjast augnablik og drekka eitt- hvað . . .“ Hún virti mig undrandi fyrir sér, án þess að hreyfa sig, eins og hún skildi þetta ekki. Eftir Alphonse Daudet „Er þetta ekki veitingahús ?“ * Konan andvarpaði: „Jú . . . það er veitingahús, ef þér viljið kalla það svo . . . En hvers vegna farið þér ekki yfirum götuna eins og allir hin- ir? Þar er miklu fjörugra . . .“ „Það er of fjörugt fyrir mig . . . Ég vil heldur vera héma hjá yð- ur . . .“ Og án þess að bíða eftir svari, settist ég við eitt borðið. Þegar veitingakonan var orðin viss um að mér væri alvara, fór hún að ganga fram og aftur óróleg á svip- inn, hún opnaði skúffur, færði til flöskur, þuirrkaði glös og ónáðaði flugurnar . . . Maður hafði það á til- finningunni, að það væri stórviðburð- ur að afgreiða viðskiptavin. Eftir nokkra stund tók vesalings konan um höfuðið, eins og hún örvænti um að geta lokið þessu. Því næst fór hún inn i herbergið við endann á salnum; ég heyrði hana hringla í þungum lyklum, snúa þeim í skránni, leita í brauðkistunni, draga djúpt andann, þurrka af og þvo diska. Við og við heyrðist þung stuna eða dulið snökkt . . . Eftir að á þessu hafði gengið í stundarfjórðung, hafði ég fyrir fram- an mig disk með þurrum vínberj- um, gamalt Beaucaire-brauð, þurrt eins og sandstein og flösku af ódýru víni. „Maturinn er framreiddur," sagði þessi einkennilega kona; og hún flýtti sér aftur út að glugganum. Meðan ég drakk, reyndi ég að fá hana til að tala. „Þér fáið ekki oft gesti, er það, kona góð ?“ „Ónei, herra minn. Aldrei neinn . . . Meðan við vorum ein hérna, var þetta öðruvísi: við höfðum allan án- ingarstaðinn, máltíðir fyrir veiði- menn og vagnana allan ársins hring . . . En síðan nágrannarnir settust hér að, höfum við misst þetta allt . . . Pólk vill heldur vera hinu- megin. Því finnst of dapurlegt hérna hjá okkur . . . Satt að segja er húsið ekki mjög þægilegt. Ég er heldur ekki fajleg, ég er þunglynd, litlu börnin mín tvö eru dáin . . . Aftur á móti er alltaf hlegið þarna hinu- SIGURVEGARARIMIR NÖFN: Dwight David Eisen- hower og Richard Nixon. PÖLITÍK: Republikanar. EMBÆTTI: Forseti Banda- ríkjanna og varaforseti. RÁÐNINGARTÍMI: Fjögur ár frá janúar 1953 að telja. Nixon er ungur öldungadeild- arþingmaður frá Kaliforníu, ötull og vinsæll. Eisenhower er fyrrverandi hers- höfðingi, sem hafði með höndum yfirstjórn vesturveldaherjanna í síðustu heimsstyrjöld. Hann er fæddur í Denison, Texas, 1891, en ólst upp í Kansas. Htskrifaðist úr herskólanum í West Point 1915, en barðist aldrei í fyrri heims- styrjöld. Var orðinn ofursti 28 ára, yfirmaður herforingjaráðs MacArthurs upp úr 1930 og nokkrum árum siðar aðstoðar- maður hans á Philippseyjum. Hershöfðingi varð hann 1941 og fimm dögum eftir árás Japana á Pearl Harbor var hann kvaddur til mikilvægrar þjónustu í Wash- ington. Þar varð hann hægri hönd Georgs Marshali, yfirmanns bandaríska herforingjaráðsins, sem í júní 1942 fól honum stjórn allra bandarísku herjanna í Evrópu. Þá tóku við ennþá um- fangsmeiri störf: stjórn allra lýðræðisherjanna á Atlantshafs- svæðinu. Loks innrásin á megin- landið og uppgjöf Þjóðverja '1945. Að styrjöldinni lokinni var Eisen- hower skipaður yfirmaður banda- ríska herforingjaráðsins. 1948 hugðist hann þó hætta her- mennsku og varð forseti Columbia háskólans í New York, en sagði síðar því starfi þó lausu, til þess að tak.a við herstjórn Atlants- hafsbandalagsins. Hann er fyrsti republikaninn í forsetastól Banda- ríkjanna síðan 1932. megin. Veitingakonan er frá Arles, það er falleg kona með blúndur og þrefalda gullkeðju um hálsínn. Vagn- stjórinn, sem er elskhugi hennar, fær- ir henni póstvagnana. Áuk þess hef- ur hún hóp af léttúðardrósum fyrir þjónustustúlkur . . . Hún dregur að allt unga fólkiá frá Bezouces, Redessan og Jonquieres. ökumenn- irnir leggja lykkju á leið slna til að fara fram hjá kránni hennar . . . En ég — ég s'.t hér allan daginn alein, án þess p.ð nokkur sála ónáði mig.“ ALLT í einu komst allt á hreyf- ing hinumegin götunnar. Póst- vagninn skrölti af stað I rykinu. Það heyrðust svipuhögg, hvinur í horni ökumannsins og hrópin I stúlkunum, sem höfðu komið hlaupandi út í dyrnar: „Bless! . . bless . . .“ og fallega röddin sem yfirgnæfði þetta allt, byrjaði brátt aftur, enn fegurri en áður: A pris son broc d’argent . . . . . . Þegar veitingakonan heyrði þessa rödd, fór skjálfti um líkama hennar og hún sneri sér að mér: „Heyrið þér þetta?" sagði hún lágri röddu, „þetta er maðurinn minn . . . syngur hann ekki vel?“ Ég virti hana fyrir mér alveg agn- dofr,. Framhald á bls. 10

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.