Vikan - 03.09.1953, Side 6
og kom nú við blómavasa, sem valt um. Vatnið
skvettist ofan á kollinn á Ellis og lak niður and-
litið á henni. Ég hafði sjaldan séð Poirot svona
klaufskan og þessvegna dró ég þá ályktun, að
honum væri mikið niðri fyrir. Hann komst all-
ur i uppnám, hljóp eftir handklæði og þurrk-
aði viðkvæmnislega vatnið framan úr Ellis, með-
an hann lét afsökunarorðunum rigna yfir hana.
Að lokum stakk hann seðli í lófa hennar og
íylgdi henni fram að dyrunum, um leið og hann
þakkaði henni fyrir komuna.
— Klukkan er ekki orðin margt, sagði hann.
— Þér verðið komnar heim á undan húsmóður
yðar.
— Það skiptir engu máli. Ég held að hún sé
boðin út í kvöldverð, enda ætlast hún aldrei til
þess að ég bíði eftir henni, nemá hún taki það
fram.
Skyndilega skipti Poirot um tón: — Afsakið
Mademoiselle, en eruð þér ekki haltar?
— Það er ekkert. Mér er dálítið illt í fótunum.
— Líkþorn? sagði Poirot í trúnaðartón, eins
og hann væri líka fórnarlamb þessa sjúkdóms.
Það var auðsjáanlega líkþorn, sem þjáði hana.
BANKABOKIN
EFTIR BILLY ROSE
i
rD PKITCHAHD kom inn í bankann og
skrifaði „800 dollarar" í úttektardálkinn
á eyðublaðirm.
— Þá eru eftir 12 dollarar handa Fred, sagði
hún við sjálfa :sig, — og það er 12 dollurum
meira en hann á skilið. Það veit hamingjan,
að ég hef unnið fyrir þessum peningum á níu
árum. Eg hef séð um heimilið, tekið á móti
kossum hans, jafnvel þó mig langaði ekki
alltaf til þess og haldið um ennið á honum,
þegar hann var með timburmenn. 800 dollarar
fyrir níu ára vinnu. Það eru tæpir tveir doll-
arar á viku. Jæja, Susan Pritchard ætlar ekki
að vinna fyrir slíku smánarkaupi lengur. Hún
hefur annað á prjónunum. Hún ætlar að taka
lest til Reno.
Húrt stanzaði aftast í röðinni við gjaldkera-
borðið. MeSan hún beið þaxna, rifjaðist það
upp fyrir herrni, þegar hún og Fred lögðu í
fyrsta skiptí inn í bókina. Peningana átti að-
eins að nota, ef eldsvoða, flóð eða dauðsfall
bæri að höndum. Hingað til höfðu hvorki orðið
flóð né dauðsföU og enginn eldur — nem'a sá,
sem Fred hafði orðið fyrir, þegar hann varð
ástfanginn af ljóshærðu, horuðu stúlkunni á
skrifstofunni.
Hvað héit Fred eiginlega að hann væri —
Montgomery Clift? Vissi hann ekki hversu
hlægilegur sköllóttur maður með istru er, þeg-
ar hann er að skemmta sér með ljóshærðri
stúlku, sem er tuttugu árum yngri en hann?
Hann skyldi fá að komast að raun um það!
Nú gæti ijóshærða stúlkan þrammað um
markaðinn og reynt að láta tvo dollara gera
sama gagn og fimm.
Hún fletti bankabókinni og leit á öftustu
síðuna. Þarna var það — 100 dollara úttekt í
síðustu viku. Hvernig gat Fred dottið í hug,
að hún tryði sögunni um svona dýra viðgerð
á miðstöðinni í bílnum ? Vissi hann ekki hversu
auðvelt það er að hringja á verkstæðið og
spyrja um það? Hvers vegna sagði hann það
ekki, ef hann ætlaði að kaupa handtösku úr
krókodílaskinni handa ljóshærðu stúlkunni?
Hún leit á fyrstu síðuna í bókinni. 2. júní
19Jt0 — 200 dollarar. Fyrstu sparipeningarnir
þeirra. Það sem eftir var, þegar þau voru
búin að borga húsgögnin.
1 desember höfðu þau næst lagt inn 250
dollara. Jólagjöfina hans Fred. .?■. jdnúar 19Jt l
— teknir út 55 dollarar. Því höfðu þau eytt í
að skemmta sér á gamlárskvöld. Fred hafði
eytt heilum tíu dollurum í blóm handa henni.
Útteknir 350 dollarar 11. marz 191/1, þegar
móðir hennar var skorin upp. Fred hafði fund-
izt það sjálfsagt að borga uppskurðinn, þó
hann væri ekkert hrifinn af móður hennar. Á
árunum 1942—43 hafði inneignin ýmist hækk-
að eða lækkað. Þó umboðslaunin, sem Fred
fékk, væru fremur há, þá var sjaldan nokkuð
eftir, þegar búið var að borga allt, sem þau
þurftu.
Þarna höfðu verið teknir út 300 dollarar í
einu 14. maí 1944. Þá hafði hún haldið, að
Fred væri búinn að gleyma fjöguirra ára
brúðkaupsafmæli þeirra, en svo hafði hún
fundið farmiðana við diskinn sinn. Þessi dá-
samlega vika í Havana! Og þegar Fred reyndi
að dansa rumba, datt hann kylliflatur.
Innlagðir 1000 dollarar 2. febrúar 191/5. Það
var dásamlegur dagur! Fred hafði gert hag-
kvæman samning og fengið 1000 dolla^a fyrir.
TJtteknir 200 dollarar 191/7. Aldrei höfðu þau
eytt nokkrum peningum svona heimskulega.
Hún hafði verið að kvarta við Fred um, að
húsverkin væru allveg að gera út af við hana.
Þá hafði hann stungið upp á því, að þau flyttu
á hótel í sömu götu og í heila viku hafði hún
fengið morgunverðinn í rúmið, borðað í borð-
sal hótelsins og ekki þvegið einn einasta disk.
Fred hafði sagt, að þau skyldu endurtaka þetta
á hverju ári, en hún hafði aldrei minnt hann á
það — fyrstu dagana naut hún lífsins, en þeg-
ar komið var fram á föstudag, var hún búin
að fá heimþrá.
Útteknir 120 dollarar 191/8. Hún hafði talið
Fred trú um, að þeir hefðu farið fyrir tann-
viðgerðir. Charlie Bender, sem hún var einu
sinni trúlofuð, hafði komið til bæjarins og
boðið henni út með sér. Peningunum eyddi hún
í nýjan kjól og hárgreiðslu og afsakaði sig
með því, að þegar svona stæði á, yrðu konur
alltaf að líta vel út. Og það hafði sannarlega
verið þess virði! Það hafði verið svo gaman
að finna það, að hún gat ennþá látið karl-
mann horfa á sig, eins og Charlie horfði á
hana þetta kvöld.
Frú Pritchard renndi augunum yfir dálkana
frá 1948 og 1949. Það var undarlegt, hvernig
nokkrar tölur í lítilli bók, gátu sagt níu ára
sögu. En nú var öllu lokið — og Fred átti |
það skilið. Að hann skyldi geta kastað frá
sér öllu því, sem þau höfðu byggt upp saman,
aðeins til að gera sig að miklum manni í aug-
um ungrar ljóshærðrar stúlku. Og það sem
verra var; honum var allveg sama um stúlk-
una. Það hafði hann sagt henni og hún vissi,
að það var satt.
Hvað var hann þá að gera? Var hann að
reyna að sanna það, að þrátt fyrir ístruna,
gengi hann enn í augun á stúlkunum ? Kannski
það sé ástæðan. Já, þannig hlaut að liggja í
því. Þegar hún fór að hugsa um það, var þetta
‘ raun og veru það sama og hún hafði gert,
þegar hún skartaði fyrir Charlie Bender. Hún
brosti við tilhugsunina um það, hversu lík
þau voru, þegar á allt var litið. Hvorugt vildi
\ era úr leik dg þau reyndu bæði að berja höfð-
inu við steininn.
— Hvað get ég gert fyrir yður, frú? spurði
gjaldkerinn.
Frú Prichard hikaði augnablik. S.vo sagði
hún: — Viljið þér skipta þessum tíu dollara
seðli í tvennt.
Poirot mælti með meðali, sem hann sagði að hefði
borið undraverðan árangur.
Að lokum fór Ellis. Ég var að sálast úr for-
vitni.
— Jæja, Poirot? sagði ég.
Hann brosti að ákafa mínum. —■ Ekkert fleira
i kvöld, vinur minn. Snemma í fyrramálið hringj-
um við til Japps og biðjum hann um að koma
hingað. Við getum líka hringt til Bryan Martins.
Ég held að hann geti gefið okkur mikilvægar
upplýsingar. Ég þarf líka að borga honum dá-
lítið, sem hann á hjá mér.
— Er það satt?
Ég gaf Poirot hornauga. Það lék einkennilegt
bros um andlit hans.
— Þú getur að minnsta kosti ekki grunað hann
um að hafa drepið Edgware lávarð. Allra sízt
núna, eftir það, sem við höfum frétt í kvöld.
Hann hafði þá hefnt sín, með því að hjálpa Jane.
Það virðist alltof mikil ósérplægni að drepa eig-
ir.manninn, svo kona hans geti gifzt einhverjum
öðrum.
— En sú speki.
— Farðu nú ekki að hæðast að mér, sagði ég
ólundarlega. — Hvað ertu eiginlega alltaf að
fikta við?
Poirot rétti fram þennan umrædda hlut. — Það
eru gleraugun hennar Ellis, vinur minn. Hún
skildi þau eftir.
— Vitleysa, hún var með þau á nefinu, þegar
hún fór.
Hann hristi höfuðið: — Þér skjátlast. Það sem
hún var með, voru gleraugun, sem við fundum í
tösku Carlottu Adams.
Ég greip andann á lofti.
KVENHYLLI
Ég er búinn að kaupa dásamlegt, lítið hús.
Loksins hef ég eignast snoturt heimili. Á neðri
hæðinni er smekkleg og þægileg dagstofa og úr
henni getur maður gengið beint út á svalir, þar
sem ræktuð eru undurfalleg blóm og vínviðurinn
vefur sig upp eftir veggjunum. Til allrar ham-
ingju ónáðar mig enginn, því ég bý einn í húsinu.
Á mánudaginn kom Dollý í heimsókn. Dollý
er yndisleg stúlka, ljóshærð og fingerð og rödd-
in er eins og fuglasöngur.
Þegar hún gekk inn í stofuna mína, fannst
mér eins og vorið sjálft gengi inn — og svo
sagði hún: Fritz . . . ég elska þig.
Já, það er alveg satt. Hún sagði þetta. Ég er
ekki að skrökva. Hún sagði: Fritz, ég elska þig.
Á eftir mánudegi kemur þriðjudagur. Þá kom
Gréta. Gréta er há og dökkhærð. Það er dásam-
legur glampi í augunum á henni og munnurinn
er rauður eins og á rós. Hún stanzaði í dyrun-
um og sagði: — Fritz, ég elska þig. Þetta er
heilagur sannleikur.
Á miðvikudaginn kom Ása. Að Dollý og Grétu
ólöstuðum, þá verð ég að segja, að Ása er þeirra
fallegust. Hún horfði beint í augun á mér og
sagði: — Fritz, ég elska þig.
— Hættu! hrópa vinir mínir, þegar ér er komið
lestrinum. — Þú hlýtur að vera genginn af vit-
inu. Heldurðu að við séum einhverjir bjánar,
fyrst þú ert að reyna að telja okkur trú um,
að allar þessar fegurðardísir elski einmitt þig,
sem hefur færri hár á höfðinu en krónur í vas-
anum.
— Þetta er alveg satt. Svalimar . . .
— Það eru ekki svalimar heldur hugmynda-
flugið, sem hleypur með þig í gönur. Þú ert
gamall gortari.
— Nei, ég er ekki gortari, svaraði ég hnugg-
inn. — Ég er bara dálítið gleyminn, eins og sést
á skáldsögunum mínum. Ég gleymdi að taka það
fram, sem ungu stúlkurnar sögðu, þegar þær voru
komnar inn. Hlustið þið nú vel á. Þær sögðu:
— Fritz, ég elska þig . . . þú ert bezti frændinn
í heiminum. Gerðu það nú fyrir mig, að lána
mér svalirnar þínar, svo ég geti setið svolitla
stund ein með kærastanum mínum — hann bíður-
úti. Þú getur farið í gönguferð á meðan.
Þetta sögðu þær, hvorki meira né minna.
6