Vikan


Vikan - 03.09.1953, Blaðsíða 10

Vikan - 03.09.1953, Blaðsíða 10
tf&Lmlljjb RITSTJÓRI: ELlN PALMADÓTTIR ; iiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiitiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiaaiiiiiiiiiiiiiaiiiiin i inti 35 RÁÐ tíl að láta fötin endast betur 1. Kaupið alltaf tvenna sokka í einu. I>eir eru á viS þrenna. 2. Hversvegna á að þvo sokkana um leiff og maður fer úr þeim? Vegna þess aff þeir fara illa á því, aff liggja meff svitanum í. 3. V'iðkvœm undirföt endast betur, ef þau eru geymd í cellofanpappír effa plastikpokum. 4. Undirföt rifna, ef þau eru burstuff biaut. Skolið þau lir volg'u vatni. 5. Brjóstlialdarar og magabelti lialda lengur laginu, ef þau eru þvegin oft — helzt alltaf eftir notkun. 6. Sokka á alltaf að þvo áður en fariff er aff nota þá. Þá endast þeir betur. 7. Peysur hlaupa ef skolvatnið er heitara effa kaldara en sápuvatniff, sem þær eru þvegnar úr. 8. „Vindiff“ peysur meff þvi aff láta þær Iiggja á handklæffi og þrýstiff síffan vatninu úr þeim meff kökukefli. 9. Ef ullarflíkur er oft pressaffar, hverfur lóin. Uátiff því brotin „hanga“ úr þeim. 10. Fötin endast betur, ef þau eru elíki of þröng. Annars rifna þau eða gliffna á saumunum. 11. Geymiff ekki í vösimum. Gúlpandi vasar eyðileggja heildarsvipinn á flíkinni. 12. Kaupiff aldrei föt, hversu falleg sem þau eru, nema öruggt sé aff þau Iilaupi ekki og láti ekki lit. 13. Burstiff aldrei rúskinnskó, töskur effa hanska, fyrr en þaff er orffiff þurrt. 14. Látiff styrkja hælana á skónum, þegar þeir byrja að sveigjast inn á viff. Annars verffur göngulagiff óefflilegt. 15. Burstiff nýja leffurskó, töskur og hanska áffur en fariff er aff neta þaff. Það hlýfir leffrinu. 16. Hvíta hanska þarf aff þvo á hverjum degi. Og alla hanska verður aff þvo, áður en þeir verffa svo óhreinir, aff þaff þurfi aff bursta þá. 17. Leðurhanskar, sem þola þvott, verffa oft mýkri, ef látin er örlítil sápa (en ekki of mikiff) út í skolvatniff. 18. Það sést, ef handtaskan er troffin út með allskonar dóti. Takiff til í henni. 19. Hattamir endast lengur, ef hver hattur er stoppaffur upp meff pappír og ekki er þröngt í hattöskjunni. 20. Notið gamla tannbursta til aff hreinsa armbönd, hringi og nælur. 21. Ódýrir skartgripir haldast lengur gljáandi, ef þeir era lakkaffir meff glæru naglalakki, meffan þeir eru nýir. 22. I>aff nægir oft, aff þræffa gamla perlufesti upp á nýjan og hreinan þráff, til að hún líti út sem ný. 23. I>að er sama hversu hrein og snyrtileg þú ert, þú getur samt haft slæin áhrif á skartgripina þína. Lofaðu þeim aff hvíla sig öffru hvoru á uppgufuninni frá líkama þínimi. 24. Hengiff fötin upp um leiff og fariff er úr þeim og hneppiff aff minnsta kosti efstu tölunni. Annars hrakkast þau. 25. Hengið fötin á Iierffatré, en hendiff þeim ekki yfir stöngina í klæða- skápnum. 26. Látið ekki hreinsa fötin oftar en nauffsyn krefur. Þaff slítur þeim. 27. Takið hnappana af fötunum, áffur en þau era hreinsuff, annars geta ■ þeir fariff af sjálfir. 28. Hreinsið bletti um leiff og þeir koma á flíkina, en ekki viku seinna. Það er verra aff ná blettum, ef þeir fá aff festast. 29. Svitapúffar eru nauffsynlegir innan í peysur og taftkjóla, því útgufunin úr líkamanum getur sett bletti í taftiff og látiff peysurnar hlaupa. 30. Fylgist vel með því, þegar hnappar fara að losna. Þaff getur veriff erfitt aff fá nýja. 31. örlitlar rifur eru fljótar að stækka. Hafið nál og enda alltaf viff hendina. 32. Látiff skáphurðina standa opna öðru hvoru og leyfið loftinu að leika um fötin. 33. Föt fara illa í þröngum klæffaskápum. 34. Máliff ekki varimar fyrr en síðast. Rauffir blettir, livort sem þeir eru utan á effa innan á flíkinni, gera hana sóffalega. 35. Og munið, að allar flíkur þurfa hvíldar viff. Engin flík þolir þaff, aff alltáf sé veriff í henni. Úr ýmsum áttum — Heimilisstörf í Japan. Morgunverkin eru fljótgerð á japönskum heimilum. Það þarf aðeins að vef ja ábreiðunum saman og stinga þeim inn í skáp. Það er látið nægja, að skola skálamar og prjónana úr vatni og það látið þorna sjálft. Matargeröin tekur ekki heldur langan tima. Aðal- rétturinn er fiskur og hrisgrjón. Fiskurinn er oft borðaður hrár og grjónin soðin þegar bezt. hent- ar, geymd í tréskál og borin á borð köld. Það er lítið um grænmeti og baunirnar eru soðnar í belgnum. Kál og hvítar, stórar gulrófur eru geymdar í súr. önnur heimilisstörf eru fljót- gerð. Efnaðar fjölskyldur kaupa fötin tilbúin og sækja almennings- böð og það sparar mikla vinnu á heimilunum. Þegar baðmullarkirtl amir eru þvegnir, eru þeir hengdir til þerris þannig, að staurum er stungið í gegnum ermarnar. Þeir strekkjast á staurunum og því er óþarfi að strjúka þá á eftir. Þegar sveitakonan i Japan er búin að gefa f jölskyldunni hrís- grjón, súra garðávexti og te, bind- ur hún yngsta barnið á bakið og leggur af stað út á akurinn. Þar styttir hún pilsið og tekur þátt í hverskonar störfum með mannin- um sinum. Á vorin reitir hún illgresi og grisjar hrísgrjónaplönturnar eða slær vetrarhveitið. Á haustin geng- ur hún hálfbogin með ljá í hend- inni og hjálpar manni sínum eða sonum að slá og þreskja hrís- grjónin. En tvennt er það, sem hún sér um ein, silkiormana og telaufin. Fullkomin eiginkona — 1795. 1 ensku blaði frá 1795 er eftir- farandi auglýsingu að finna: Kona, sem gjarnan vill fá eigin- mann, óskast strax. Hún verður að vera heilbrigð á sál og líkama, sæmilega efnuð, þolanleg í útliti og ekki drykkfeld. Hún má ekki skammast nema einu sinni í mán- uði, verður að greiða sér að minnsta kosti einu sinni í viku og má ekki undir neinum kringum- stæðum nota munntóbak eða taka í nefið, því ég fæ brjóstsviða, ef ég finn pipar i matnum. Kona, sem er þessum kostum búin, getur sent umsókn sína til J. R......sem er prýddur öllum þeim kostum, sem góður eigin- maður þarf að hafa. Nöldursamar eiginkonur. Eftirfarandi bréf barst frá þreyttum eiginmanni: Ég held að sumar konur gangi alltof langt í hreinlæti. Ég verð t. d. alltaf að þurrka vaskinn í baðherberginu, þegar ég er búinn að þvo mér hendumar og fæ svo skammir fyrir að-óhreinka hand- klæðið. Stundum er varla hægt að ganga um húsið fyrir dagblöðum, sem breidd eru á gljábónuð gólf- in, svo þau óhreinkist ekki. Auk þess á maður það á hættu, að sigla þvert yfir gólfið á blöðunum, ef maður stígur ekki varlega á þau. Það er ekkert heimilislegt við slíkar íbúðir. Auglýst eftir starfi. Skrifstofustúlkur brostu i kampinn, þegar þær lásu eftirfar- andi auglýsingu: Fær vélritunarstúlka óskar eftir gáfuðum húsbónda. Verður að hafa góða þekkingu á venjulegum viðskiptastörfum, lesa hátt og skýrt fyrir og hegða sér kurteis- lega á skrifstofunni. Það fylgir ekki sögunni hve mörg tilboð bárust. Grátt hár. Næstum allar lconur flýta sér að kippa fyrstu gráu hárunum úr hárinu á sér. Þetta er skamm- góður vermir, enda líður sjaldan á löngu áður en fleiri koma i ljós. Sumar taka það ráð að lita á sér hárið, enda er hægt að fá næstum hvaða háralit sem er nú á dögum. En það er rangt að halda fast við það, að hárið eigi að halda áfram að vera eins á litlnn og það var, meðan konan var ung. Þegar hárið er farið að grána, er húðin venjulega líka farin að láta á sjá. Hversu falleg sem húðin er, er óhætt að ganga út frá því sem vísu, að hún sé ekki eins blómleg og áður. Það er jafnvel mjög lík- legt, að augnaliturinn sé líka far- inn að fölna. Ef hárið fær þá skær- an og sterkan lit, ber meira á því, að aðrir litir í andlitinu eru farnir að láta á sjá og samanburð- urinn gerir konuna ellilegri í útliti. Þessvegna ráðleggja margir feg- urðarsérfræðingar konum, sem finnst þær vera of ungar til að hafa grátt hár, til að velja daufa og ekki hreina liti. Sultu-tíminn er kominn Tryggið yður góðan árang- ur af fyrirhöfn yðar. Varð- veitið vetrarforðann fyrir skemmdum. Það gerið þér bezt með því að nota Betamon óbrigðult rotnunarefni Bensonat bensolsúrt natrón Pectinal sultuhleypir Vanilletöflur Vínsýru Flöskulakk í plötum ALLT FKA CHEMIA H.F. Fæst f öllum matvöruverzl- unum. 10

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.