Vikan - 03.09.1953, Side 12
EFTIRMÁLI.
Næstum fjögur ár eru liðin síðan ég
flaug heim til Englands og ók frá Croyd-
on til London um strætin, sem voru fán-
um skreytt vegna sigursins. Það var
áhrifamikil stund.
Nú spyr ég sjálfa mig hve mikill sig-
urinn var. Með hryggð í huga álít ég að
mannkynið eigi enn eftir að velja milli
þrældóms og frelsis. I fangabúðunum
álitum við, að þeir sem af kæmust mundu
fá að dveljast í sanngjarnari og rólegri
heimi, þar sem hinar fornu dyggðir, sann-
leikurinn, heiður og kærleikur fengju að
njóta síri. I stríðinu börðumst við gegn
mennskum óvini, sem smitaður hafði verið
sýkli ómennskunnar. En þó okkur tækist
að sigrast á hinum sýkta, lifir sýkillinn
enn. Sami sýkillinn er enn á ferðinni í
dag í fullu fjöri, og verði honum ekki út-
rýmt, verða fangabúðirnar í Ravensbrlick
aðeins skuggi og tákn enn svartara myrk-
urs komandi tíma.
Ég er bara venjuleg kona, sem fékk
tækifæri til að kynnast mönnunum, eins
og þeir _eru beztir og eins og þeir eru
verstir. Ég kynntist manngæzku ekki síð-
ur en grimmd, sanngimi ekki síður en
miskunnarleysi. Ég trúi því algjörlega
að mannsandinn búi yfir mikilli göfgi.
Það er með mestu auðmýkt að ég leyfi
að saga mín sé sögð. Félagar mínir,
sem gerðu miklu meira en ég og þjáðust
enn meir, þeir eru ekki lengur hér til
frásagnar. Þessvegna tala ég fyrir þá, og
ég vildi óska að þessi bók gæti orðið
gluggi, þar sem hægt væri að líta hinar
hugdjörfu konur, sem mér veittist sá
heiður að starfa með.
Odette Churchill.
Útdráttur úr London Gazetíe,
föstudaginn 16. ágúst 1946.
Konunginum hefur náðarsamlegast
þóknast að sæma Odette Marie Céline,
Mrs. Sansom, M.B.E. Georgs-krossinum.
Frú Sansom var smyglað til hins her-
numda Frakklands og þar starfaði hún af
sæmd og hugprýði fram í apríl 1943, er
hún var handtekin ásamt yfirforingja sín-
um. Milli Marseille og Parísar, á leiðinni
til Fresnes-fangelsisins, tókst henni að ná
tali af foringja sínum, og kom þeim sam-
an um að látast vera gift, ef þau gætu á
þann hátt orðið hvort öðru til verndar.
Hún hélt fast við þessa sögu og tókst
jafnvel að sannfæra óvinina, enda þótt
margt benti til hins gagnstæða, og þrátt
fyrir að minnsta kosti 14 yfirheyrzlur.
Hún dró einnig athygli Gestapo frá for-
ingja sínum, og taldi þeim trú um að
hann hefði einungis komið til Frakk-
lands samkvæmt hennar ósk. Hún tók
á sig alla ábyrgð og féllst á að það ætti
að skjóta hana en ekki foringja hennar.
Á þann hátt tókst henni að fá Gestapo
til að skipta sér ekki framar af foringja
hennar eftir tvær yfirheyrzlur. Auk þess
var Gestapo umhugað að finna loftskeyta-
mann og annan brezkan foringja, sem
voru mótspyrnuhreyfingunni mjög dýr-
mætir. Frú Sansom ein vissi hvar þeir
voru. Gestapo píndi hana á hinn svívirði-
legasta hátt til að fá hjá henni þessar
upplýsingar. Þeir brenndu hana með gló-
andi jámi og þegar það dugði ekki slitu
þeir allar neglur af tám hennar. Frú San-
som neitaði enn að gefa nokkrar upplýs-
ingar, og með hreysti sinni og viljaþreki
tókst henni ekki aðeins að bjarga lífi
þessara manna, heldur gafst þeim þar
með tækifæri til að halda áfram hinni
mikilsverðu þjónustu.
Þessi tvö ár sem hún var í óvinahönd-
um, sýndi hún slíkt hugrekki, þolgæði og
sjáífsafneitun að einsdæmi er. endir
ÞAÐ ER óumdeilan-
legt, að Beaver-
brook lávarður er sá
maöur í heiminum sem
hvað mest 'hefur grætt
á þvi að g'efa út dagblöð. Hinsvegar er það
íullkomið efamáí, hvort blaðaheimurinn hefur
grætt að sama skapi. Það er smekksatriði:
sumum finnst áhrif lávarðarins á blaða-
mennsku hafa verið til góðs, aðrir halda því
;afn ákveðið fram, að blöðum hafi almennt
hrakað, siðan hann hóf afskipti sin af útgáfu-
starfsemi.
Hvað um það, þá verður það ekki af Beaver-
brook lávarði skafið, að hann er alveg óvenju-
lega duglegur, ráðagóður og lífsglaður maður.
Hann er líka gæddur óbilandi kjarki og bjart-
sýni, en á þeim eiginleikum hefur hann oft
þurft að halda. Eitt er það, að þessi blaða-
lióngur hefur árum saman verið einstaklega
laginn að styðja rangan málstað.
Hann er ósköp smávaxinn,
og kunningjar hans segja, að
honum svipi mest til dverg-
anna í teiknimyndum Disneys
um Mjallhvít. Þó verða fáir til
að skopast að útliti hans. Hann
á nokkrar milljónir sterlings-
punda, og svo auk þess dag-
blöö, sem koma út í nokkrum
milljónum eintaka. Þessi blöð
segja — í stórum dráttum —
það sem Beaverbrook býr í
brjósti.
Beaverbrook getur að mestu
þakkað sjálfum sér þá feikn-
miklu útbreiðslu, sem blöð hans
LONDUM
BEAVERBROOK
honum líftryggingu,
varð einkaritari har.s,
bauð sig siðan sjálfur
fram til þings. Hann
var kosinn 1910 og sat
sex ár á þingi. En hann komst fljótt að þeirri
niðurstöou, að opinbert líf væri leiðinlegt, og
ákvað að vinna að pólitík á slcemmtilegri hátt,
þ.e. bak við tjöldin.
Hann var fljótur að hreiðra um sig. Það
leið ekki á löngu þar til hann var orðinn einn
álirifamesti „baktjaldamakkarinn" í öllu Bret-
iar.di, voldugur maður, sem var innarlega í
innsta hring ihaldsflokksins. 1917 aðlaði Lloyd
George forsætisráðherra hann fyrir „þjónustu"
hans.
Hann gerðist blaðaútgefandi í valdaskyni.
Hann keypti DAILY EXPRESS sama árið sem
sem hann varð lávarður, en blaðið var þá í
mikilli fjárþröng. Fyrsta árið tapaði hann
15 milljónum króna. Annað árið tapaði
hann fimm milljónum. Þriðja
árið stóð það á jöfnu. Siðan
hefur blaðið alltaf borið sig,
og eins öll önnur blöð lávarð-
arins.
Enda þótt hann hati stefnu-
skrá brezka verkamanna-
flokksins eins og hún leggur
sig, hefur hann hvað eftir ann-
að ráðist harkalega á íhalds-
flokkinn. Hann hefur barist
gegn þvi með oddi og egg, að
flokkurinn taki upp frjáls-
lyndari stjórnarstefnu, en hald-
ið á hinn bóginn dauðahaldi í
nýlendustefnuna og einangr-
hafa náð. Hann hefur gætt þess vandlega aðunarpólitíkma. 1931 hafði deila hans við
ráða til þeirra úrvalsmenn, og hann hefur
ætíð verið ósínkur á fé til fréttaöflunar. Auk
þess hefur hann gripið til ýmiskonar auglýs-
ingabragða, til þess að örva söluna, meðal
annars efnt til hinna furðulegustu „happ-
drætta“ fyrir lesendurna, þar sem vinningarn-
ir hafa verið allt frá útvarpstækjum upp í
10,000 sterlingspunda líftryggingar. Þetta hef-
ur borið tilætlaðan árangur — og aðrir út-
gefendur út um allan heim hafa þvi apað að-
ferðir litla lávarðarins. Hinsvegar hafa þeir
margir reynst slingari en hann (að ekki sé
meira sagt), þegar til þess hefur komið að
styðja góð málefni. Þar hefur lávarðinum, eins
og fyrr er sagt, tekist að gera hverja stórvit-
leysuna á fætur annari.
Upp úr 1920 barðist hann gegn Þjóðabanda-
laginu og hverskyns alþjóðlegri samvinnu.
Hann var líka ákveðið á móti frjálslyndari
nýlendustjórn.
Upp úr 1930 heimtaði hann Abbysiníu handa
Mussolini, hyllti Franco ákaft og lýsti yfir
stuðningi við friðþægingarstefnu Chamber-
lains. 1938 sögðu aðalfyrirsagnir hans:
„DAILY EXPRESS fullyrðir, að Bretar
lendi hvorki í Evrópustríði í ár né næstu ár.“
Beaverbrook lávarður fæddist í Mapel, Onta-
rio, 25. maí 1879. Hann var skírður William
Maxwell Aitken. Faðir hans var blásnauður
prestur, og fjölskyldan var í svo miklum
kröggum, að Max litli mátti byrja að selja
blöð sex ára gamall. Það mun hafa verið þá
sem hann ákvað að verða milljónamæringur.
Hann hlaut litla menntun; hann var of
önnum kafinn að vinna sér inn peninga. Hann
þvoði glös í lyfjabúð, seldi saumavélar og
verðbréí'. Svo hjálpaði fjármálamaður í Hali-
fax honum að færa út kvíarnar, og í nokkur
ór seldi hann allt milli himins og jarðar. Þeg-
ar hann var 28 ára, átti hann sem samsvarar
80 milljónum króna.
Nú hafði hann peningana, þá var að ná i
völdin. Svo að Max hélt til Englands og steypti
sér út í pólitík. Hann kynntist breska stjórn-
málamanninum Bonar Law með því að selja
Stanley Baldwin, foringja íhaldsmanna, í för
með sér klofning innan flokksins, með þeim
afleiðingum, að verkamannafloklcurinn vann
sigur í þingkosningunum.
Churchill tók Beaverbrook i stjórn sína i
heimsstyrjöldinni og fól honum umsjón með
ílugvélaframleiðslunni. Hann stjórnaði af
miklum dugnaði og meir en tvöfaldaði fram-
leiðsluna, en um leið hlutu aðferðir hans svo
mikla gagnrýni, að Churchill varð að láta
hann skipta um embætti og skipaði hann
birgðaráðherra. 'Næsta ár varð hann fram-
leiðsluráðherra, en veiktist alvarlega skömmu
siðar og varð að segja af sér.
Beaverbrook er ekki sérlega heflaður mað-
ur. Til dæmis á hann það til að slá á vasa sína
og segja: „Ekki vantai mann peningana!"
Og stundum stendur hann upp í sínum eigin
veizlum og segir: „Drottinn minn, hvað mér
leiðist!"
Hann býr í miklu stórhýsi í London. Hann
býr vel. (Konan hans dó 1927. Tvö af þrem-
ur barna hans eru á lífi). Hann hefur mjög
náið samband við blöð sín. Ritstjórarnir
hringja oft á dag, til þess að „fá línuna“.
ÞÖ heimtar hann síður en svo, að starfs-
mennirnir séu honum alltaf sammála.
David Low, einn frægasti ádeilu-teiknari ver-
uldar, vann fyrir hann árum saman. Low er í
verkamannaflokknum og mjög róttækur. Hann
var því á öndverðum meið við Beaverbrook
húsbónda sinn. Þó reyndi sá síðarnefndi aldrei
að hafa áhrif á teikningar hans, og lét það
meira að segja afskiptalaust, þegar hann
varð sjálfur skotspónn teiknarans.
Beaverbrook segir eftirfarandi sögu af
sjálfum sér:
„Max Aitken fæddist I Maple, en þar var
of þröngt. Þá fór hann til Newcastle, en þar
var líka of þröngt. Þá fór hann til Halifax og
þar var of þröngt. Þá fór hann til Montreal,
en Montreal var ekki nógu stór. Jafnvel Lond-
on er ekki nógu stór. Svo hann fer til Hel-
vítis.“
12