Vikan


Vikan - 06.08.1953, Blaðsíða 6

Vikan - 06.08.1953, Blaðsíða 6
við þekktum fyrir mörgum árum, stúlku að nafni Jenny Driver, en ég held að hún hafi hitt Ronald Harsh kaptein mest. Ég vildi að mér dytti eitthvað í hug, til að hjálpa yður. Þér skrifið svo elskulega og virðist skilja hve mikils virði við Carlotta vorum hvorri annarri. Með þakklæti LUCE ADAMS. P.S. — Lögreglumaður nokkur er nýhúinn að koma hingað og biðja um bréfið, en ég sagði honum, að ég væri búin að senda yður það. Það var auðvitað ekki satt, en mér fannst ein- hvernveginn að þér ættuð að sjá það fyrst. Scotland Yard virðist þurfa á því að halda sem sönnunargagni gegn morðingjanum. Þér skulið láta þá hafa það, en fullvissið yður samt um, að þeir skili því aftur einhvern tíma. Það eru sið- ustu orð Carlottu til mín. — Svo þú skrifaðir henni sjálfur, sagði ég um leið og ég lagði bréfið frá mér. — Hvers vegna gerðirðu það, Poirot? Og hvers vegna baðstu um frumritið af bréfi Carlottu Adams? Hann laut niður að fylgiskjalinu, sem ég minntist á áðan. — Satt að segja get ég ekki skýrt það, Hastings — nema ef vera kynni, að ég hafi vonað að frumritið gæti skýrt hið óskýr- anlega. —- Vitleysa. ■— Si, si, þannig er það. Samkvæmt því sem ég hefi gert mér í hugarlund, hljóta viss atriði að mynda eina samfellda keðju. En svo kemur þetta bréf. Hver hefur þá rangt fyrir sér ? Hercule Poirot eða bréfið? — Það gæti víst ekki verið, að Hercule Poirot hefði rangt fyrir sér? Ég sagði þetta eins var- Jega og mér var unnt. Poirot leit ásakandi á mig. — Það hefur komið fyrir, að ég hafi haft rangt fyrir mér — en ekki í þetta sinn. Það liggur því í augum uppi, að úr því bréfið virðist vera ómögulegt, þá er það það. Eitthvað í bréfinu fer framhjá okkur. Eg er að reyna að finna hvað það er. Og svo hélt hann áfram að rannsaka þetta margumrædda bréf og notaði til þess smásjána. Um leið og hann lauk lestri hverrar blaðsíðu, ýtti hann henni til mín. Ég gat vissulega ekki fundið neitt athugavert. Bréfið var skrifað með fremur læsilegri skrift og í því stóð nákvæmlega það sama, sem staðið hafði í símskeytinu. Poirot andvarpaði djúpt. — Hér eru engin brögð í tafli — nei, bréfið er allt skrifað af sömu manneskjunni. En samt sem áður er það ómögulegt eins og ég sagði áðan . . . Hann þagnaði og bað mig óþolinmóð- ur um arkirnar. Ég rétti honum þær og hann l'ór enn einu sinni hægt yfir þær. Allt í einu æpti hann upp. Ég hafði gengið út að glugganum og horfði nú út. Þegar ég heyrði ópið, sneri ég mér snöggt við. Poirot skalf af æsingi. Augun í honum voru græn, eins og í ketti. Fingurinn, sem hann benti með á bréfið, titraði. — Sjáðu, Hastings? Sjáðu — fljótt — komdu hingað. Ég hljóp til hans. Örk úr miðju bréfinu lá fyrir framan hann. Ég gat ekki séð neitt óvenju- legt. — Sérðu það ekki ? Allar hinar arkirnar eru með jöfnum kanti — það eru einfaldar pappírs- arkir. En þessi eina er ójöfn. Hún hefur verið rifin! Skilurðu nú hvað ég á við? Þetta var tvö- föld örk og þá geturðu skilið, að eitt blaðið vantar. Ég hefi vafalaust starað heimskulega á hann. — Hvernig getur staðið á því? Skýrir það nokk- uð? — Já, já, það skýrir heilmikið. Hugmyndin er snjöll. Lestu þetta — og þá skilurðu það. Ertu búin að koma auga á það ? Líttu á kaflann, þar sem hún er að tala um Marsh kaptein. Hún kenn- ir í brjósti um hann og segir. „Honum fannst mikið til um sýninguna mína og . . Síðan beldur hún áfram á næstu örk „sagði . . .“. Vin- ur minn, það vantar eina siðu. Hann á fyrri síð- unni er kanski ekki hann á seinni síðunni. Að minnsta kosti er það ekki sá sami hann, sem talað er um áður. Það er þá allt annar maður, sem talaði um veðmálið og stakk upp á leikn- um. Sjáðu til, eftir það er aldrei nefnt neitt nafn. Aha! c’est épatant! Einhvern veginn hefur morð- inginn náð í bréfið og séð, að það gæti komið upp um hann. Vafalaust dettur honum fyrst í hug að eyðileggja það, en þegar hann les það yfir, sér hann betri leið út úr ógöngunum. Ef hann eyði- leggur eina blaðsíöu, getur bréfið orðið að ákæru á hendur öðrum manni — manni, sem lika hefur ástæðu til að drepa Edgware lávarð. Aha! Það var hreinasta guðsblessun fyrir hann. Hann ríf- ur blaðsíðuna úr og setur bréfið á sinn stað. Ég leit með aðdáun á Poirot. Ég var samt ekki alveg sannfærður um sannleiksgildi kenningar hans. Mér fannst það ekkert óliklegt, að Carlotta hefði notað hálfa örk, sem búið var að rífa áður. En Poirot var svo frá sér numinn af gleði, að ég gat ekki fengið mig til að hafa orð á því. Hann gat líka haft rétt fyrir sér, þrátt fyrir allt. Ég hætti samt á að benda á veilu í skoðun hans: — En hvernig náði maðurinn, hver sem hann er, i bréfið ? Ungfrú Adams tók það beint upp úr töskunni sinni og fékk stúlkunni sinni það. Stúlkan sagði okkur það sjálf. — Þessvegna verðum við að gera ráð fyrir öðru af þessu tvennu. Annaðhvort skrökvar stúlk- an eða Carlotta Adams hefur hitt morðingjann um kvöldið. Ég kinkaði kolli. —- Ég held að seinni skýringin sé sennilegri. Við vitum ekki enn hvar Carlotta Adams var frá því að hún fór að heiman og þangað til hún skildi töskuna eftir á Euston stöðinni. Ég held að hún hafi átt stefnumót við morðingjann á einhverjum ákveðnum stað — Þau hafa líklega borðað saman. Við vitum þó ekki nákvæmlega hvað kom fyrir bréfið. En það er hægt að giska á það. Kannski hefur hún haft það í töskunni og ætlað að setja það í póst. Hún getur þá hafað lagt það á borðið i veitingahúsinu. Hann sér það og kemur auga á hættuna sem af því getur stafað. Ef til vill hefur hann tekið það af borð- inu, afsakað sig og farið fram. Þar hefur hann þá lesið það, rifið blaðsíðuna úr, og lagt það aft- ur á borðið eða fengið henni það með þeim ummælum, að hún hefði misst það. Það skiptir ekki svo miklu máli, hvernig það var gert — en tvennt virðist alveg augljóst! Að Carlotta Adams hitti morðingjann þetta umrædda kvöld, annaðhvort á undan eða eftir að Edgware lávarð- ur var drepinn (hún hafði tíma til að tala við hann nokkur orð eftir að hún fór frá Corner HouseJ. Ég er þeirrar skoðunar, þó ég hafi kanski rangt fyrir mér, að morðinginn hafi gefið henni gullhylkið. Ef svo er, er morðinginn þessi D. — Ég skil ekki hvað gullhylkið kemur mál- inu við. — Hlustaðu nú á njig, Hastings. Carlotta Adams neytti ekki eiturlyfja. Lucie Adams seg- ir það og ég held að það sé satt. Hún var hraust og skynsöm stúlka, og ekki hið minnsta nautna- sjúk. Hvorki vinir hennar né þjónustustúlkan könnuðust. við hylkið. Hvers vegna fannst það þá hjá henni eftir andlát hennar? Til þess að mynda þá skoðun, að hún neytti eiturlyfja og hefði gert það um nokkurt skeið — eða að minnsta kosti síðustu sex mánuðina. Við skul- um gera ráð fyrir því, að hún hafi hitt morð- ingjann, þó ekki væri nema í nokkrar mínútur eftir morðið. Þau skáluðu fyrir velheppnuðu bragði, Hastings. Og þá hefur hann sett nægilega mikið af eiturlyfinu í glasið hennar, til að vera viss um, að hún mundi ekki vakna næsta morgun. — Hryllilegt, sagði ég og það fór hrollur um mig. — Já, það er ekki fallegt, sagði Poirot þurr- lega. — Ætlarðu að segja Japp þessa sögu? spurði ég skömmu seinna. Framhald á bls. 14. LITLI PÉTUR -|71G TEK ÞAÐ EKKI 1 MÁL að hafa kött & -Lj heimilinu, sagði Madsen. — En við ætlum að fá lítinn, sætan kettling,. svaraði kona hans ákveðin. Þá hætti Madsen að mótmæla. Hann hafði ekki verið giftur Kömmu til einskis í níu ár. 1 fyrstu virti Madsen kettlinginn fyrir sér með vanþóknun -— hann hafði gaman af hund- um, og kötturinn hafði svo sannarlega engan af kostum hundanna til að bera. Hann kom ekki, þegar kallað var á hann, heldur þegar honum hentaði sjálfum. Hann kunni ekki að gelta, heilsa með framlöppinni, né naga kjöt- bein. Þó varð hann að viðurkenna — treglega. — að kettlingurinn lærði hreinlæti á þrem dögum, þar sem enginn hvolpur, sem hann mundi eftir frá æskuárum sínum, hafði lært það á skemmri tíma en þrem vikum. En það minntist hann auðvitað ekkert á. Litli Pétur, eins og kettlingurinn var kallað- ur, var lítill, lipur náungi. Hann malaði í fang- inu á Kömmu og spigsporaði innan um blómst- urpotta og myndir, án þess að fella svo mikið sem eina litla, innrammaða frænku. Madsen hafði vonazt til að geta sagt sigri hrósandi: — Nú hefur kattarskömmin gert á gólfið og fellt fallega blómið þitt — sagði ég ekki? En kettlingurinn gerði ekkert af sér, og smám saman gafst Madsen upp. Þegar hann var einn í stofunni, tók hann kettlinginn stundum i fangið og naut þess að strjúka hreina,. mjúka feldinn og hlusta á malið í honum. Þessi litli, mjúki kroppur, sem lagðist gæl- inn ofan á blaðið, einmitt þar sem maður ætlaði að fara að lesa . . . en ef Kamma kom inn, lét hann köttinn síga niður á gólf og leit ekki við honum. Kamma, sem hafði fengið níu ára þjálfun, lét sem hún sæi þetta ekki. Hún vandi sig meira að segja á að raula áður en hún opn- aði hurðina, svo að Madsen hefði tíma til að sleppa kettinum án þess að glata virðingu. sinni eða hálsbrjóta Litla Pétur í flýtinum. Madsen hætti smám saman að hafa orð á því, að köttinn skorti hina góðu kosti hunds- ins, og gleymdi stundum að sleppa honum, þegar Kamma kom inn i stofuna, þó hún raul- aði ennþá af gömlum vana. Einn dag kom Madsen heim og opnaði úti- hurðina með lyklinum sínum, eins og venju- lega, en þegar hann opnaði stofuhurðina, sá hann sér til skelfingar hvar Litli Pétur hljóp ánægður með blóm á milli tannanna innan um brotin af blómsturpotti. — Litli Pétur! hvíslaði Madsen óttasleg- inn og tók köttinn í fangið. — Hvað heldurðu að Kamma segi ? Ég er viss um, að hún verður alveg bálreið. UM leið kom Kamma inn með sóp í hend- inni. Hún gaf Madsen og Litla Pétri horn- auga og fór að sópa saman brotunum. — Mér þykir þetta ákaflega leitt, heyrði hún að maður hennar sagði. — Jæja? svaraði hún afundin. — Það þyk- ir mér líka. Þetta var fallegasta blómið mitt. — Sjáðu til . . . ég ætlaði að opna glugg- ann, og skyndilega . . . ég veit eiginlega ekki, hvernig það vildi til, en allt í einu lá pott- urinn á gólfinu. Hann strauk Litla Pétri, sem malaði áhyggjulaus og hamingjusamur, með- an húsbóndi hans stamaði þessi afsökunar- orð. Kamma reis á fætur og lagði af stað fram með brotin, en í dyrunum leit hún við og hvessti augun á Madsen. — Hefurðu fengið þér i staupinu í dag? spurði hún. — Nei, hvernig dettur þér það í hug? — Ég get ekki fundið aðra skýringu á þeirri framkomu þinni, að afsaka þig fyrir að brjóta blómsturpott, sem ég felldi í gólfið rétt áður en þú komst. 6

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.