Vikan - 03.09.1953, Blaðsíða 13
HVER SIGRAR?
Kapphlaupið um þrívíðu kvikmyndirnar
Myndin hér að ofan sýnir dýpt ýmissa lauktegunda í jörðinni. 1. Chiono-
doxa 2. Ranunkel 3. Erantlús h- Lillium candium 5. Vintergœk 6. Monbretia
7. Crocus 8. Anemone 9. Scilla 10. Gladiolus 11. Iris 12. Tulipanar 13.
Narcis 1J/. Hyacinth 15. Perlehyacinth 16. Lillium regale 17. Kejserkrone.
GROÐUR & GARÐR ÆKT
(Jónas Sig. Jónsson garðyrkjumaður, Gróðrarstöðinni Sólvangur,
svarar spurningum lesenda).
Tl'VERS KONAR kvikmyndir
fáum við að sjá í framtíð-
inni? Kvikmyndagestir um all-
an heim spyrja sig nú þessar-
ar spurningar og kvikmynda-
framleiðendur í Hollywood bíða
með öndina í hálsinum eftir að
vita, hvaða áhrif það hafi á
áhorfendur, að sjá ljón stökkva
út úr kvikmyndatjaldinu, spjót
standa fram í sýningarsalinn
og fallegar stúlkur bunga út úr
tjaldinu.
Það skiptir þá miklu máli, því á
síðustu árum hefur kvikmyndahús-
gestum sífellt farið fækkandi og það
kemur við pyngjuna þeirra. Sjón-
varpið virtist ætla að reka smiðs-
höggið á verkið og eyðileggja síðustu
vinsældir kvikmyndanna. Á stríðs-
árunum sóttu um 80 milljón manns
kvikmyndahús i hverri viku í Banda-
ríkjunum, en síðan fækkaði þeim
niður í 46 miljón á viku. Daglega
neyddust að meðaltali þrjú kvik-
myndahús til að loka og síðastliðið
ár gerðu sum af stærstu kvikmynda-
verunum ekki betur en að standa
undir kostnaði.
Einföld sjónhverfing
En þegar verst horfði, kom ný
uppfinning fram á sjónarsviðið og
laðaði milljónir manna aftur í kvik-
myndahúsin, þar sem þeir horfðu í
gegnum alkohol og joð (aðalefnin i
gleraugunum) á einfalda sjónhverf-
ingu, sem Euclid gamli hafði þekkt
löngu fyrir Kristburð. Tvær vélar
varpa myndinni á tjaldið og þegar
áhorfandinn lítur í gegnum gleraug-
un, fær myndin á tjaldinu eðlilega
dýpt.
Um líkt leyti var byrjað að sýna
aðra tegund kvikmynda til reynslu.
Þær nefndust „Cinerama". Áhorfand-
inn þarf ekki á gleraugum að halda,
til að njóta þeirra. Myndin er tekin
á þrjár filmur í einu og þrjár kvik-
myndavélar varpa henni á íhvoflt
tjald, svo stórt (20x7 metrar), að
ekki er hægt að koma því fyrir í
meðalstóru kvikmyndahúsi. Áhrifin
eru stórkostleg. Það er eins og geysi-
stór ryksuga fari yfir áhorfendurna
og dragi þá með sér inn í atburða-
rásina.
En áður en kvikmyndaframleiðend-
urnir voru búnir að átta sig og höfðu
haft tíma til þess að gera þessa
uppfinningu aðgengilegri og um-
fangsminni, var Milton Gunzburg
kominn fram á sjónarsviðið með
hina aðferðina og hann náði dýpt í
myndina með því að láta fólk nota
gleraugu.
Fyrsta þrívíða myndin, sem kom
fyrir almenningssjónir, „Bwanadjöf-
ullinn" var bæði illa tekin og fram
úr hófi léleg. Samt sem áður fór
aðgöngumiðasalan langt fram úr því,
sem áður hafði þekkzt. Tvö kvik-
myndahús rökuðu saman 95.000
dollurum á einni viku.
Nú fór að færast líf í tuskurnar.
Kvikmyndakóngarnir geistust fram,
hver í kapp við annan. Paramount-
kvikmyndafélagið dró gamla kvik-
myndavél upp úr kjallaranum, henti
12 daga framleiðslu af nýrri mynd
og tók hana aftur í þremur víddum.
Fox auglýsti þrjár nýjar þrívíðar
myndir. Universai og Warners létu
sig ekki vanta í kapphlaupið og
Columbia batt saman tvær kvik-
myndatökuvélar og tók á ellefu dög-
um kvikmynd í þremur víddum.
Og kvikmyndahúseigendurnir fá
sinn skerf af gróðanum, því áhorf-
endurnir streyma jafnvel í lélegustu
kvikmyndahúsin, til að sjá þessa
nýjung. Og þeim til mikillar ánægju
verður að hafa hlé meðan skipt er
um spólur í flestum þrívíðum kvik-
myndum og gróðinn af sælgætissöl-
unni fer sumstaðar langt fram úr
gróðanum af aðgöngumiðasölunni
(Fáir kvikmyndagestir nema Islend-
ingar verða annars að sætta sig við,
að þannig sé farið með þá).
En í öllu uppnáminu yfir hinum
þrívíðu myndum Gunzburgs höfðu
kvikmyndafélögin, nema 20th Cent-
ury-Fox, gleymt Cinerama-myndun-
um. Og allt í einu féll önnur sprengj-
an. 20th Century-Fox tilkynnti, að
þeir hefðu nú fundið ráð, til þess að
gera Cinerama-myndirnar þægilegri
í meðferð og að allar þeirra myndir
mundu þaðan í frá verða gerðar fyrir
sérstaka linsu, sem hægt væri að
setja í venjulegar kvikmyndavélar.
Félagið sýndi fyrstu Cinema-
Scope-myndina, eins og þeir kölluðu
þessar nýju myndir, á geysistóru
sveigðu tjaldi. Að vísu eru myndirn-
ar ekki eins áhrifamiklar; áhorfand-
anum finnst hann ekki vera kominn
inn i myndina, en þó hann noti eng-
in gleraugu, er eins og hann sitji
á svölunum og hafi það, sem er að
gerast á tjaldinu, eins og landslag
fyrir framan sig.
Og nú byrjaði kapphlaupið aftur.
Félögin tilkynntu hvert í kapp við
annað, að eftir margra ára tilraunir,
hefði þeim loksins tekizt að finna
upp aðferð til að sýna kvikmyndir,
sem auövitað stæði öllum öðrum
framar. En sannleikurinn er sá, að
þeir létu bara setja nýjar linsur í
gömlu vélarnar og stækkuðu sýning-
artjaldið.
Aðalkosturinn við þetta er sá, að
nú er hægt að sýna eldri myndir á
þessum stækkuðu tjöldum, þó þau
séu ekki mjög stór. Að visu hverfur
stundum um 25% af hæð myndar-
innar, vegna röskunar á hlutföllum,
en það er ekki líklegt að áhorfend-
urnir geri veður af því, nema þegar
vantar ofan á höfuðið á einstaka
leikara.
Hvað nú?
Hvað nú ? Hvernig verða kvik-
myndirnar í framtíðinni? Það er al-
menningur, sem verður að skera úr
um það. Þúsundir kvikmyndahús-
eigenda hafa sett upp sýningartjöld,
þar sem þeir geta sýnt hvers konar
Framhald á bls. 14.
LAUKAR
Margir af lesendum VIKUNNAK
hafa beðið um upplýsingar um lauka
og spurt hvort þeir muni ekki fást
keyptir.
Laukar hafa verið ófáanlegir und-
anfarið vegna gin- og klaufaveiki,
en þar sem þessum höftum er nú að
létta og við fáum mest af okkar
laukum frá Hollandi, en þegar er
búið að létta höftunum þaðan, verða
margar lauk- og hnúðategundir á
markaðnum á þessu hausti.
Fyrst mætti nefna túlipana, en af
þeim eru margar tegundir. Af ein-
földum túlipönum eru þessar tegund-
ir:
Keizerkroon, er blómstrar rauðum
blómum með gulri rönd,
Marechal Niel, er blómstrar appel-
sínugulum blómum með rauðum æð-
um,
Orange Nassau, er blómstrar dökk-
rauðum blómum með gulum æðum,
Peach Blossom, er blómstrar rauð-
bleikum blómum.
Þó ekki séu fleiri nefndar hér, eru
auk þeirra til fjöldi fljótsprottinna
tegunda.
Af seinblómstrandi tegundum
mætti nefna:
Bartigon með dumbrauðum blóm-
um,
Golden Harvest með gulum blóm-
um,
Edith Eddy með skærrauðum blóm-
um með hvítri rönd,
Korneforos, sem hefur rauð, flöt
blóm.
Narcissum er hægt að skipta í tvo
flokka: páskaliljur og hvítasunnu-
liljur. Laultar af þessum tveimur
flokkum geta flestir staðið ár eftir
ár á sama stað og borið blóm, en
aftur á móti er æskilegra að túlipan-
ar séu teknir upp eftir að laufið er
fallið og þeir þurrkaðir. Síðan eru
þeir settir niður aftur um haustið.
Það er betra að setja páska- og
hvítasunnuliljur nokkrar saman í
þyrpingu. Það setur fallegan svip á
garðinn. Þær þrífast í næstum alls-
konar mold. Af þeim mætti nefna:
King Alfred, Rembrandt, L’Innoc-
ence, Havelock, Inglescombe, sem
hefur miðfyllt blóm, Carlton, Fortune
og Golden Harvest.
Hyacintur (Goðaliljur) eru lit-
sterkar laukjurtir, svo það liggur
við að lyktin af þeim sé of sterk, ef
margir laukar eru hafðir saman í
lítilli stofu, en Goðaliljur eru óneitan-
lega skrautlegar jurtir, sem þrífast
ágætlega, ef þær eru hafðar í skjóli
og á þurrum stað, en þó ekki um of.
Af þeim eru margar tegundir í rauð-
um, hvítum, bláum, gulum og fjólu-
bláum litum.
Af rauðu Goðaliljunum eru helstar:
Anna Marie, Lady Derby og Pink
Pearl.
Af þeim hvítu eru helztar: Edel-
weiss og Queen of the Whites.
Af bláu Goðaliljunum eru þessar
helztar: Myosotis, King of the Blues
og Queen of the Blues.
Af þeim gulu eru Prins Hendrik
og Yellow Hammer helztar.
Og loks eru fjólubláu Goðaliljurn-
ar Sir William Mansfield og Lord
Balfour.
Framh. í næsta blaði
□ NNUR S V □ R
Lesandi, sem hefur fengið einhverj-
ar litlar, grænar, fótlangar pöddur
á Bukettrósirnar sínar, biður um ráð
til að útrýma þeim.
Lesandi góður, ég væri þér þakk-
látur, ef þú sendir mér nokkur ein-
tök af þessum pöddum þínum í glasi
með spritti i. Annars held ég að þetta
sé blaðlús og væri reynandi fyrir þig
að sprauta nicotinupplausn á plönt-
urnar. 1 hverja hundrað lítra af
vatni á að blanda 250 gr. af nicotini
og ögn af grænsápu.
Sjúklingur á Landspítalanum send-
ir mér krossgátu í blaðformi en þar
sem blaðið er mjög brotið, er erfitt
að segja ákveðið um af hvaða tré
Framhald á bls. 14.
13