Vikan


Vikan - 03.09.1953, Síða 3

Vikan - 03.09.1953, Síða 3
Rauðhærða stjarnan, sem almenningur víll helzt sjá Sutan Hayward TPjEGAR UNG KONA frá Brooklyn, sem á átta ára gamla tvíbura, hefur yfir þrjár milljónir króna í kaup á ári, þá ligg- ur það í augum uppi, að hún hlýtur að vera kvikmyndastjarna frá Holljrwood. Sú ,,stjarna“, sem hér er til umræðu, heitir Susan Hayward, og hún hefur getað talið kaupið sitt í milljónum undanfarin ár. Síð- astliðið ár var hún þar á ofan — ásamt Doris Day — sú leikkona í Bandaríkjun- um, sem almenningur vildi helst borga pen- inga fyrir að sjá, og tekjur af myndum hennar námu þá hvorki meira né minna en röskum 180 milljónum króna. Þetta er ekki svo afleitt, þegar þess er gætt að Susan er aðeins 161 sentimeter á hæð og 112 pund á þyngd. En kannski hjálpar það, að hárið á henni er rautt eins og sólarlag. Frægðarferill Susan hófst 1937, þegar hún hét bara Edythe Marrener og sýndi kjóla í New York. David Selznick kvik- myndaframleiðandi var að leita að stúlku til þess að leika Scarlett O’Hara í mynd- inni Á liverfanda hveli. Einn góðan veður- dag sá hann mynd af Susan í vikublaðinu Saturday Evening Post, og sendi eftir henni til Hollywood. Hún passaði ekki í hlutverkið þegar til kom, en koma hennar hafði þó vakið nokkra athygli í kvik- myndaborginni, og Warner Brothers fél- :agið réði hana í smáhlutverk í eina af myndum sínum. En brautin upp á hinn bjarta stjörnu- 'himin er þyrnum stráð, eins og Susan fékk að reyna næstu misserin. Faðir hennar var nýlega látinn, og móðir hennar, systur og bróðir fluttu sig frá New York til Holly- wood. Þar átti f jölskyldan lengi vel naum- ast til hnífs og skeiðar, atvinnuleysi ásótti hana og Susan — sem allar vonirnar 'byggðust á — hélt' áfram að fá lítil hlut- verk og ómerkileg — og illa launuð. Það fór heldur að birta til fyrir henni — og f jölskyldunni — þegar hún komst á •samning hjá Paramoimt félaginu. Laun hennar fóru hækkandi — og fjölskyldan ■gat hætt að nærast eingöngu á brauði og mjólk — uns vikulaun leikkonunnar voru orðin rúmar 3,000 krónur. Þetta þykir að vísu ekki mikið í Hollywood, en hvað um það, jafnvel þar gátu f jórar manneskj- ur lifað á þessu. Susan vakti fyrst verulega athygli, þeg- ,-ar hún lék heldur illa innrætta stúlku í myndinni Adam átti fjóra sonu. Ur því fóru hlutverkin stækkandi — og launin hækkandi — uns svo var komið í lok heimsstyrjaldarinnar, að hún var ein af kunnustu og vinsælustu kvikmyndakonum Bandaríkjanna. Susan fæddist í New York, en faðir hennar var starfsmaður hjá bænum. Hann var af írskum og frönskum ættum, en móð- irin af sænsku bergi brotin. í fyrstu ætlaði Susan að verða listmálari (og vann raunar 1200 króna gagnfræðaskólaverðlaun fyrir afrek á því sviði), en sneri svo baki við þeirri listgrein, til þess að helga sig leik- listinni. Hún kvað vera viljasterlc stúlka, skapmikil, stefnuföst og dugleg. Það er til jnarks um skap hennar, að þegar núver- andi maður hennar, Jess Barker leikari, var á biðilsbuxunum, kvað hún hafa gefið honum á hann, þegar hann í fyrsta skipti reyndi að stela kossi á stefnumóti. EIR, sem um þessi mál rita, segja, að Susan sé fleiri góðum kostum búin, til dæmis reynist hún hin ágætasta eigin- kona og móðir, þó hún vinni utan heimilis- ins sínar 12 stundir á dag. Hún les mikið (Thomas Wolfe er uppáhaldshöfundur hennar) og hefur mikla ánægju af hljóm- list. Auk þess er hún áhuga-ljósmyndari, og mikið yndi hefur hún af því að bregða sér upp í sveit með manni sínum og son- um og draga lax og silung. Hinsvegar eru hjónin lítið gefin fyrir næturklúbba- og kaffihúsastúss, þó að Susan verði, atvinnu sinnar vegna, að sýna sig á hinum kunn- ari stöðum öðru hvoru. Susan lætur einn af tískuteiknurum kvikmyndafélagsins feíns velja fyrir sig allan fatnað. Vænst kvað henni þykja um einn herlegan minkapels og svo eyrna- lokka, sem maðurinn hennar gaf henni eft- ir sex ára sambúð 1950. Er ekki ósennilegt, að ást hennar á hinum dýra pelsi standi í einhverju sálrænu sambandi við þá daga sem hún var allslaus, atvinnulaus og ó- þekkt í hinum mikla kvikmyndabæ. Susan Hayward í boltaleik vi'ð eigin- mann sinn, Jess Barker, og syni sína tvo, Gregory og Timmy. Hún er í minkakáp- unni frœgu, sem talað er um í greininni. Hjónabandssælan ÞAÐ GENGUR STUNDUM erfiðlega að koma dýrunum í dýragörðunum í hjóna- bandið og oft byrjar bónorðið með slags- málum og endar með morði. 1 dýragarðinum í London er t. d. apaynja, sem þverneitar að giftast og þykir auk þess svo. skapstirð, að hún hefur hlotið nafnið Djöfla-Daisy. Efni- legir og snotrir apar hafa hvað eftir annað verið kynntir fyrir henni, en alltaf hefur bón- orðið endað meö þvi, að verðirnir hafa orðið að bjarga lífi karldýrsins. Þá var reynt að setja sérlega karlmannlegan og aðlaðandi apa í annað búr við hliðina á hennar. En Daisy rétti hendina eldsnöggt á milli rimlanna og reif stóra hárflygsu af höfði apans og að lok- um varð að fjarlægja biðilinn. EN ÞAÐ KEMUR ÞÖ FYRIR að dýr, sem ekki líta út fyrir að eiga skap saman, finni hamingjuna hvert hjá öðru. Pardusdýr þykja ekki sérleg blíð í viðmóti og Satan og Maud voru hvort um sig grimmustu pardus- dýrin, sem komið höfðu í dýragarðinn í Lond- on. Einmitt þessvegna álitu verðirnir, að ef þau lifðu bæði af fyrsta stefnumótið, væru allar likur til þess, að þau gætu haft góð áhrif hvort á annað. Dyrnar milli búranna voru opnaðar og hveitibrauðsdagarnir byrjuðu. Enn ber Satan örin eftir fyrstu ástaratlotin og feldurinn á Maud líktist lengi á eftir einna mest krossgátu, teiknaðri með rauðu og svörtu bleki. En eftir fyrstu slagsmálin, fóru dýrin að bera virðingu hvort fyrir öðru og einn góð- an veðurdag bættist nýr meðlimur í fjölskyld- una. En það má aldrei gefa hjónunum að borða á sama tíma. Það væri of mikið fyrir rándýrseðli pardusdýranna. SUMIR ÞJÖÐFLOKKAR byrja líka hveiti- brauðsdagana með bardaga, þó allar að- farir séu talsvert rómantízkari. 1 litlu héraði í Kákasusfjöllunum felur brúðurin sig í dimm- asta herbergi hússins á brúðkaupsdaginn sinn. Þegar fer að dimma, kemur brúðguminn rið- andi ásamt vinum sínum, sem allir eru hinir vígalegustu og bera hníf á milli tannanna. Brúðguminn ber harkalega að dyrum með skaptinu á hnífnum sinum. Dyrnar opnast og ættingjar brúðarinnar ryðjast út. Þeir látast berjast um stund, en svo láta heimamenn und- an síga og brúðguminn brýst inn í húsið, þar sem hann finnur brúðina og stekkur með hana á bak hesti sínum. Þau þeysa í burtu, ásamt vinum hans og ættingjar stúlkunnar á eftir. Þegar þeir koma heim til brúðgumans hefjast aftur ýfingar með hópunum — en nú er deilt um það, hver geti drukkið mest. Engri stúlku i því héraði dytti í hug að taka biðil, sem ekki næmi hana á brott. BÖNORÐIÐ OG HJÖNABANDSSÆLAN gengur öðruvísi fyrir sig hjá sumum teg- undum kóngulóa. Hjá þeim byrjar hjónabandið í sátt og samlyndi og endar með morði. Þegar karldýrið leggur upp í bónorðferð, útbýr það sig með gjöf, venjulega flugu sveipaða innan í silkihjúp, sem það hefur sjálft ofið. Þegar karlinn hittir kvenkónguló, býður hann henni gjöfina, en oft verður hann að bíða í marga klukkutíma, áður en hún svo mikið sem lítur á hann. En með þolinmæðinni hefst það og í marga daga lifir karldýrið í sælu hjóna- bandsins, án þess að hafa nokkurn grun um fyrirætlanir maka sins. Kvendýrið, sem er miklu stærra, hefur þessvegna ágætt tæki- færi til að leggja hann sér til munns, þegar hún vill losna við hann. En það gerir hún alltaf áður en ungarnir koma úr eggjunum. Eftir það mundi karldýrið bara flækjast fyrir henni. 3

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.