Vikan


Vikan - 06.08.1953, Blaðsíða 7

Vikan - 06.08.1953, Blaðsíða 7
PRINSESSAIM OG LJÓIMIÐ AUÐVITAÐ verður að byrja á kóngi og drottningu. Kóngurinn var hræðilegur gamall maður, sem gekk um með spora og marghleypu, og hrópaði með svo þrumandi röddu, að skröltormarnir hurfu inn í hol- urnar sínar undir kvistóttum perutrjánum. Áður en fjöl- skyldan gerðist konungborin, var kóngurinn kallaður „Benni hvísl“. En eftir að hann eign- aðist 50.000 ekrur lands og fleiri naut en hann gat talið, var farið að kalla hann O’Donnell nautakonung. Drottningin hafði verið mexikönsk stúlka frá Laredo. Hún var góð og blíð eiginkona og tókst jafnvel að kenna Benna að lækka röddina nægi- lega mikið, þegar hann var innan- húss, til að diskarnir brotnuðu ekki. Eftir að Benni var orðinn kóngur, var hún vön að sitja á svölunum á Espinosabænum og vefa reyrmottur. Og þegar auðæfin voru orðin svo erfið og þjakandi, að stoppaðir stól- ar og kringlótt borð komu á vögnun- um frá San Antone, þá laut hún dökkhærða höfðinu í auðmýkt og tók því sem að höndum bar. Þið hafið fyrst verið kynnt kóng- inum og drottningunni, til að forð- ast brot á hirðsiðunum. En þau koma sögunni, sem hægt væri að kalla „Sagan um prinsessuna", „Snjöll hugmynd" eða „Ljónið, sem missti marks", ekkert við. Josefa O’Donnell var einkadóttirin, prinsessan. Hún hafði erft aðlaðandi framkomu og fegurð hitabeltisstúlk- unnar frá móður sinni. En frá hans hátign Benna O’Donnell, erfði hún óbilandi hugrekki, neilbrigða skyn- semi og hæfileika til að stjórna. Og það var sannarlega þess virði að fara margar mílur, til að sjá hvernig þetta fór saman. Josefa gat skotið fimm eða sex kúium í gegnum niður- suðudós, sem sveiflaðist í bandi, með- an hún þaut framhjá á litla hestin- um sinum. Hún lék sér tímum sam- an með litinn hvítan kött, sem hún átti, og klæddi hann í alls konar skrýtin föt. Þó hún hefði engan blý- ant, gat hún sagt það undir eins, hve mikið maður fengi fyrir 545 tveggja ára gömul naut, ef borgað- ir væru 8,50 dollarar fyrir stykkið. I stuttu máli sagt, Espinosabúgarð- urinn átti 40 mílna breitt og 30 mílna langt land — sem var að mestu óræktað. Josefa hafði farið um það þvert og endilangt á hestinum sínum. Allir kúrekarnir þekktu hann í sjón og voru dyggir þjónar hennar. Ripley Givens, verkstjórinn yfir einum hópnum, sá hana dag nokkurn og ákvað að komast i konungsættina. Óskammfeilni ? Nei, á þessum tíma var karlmaðurinn karlmaður og ekkert annað. Auk þess gefur titill- inn nautakóngur ekki til kynna, að viðkomandi hafi konungsblóð í æð- um. Oft var kórónan einfaldlega tákn um einstaka hæfileika til að stela nautum. Dag nokkurn reið Ripley Givens yfir að Double Elm til að spyrjast fyrir um nokkra týnda kálfa. Hann komst seint af stað heimleiðis, svo að sólin var að setjast, þegar hann kom að Nueces-ánni. Þaðan voru -16 mílur heim til hans, en ekki nema 12 mílur að Espinosabúgarðinum Givens var þreyttur, svo hann ákvað að eyða nóttinni við ána. I ánni var fallegur hylur. Árbakk- arnir voru þaktir trjám og runnum, og 50 metra frá vatninu var grösug laut — kvöldverður handa hestinum og hvíla handa honum sjálfum. Giv- ens batt hestinn og breiddi söðul- klæðið til þerris. Svo settist hann niður, hallaði sér upp að tré og vafði sér sígarettu. Einhvers staðar innan úr dimmum skóginum á árbakkanum heyrðist skyndilega hrollvekjandi reiðiöskur. Hesturinn prjónaði, tog- aði í bandið og frýsaði af ótta. Giv- ens sogaði að sér sígarettureykinn, teygði hendina letilega eftir skamm- byssuhylkinu sínu, sem lá i grasinu, og rannsakaði byssuna. Stór fiskur stökk upp úr vatninu með háu skvampi. Lítil brún kanína kom hoppandi yfir runna og nuddaði veiðihárin, um leið og hún horfði kankvís á Givens. Hesturinn hélt áfram að bita gras. Það er nauðsynlegt að vera hæfi- lega gætinn, þegar mexikanskt ljón syngur aríu um sólsetur. Söngur þess -getur táknað það, að lítið sé um unga kálfa og feit lömb, og að kjötætuna, langi til að kynnast manni nánar. Leirkrukka, sem einhver ann- ar ferðamaður hafði kastað frá sér, lá í grasinu. Givens muldraði ánægjulega, þegar hánn sá hana. I pokanum hans var hnefafylli af möluðu kaffi. Svart kaffi og síga- rettur! Hvað gat kúreki óskað sér betra. Eftir tvær mínútur logaði bálið glatt. Givens var lagður af stað að vatnsbólinu með krukkuna, þegar hann sá hvar lítill hestur með kven- söðli stóð á beit milli trjánna í 10 til 15 metra fjarlægð. Niðri við hyl- inn lá Josefa O’Donnell á fjórum fótum og var að rísa á fætur. Skyndi- lega kom Givens auga á ljón um tíu metra til hægri við hana. Það hnipr- aði sig saman. Gular glyrnurnar i því glóðu af hungí'i, halinn stóð beint út í loftið. Givens gerði. það eina, sem hann gat gert. Skammbyssan hans lá i grasinu þar sem hann hafði setið. Hann æpti og kastaði sér milii ljónsins og prinsessunnar. Næstu atburðir gerðust fljótt og komu honum á óvart. Um leið og hann lagði til atlögu, sá hann daufa rák í loftinu og heyrði nokkra óljósa bresti. Því næst lenti hundrað punda Ijón beint ofan á kollinum á honum og þrýsti honum til jarðar. Hann mundi, að hann hafði kallað: — Gættu þín . . . og svo skreið hann eins og ormur undan ljóninu með fullan munninn af mold og óhrein- indum og stóra kúlu á hnakkanum, þar sem hann hafði skollið á trjábol. Ljónið hreyfði sig ekki. Givens, sem var móðgaður og grunaði að hér væru brögð í tafli, skók hnefana framan í það og hrópaði: — Eg skal aldeilis lumbra á þér — en þá áttaði hann sig. Josefa stóð í sömu sporum og hlóð rólega silfurskammbyssuna sína. Höfðið á ljóninu hafði verið betri skífa en niðursuðudós dinglandi í bandi. Um varir hennar lék ertandi lítilsvirðingarbros, og það var stríðn- isglampi í augum hennál'. Hinn frelsandi riddari fann hverp- ig niðurlægingin heltók hann. Þarna hafði hann fengið hið langþráða tækifæri. Og hann hafði tapað. Skógarguðirnir veltust áreiðanlega um í þögulum hlátri. Þarna hafði farið fram smáleikþáttur — Signor Givens í gamanþættinum um ljónið. — Ert þetta þú, Givens? sagði Eftir O. HENRY Josefa, og gerði sig blíðlega af ásettu ráði. — Þú næstum eyðilagðir skotið fyrir mér, þegar þú æptir. Meiddirðu þig á höfðinu, þegar þú datzt? — Nei, svaraði Givens lágt, — ég er ekki sár þar. Hann þagnaði sneyptur og dró bezta hattinn sinn undan- skepnunni. Hatturinn var eins og illa leikm tuska — eins og skringi- legur gamanleikarahattur. Svo lagð- ist hann á hnén og strauk blíðlega höfuð dauða ljónsins, sem lá þarna með gapandi ginið og ófrýnilegt á svipinn. — Vesalings Bill, sagði hann hryggur. ■—■ Hvað er nú þetta ? spurði Josefa hvasst. — Auðvitað vissirðu það ekki, Josefa, sagði Givens, og í svip hans mátti sjá, að göfuglyndið hafði sigr- ast á sorginni. — Enginn getur ásakað þig. Eg reyndi að bjarga honum, en ég gat ekki aðvarað þig nógu snemma. — Bjarga hverjum? — Bill auðvitað. Eg hef verið að leita að honum í allan dag. Hann er búinn að vera heimalningur hjá okk- ur í tvö ár. Vesalingurinn! Hann gerði ekki flugu mein. Strákarnir verða hryggir, þegar þeir frétta þetta. En þú gazt auðvitað ekki vit- að, að Bill ætlaði bara að leika við þig- Josefa hvessti svörtu augun á hann. Ripley Givens stóðst prófið með ágætum. Hann fór hendinni hugsandi yfir ljósu lokkana á höfð- inu á sér, og úr augum hans skein hryggð, blönduð örlítilli ásökun. Það var ekki um að villast, hver drátt- ur í andliti hans bar sorginni vitni. Josefa hikaði enn. — Hvað var heimalningurinn þinn að gera hér? spurði hún. — Það eru engar tjaldbúðir hér um slóðir. :— Kjáninn strauk úr tjaldbúðun- um okkar í gær, flýtti Givens sér að svara. — Það er mesta furða, að hann skyldi ekki vera dáinn úr hræðslu. Jim Webster, hestasveinn- inn okkar, kom með lítinn hvolp í tjaldbúðirnar. Hvolpurinn lét Bill aldrei í friði. Hann elti hann tímun- um saman og beit í hælana á *hon- um. Á hverju kvöldi skreið Bill und- ir teppið hjá einhverjum stráknum, til að fela sig fyrir hvolpinum. Ég býst við, að hann hafi verið orðinn æði örvilnaður, fyrst hann hljóp i burtu. Hann var alltaf svo hræddur við að fara langt frá tjaldbúðun- um. Josefa leit á skrokkinn af villidýr- inu. Givens klappaði viðkvæmnislega á hramminn, sem hefði getað drepið ársgamlan kálf með einu höggi. Skyndilega hljóp roðinn fram í dökkt andlit stúlkunnar. Blygðaðist hún sín, eins og sannur Sþróttamað- ur, fyrir að hafa náð lítilfjörlegri bráð? Það kom mildur glampi í aug- un og striðnin hvarf úr munnvikj- unum. — Mér þykir þetta leitt, sagði hún auðmjúk, — en hann virtist svo stór og stökk svo hátt, að . . . — Aumingja Bill var svangur, og við vorum vanir að láta hann stökkva eftir matnum sínum. Framhald á bls. 13. 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.