Vikan


Vikan - 15.07.1954, Blaðsíða 2

Vikan - 15.07.1954, Blaðsíða 2
^4fkpáSTI)RllMlM Dísa hefur beðið um „Dalakofann“ eftir Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi. Allt Ijóðið er að finna í kvœða- safni hans, en þar sem það er svo langt, birtum við aðeins 1. 2. og síð- asta erindið. Vertu hjá mér, Dísa, meðan kvöldsins klukkur hringja, og kaldir stormar næða um skóga og eyðisand; þá skal ég okkur bæði yfir djúpið dökka syngja heim í dalinn, þar sem ég ætla að byggja og nema land. Kysstu mig — kysstu mig. Þú þekkir dalinn, Dísa, þar sem dvergar búa í steinum og vofur læðast hljótt, og hörpusláttur berst yfir hjarn og bláa ísa, og huldufólkið dansar um stjörnu- bjarta nótt. Ég elska þig; ég elska þig og dalinn, Dísa, og dalurinn og fjöllinn og blómin i elska þig. 1 norðri brenna stjörnur, sem veginn okkur vísa, og vorið kemur bráðum . . Dísa, kysstu mig. 1. Hvernig er utanáskriftin til þátt- arins Náttúrlegir hlutir? 2. Hvað er Malenkov forsœtisráð- herra Bússa gamall? 3. Hvenœr er Englandsdrottning fœdd ? JHver er valdamesti maður í heimi? Viltu svo birta fyrir mig textann við Sjómannavalsinn eftir Svavar Benediktsson. Svar: 1. Náttúrlegir hlutir, Ríkis- útvarpinu, Reykjavík. 2. Georgi Maximilianovitch Malen- kov er fæddur 1901 og er því 53 ára gamall. 3. Elizabeth Englandsdrottning er fædd 21. apríl 1926. 4. Við treystum okkur ekki til að skera úr um það, hvaða maður hafi mest völd í heiminum. Við erum áður búin að birta Sjó- mannavalsinn eftir Kristján frá Djúpalæk við lag eftir Svavar Bene- diktsson. Svo er mál með vexti, að ég œtla að fara að lœra iðn eða nánar sagt vélfrœði, og mig langar til þess að fá að vita það hjá þér, hvort maður þarf að hafa gagnfrœðapróf eða ein- hverja liœrri menntun eða hvort mað- ur þarf að byrja að lœra á verkstœði, sem bifvélavirki, eða hvernig maður Góð fermingargjöf sem hentað getur við fleiri tækifæri Fyrir nokkru kom í skrifstofu vora einn af kunnustu borgurum þessa bæjar og kvaðst ætla að gefa þrem barnadætrum sínum þá fermingargjöf, að fara með þeim á strandferðaskipi í kringum land. Kvaðst hann hafa spurt stúlkurnar að því, hvort þær vildu heldur að hann gæfi þeim nefnda ferð eða jafnvirði í pening- um, en stúlkurnar svöruðu einróma, að þær kysu miklu heldur að hann gæfi sér ferðina, enda munu þær skjótt hafa skilið, að ferðin í fylgd með margfróðum afa sín- um yrði ógleymanlegt ævintýri til áherzlu og viðbótar við námið í barnaskólanum. Árið um kring getum vér boði'ð yður far á góðum skipum milli innlendra hafna og einnig á milli íslands, Fœreyja, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur yfir mið- sumarið. En ráðlegt er að tryggja sér far í tíma. Skipaútgerð ríkisins á fyrst að snúa sér að því að byrja þetta nám og hve mörg ár það tekur að lœra það hér á landi. En ef þú, einhverra hluta vegna, sérð þér ekki fœrt að svara þessu, þá gjörðu svo vel að segja mér hvert ég á að snúa mér til þess að fá'upplýsingar. Svar: Af bréfi þínu er ekki alveg ljóst, hvort þú ætlar að gerast bif- vélavirki eða vélstjóri. Bifvélavirkjun er fjögurra ára nám í iðnskóla og á verkstæði, og vélvirkjun sömuleiðis, en eftir að því er lokið geta vélvirkjar farið í vélstjóraskólann og orðið vél- stjórar eftir þriggja ára nám þar. — Þú skalt því byrja á því að finna meistara til að taka þig og sækja um inngöngu í iðnskóla, en þú þarft að taka inntökupróf þar. Nánari upp- lýsingar geturðu fengið hjá skóla- stjórum iðnskólanna. Mig langar til að gerast áskrifandi að Vestur-íslenzka blaðinu Lögberg, en veit ekki hvar er umboðsmaður fyrir það liér á landi. Svar: Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar fær Lögberg reglulega. Skrifaðu þeim. Geturðu gefið mér upplýsingar um skáldkonuna Daphne de Maurier? Er hún á lífi? Hvaða bcekur hafa komið út eftir hana á islenzku? Eg hef lesið Rebeccu og finnst hún alveg afbragð. Ég fékk hana í Bœjarbókasafnimi. Er hún til i verzlunum? Svar: Daphne de Maurier er fædd • í London 1907. Hún er alin upp í Frakklandi en sneri aftur til Eng- lands og byrjaði að skrifa 1928. — Fyrsta sagan hennar var ,,The loving Spirit", sem ekki hefur verið þýdd, eftir þvi sem við bezt vitum. Auk Rebeccu vitum við að Jamaica- kráin, hefur verið þýdd. Sumar af sögum hennar hafa verið kvikmynd- aðar. Hingað hafa komið „French mans Creek“ og Rebecca, með Joan Fontaine og Lawrence Olivier i aðal- hlutverkunum. Póstinum hefur borizt eftirfarandi bréf og þökkum við bréfritaranum mjög vel fyrir upplýsingarnar. Hann segir: Eg hef oft veitt því athygli, að spurt liefur verið um það i Póstinum, hvar hœgt sé að komast i bréfasam- Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. Ástþórsson, Tjamargötu bönd við útlendinga. Ég skal nú gefa svar við þessari spurningu. Stutt- bylgjuútvarpsstöð nokkur í Sviss út- varpar á hverjum degi kl. 18,1,5—19,30 og stundum lengur á 31 meter, ýmsu efni til skemmtunar og fróðleiks og sama efni aftur 7 klst. seinna, eða ld. 01,1,5 á 1,9 m. Á laugardögum er sami þáttur, sem nefnist „World Youth Radio Magazine“. I þessum þœtti fara fram samtöl við ungt fóllc frá flestum löndum lieims og ýmislegt fleira, þ.á.m. smáþáttur, sem nefnist „Penfriend comer“. 1 þeim þœtti eru piltar og stúlkur 15—25 ára livött til að skrifa þœttinum, ef þau langar til að komast í bréfasamband við jafn- aldra sína erlendis, og síðan koma auglýsingar um bréfaviðskipti. Eg hef aldrei heyrt minnzt á Island í þáttum þessum, en öll hin Norður- löndin virðast kannast allvel við stöð þessa. T. d. er <u laugardögum lcl. 19,30 óskalagaþáttur, sem virðist mestmegnis vera notaður af Svíum. Svar til Villa: Utanáskrift Svifflug- félagsins er: Svifflugfélag Islands, Reykjavíkurflugvelli. Þangað skaltu senda umsókn þína. Félagið hefur líka síma og símanúmerið er í síma- skránni. Lóló biður um enska textann „You, you, you“, en þar sem textinn hefur verið „þýddur", þá birtum við hann á báðum málunum. Þú — þú — þú þú ert aðeins sú — sú — sú, sem ég elska nú — nú — nú ást mín ver mér trú — trú — trú. Þó -— þó — þó það í hug mér bjó — bjó — bjó væri af stúlkum nóg — nóg — nóg, er veittu hjartans fró — fró — fró. Síðan ég sá þig kæra sál mín i uppnámi er þér einni vill hamingju færa þú ein átt að tilheyar mér. Þú — þú — þú o.s.frv. You — you — you I’m in love with yoú — you —- you, I could be so true — true — true To someone like you •—- you — you. Do — do — do What you ought to do — do _____do, Take me in your arms please do. Let me cling to you — you____you. We were meant for each other. Sure as heaven’s above. We were meant for each other. To have to hold and to love. You — you — you, There s no one like you —- you — you You could make my dreams come true. If you say you love me too. Forsíðumyndina tók Þórður Bjarnar, Reykjavík. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. simi 5001,, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.