Vikan


Vikan - 06.08.1953, Blaðsíða 10

Vikan - 06.08.1953, Blaðsíða 10
TÓMATAR eru holl og góð fæðutegund og þeir fást i hverri búð. og tómötunum (sem eru líka orðnir meyrir) bœtt út í, ásamt kryddinu. Ostinum er stráð yfir og fatinu stungið inn i heitan ofn í ca. 20 mínútur. Til tilbreytingar má hella 2—3 velþeyttum eggjum og 6 sk. af mjólk yfir réttinn áður en hann er settur í ofninn. TÖMATÍS r V2. kg. tómatar, lí l. vatn, 1 lítill laukur, 1 dl. hakkaðar seljur, 2 lár- berjarblöð, lt stk. negul, sykur, salt. Þetta er soðið og sigtað. Safanum og berkinum af einni sítrónu bætt út í. Þegar þetta er orðið kalt, er það fryst. Ef ísskápur er fyrir hendi, er bezt að hella blöndunni í formin, en þá verður að bœta 3 blöðum af matar- lími, sem áður hefur verið leyst upp í köldu vatni, út í meðan blandan er heit. Tómatís-teningar eru bornir á borð með kjötrétti. Þó tiltölulega stutt sé síðan farið var að rækta tómata hér á landi, hefur tómataneyslan aukizt að mikl- um mun. Það er nú varla til það heimili, sem ekki notar tómata í ein- hverri mynd (þó ekki sé nema á flöskum). Safinn úr þeim er góður handa ungbörnum, vegna þess hve ríkur hann er af ýmsum bætiefnum og mai'gvíslegir tómataréttir prýða matarborðin. Þó undarlegt megi vii'ðast teljast tómatar til kai’töfluættarinnar. Við hagnýtum jarðrengluhnýðin af kart- öflujurtinni, en aldinin af tómat- plöntunni. Tómatplantan er upprunnin í hita- beitislöndum Ameriku og Mexikanar notuðu hana snemma til fæðu. Þeir kölluðu ávöxtinn tómati. Jurtin þekktist í Þýzkalandi, Frakklandi, Belgíu og Englandi fyrir aldamótin 1600, en þá trúði fólk því, að tómatar væru skaðlegir vegna skyldleika þeirra við tóbaksjurtina. Plantan var því ræktuð i tvær aldir sem skrautjurt, áður en farið var að nota aidinin til matar i Evrópu. Tómatarnir eru auðugir af B og G bætiefnum og auk þess eru i þeim C bætiefni, þó þau finnist ekki í eins rikum mæli í tómötum og appelsín- um. Tómatar halda bætiefnum sín- um vel í niðursuðu og geymslu og þessvegna ættu húsmæður að sjóða þá niður til vetrarins, til að bæta heimilisfólkinu upp nýmetisskortinn og sólarleysið. Fyrstu tómatarnir hér á land.i voru ræktaðir við ófullkomin skil- yrði 1914, að Reykjum í Mosfells- sveit. Árið 1926 ræktaði svo Ragnar Ásgeirsson tómata í litlu gróðurhúsi við Gróðrarstöðina í Reykjavík. 1951 var tómataneyslan komin upp í 1— 1(4 kg. á hvert mannsbarn í landinu, en það er ekki talið mikið miðað við aðrar þjóðir. Á Islandi þrozkast tómatar aðeins í glerhúsum, enda eru þær tegundir, sem ræktaðar eru inni, verðmætari en þær, sem ræktaðar eru úti. Fræið fæst með þeim hætti, að tómatarnir eru teknir af jurtinni, þegar þeir eru fullþrozka. Venjulega er sáð til tómata laust eftir áramótin og þá er gert ráð fyrir að fyrstu ávextirnir þrozkist um mánaðarmótin maí— júní. Auk þess sem tómatar eru góðir og hollir, eru þeir mjög fallegir og fara vel á matarborðinu, enda hlutu þeir snemma nafnið „ástarepli". Þeir eru venjulega fagurrauðir og hnött- óttir, en þó geta þeir verið gulir og grænir. Hér fara á eftir nokkrar uppskrift- ir að tómataréttum: TÓMATAKOKTEILL Pressið safann úr 1 kg. af nýjum eða soðnum tómötum og bœtið y4 tsk. af seljusafa, 1 tsk. lauksafa og dálitlum pipar út í. Hrœrið vel í og látið kólna. Berið kokteilinn fram í þunnum glösum og látið sítrónusneið út í eða skerið þannig upp i hana, að hún tolli á barminum. Það er líka gott að bœta örlitlu sherry út í. TÖMATA- OG APPELSÍNUKOKTEILL. Tómatsafa og appelsínusafa er blandað saman, þannig að tómatsafinn sé helmingi meiri. Því nœst er 1 sk. af sítrónusafa, 1 sk. af olíu og örlitlu salti og pipar bœtt út í. Þetta er kcelt í ísskápnum eða mulinn ís látinn í livert glas. Glasið er siðan skreytt með appelsinusneið. TÓMATA- OG BAUNASÚPA Lcggið 2 dl. af baunum í bleyti í kalt vatn og sjóðið þær daginn eftir. Þegar baunirnar eru orðnar meyrar, er hálfu kílói af sundurskornum tómöt- um og einum lauk bœtt í pottinn. Það er mjög gott að hafa nokkur stein- seljublöð með. Þegar tómatamir eru soðnir, er súpan jöfnuð, suðan látin korna upp aftur og pipar, salti og örlitlum sykri bœtt út í eftir smekk. Með súpunni er borið ristað brauð eða brauðteningar. TÓMATSÚPA MEÐ MJÖLK 1 kg. tómatar, 1 l. vatn, % l- mjólk, salt, pipar, natron á hnífsoddi, hvcitibolla (til að jafna með). Tómatamir eru þvegnir, skornir í tvennt og settir í kalt vatn. Þegar þeir em soðnir, eru þeir siaðir gegnum gróft sigti, jafnaðir með hveiti- bollunni og natróninu bœtt út í, til að koma í veg fyrir að mjólkin mœrni, en hún er þeytt sjóðandi heit út i tómatsúpuna. Með súpunni er gott að hafa tekex. TÖMATSÚPA MEÐ MAKKARÓNUM 250 gr. makkarónur, % kg. tómatar, rifinn ostur, salt, pipar, smjörliki. Tómatamir eru soðnir, en ekki í vatni. Makkarónurnar eru aftur á móti soðnar í vatni og þegar þær em orðnar meyrar er vatninu hellt af þeim FYLLTIR TÖMATAR Holaðir tómatar, fylltir með fisk- eða kjötfarsi, blómkáli, o. fl. eru mjög góðir á kvöldborðið. Ef um kalt borð er að ræða, má fylla þá með salati, ávöxtum og öðru þessháttar. Holið tómatana varlega að innan og fyllið þá með brúnuðum laukbit- um eða hringjum. Leggið siðan bgconsneið ofan á. Raðið tómötunum því nœst á smurt eldfast fat, ásamt nokkrum smjörlíkissneiðum. Þegar baconið er oriðð steikt og tómatarnir meyrir, án þess að hafa fallið saman, er rétt- urinn tilbúinn. Það er bœði gott og snoturt að bera franskar kartöflur eða ,,cornflakes" á borð með þessum rétti. TÖMATSALAT 1 dl. kjötseyði, 30 gr. smjör, 1 matsk. smátt skorin pétursselja, 1 tsk. sitrónusafi. Sósan er búin til úr kjötseyðinu og kryddinu lirært vandlega saman við hana. Síðan er liún látin út á tómatsneiðarnar. Þessa sósu má líka nota á kaldar kartóflus’neiðar, rauðbeður og eplasneiðar. TÖMATSÖSA 250 gr. tómatar eða % dl. tómatpxirré, lt dl. jurtaseyði, 25 gr. smjör, 25 hveiti, salt, 1 tesk. sykur. Tómatamir eru þvegnir og soðnir í jurtaseyðinu, sem síðan er siað. Hveiti sykri, salti og smjöri er jafnað í sósuna. Þyki sósan ekki nógu sterk, er einni eggjarauðu blandað sarnrni við hana. Tómatsósa er framreidd með soðnum fiski og kjöti. BEZTU MYNDIRIMAR Umboðsmenn fyrir KODAK LIMITED, VERZLUN HANS PETERSEN H.F. Bankastræti 4. Kodak er skráð vörumerki. fást á: KODAK FILMUR 10

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.