Vikan


Vikan - 06.08.1953, Blaðsíða 5

Vikan - 06.08.1953, Blaðsíða 5
1 PER5DNUR: Hercule Poirot,frægur leynilögreglumaður Hastings Kapteinn. Sögu- maður Jane Wilkinson, Lady Edgware Geraldine Marsh, dóttir Edgware lávarðar Ungfríi Carroll, einkaritari hans Ronald Marsh, erfingi hans Bryan Martin, leikari Jenny Ðriver, vinkona Carlottu Adams Japp, lögreglufulltrúi 23. KAFLI Bréfið. — Nú skulum við koma út i miðdegismat, sagði Poirot. Hann stakk handleggnum gegnum handarkrika minn og brosti til mín. — Ég er ekki alveg vonlaus, bætti hann við. Mér þótti vænt um að hann skyldi nú aftur vera ■ orðinn sjálfum sér líkur, þó ég væri alveg jafn sannfærður og áður um sekt Ronalds. Eg hélt jafnvel, að Japp hefði sannfært hann með röksemdum sínum og að hann væri honum nú sammála. Leitin að þeim, sem hafði keypt hylk- ið, var kannski síðasta tilraun hans, til að láta minna bera á uppgjöfinni. Við vorum beztu vinir, þegar við fórum út að borða. Eg hafði dálítið gaman af því, að sjá Bryan Martin og Jenny Driver við borð hinu megin í veitingasalnum. Mér fannst það ekki ósennilegt, að þarna væri ástaræfintýri á döf- inni, þegar ég minntist orða Japps. Þau komu auga á okkur og Jenny veifaði. Þegar við sátum yfir kaffibollunum, yfirgaf Jenny herrann sinn og kom yfir að borðinu okk- ar. Hún var alltaf jafn fjörleg og röskleg. — Má ég setjast hérna augnablik og tala við yður, M. Poirot? — Auðvitað, Mademoiselle. Mér þykir gaman að sjá yður. Vill M. Martin ekki koma til okkar líka? — Ég bað hann um að gera það ekki. Mig langar til að tala við yður um Carlottu. ■— Já, Mademoiselle. — Ég hefi hugsað mikið um þetta. Stundum getur maður ekki áttað sig á málunum undir eins. Maður verður að rif ja ýmislegt upp — muna mörg þýðingarlítil orð og setningar sem maður veitti kanski enga athygli, þegar þau voru sögð. Jæja, það hefi ég nú gert. Hugsað — og reynt að muna allt, sem hún hefur sagt. Og ég hefi komizt að niðurstöðu. Andlát Edgware lávaríar 22 Eftir AGATHA CHRISTIE — Já, Mademoiselle. — Ég held að maðurinn, sem henni var annt um — eða var að byrja að hafa áhuga fyrir ■— hafi verið Ronald Marsh. Þessi, sem hlaut ný- lega lávarðstitilinn, eins og þér vitið. — Hvers vegna haldið þér, að það hafi verið hann, Mademoiselle ? — Einkum vegna þess að Carlotta var einu sinni að tala almennt um það, hvaða áhrif það gæti haft á menn, ef allt gengi á móti þeim. Menn gætu sokkið djúpt, þó þeir væru í raun og veru allra beztu menn. Þér kannizt við afsökun- ina, um að syndir þeirra séu ekki eins miklar og syndirnar gegn þeim. Það er það fyrsta, sem kona telur sjálfri sér trú um, þegar henni fer að þykja vænt um einhvern. Það er gamla sagan! Carlotta var skynsöm stúlka og samt hélt hún þessu fram eins og fáráðlingur, sem ekkert þekkir lifið. Hér býr eitthvað undir, sagði ég við sjálfa mig. Hún nefndi engin nöfn, því hún var að ræða málið almennt. En rétt á eftir fór hún að tala um Ronald Marsh, að það hefði verið farið illa með hann. Hún talaði samt mjög ópersónulega og kæruleysisléga um það. Eg setti þetta tvennt ekki í samband þá. En nú dettur mér það í hug. Eg held að hún hafi átt við Ronald. Hvað haldið þér, M. Poirot? Hún leit hreinskilnislega fram- an i hann. — Ég held, að þér hafið kannski veitt mér mjög mikilvægar upplýsingar, Mademoiselle. — Það var ágætt, sagði Jenny og klappaði saman lófunum. — Poirot leit vingjarnlega á hana. — Þér haf- ið líklega ekki frétt, að maðurinn, sem þér vor- uð að tala um, Ronald Marsh, öðru nafni Edg- ware lávarður, var handtekinn fyrir stuttri stundu. — Ha? Hún opnaði munninn af undrun. — Þá koma upplýsingar mínar nokkuð seint. — Það er aldrei of seint, sagði Poirot. — Ekki þegar ég er annars vegar. Þakka yður fyrir, Mademoiselle. Hún stóð upp og fór aftur til Bryan Martin. ■— Þarna sérðu, Poirot, sagði ég. — Eftir þetta geturðu ekki verið svona viss í þinni sök. — Jú, Hastings. Þetta styrkir þvert á móti grun minn. Þrátt fyrir þessa ákveðnu fullyrðingu, trúði ég því með sjálfum mér, að hann væri ekki eins viss. Næstu daga minntist hann ekki einu orði á Edgware-málið. Ef ég talaði um það, svaraði hann með einsatkvæðisorðum og alveg áhuga- laust. Með öðrum orðum, hann hafði þvegið hend- ur sínar af því. Hvaða einkennilegar grunsemdir, sem kunna enn að hafa búið í huga hans, þá neyddist hann nú til að viðurkenna, að þær voru ekki raunhæfar — að fyrsta hugmynd hans um málið hefði verið rétt og að Ronald Marsh væri með réttu sakaður um glæp. En þar sem Poirot var nú einu sinni svona gerður, gat hann ekki viðurkennt það opinberlega. Þessvegna þóttist hann nú hafa misst áhuga fyrir þvi. Þannig skýrði ég hegðun hans. Og allt virtist styðja þá skoðun. Hann sýndi engan áhuga fyrir yfirheyrslunum, enda voru þær ákaflega form- legar. Hann sökkti sér niður í önnur mál og sýndi engan áhuga, þegar minnzt var á þetta. Það var næstum liðinn hálfur mánuður frá þvi að þeir atburðir, sem ég sagði frá i síðasta kafla, gerðust, þegar ég gerði mér það ljóst að ég hafði algerlega á röngu að standa. Við sátum við morgunverðarborðið. Eins og venjulega lá búnki af bréfum við disk Poirots. Hann blaðaði í þeim með liprum fingrum. Svo kurraði hann skyndilega af ánægju og tók upp bréf með amerísku frímerki. Hann opnaði það með pappírshníf. Eg horfði forvitnislega á, þar sem hann virtist vera svo feginn að fá það. 1 umslaginu var bréf og fremur þykkt fylgiskjal. Poirot las hið fyrrnefnda tvisvar og leit síðan upp. — Langar þig til að sjá þetta, Hastings? Eg tók við því. 1 því stóð þetta: Kæri M. Poirot. — Ég varð svo snortin af fallega og elskulega bréfinu yðar. Eg hefi verið svo örvilnuð yfir þessu öllu. Auk hinnar djúpu sorgar, sárnar mér það, sem gefið er í skyn um Carlottu — elskulegustu og beztu systurina, sem nokkru sinni hefur verið til. Nei, M. Poirot, hún neytti ekki eiturlyfja. Eg er viss um það. Hún hafði viðbjóð á öllu þessháttar. Eg hefi oft heyrt hana segja það. Ef hún hefur átt einhvern þátt í dauða vesalings mannsins, þá hefur hún gert það óviljandi — og auðvitað sannar bréf hennar til min að svo var. Ég sendi yður frum- ritið af bréfinu, fyrst þér biðjið mig um það. Mér er illa við að láta siðasta bréfið, sem hún Skrifaði, frá mér fara, en ég veit að þér farið vel með það og skilið mér því aftur. Og ef það getur komið að gagni við að leysa gátuna um dauða hennar, eins og þér segið að það geti gert, þá verðið þér auðvitað að fá það. Þér spyrjið mig, hvort Carlotta hafi minnzt á nokkurn sérstakan vin í bréfum sínum. Hún minntist auðvitað á alls konar fólk, en engan meira en annan. Hún talaði um Bryan Martin sem Veiztu —? 1. Hver er þessi kona ? 2. Eftir hvern er óperan ,,Hollending- urinn fljúg- andi“ ? 3. Hvar er Barentshaf ? 4. Hvenær voru fyrstu talmyndirn- ar sýndar í Reykjavík ? 5. Hvað hef- ur fullorð- inn maður margar tennur og hvað eru barnatenn- urnar marg- ar ? 6. Hver var Sancho Panza ? 7. Hvort liggur stærri hluti af Tyrklandi í Evrópu eða Asíu? 8. Hvað er mesta dýpi, sem mælt hefur verið í Atlantshafinu ? 9. Gáta: Snöggt inn rekið, loðið út tekið? 10. Hvenær dó Einar H. Kvaran? Sjá svör á bls. 14. a

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.