Vikan


Vikan - 03.09.1953, Blaðsíða 11

Vikan - 03.09.1953, Blaðsíða 11
Yfirmaður fangabúðanna í Ravens- briick sagði á stirðri ensku við amerísku hermennina: Þetta er frú Churchiil. Hún hefur verið fangi. Og Odette svaraði: Viljið þið gjöra svo vel að taka hann fastan. AÐ rökkvaði á síéttum ökrunum og furuskóg- arnir hurfu í myrkrið. Sólin gekk til viðar í litaskrúði og kvöldstjarnan blikaði eins og dem- antur á himninum. Um klukkan 10 var dregið úr ferðinni og ekið inn i þorp nokkurt. Odette sá hóp hermanna sem klæddir voru óvenjulegum einkennisbúningum, þeir stóðu á veginum þar sem hann mjókkaði og skipuðu bílnum að stanza. Súhren skipti í hlutlaust, steig á hemlana og drap á vélinni. Það var mjög kyrrt þegar lát- laust urrið í vélinni hætti að lokum. Hann sagði á stirðri ensku: — Þetta er frú Churchill. Hún hefur verið fangi. — Hún er ættingi Winston Churchill, for- sætisráðherra Breta. Odette steig út úr bílnum. Súhren fylgdi henni og stóð á götunni. Hann leit djúpt í augu hennar. Henni fannst hann vera að reyna af öllum vilja- mætti sínum að gefa henni eitthvað til kynna, en hún vissi ekki hvað hann meinti, og hún mun aldrei vita það. Hún sagði þá ákveðin: Sagan um Odette í bíó Bretar kvikmynduðu hetjusögu Odette, og verður sú mynd sýnd í Austurbæjarbíói innan skamms. Anna Neagle, ein kunnasta brezka kvikmyndastjaman, leikur aðalhlut- verkið, og er forsíðumyndin að þessu sinni af henni í því hlutverki. Sannleikanum er fylgt nákvæmlega í myndinni, enda skeði nóg í stríðssögu Odette til þess að gera hana spennandi alveg hjálparlaust. Svo var myndin frumsýnd í London, og var það talsverður viðburður. Konungsfjölskyldan heiðraði Odette með því að vera á frum- sýningunni. Hér fyrir neðan eru fjögur atriði úr kvikmyndinni. Njósnaskólinn var ákaflega leiðinlegur að sumu leyti, fannst Odette. Til dæmis þessi ókvenlega leikfimi. En þegar náminu Iauk og liún kvaddi, voru yfirmenn hennar sannfærðir um, að hún ætti eftir að reynast nasistum erfiður óvinur. Það reyndist líka svo. En þó kom að því, eins og í lífi svo margra njósnara á stríðstímum, að fjandmennimir komust á slóð hennar, og einn góðan veðurdag stóðu þeir yfir henni með marg- hleypur sínar. Hún var orðin fangi. Henri, þýzki njósnarinn, sem varð henni að falli, var einkennilegur maður. Hann var senniiegast ástfanginn af henni. Hann heimsótti liana í fang- clsinu oftar en einu sinni. Þegar Odette hafnaði „tilboðum“ hans, tók Gestapo við. Bavensbrúck — kvennavítið. Röndóttir búningar, tærð andlit, miskunnarlaus grimmd. Staðurinn þar sem tugþúsundir kvenna létu lífið. Þar átti Odette eftir að koma áður en baráttu hennar lauk — og áður en hún sigraði. — Og þetta er Fritz Súhren, yfirmaður fanga- búðanna í Kavensbrúck. Viljið þér gjöra svo vel að taka hann fastan. — Við Súhren sagði hún: — Fáið mér skammbyssuna yðar. Hann tók hana úr hulstrinu og fékk henni. Hún sagði: Takk fyrir og stakk henni í töskuna sína. Bandariski liðsforinginn hlustaði á sögu henn- ar með vaxandi vantrú. Að lokum sagði hann: — Við verðum að ganga úr skugga um þetta ásamt Bretunum, elskan. Þú skilur það. — Auðvitað. Hann undirritaði plagg þar sem henni var heimilað að fara allra sinna ferða um þorpið. Hann sagðist vera viss um, að það sem hún þráði mest væri rúm, ósvikið rúm. Odette hristi höfuð- ið. — Hún vildi heldur vera úti alla nóttina, undir berum himni. Hún hafði sinar ástæður. Hún kvaðst vilja gefa drengskaparorð upp á að fara ekki úr kallfæri. Þar að auki væru enn nokk-ur gkjöl í vagni Súhrens sem ríkisstjórn hennar gætu þótt fróðleg, og það væri skylda henn'ar að gæta þeirra. Hún fann bílinn á búgarði. Súhren og kven- maðurinn voru horfin, en hundurinn Lotti hnipr- aði sig á gólfinu. Hún klappaði honum og hann sleikti fingur hennar. Hinir bílarnir tveir, sem enn voru fullir af einkennisbúnum SS-mönnum, stóðu við f jósvegginn. Hún gekk þangað og sagði: — Talar einhver ykkar frönsku eða ensku? Einn þeirra sagðist skilja svolítið í ensku. — Ágætt. Segið vinum yðar að það sé til- gangslaust að reyna að strjúka. Það er enginn staður í Þýzkalandi eða öllum heiminum sem þið gétið flúið til. Þið eruð búnir að vera. Á morgun, þegar Bandaríkjamennirnir koma, verð- ið þið handteknir. Ég gef ykkur þessa skipun. Skiljið þið ? — Já við skiljum. Gute nacht, gnadige frau. Gnadige frau. Þetta var furðuleg kurteisi af vörum SS-manns við konu með þrútinn háls, engar neglur á tánum og ógreitt hárið niður á bak. Hún sagði virðulega: — Góða nótt. Hún gekk aftur að bil Súhrens og settist í framsætið. Hún sat án þess að hreyfa legg né lið og starði út í náttmyrkrið. Hún fann ekki til neinnar sigurgleði eða fagnaðar, bara óendan- legrar þreytu. Henni var ómögulegt að festa hug- ann við það að hún var frjáls, og hana langaði ekkert til að fara burt af þessum stað. Hún þráði bara að vera ein í myrkri sumarnæturinnar. Stundirnar liðu og kirkjuklukkan sló og tunglið steig upp á himininn, og þögnin var svo djúp að Odette heyrði hjarta sitt slá hægt og sterkt. Einhverntíma eftir miðnætti var þögnin rofin af fótataki i garðinum. Hávaxinn SS-maður, sá sem talaði ensku, sagði kurteislega: Afsakið, gnadige frau, það fer að kólna og hérna er frakk- irm minn. — Hann breiddi gæruskinnskápu yfir hné hennar og læddist burt. Það þurfti ekki nema þessa hugulsemi eins harðstjórans frá fyrri dögum, til að sannfæra hana um að þetta væri draumur, og hún myndi vakna innan múra Ravensbrúck. Til þess að sigrast á biturleikanum við að vakna, til þess að vera við því búin að líta hnarreist sólarupp- rásina innan fangelsismúranna, tók hún laufið milli fingra sér, og án þess að gera sér grein íyrir frelsinu, fór hún að þukla hinn dásamlega stilk, og fór aftur að hugsa um frækornið, vind- inn, tréð, greinina og laufið . . . 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.