Vikan - 19.02.1953, Síða 11
Þeir skrifuðu á skjöl hennar:
„Skapföst og hugrökk. Guð hjálpi
nazistum ef okkur tekst að koma
henni nógu nærri heim.“
HÚN var ekki viss um hverju hún átti að
svara. Hann gaf henni enga bendingu um
það.
,,Ég hata þá“, sagði hún ákveðnum rómi. Hún
þagnaði aftur. Þetta var kjánalegt. Maður gat
aðeins hatað það stjórnmálakerfi sem hafði eitrað
þjóðina og leitt hana á villigötur. Hún sagði:
,,Ég á við að ég hata nazistana. En ég hef, þó
undarlegt megi virðast, meðaumkun með Þjóð-
verjum.“
Jepson kunni auðsjáanlega vel við svar hennar.
;,Ég bjóst við að þér munduð greina á milli
Þjóðverja og nazista. En ég veit ekki hvers vegna.
Það voru ekki nazistar heldur Þjóðverjar sem
drápu föður yðar.“
Hún deplaði augunum. Hún skildi nú að Guthrie
majór hlaut að hafa gefið Jepson sæmilega ná-
kvæmar upplýsingar um hana. Hún sagði hægum
rómi:
,,Já, en þeir voru reknir áfram þá, eins og þeir
eru reknir áfram núna. Ég held að Þjóðverjar
séu mjög hlýðnir. Harmsaga þeirra — og allrar
Evrópu — er sú að þeir láta telja sér trú um að
illt sé gott. 1 október síðastliðnum var þýzkur
liðsforingi skotinn í Bordeaux. Vissuð þér það?“
Hann kinkaði kolli. „Nazistarnir tóku eitt hundr-
að gisla og skutu fimmtíu af þeim. Vissuð þér það
líka?“ Hann kinkaði aftur kolli. ,,Það er ekki
bara af þessu sem ég hata nazista. Það er af því
að þeir eru sneyddir öllum mannlegum tilfinning-
um og láta menn eyðileggja akrana fyrir öðru
fólki og flytja með sér skelfingu og ótta hvar
sem þeir fara. Það er þess vegna.“
Hann sat við litla borðið sitt og horfði á hana,
dálítið frá hlið. Hún fann til reiði yfir því að
hann hafði fengið hana til að segja upphátt það
sem hún hafði hingað til aðeins hugsað með sjálfri
sér.
„Ég hata nazistana," sagði hún, og henni fannst
að einhver annar en hún sæti þarna á stólnum og
segði þetta. ,,En það er til lítils að hata fólk. Ég
er kona og get ekki mikið gert.“
,,Já," sagði hann. „Það hlýtur að vera yður
mjög ófullnægjandi." Hann renndi augunum upp
í loftið. Eftir augnablik sagði hann kæruleysis-
lega: „Hvað segðuð þér um að fara til Frakk-
lands og gera þeim lífið leitt, þessum sem eyði-
leggja akrana fyrir saklausu fólki?"
Það varð löng þögn. Odette leit fast á hann.
Augu hans fylgdu sprungu, sem var í málningunni
á loftinu, með miklum áhuga að því er virtist.
Hún lyfti annari hendinni og yppti öxlum vand-
ræðalega. Hún sagði:
„Fara til Frakklands! Hvernig kemst maður til
Frakklands?" Kæruleysi hans gerði henni allt í
einu gramt i geði. Ef þessi maður í fallegu skón-
um gat ekki gert sér grein fyrir alvöru þess að
fimmtíu Frakkar höfðu verið drepnir í Bordeaux,
þá gat hún það að minnsta kosti. Það var kuldi í
rödd hennar er hún tók aftur til máls: „Yður er
kannski ekki ljóst að Þjóðverjar hafa hernumið
Frakkland og farþegaskipin eru hætt að ganga
yfir sundið. Mér skildist á Guthrie majór að ein-
hverjir möguleikar væru á vinnu part úr degi.
Vilduð þér gjöra svo vel að segja mér um það?“
Hann beindi augunum ofan frá loftinu og niður
á borðið.
„Það eru leiðir til að komast yfir sundið aðrar
en að fara með farþegaskipi."
Hún gerði sér skyndilega ljóst að tónninn í
samtalinu hafði breyzt. Hún hnipraði saman aug-
un og horfði á hann. Síðan sagði hún:
„Eigið þér við að hermálaráðuneytið geti sent
fólk til Frakklands, þrátt fyrir Þjóðverjana?"
Hún vissi að þetta var ekki það sem hún ætlaði að
■
ODETTE
segja. Hún hafði ætlað sér að snúa talinu aftur
að vinnunni sem hún átti að fá part úr degi.
„Hermálaráðuneytið," sagði Jepson, „ég sagði
ekkert um að hermálaráðuneytið kæmi fólki til
Frakklands. Ég sagði að það væru leiðir til að
komast þangað. Hermálaráðuneytið er allt of
virðuleg stofnun til að fást við þessháttar. Það er
satt að þeir leyfa mér stundum að nota þetta
herbergi" — hann leit í kringum sig með viðbjóði
— ,,en þar með er eiginlega lokið þætti þess. En
hugsið ekkert um hvernig þessum hlutum er kom-
ið í kring, frú Sansom. Gerið yður aðeins Ijóst, að
hœgt er að komast til Frakklands, og segið mér
hvernig yður geðjast að hugmyndinni."
„Mér geðjast alls ekki að henni. Leyfið mér að
upplýsa yður um það — nema þér vitið það þegar,
sem er líklegt — að ég er þriggja barna móðir."
,,Já,“ sagði hann. „Þér eigið þrjár dætur, Fran-
coise, Lily og Marianne."
Hann fór að tala við hana um Frakkland. Hann
talaði um það af þekkingu, og rómur hans benti
til þess að honum þætti mjög vænt um þetta
land. Hann ræddi við hana um spillingu embættis-
mannastéttarinnar, sem leitt hafði hin hörmulegu
örlög yfir Frakkland. Hann ræddi um kvisling-
ana og áfergju einstakra Frakka i að hagnast
á hinni miklu ógæfu ættjarðar sinnar. En jafn-
framt sagði hann henni frá því hvernig rudda-
háttur hinna nazistisku drottnara, blandinn full-
komnum aulahætti á köflum, hefði smátt og
smátt orðið til þess að franska þjóðin fékk fyrir-
litningu á þeim. Og samtök til mótspyrnu hefðu
myndazt. En það væri ekki hægt að berjast gegn
stáli með hjartanu einu saman. Vasahnífur væri
lítilmegnugt vopn gegn vélbyssunni. Fyrirlitn-
ing og óbeit væri ekki nóg.
„Og hér er það sem fólk eins og þér kemur
til skjalanna, frú Sansom," sagði Jepson. „Fólk
sem þekkir Frakkland og elskar það. Fólk sem
getur aúðveldlega ferðazt um án þess tekið sé
eftir því.“
Hann sagði að í Frakklandi væru nú skipu-
lögð samtök brezks fólks, karla og kvenna, sem
hefðu náið samstarf við frönsku andspyrnuhreyf-
inguna. Samtök þessi hétu ýmsum nöfnum, ýms-
um bókstöfum, en til að gera málið einfaldara
nefrídust þau venjulega „Firmað". Höfuðverkefni
Firmans væri að skipuleggja og þjálfa leynilegan
her í Frakklandi, að sjá þessum her fyrir vopn-
um — og kenna honum að beita þeim — þegar
þar að kœmi. Helmingur allrar starfsorku þess,
sagði hann og gretti sig dálitið, færi i það að
lægja skapofsa hinna frönsku vina. Starfsemi
Firmans miðaði einnig að ýmsu öðru. Það skipu-
leggði skemmdarverk, héldi opnu sambandi við
England, reyndi að orsaka rugling í skipulagi
nazistanna og ylli Gestapo-lögreglunni höfuðverk.
Þetta væri mjög athafnasamt firma, og meðlimir
þess vandlega valdir. Jepson leit alvarlega á
hana. Léttleikinn í tali hans var horfinn. Hann
talaði nú hægt og af mikilli festu.
Verkefnið væri hættulegt, mjög hættulegt. Það
mundi vera óheiðarlegt af honum að segja henni
það ekki eins og var. Ef nota ætti hið venjulega
orðtak um þessi efni, þá mundi það vera, að
sumum, sem tækjust þetta verkefni á hendur,
„láðist að koma aftur“. Af öllum þeim hættulegu
störfum sem striðið hefði í för með sér, væri
þetta eitt hið hættulegasta. Hún skyldi gera sér
fulla grein fyrir því.
„Þér skiljið hvað ég er að reyna að segja
yður.“ Hann sneri nú tali sínu aftur þangað
sem hann hafði byrjað. „Ég er þeirrar skoðun-
ar, að þér gætuð orðið okkur til mikils gagns.
Ég segi þetta ekki vegna þeirra eiginleika sem
gera yður hæfa til slíkra starfa yfirleitt, heldur
með tilliti til þeirra kringumstæðna sem ég álít
að markað hafi afstöðu yðar til málsins. Tvisv-
ar á ævi yðar hefur ættland yðar verið slægt
eins og fiskur. Ég álít að þér þekkið veiku punkt-
ana i sálarlífi Þjóðverjanna, bæði af skynsemi
og eðlisávísun. Ég álít að þér sjáið það greini-
legar en flest annað fólk, að þetta er ekki stríð
milli hermanna eins lands og annars, heldur
stríð við myrkraöflin. Alit þetta er ég sannfærð-
ur um.“
Odette dró andann djúpt. Hún sagði:
„Jepson, þér hljótið að vita að ég er ósköp
einföld og venjuleg kona. Trúið mér, ég er ekki
mjög gáfuð eða upplýst. Ég veit ekkert um stjórn-
mál. Ég þekki Þjóðverja lítið — aðeins veit ég
að athafnir þeirra og hugsunarháttur hefur af
ásettu ráði verið gerður illur. Faðir minn var að
vísu hermaður. En ég er aðeins venjuleg móðir,
hef reynt að vera eins góð móðir og mér var
mögulegt. Og stundum er ég hrædd um að það
sé ekki nærri nóg. I hreinskilni sagt, þá held ég
ekki að ég sé rétta manneskjan til að takast
þetta starf á hendur.“
Hann brosti. „Ef til vill ekki -— en ég álit að
þér séuð það. Ef þér kæmuð og undirgengjuzt
sérstakt námskeið, þá mundum við fljótt geta
sagt um það fyrir víst. Það mundi ekki skuld-
binda yður til neins. Að námskeiðinu loknu gæt-
uð þér dregið yður til baka ef yður sýndist.
Firmað tekur aðeins sjálfboðaliða. Valið er yður
alveg frjálst. Og þér verðið að velja alveg á
eigin spýtur, því að um þessi efni er ekki hægt
að ráðgast við neinn. Það er þetta sem við
köllum ,,öryggi“. En með öryggi eigum við við,
að allt þetta mál, og hver einasta manneskja sem
snertir það, er og verður að vera eins leynilegt
og nokkuð getur orðið. I Guðs bænum, og ég
legg aldrei nafn Guðs við hégóma, látið það
vera þannig."
„Þér getið treyst því. En . . . en ég er hrædd
um að svarið verði nei.“
„Ég bið yður ekki að segja já eða nei — enn-
þá. Það liggur ekkert á. Maður ákveður ekki
hluti eins og þennan á augabragði. Þetta er stór
hlutur."
,,Já,“ sagði hún. „Það er stór hlutur."
Hún horfði út um gluggann og fyrir hugskot-
sjónuni hennar voru öll hin blóðugu átök stríðs-
ins. Síðan sagði hún:
„Ég get ekki séð hvernig mér yrði mögulegt
að leyna þvi sem ég væri að gera.“
Jepson virtist ekkert undrandi yfir þessari at-
hugasemd. Hann sagði kæruleysislega:
„Hvað viðkemur börnum yðar og vinum, þá
munduð þér aðeins vera að ganga í deild sem
nefnist F.A.N.Y. Þetta er deild kvenna sem aka
bílum yfirforingjanna og eru auk þess hjálplegar
á ýmsan annan hátt. 1 þessa deild eru margar
kallaðar en fáar útvaldar, — í okkar hluta henn-
ar jafnvel enn færri.“
„Hvenær munduð þér æskja þess að
ég færi?“ spurði hún hægum rómi.
„Ekki svo að skilja að ég ætli mér
það,“ bætti hún strax við.
11