Vikan


Vikan - 06.08.1953, Blaðsíða 11

Vikan - 06.08.1953, Blaðsíða 11
Holdlaus andlit, sljó augu, röndóttir fangabúningar — lifandi lík. Odette var komin á leiðarenda, til kven- fangabúðanna í Ravensbrúck. STUNDUM blundaði Odette í nokkrar minútur, en sársaukinn frá handjárnunum vakti hana alltaf jafnóðum. Sumarsólin kom snemma upp, og hún horfði á hvernig' mistrið yfir ökrunum hvarf eftir því sem dagurinn reis. Það var skritið að hugsa til þess, að sama sólin skein yfir sveit- inni heima í Englandi, þar sem hún lék sér forð- um með dætrum sinum. Lestin fór yfir breitt fljót, og SS-maðurinn muldraði stoltur, að þetta væri Rin, hin kæra þýzka Rín. Það settist kuldi að hjarta Odette, meðan hún hlustaði á hvernig lestarskröltið bergmálaði undir brúnni. Það voru einhver endalok fólgin í því að fara yfir Rín. Allt til þessa hafði henni fundizt hún vera ennþá í Frakklandi, og gert ráð fyrir, að á bæjunum, sem þau fóru framhjá, hlyti að vera töluð franska. Þetta var Þýzkaland. Það var ekki Þýzkaland Göthes eða Schillers. Það var Þýzka- iand Hitlers, blóðugt og brjálað Þýzkaland, þar sem svipan og hengingarólin réð rikjum. Odette spurði SS-manninn: ,,Hvert erum við að fara?“ ,,Þið eruð að fara til Karlsruhe," sagði hann íbygginn, ,,þar sem þið verðið teknar af lífi.“ Það færðist angurvær blær yfir blá augu hans. „Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það gleður mig að ákveðið skuli hafa verið að taka ykkur af lífi í Þýzkalandi en ekki Frakklandi. Það þýðir að ég fæ 48 stunda aukafrí, og get farið að finna meine liebste Mutti, hana elsku mömmu mína.“ Karlsruhe . . . Fólkið á stöðvarpallinum var þriflegt útlits og vel klætt. En þó að konurnar hefðu aðgang að öllum þeim ránsfeng, sem menn þeirra höfðu haft heim með sér úr tízkuheimi Evrópu, þá tókst þeim ekki að dylja sinn slæma smekk. 1 klæðnaði karla voru einkennisbúningar í miklum meirihluta. — Það var uggur og kvíði í andlitum fólksins, og mörgum var litið upp í himininn. Odette og félagar hennar voru lokaðar inni í skrifstofuherbergi á stöðvarpallinum. Ósk um að handjárnin yrðu losuð svo að konurnar gætu komist einslega á salerni, var synjað. Eftir um það bil klukkustund var þeim hleypt út, og síðan farið með þær undir ströngu lögreglueftirliti í bilum út í Karlsruhe-fangelsið. Þá voru hand- járnin loks opnuð, og konurnar fóru hver í sina áttina. Og þegar þær höfðu undirgengizt enn eina ruddalega líkamsskoðun, var þeim komið fyrir í klefa, eins langt hver frá annari og hægt var. Átta vikur liðu. Odette lenti í klefa með þrem- ur þýzkum konum, sem dæmdar höfðu verið fyrir mismunandi afbrot. Ein þeirra var horuð, flat- brjósta, föl í andliti, og kallaði sig karlmanns- nafni. Odette hafði aldrei frið fyrir ógeðslegri umhyggju þessarar konu. Hún vildi búa um rúm- ið fyrir hana, bauð henni bita af sínum mat, kallaði hana „litlu frönsku dúfuna sina,“ fylgd- ist með hverri hreyfingu hennar af ónáttúrlegum áhuga, og reyndi stundum að strjúka um hana með höndunum. Odette hafði heyrt því hvislað í Fresnes, að konur af þessu tagi væru býsna al- gengar í Þýzkalandi, og það var henni hræðileg raun að verða nú að þola stöðuga návist einnar þeirra. 1 samanburði við þessa konu var annar klefafélagi Odette, lauslætiskvendi, sem sam- kvæmt kynþáttalögum Hitlers hafði verið dæmd í árs fangelsi fyrir að eiga holdleg mök við franska viijnubúðafanga, næstum heilbrigð og hreinlíf vera. ODETTE Einu sinni í viku fékk hver kvennanna úr Frönsku deildinni að liðka sig með líkamsæfing- um úti í fangelsisgarðinum. Úr klefaglugga sín- um gat Odette séð félaga sína við þessi tækifæri, og kastað á þær kveðju. „Halló, Denise. Hvernig gengur það, Yolande? Halló, Gaby. Góðan daginn, Martine . . Einn dag í júlí var farið með hana á skrif- stofu fangelsisstjórans. Hjá honum var rauðeygð- ur maður í borgaralegum fötum. Fangelsisstjór- inn sagði að þetta væri fréttamaður frá Völki- sher Beobachter. Hann væri kominn alla leið frá Berlín til að eiga viðtal við Frau Churchill. Það væri mikill heiður fyrir hana. Fréttamaðurinn setti vasabók sína á hné sér og leit út undan sér á Odette. „Jæja, Frau Churchill,“ sagði hann, „þér hafið sjálfsagt gaman af að heyra að við höfum þegar þrjá meðlimi Churchillfjölskyldunnar í fangels- um okkar. Og við hlökkum mikið til að fá einn ennþá — Mr. Winston Churchill." „Þér þurfið áreiðanlega ekki að bíða lengi eft- ir honum,“ sagði Odette, „en það verður eklci með þeim hætti sem þið haldið. Þegar Churchill kemur til Berlín, mun hann aka gegnum rústir hennar sem sigurvegari.“ Fangelsisstjórinn hreytti út úr sér: „Hypjið yður aftur í klefa yðar. Viðtalinu er lokið. Heraus, heraus. Schnell schnell." Aftur rak hún sig á það hve undraverðs álits Winston Churchill naut. Þýzku konurnar í klefa hennar spurðu stöðugt um hann, hvernig hann væri, hvernig hann lifði. Var hann vinur kóngsins, eða var það satt að hann stefndi að því að kom- ast í hásæti hans? Át hann hrátt buff í morgun- verð, svo að blóðið rann niður hökuna? Jafnvel SS-verðirnir voru brennandi af forvitni að fræð- ast eitthvað um þennan óvenjulega mann. Það, sem Odette vissi ekki, bjó hún til. Það var hæg- ur vandi, því að þetta var trúgjarnt fólk, og það þyrsti eftir fróðleik. Eina vikuna brá svo við, að engin af vinkon- um hennar úr Frönsku deildinni kom út í garð- inn til líkamsæfinga. Hún horfði út um glugg- ann á hverjum degi í von um að sjá einhverja þeirra. En hún átti ekki eftir að sjá neina þeirra aftur. Um miðjan júlí fékk hún skipun um það eitt sinn snemma morguns, að taka saman far- angur sinn. Fyrirmæli höfðu k-omið um það frá Berlín, að hún skyldi nú stíga næsta skrefið í áttina til fullnægingar dómi sínum. Henni var ekið í brynvörðum lögreglubíl frá fangelsinu til járnbrautarstöðvarinnar. Þetta var mjög heitur dagur, og henni var fengin ein brauðsneið til ■að nærast á í ferðinni. Hún hafði ekki hugmynd um, hvert hún var að fara, né hve löng þessi ferð mundi verða. Lestin lagði af stað út úr Karlsruhe kl. 8 um morguninn. Hún varð að standa upprétt í þröng- um gangi fyrir framan klefasamstæðu, sem hafði verið útbúin eins og fangelsi. Þangað inn hafði verið troðið um fimmtíu mönnum, og þeir voru stöðugt með hróp og köll. Þegar lestin hafði farið nokkrar mílur, stanzaði hún, og það varð um klukkustundar bið. Brezki flugherinn hafði gert árás, og það var ýmislegt í ólagi með tein- ana framundan. önnur lest, herflutningalest, fór framhjá þeim á hægri ferð, og Odette gat séð andlit hermannanna, vonleysisleg, horuð og þreytuleg; það var auðséð á svip þeirra, að þeim var sama um hvert þeir fóru. Loks lagði lestin aftur af stað. Odette sá mikið af rústum, þegar farið’ var gegnum brautarstöðvar á leiðinni. Brot og brot af fréttum var hrópað út til hennar úr klefanum þar sem föngunum fimmtíu hafði verið komið fyrir. Brezkar og bandarískar hersveitir hefðu lent í Normandi og hrakið Þjóðverja langt upp frá ströndinni. Himinninn væri svartur af flugvélum, og það væri sótt áfram með miklum hraða inn i Frakkland. Sem stæði væri verið að herja á Caen, og bráðlega yrði haldið yfir Rín. „Aðeins ofurlitla þolinmæði ennþá, félagi,“ hrópuðu þeir, „og dagar Hitlers eru taldir." Aft- ur stanzaði lestin, og það iskraði hátt í brems- unum. Þarna voru miklar rústir, og járnbrautar- teinarnir teygðust upp í loftið eins og einhver annarlegur frumaldargróður. „It’s a long way to Tipparery,” sungu fangarnir, og þýzku verð- irnir störðu bjálfalega á eyðilegginguna í kring, og höfðu hendur á skammbyssum sinum.“ Þegar myrkrið datt yfir, sá Odette leitarljós í fjarska, og heyrði byssudrunur. Lestin sneri aftur sömu leið og hún hafði komið, stanzaði enn á ný, hélt síðan af stað aftur. Einhverntíma eftir miðnætti, rann lestin inn undir sundurtætt þak, og stanzaði í rústum Frankfurt-borgai'. Stjórn staðarins var öll í molum eftir loftárás- irnar, og það hafði ekkert verið gert til að undir- búa komu fanganna. Hópurinn beið lengi úti á rökkvaðri götunni undir eftirliti vel vopnaðra SS-manna og lögregluhunda, en loks var Odette tekin út úr hópnum og farið með hana í bryn- varinni bifreið á lögreglustöðina. Þegar búið var að spyrja hana út úr og leita á henni, var henni fleygt inn í stálgrindabúr, þar sem tvær óhreinar konur voru fyrir, sofandi. Hún lá á steingólfinu og beið þess með samanbitnar varir, að dagur rynni. 1 sex hræðilega daga og nætur var hún lokuð inni í búri þessu eins og dýr. Hinar konurnar tvær voru þýzkar vændiskonur, lostafullar kon- ur sem reyndu með ógeðslegum hætti að gefa vörðunum undir fótinn. Það var engin leið að skýla sér þarna fyrir augnaráði varðanna, og þetta fékk allt svo mikið á Odette, að hún óskaði þess nú í fyrsta sinn, eftir að hún hafði verið tekin höndum, að hún mætti deyja. Hún heyrði í brezku flugvélunum yfir höfði sér, og bað Guð að senda eina sprengju hingað niður, svo að endi yrði bundinn á þessa hræðilegu kvöl. Fata með hráum kartöflum var sett inn í búrið, og hinar konurnar byrjuðu strax að flysja þær, og sögðu Odette, að hún ætti að hjálpa til við það. Odette flysjaði þrjár kartöflur, en hætti svo. önnur kvennanna kallaði á vörðinn, benti á Odette og sagði að þetta franska svín neitaði að vinna. „Eg hef flysjað þrjár kartöflur," sagði Odette rólega, „því að það er einmitt það sem mér er gefið að borða á dag. Ég er pólitískur fangi, og það er ekki ætlun mín að flysja meira en handa sjálfri mér.“ „Það verður farið með yður fyrir lögreglu- stjórann, og yður refsað." Hún yppti öxlum. „Ég hef ekkei't að segja.“ Hún var sótt kl. 3 um nóttina, og farið með hana á skrifstofu lögreglustjórans. Þar var hún fengin í hendur Gestapo. Ný fyrirmæli höfðu borizt. Það átti að fara með hana þegar i stað til Halle, þaðan sem hún mundi verða flutt áfram til fangabúð- 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.