Vikan


Vikan - 06.08.1953, Blaðsíða 3

Vikan - 06.08.1953, Blaðsíða 3
MIÐLA höfum við heyrt getið um og það meira að segja góða miðla, sem gert hafa ótrúlegustu hluti. Flest höfum við líka „farið i andaglas“ og kannski komist í slitrótt samband við eitthvað dularfullt. En hér kemur einn andi, sem skrifaði skáldsögur og orti kvæði — og fékk ágasta dóma! ÁNDINN VAR MIKIÐ SKÁLD! KVÖLD EITT 1 JÚLl 1913 voru konur tvser í St. Louis í Bandaríkjunum aS stytta sér stundir með því að „fá anda í glas“. Önnur þessara kvenna hét frú Curr- an. Allt í einu var eins og tekið vœri í hendurnar á henni, og glasið fór af stað. „Mörg ár eru liðin frá dauða mínum,“ stafaði glasið. „Nú kem ég aftur. Patience Worth heiti ég.“ Þegar frú Curran bað „andann" að gera nánar grein fyrir sér, stóð ekki á svarinu. Patience Worth var fædd í Dorsetshire, Englandi, árið 1694, og hana hafði alltaf langað að verða rithöfundur. Á þessari stundu og á þennan hátt hófst einhver sú einkennilegasta sam- vinna, sem um getur í heimi skáld- skaparins. Þvi að næstu 15 árin ,,samdi“ Patience Worth fjórar stór- ar skáldsögur og nærri 2,500 kvæði, þ. e. a. s. frú Curran var miðillinn og milligöngumaðurinn, en Patience sat einhversstaðar ósýnileg og skáld- aði og kom framleiðslu sinni jafn- harðan í glasið. Fyrsta skáldsagan, sem á ensk- unni hét A Sorry Tále, kom út á vegum eins kunnasta útgáfufyrir- tækis Bandaríkjanna. Ekki ómerk- ara blað en New York Times birti m. a. eftirfarandi um bókina þann 8. júlí 1917: „1 þessari löngu og flóknu sögu um lífið á dögum Krists gætir þeirrar nákvæmni og vandvirkni, sem er einkenni afbragðs rithöf- unda. Þetta er dásamleg og fögur bók.“ Næsta skáldsagan, Hope True- blood, gerðist í Englandi á 17. öld og fjallaði um fátæka sveitastúlku. Enskur gagnrýnandi hafði þau orð um bókina, að með henni hefði náðst WHISTLER, hinn heimskunni málari, var frægur fyrir and- svör sin, sem sum voru þó ærið kuldaleg. Auðkýfingur kvað einu sinni hafa boðið honum heim, fengið hann til að skoða málverkasafnið sitt (sem var dýrt) og beðið hann að ráðleggja sér, hvaða stofnun hann ætti að gefa safnið eftir sinn dag. Whistler horfði þegjandi á mál- verkin nokkra stund, unz hann sagði: „I yðar sporum mundi ég gefa blindrahæli þau.“ SVEINN litli var að semja fyrstu ritgerðina sína, og kennarinn, ,sem var hjálpsamur náungi, sagði „merkilegur áfangi í skáldsagna- gerð.“ Þegar safn úrvalskvæða á enskri tungu var gefið út sama ár, voru þar meðal annars þrjú eftir hið kunna skáld Vachel Lindsay, þrjú eftir skáldkonuna Amy Lowell og fimvi eftir Patience Worth. Einfaldasta skýringin á þessu fyr- irbæri væri auðvitað eitthvað á þá leið, að frú Curran í St. Louis hefði í raun og veru verið gædd óvenju- legri skáldsagnargáfu, en hafi svo fundið upp söguna um hinn dular- fulla anda til þess að vekja á sér athygli. En athugið þá eftirfarandi staðreyndir: Til að byrja með fékk frú Curran „skeytin" staf fyrir staf með „anda- glasinu". En um það leyti sem fyrsta bókin var hálfnuð, fór hún að ,,sjá“ heil orð og setningar, og upp frá því gat hún lesið bónda sínum fyrir og þá sjaldan minna en 110 orð á mínútu. Nákvæm rannsókn á sögun- um og kvæðunum leiddi líka í ljós, að af þeim rösklega þremur milljón- um orða, sem frú Curran (eða kannski öllu heldur Patience) skrif- aði, var varla meir en tylft yngri en frá 17. öld. Talsvert af þvi, sem þarna var skrifað, var fest á pappírinn í viður- vist áreiðanlegra vitna og vísinda- manna. Málfræðingar vottuðu líka, að enginn maður gæti samið þó ekki væri nema eina smásögu á 17. ald- ar ensku, án margra ára rannsókna og mikillar þjálfunar. Þar á ofan voru þeir sammála um, að húsmóðir, sem ekki hafði gengið í gagnfræða- skóla hvað þá meira og aldrei stig- ið fæti út fyrir fylki sitt, gæti bara alls ekki samið 70,000 orða sam- fellda frásögn í bundnu máli á 70 klukkustundum — sem hún þó gerði! honum: „Vertu ekkert að reyna að vera háfleygur; það er alltaf bezt að segja það sem manni býr í brjósti." Það hýrnaði yfir Sveini, og hann byrjaði að skrifa. „Maður þarf ekkert að vera há- fleygur, bara skrifa það sem manni bír í brjósti. I minu brjósti er hjarta og lungu og lifur og margt fleira og glas af mjólk og spítubrjósikur og hafragrautur.“ Ýmislegt annað fékk vísindamenn- ina líka til að reka upp stór augu, þegar þeir hófu að rannsaka þetta fyrirbæri. Til dæmis hafði frú Curran oft þrjár eða fjórar sögur í takinu samtímis, og gat þá hætt við eina í miðju kafi og byrjað á annarri jafnskjótt, án þess að missa niður söguþráðinn andartak. Og eitt sinn, er maðurinn hennar týndi einum kafla úr A Sorry Tále, kom Patience Worth umsvifalaust til hjálpar og las hann íyrir á ný! Nokkrir rithöfundar, vísindamenn og kunnir borgarar komu saman í St. Louis 1920 og skoruðu á Patience Worth að semja þá á stundinni (og koma á pappírinn gegnum frú Curr- an) kvæði upp á 25 línur, þar sem engin lína byrjaði á sama staf. Þetta gerði húri, án þess að fipast og að því er virtist fyrirhafnarlaust, og innan stundar var kvæðið tilbúið frá ,,a“ til ,,z“, en stafnum ,,x“ sleppt eftir fyrirmælum viðstaddra. HVER VAR Patience Worth? Ymsir tóku sér fyi’ir hendur að rannsaka málið og upplýstu, að stúlka með því nafni hefði fæðst í Dorsetshire í Englandi 1694; að hún hefði flutzt til Bandaríkjanna um 30 árum síðar og verið vegin þar af Indíánum; og að ýms af þeim mann- virkjum, sem minnst er á í bókum hennar, séu ennþá til í Dorsetshire, auk þess sem skýrslur sanni tilveru annarra kringum 1694. Patience Worth hætti að hafa samband við frú Curran 1928, og niu árum síðar dó miðillinn. En allt til þessa dags, hefur enginn getað komið með viðunandi ráðningu á þessari furðulegu gátu. ÞEGAR síðasta atomsprengjutil- raunin var gerð i Nevada-eyði- mörkinni, er mælt að tveir Indiánar hafi verið að skiptast á skeytum á hinu merkilega merkjamáli sínu. Eins og mörgum er kunnugt, komu Indíánar í gamla daga boðum lang- ar leiðir með þvi að kynda bál og senda upp reykjarmekki, misjafn- lega stóra og marga. Annar Indíáninn var nýbúinn að senda skeyti, þegar atomsprengjan sprakk og mökkur hennar þeyttist tíu þúsund metra upp í loftið. Indíáninn sat lengi höggdofa, en mælti að lokum: „Drottinn minn! Þetta vildi ég hafa sagt.“ GRQÐUR « GARÐRÆKT (Jónas Sig. Jónasson garðyrkju- maður, Gróðrarstöðinni „Sólvang- ur“, svarar spurningum lesenda). „Dóttir Öræfanna" spyr: 1. Hve snemma þarf að sá til Calliopsis? Þýðir að sá því á ber- svæði ? Hvernig er það á litinn og hve hátt? Hvað heitir það á íslenzku ? 2. Er hægt að ala snjóberja- runna upp af fræi ? Ef svo er ekki, hvað kostar planta af honum ? Hve gamall fer hann að gefa ber? Er hann harðgerður? 3. Eru þessar jurtir aldar upp af fræi ? Meistarahumall, silfur- sóley, sporasóley, sveipstjarna, skyldingablóm, mölvur, blásóley, jakobsstigi, biskupsbrá, freyju- gras, veronika, uxatunga, fingur- björg, daglilja, garðaljómi og kóngaljós ? Hvað heita þær á latínu? Eru þær harðgerðar? 4. Hvort eru álmur og hlynur runnar eða tré og hvað kosta plöntur af þeim? 5. Er hægt að ala hegginn upp af fræi og hvað kosta plöntur af honum ? Spurningum 6, 7 og 8 verður svarað I nsesta biaði. 9. Ég hef séð tré, sem mér finnst mjög fallegt og var sagt að héti gullregn. Hvort er þetta tré alið upp af fræi eða er hægt að taka græðlinga af því, eins og t. d. af ösp? Veiztu til þess, að nokkurs staðar fáist plöntur af því og hvað þær kosta? 10. Af hvaða rósartegund er greinin, sem ég sendi hér með ? Ég hef þessa rós hér I stofuglugg- anum. Hún er lágvaxin og ber lítil rauð blóm. 11. Af hvaða jurt er blóm og blað merkt a, sem ég sendi einn- ig? Þessi jurt barst með gras- fræi. Blöðin sitja I hvirfingu nið- ur við rótina, líkt og á fíflum. Blómstönglarnir eru fremur lág- ir. Er þessi jurt fjölær? 12. Að lokum. Hvað heitir jurt- in, sem blað merkt b er af? Hún er fjölær. Blómin ljósfjólublá. Er þessi jurt til I fleiri litum? Við þökkum „Dóttur Öræfanna" fyrir hið góða og ítarlega bréf og birtum hérmeð svörin: 1. Calliopsis heitir á Islenzku garðagull. Þó nokkur afbrigði af lienni eru ræktuð hér og eru það helzt mariugull og baldursgull. Calliopsis er sáð inni, I reit eða kassa, í marz. Einnig má sá þvi beint út I garðinn, en þá blómstr- ar það seinna. Blómgunartími þess hér er júli og þá blómstrar það gulum blómum með dökkum grunni og er 70 sm. á hæð. 2. Já, snjóberjarunna er hægt að rækta upp af fræi, en hann spírar seint og illa. Þetta er harð- gerður runni og þegar hann er orðinn 6—8 ára, fer hann að blómstra og gefa ber. Hann hefur kostað 6—8 krónur. 3. Meistarahumall er alinn upp af fræi, en silfursóley ekki. Held- ur ekki sveipstjarna, skildinga- Fravihald á bls. lJf. Maður þarf ekki að VERA HÁFLEYGUR . .. 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.