Vikan


Vikan - 06.08.1953, Blaðsíða 12

Vikan - 06.08.1953, Blaðsíða 12
«<&. ÞAÐ leit út fyrir, að hersveitir Norð- anmanna mundu reka heri Sameinuðu Þjóð- anna í sjóinn. Ekkert virtist standa fyrir þeim, og landsvæðið, sem herir S.Þ. réðu enn yfir við Pusan í Suður- Koreu, minnkaði dag frá degi. Þetta var sum- ariS 1950. Þá bárust allt í einu fregnir af því, að bandarískar hersveitir hefðu gengið á land við Inchon, nærri 200 mílum fyrir norðan Pusan. Þær komu Norðanmönnum í opna skjöldu, sóttu hratt inn í landið og unnu hvern sigur- inn á fætur öðrum. Nokkrum dögum síðar voru herir Sameinuðu Þjóðanna allsstaðar i sókn, en Norðanmenn komnir á flótta norður fyrir 38. breiddarbauginn. Douglas MacArt- hur, yfirmaður herafla S.Þ. í Koreu, hafði á frábæran hátt unnið einn glæsilegasta sig- urinn í sögu Bandaríkjahers. Tveimur mánuðum síðar hóf hann hraða sókn í áttina að landamærum Manchuriu. Hann hafði að engu fregnir um, að hundruð þúsunda kin- verskra hermanna biðu við landamærin, leyfði engu að tefja för sína inn í Norður- Koreu. Svo hófst kínverska gagn- sóknin. 1 þetta skipti voru það Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra í S.Þ., sem voru óviðbúnir. Sóknin snerist upp í flótta, hersveitir þeirra máttu hörfa hundruð mílna og allt suður fyrir 38. bauginn. Þetta var einn herfilegasti ósig- urinn, sem um getur í sögu Bandaríkjahers. Glæsiíegir sigrar og miklar ófarir hafa alla tíð skipst á i lífi Douglas MacArthur. Mikill styrr hefur líka staðið um persónu hans. Skapgerð hans er undarlega flókin. Þetta er hár maður, teinréttur og glæsilegur á velli, óvenju unglegur og andlitið líkast myndunum af rómverskum keisurum á fornum myntum. Hugrakkur er hann óneitanlega og gáfaður, og mikla hæfileika virðist hann hafa í þá átt að vera i fylkingarbrjósti. Auk þess er hann trúmaður. En hann er líka ótrúlega hörunds- sár og stoltur og hégómagjarn. Það er eins og hann sé a'lltaf að leika — og sé alveg ein- staklega hrifinn af leik sinum. Hann fæddist 26. janúar 1880, og var fað- ir hans Arthur MacArthur hershöfðingi, fræg- ur maður úr bandarísku borgarastyrjöldinni. Hann útskrifaðist úr Herskóla Bandaríkjanna 1903 með hæstu einkunn í allri sögu skólans. Liðsforingi var hann gerður þegar að skóla- göngunni lokinni, og fór þá til Philippseyja í stríðið gegn þeim innfæddu. Þar lenti hann í mörgum orustum og var oft hætt kominn: eitt sinn, er hann laut yfir særðan mann, fór kúla í gegnum hattinn hans. Ef MacArthur hefði ekki beygt sig, hefði hann fengið kúluna í höfuðið. - Hann var „gestur" á vígstöðvunum í stríð- inu milli Rússa og Japana, og stjórnaði njósna- flokkum í herför Bandaríkjamanna í Mexiko og var forseti herforingjaráðs hins fræga Regnbogaherfylkis í heimsstyrjöldinni fyrri. Þá var hann orðinn höfuðsmaður, og í Frakk- landi særðist hann tvisvar og fékk 13 heið- ursmerki fyrir hetjulega framgöngu. Að loknu stríðinu var MacArthur í þrjú ár skólastjóri síns gamla herskóla, en 1930 varð hann yfirmaður bandariska herforingjaráðs- ins. Þegar uppgjafahermenn fóru í kröfu- göngu til Washington. 1932 og kröfðust stríðs- bóta, sendi hann hermenn gegn þeim með brugðna byssustingi og stókkti þeim á flótta úr úr höfuðborginni. Þessi aðför var harðlega MACARTHUR gagnrýnd í Bandaríkj- unum. MacArthur fór til Phílippseyja 1935, sem * hermálaráðunautur stjórnarvaldanna þar. (Eisenhower forseti var þá undirforingi í sveit hans — og hefur siðan verið með þeim lítil vinátta.) 1941 var MacArthur svo skipaður yfirmaður alls her- afla Bandaríkjamanna í Asíulöndum. Margt mátti finna að herstjórn hans i byrj- un stríðsins. Japönum tókst að koma flug- vélum hans að óvörum — á sjálfum flugvöll- unum — mörgum klukkustundum eftir fyrstu árás sína á Pearl Harbor. Bandaríska her- foringjaráðið var auk þess allt annað en hrif- ið af vörn hans á Philippseyjum 1942. Japam'r léku illa á hann í orustunum á Luzon, og ekki tókst honum að halda Bataan eins lengi og herforingjaráðið í Washington taldi mögu- legt. En honum f ór að ganga bet- ur eftir undanhaldið frá Corregidor, er hann hafði sett upp bækistöð í Ástralíu. Her- ferðir hans á Nýju-Guineu, Nýja-Bretlandi og loks á Philippseyjum tókust með miklum ágætum; honum tókst hvað eftir annað að koma óvinunum gjörsamlega á óvart. Hann átti óneitanlega mikinn þátt í hinum endanlega sigri yfir Japönum, enda þótt her- afli Chester W. Nimitz flota- foringja kæmi meira við sögu á sjálfum vígstöðvunum. Margir þeirra manna, sem voru undir stjórn MacArthur í stríðinu, hötuðu hann. Þeir höfðu ógeð á hinni snúðugu og tilgerðarlegu fram- komu hans og mestu skömm á þeirri lotn- ingu, sem hann ætlaðist til, atS menn sýndu hans háu persónu. Þeir hæddust líka í laumi að hinum háfleygu ávörpum hans („Philipps- eyingar! Ég er kominn — komið til mín!"), og gerðu jafnvel um hann skopvisur á víg- stöðvunum (einn lýsti því, hvernig hann tók stjórnina af guði: „Jæja, góði, nú tek ég við. Hér er kominn Mister Mac"). Á hinn bóginn er svo hins að geta, að ýmsir af aðstoðarmönnum hans tignuðu hann sem „hinn nýja Alexander miklá." Þann 6. september 1945 var MacArthur skipaður hernámsstjóri bandamanna í Japan. Eitt af verkefnum hans átti að vera að boða þjóðinni lýðræðisstefnuna. Við þá trúboðs- starfsemi beitti hann hreinum einræðisaðferð- um (við borð lá, að hann léti tilbiðja sig eins og guð, og svo rækilega var hann yfir Japani hafínn, að þau 5% ár, sem hann var þarna, átti hann naumast viðræður við meir en tylft þeirra). Hinsvegar segja flestir sem vit hafa á, að hershöfðingjanum hafi tekist að koma á furðumörgum umbótum. Hann bældi niður hinn þjóðlegá hernaðaranda, endurbætti skólakerfið, ýtti undir stórstígar framfarir í heilbrigðismálum og kom fótum undir sæmi- lega lýðræðislega (en mjög íhaldsama) stjórn. Þ EGAR styrjöldin hófst i Suður-Koreu 24. júní 1950, var MacArthur skipaður yfir- maður hersveita Sameinuðu Þjóðanna. Þann 11. apríl 1951 svipti Truman forseti hann þessu embætti, sem og öllum trúnaðarstörfum í þágu Bandaríkjanna. Brottvikningin átti ekki rætur sínar að rekja til herstjórnar hans beinlínis, enda þótt hún væri einnig mjög um- deild. Truman tók þetta skref með fullu sam- þykki bandaríska herforingjaráðsins, er Mac- Arthur hafði hvað eftir annað lýst yfir skoð- unum (og heimtað framkvæmd þeirra) sem Framhald á bls. l)t. anna í Ravensbruck, — þess vítis sem nazistarn- ir höfðu sérstaklega gert handa konum. . HALLE . . . Það var farið með Odette i fangelsið um kvöld- ið og leitað á henni. Hún velti því fyrir sér, hve margir SS-fingur mundu nú vera búnir að káfa í hári hennar, og hve mörg SS-augu mundu vera búin að skoða nakinn líkama hennar. Henni var síðan skipað að fara upp á loft, og er hún hafði klifið óteljandi stiga, var henni hrundið inn í klefa á efstu hæð. Þetta var aflangur klefi undir súð. Það var rökkur inni, og á gólfinu fínn sand- ur, sem þyrlaðist upp. Þegar augu hennar fóru að venjast rökkrinu sá hún að hún var síður en svo ein í klefanum. Og það var skelfileg sjón sem blasti við henni. 1 sandinum á gólfinu lá hópur af Úkraníukonum, stynjandi, hóstandi, grá'tlaridí. Hér hafði engu hreinlæti verið við komið og lyktin af svita, tíðarblóði og saur var slík, að Odette lá við yfirliði. Konurnar voru orðnar sljóar af þjáningum. Þær vissu að'eins, að allur þessi sandur hafði verið settur þarna, svo að þær gætu notað hann til að slökkva eld- inn, ef eitthvað kæmi gegnum þakið, sem kveikti í húsinu á dularfullan hátt. Það var einn lítill þakgluggi á klefanum. Odette reyndi að tala við eína konuna, en fékk ekkert svar annað en óskiljanlegt muldur. Þá tók hún undir handlegginn á konunni og leiddi hana þang- að sem glugginn var. Hún benti upp í gluggann, og reyndi síðan að gera konunni skiljanlegt, að hún skyldi krjúpa á gólfinu. Loks skildi konan, hvað hún var að fara, og kraup niður. Odette tók af sér annan skóinn, steig síðan upp á bakið á konunni, og braut gluggarúðuna með skóhæln- um. Hún heyrði glerbrotin hrynja niður þakið, og fara síðan í mask niðri á jafnsléttu. Hreint og svalt kvöldloftið streymdi inn 1 klefann, og Odette fyllti lungun af því. Hún steig niður á gólfið aftur, og lagðist síðan út í horn. Það var svo þröngt, að hún komst ekki hjá að liggja fast upp við eina af þessum ógæfusömu, óhreinu kon- um. Þetta var voðaleg nótt, og Odette varð ósegjanlega fegin komu dagsins. Þegar fata með súpu var sett inn i klefann, þyrptust konurnar að henni, og sötruðu súpuna upp úr lófum sinum. Odette stóð undir brotn- um þakglugganum, og andaði djúpt að sér loft- inu, og tók ekki þátt í þeirri viðureign sem átti sér stað við fötuna. En þegar banhungraðar kon- urnar höfðu þurausið fötuna, skreiddist hver í sinn stað á gólfinu aftur. Odette lagðist út í hornið sitt. Allan daginn lá hún í einhverskonar móki, heyrði ekkert, sá ekkert. Kvöldið kom, og brauði var fleygt inn í klefann. Og sami atgang- urinn endurtók sig. Konurnar börðust um brauð- ið. En Odette hreyfði sig ekki. Einhverntíma um kvöldið voru dyrnar opnað- ar, og rödd heyrðist hrópa: „Frau Churchill. Ist Frau Churchill hierf" Odette skjógraði á fætur. Hún staulaðist yfir máttlausa líkamana á gólfinu, til dyranna. Það stóð þrekvaxinn maður I þeim. Odette sagði veik- um rómi: „Ég er Madame Churchill." „Sie sind Frau Churchill?" „Oui, Monsieur." „Einmitt það, já." Krepptur hnefi skall I andlit henni. Hún hras- aði aftur á bak, og féll yfir eina konuna. Um leið og hún skyrpti frá sér blóðinu, sem fossaði úr vörum hennar, óskraði maðurinn í dyrunum: „Þetta er fyrir hann Winston Churchill — með kærri kveðju." Og hurðinni var skellt aftur. Piirstenburg. Þeir, sem eru á leiðinni til Ravensbriick, fara hér úr lestinni. Ukraníukonurnar lögðu af stað i hina þriggja mílna löngu göngu frá járnbrautarstöðinni til fangabúðanna, skjögrandi, stynjandi, grátandi. Framhald á bls. l)t. 12

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.