Vikan - 03.09.1953, Síða 7
Hann spilaði á spil við ríkustu
menn heims - og varð auðkýfingur
Ir apríl síðastliðnum andaðist
í Svisslandi Grikki að nafni
Nicholas Zographos, einn sling-
asti spilamaður veraldar og
vissulega sá, sem mest hefur
haft upp úr því að spila upp á
peninga síðustu mannsaldrana.
Hann var auðkýfingur.
Það er lítið vitað um fortíð
þessa manns, nema að hann
var fæddur í Grikklandi, fékkst
eitthvað við skipaútgerð í
fyrri heimsstyrjöld og kom til
Deauville í Frakklandi 1920.
Þar hóf hann umsvifalaust að
spila upp á peninga — og
græddi á því milljónir.
Hann átti fyrir vini ýmsa
kunnustu menn heims (Churc-
hill var einn þeirra) og nokkra
af þeim ríkustu (svosem eins
og Aga Khan). Hann var
nefnilega ekki einasta mikill
og hugrakkur fjárhættuspilari,
heldur einnig hinn skemmti-
legasti náungi, margfróður og
gáfaður. Hann hafði yndi af
að segja sögur, og mun hafa
sagt þær flestum betur.
Það er mælt, að þegar
Zographos settist í fyrsta
skipti við spilaborð í Deauville,
þá hafi hann látið það verða
sitt fyrsta verk að tilkynna, að
hann tæki öllum veðmálum,
hversu há sem þau væru. Frá
þeim tíma og til 1939 spilaði
hann að heita má daglega við
auðkýfinga frá flestum löndum
veraldar.
Tígulnían bjargaði honum
Fúlgurnar, sem spilað var um,
voru geysiháar. Það var
ekki óalgengt, að Zographos
hefði fyrir framan sig 1%
milljón í spilapeningum. Ensk-
ur milljónamæringur tapaði
einu sinni rösklega 400,000
krónum á einu spili!
Zographos, sem var smávax-
inn maður, brosti aldrei við
spilaborðið og talaði sárasjald-
an. Hann sagði vini sínum,
blaðamanni: „Ef ég er að
græða og hinir að tapa, þá er
það ekki kurteisi að vera með
neina kæti. Sé ég hinsvegar í
tapi, þá er það ekki sterkur
leikur að vera með fýlusvip.“
Það mun aðeins hafa komið
fyrir einu sinni, að hann bragð-
aði vín yfir spilum. Það var
þegar feitur franskur iðnrek-
andi vann af honum meir en
hálfa milljón króna á 20 mín-
útum. Þegar þar var komið,
fékk Zographos sér glas af
kældu kampavíni — og vann
alla upphæðina aftur.
Eitt sinn tapaði hann 36
milljón frönkum á einni viku.
Lítill Grikki en snjall
Það var 1928, þegar frankinn
var í meira áliti en núna og
þessi upphæð samsvaraði rösk-
lega 13 milljónum íslenzkra
króna. Zographos varð að fara
til Parísar að sækja meiri
peninga, og daginn eftir tap-
aði hann þeim nærri öllum
líka. Þá fékk hann forstjóra
spilahallarinnar til að taka úr
umferð alla spilapeninga, sem
giltu meira en 80 pund (tæp-
lega 4,000 krónur). „Þá fóru
andstæðingar mínir að sýna
svolítið meiri gætni“, sagði
hann seinna vini sínum, blaða-
manninum, „enda urðu þeir að
ýta heilum fjöllum af pening-
um út á borðið. Það bjargaði
mér líka frá algeru hruni —
það og tígulnían, sem komu upp
á nákvæmlega réttu augna-
bliki, þegar ég átti aðeins
nokkur þúsund eftir.“
Upp frá þessu leit Zograp-
hos á tígulníuna sem sinn
einka verndargrip, lét gera sér
bindisnál í líkingu við níuna og
settist aldrei að spilaborði, án
þess að bera hana.
♦
Trúði ekki á heppni
ANNARS trúði hann aldrei á
heppni í spilum. „Það sem
menn kalla heppni,“ sagði
hann, „er bara ósköp venju-
legur atburður, sem fær á sig
einhvern dularfullan ljóma,
þegar menn fara að velta hon-
um fyrir sér síðarmeir.“
Zographos hætti að spila
fjárhættuspil í upphafi síðari
heimsstyrjaldar, og upp frá því
og þar til hann lést spilaði
hann aldrei upp á peninga. Eitt
sinn var hann spurður, hvers-
vegna hann hæfist ekki handa
að nýju, enda væri styrjöld-
inni nú lokið.
„En stríðið er ekki búið,“
svaraði hann. „Eg byrja ekki
að spila aftur fyrr en það er í
raun og veru búið og menn
eru orðnir ríkir og það eru
veltiár og ég þarf ekki að taka
nærri mér að vinna peninga
af fólki. En núna,“ hann hristi
höfuðið dapur í bragði, „horfðu
bara á alla þessa fátækt!“
♦
4»
A þessari mynd er
Zograplios fyrir miðju
borði að gefa, en ýmsir
kunnir auðkýfingar í
kringum hann. Beaver-
brook lávarður (sjá bls.
12) er þessi litli í neðra
horninu til hœgri. Aga
Khan sá gleiðbrosandi
með gleraugxm. Zogra-
plios tapaði einu sinni
13 milljónum króna á 20
mínútum.
Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að VIKUNNI
Nafn ..........................................................
Heimilisfang ..................................................
Til Heimilisblaðsiiis VIKUNNAR H.F., Reykjavík.
SÍÐASTUR í RÖÐINNI
— Og hvað ætlarðu nú að gera ?
spurði Diana Rainer.
Nikkolls Meston saup á glas-
inu sinu og reyndi að finna ein-
hverja lausn á vandamálinu.
Kannski hann hefði aldrei átt að
gerast leynilögreglumaður, þó
það væri óneitanlega stundum
skemmtilegt starf, hugsaði hann.
Hingað til hafði hann að visu haft
heppnina með sér, en nú virtust
erfiðleikarnir óyfirstíganlegir.
Daginn áður hafði Boddenham
lávarður hringt til hans, til að
minna hann á, að nú væri búið að
láta Teddý Smith lausan og að
enn hefði enginn fengið þúsund
pundin, sem hann hafði lofað
hverjum þeim, sem gæti upplýst
rúbínahvat'Xið. Þó Teddý Smith
væri nú búinn að sitja i fangelsi í
þrjú ár fyrir eitthvert annað af-
brot, voru allar líkur til þess, að
hann vissi meira um rúbínana en
hann vildi viðurkenna.
Nikkolls hafði ekki þorað að
gera sér vonir um, að Teddý
mundi blátt áfram láta hann elta
sig að felustað steinanna . . . en
þó hafði heppnin verið með hon-
um enn einu sinni. Bardaginn um
dýrgripina hafði staðið stutta
stund og ekki einu sinni verié
sérlega harður, enda hafði Nikk-
olls sloppið með eitt skotsár á
handlegg — og rúbínana.
En það var ekki allt fengið með
því. Boddenham lávarði hafði
auðvitað ekki dottið í hug, að
Nikkolls yrði búinn að finna
stolnu gimsteinana innan 24 tíma
og var farinn upp í sveit, þar sem
hann ætlaði að dvelja í nokkrar
vikur. Og enn var ekki komið
svar frá honum við skeyti frá
Nikkolls, þar sem hann spurði,
hver ætti að taka við þessum
dýrmætu steinum.
Með öðrum orðum: Nikkolls
hafði gimsteinana enn í sinum
vörslum og það vissi Teddý Smith!
Og það sem verra var, i bardag-
anum hafði hann týnt skammbyss-
unni sinni og lyklakippunni, sem
var merkt honum.
Að visu gat Teddý Smith ekki
vitað, að rúbinarnir voru enn
geymdir heima hjá Nikkolls, en
það mátti gera ráð fyrir því, að
hann reyndi að leita þeirra.
Samkvæmt tillögu Díönu, voru
rúbínarnir faldir í stórri flösku
með hárvatni, sem stóð á hillunni
i baðherberginu. Vökvinn var
rauður, svo steinarnir sáust ekki.
Auk þess mundi Teddy sist af
öllu detta í hug að leita i flösku,
sem stæði fyrir framan augun á
honum. Hvað gæti hann gert án
Díönu? Hún var fyrsta flokks
einkaritari, bílstjóri, ráðgjafi og
margt fleira, en þetta gerði hún
allt eins og systir eða vinköna.
Nikkolls vissi vel, að samvinna
þeirra gæti orðið erfiðari, ef þetta
breyttist, en þeim erfiðleikum var
hann fús til að taka. Hann and-
varpaði djúpt. Díana hnippti í
hann.
— Teddý er áreiðanlega búinn
Framhald á bls. 14.
7