Vikan


Vikan - 15.07.1954, Blaðsíða 12

Vikan - 15.07.1954, Blaðsíða 12
i B ff Claretta Petacci, sem lifði og dó fyrir einræðisherrann NDÁ þótt Mussolini gleddist yfir því með sjálfum sér, að Clar- etta myndi fæða honum barn, hafði hann líka áhyggjur af hinu óhjákvæmílega hneyksli, sem hlaut að fylgja í kjölfarið. Clar- y____ etta hafði enga hugmynd um þennan ótta Mussolinis við almenn- ingsálitið og dró því enga dul á, hvað í vændum væri, hvorki við fore :.a né nánustu vini. Sun;: :10 var andrúmsloftið í Villa Camilluccia þrungið eftirvænt- ingu og s, ?m.. !. meðan beðið var tilkomu frumburðarins. Ný vagga var keypt í barnahcibergið. sem útbúið hafði verið, og barnavagn var einnig keyptur í sltyndingu. Claretta sat öllum stundum við að sauma barnaföt. En gleði hennar varð skammvinn, því að er dagarnir tóku að styttast og laufin að falla at trjánum, varð hún hastarlega veik og dró þessi sjúk- dómur til dauða hið nýja líf, sem tekið var að bærast innra með henni. Gera varð skyndiuppskurð á henni sjálfri til þess að bjarga hennar eigin lífi. Mussolini varð næstum alveg örvilnaður, og gat ekki hugsað sér að þurfa að bíða eftir fregnum at ástmey sinni, meðan uppskurðurinn stæði yfir. Hann krafðist þess að fá að vera viðstaddur i skurðstofunni og beið þar átekta klæddur skurðlæknisbúningi allan tímann, sem verið var að framkvæma uppskurðinn. Hið fyrsta, sem mætti augum Clarettu, þegar hún komst til meðvitundar, var áhyggjufullt andlit hans lútandi yfir hana. Þegar Claretta var komin úr allri lífshættu og hafði verið flutt heim til sín, heimsótti Mussolini hana daglega og sat löngum við sjúkrabeð henn- ar. Það var kaldhæðni örlaganna, að þetta skyldu verða einu stundimar, sem þau voru saman tvö ein í „speglasalnum", hinu íburðarmikla svefn- herbergi ,sem móðir hennar hafði látið útbúa af svo mikilli kostgæfni, þeg- ar bústaðurinn var byggður. Meðan Claretta var smátt og smátt að ná sér, lét hún hugann reika oft á tíðum til samverustunda þeirra Mussolinis á undanförnum árum. Einkum varð henni þráfaldlega hugsað til þeirra stunda, sem hún átti bundnar við kærastar og ljúfsárastar minningar. Auk hinna mörgu undursamlegu augnablika í Zodiac-herberginu, þar sem hún hafði beðið þolinmóð tímunum saman, unz hann allt í einu vatt sér inn í herbergið og umfaðmaði hana sínum sterku örmum, minntist hún sérstaklega skemmtiferðanna til Terminillo og Riccione. Þau voru vön að stunda vetraríþróttir í Terminillo og njóta hins svala og hressandi loftslags, brunandi niður snarbrattar hlíðar á skíðum, meðan leynilögreglumenn gættu pess, að þau fengju að vera í friði. Þarna naut Claretta hamingjunnar í ríkara mæli en unnt var að" gera í Róm, þvi að í Terminillo fannst henni Mussolini raunverulega tilheyra sér. Hann var með henni allan sólarhringinn fjarri áhyggjum og erli stjórnmálastarfanna, og hann vék aldrei frá henni eitt augnablik. Á sumrin fóru þau til Riccione eða til gamla kastalans, sem hann átti í Roccadella Carminate. Þarna var erfiðara um vik að hittast, því að þá fylgdist fjölskylda hans með hverri hans hreyfingu, og elskendurnir áttu fullt í fangi með að afstýra því, að Rakel, kona hans, gerði þeim heitt í hamsi með afbrýðisemi sinni. Claretta var þá vön að dveljast hjá foreldrum sínum í Rimini og hafði leynileg stefnumót við elskhuga sinn á afskekkt- um sveitavegum eða í dagrenningu á mannlausri ströndinni, þar sem þau ’syntu saman, meðan venjulegir skemmtiferðamenn sváfu svefni hinna rétt- iátu. Meðan Claretta lá Sjúk, rifjáðist upp fyrir henni, hvað Mussolini hafði verið framúrskarandi ástúðlegur við hana á sinn ákafa og ástríðufulla hátt. Hún minntist þess, þegar þau morgun einn stóðu saman á ströndinni í votum baðfötunum og hann hafði skyndilega orðið svo ofurliði borinn af tilfinningum sínum, að hann hafði hrópað út til hafsins: ,,Ég elska þessa stúlku! Ég tilbið hana! Vit það, ó, haf, að ég fyrir- verð mig fyrir það — hún er mitt vor, mín æska, það undursamlegasta í lífi mínu.“ Hún varð svo niðurbeygð við missi hins ófædda barns, að henni fannst hún þurfa Mussolinis meira með en nokkru sinni áður. Hana langaði til að hætta að vera hjákona hans, — hún þráði að verða eiginkona hans. Meðan á sjúkralegunni stóð, varð hún stöðugt afbrýðisamari gagnvart Rakel, og hún ímyndaði sér, að Mussolini væri í þingum við ýmsar aðrar konur. Þegar hann heimsótti hana, grátbað hún hann um að skilja við Rakel. Hún sagðist mundi skilja við Riccardo, og þá væri ekkert því til fyrirstöðu, að þau gætu gengið í hjónaband. Mussolini kom aldrei til hugar að stíga slíkt skref, en hann vissi, að algert afsvar mundi hafa í för með sér hat- ramt rifrildi, svo að hann tók þann kostinn að láta skína í, að hann kynni ef til vill að kvænast henni. Strax og Claretta var orðin nógu frísk, tók hún þvi að undirbúa skilnað við Riccardo. Vegna erfiðleika á að fá hjónaskilnað á Italíu, ákvað hún að fara til Ungverjalands og fá skilnaðinn þar. Faðir hennar lét hana hafa peninga til að greiða fyrir hjónaskilnaðarleyfið og nauðsynlegan ferða- kostnað, en annað fé hafði hún ekki handa milli. Hinn ungverski lögfræð- ingur hennar furðaði sig á, hve litlu fé hún eyddi í Budapest. Þar eð hún skipti engum gjaldeyri, hélt hann það stafaði af nízku, en sannleikurinn var sá, að stúlkan, sem hann kallaði í gamni „maddömu Pompadour Italíu“, þáði svo lítið af manninum, sem hún hafði helgað líf sitt, að hún var al- gerlega auralaus. Hún fékk skilnaðinn í desember 1941, og hann var lagalega viðurkennd- ur á Italíu tveim mánuðum síðar. Þegar Claretta kom aftur til Rómar, reyndi hún að taka upp sömu lifnaðarhætti og hún hafði vanizt áður en hún veiktist. Hún gerðist aftur daglegur heimagangur i Zodiac-herberginu, en henni fannst Mussolini ekki .eins málhreyfur og áður, og hún tók að óttast, að hún hefði misst af honum tökin. Hún reyndi að telja sjálfri sér trú um, að skilnaðurinn við Riccardo hefði fært hana nær því marki að verða eiginkona foringjans, en undir niðri vissi hún mætavel, að því var ekki þannig farið. Þegar hún sagði honum, að nú yæri hún laus við Riccardo, sagði hann við hana umbúðalaust: ,,Að eyðileggja hjónaband er eins og að fremja sjálfsmorð. Ég hata sjálfsmorð, nf því að ég fyrirlít veikgeðja aumingja." Það var skoðun hans, þó að ýmsum kunni að koma það spánskt fyrir sjónir, að gera yrði skarpan greinarmun á formlegu hjónabandi, hinum helgu véum fjölskyldu og hjónabands, og „ástarævintýrum", hins vegar, jafnvel þótt ævintýrin kynnu að leiða til ótrúmennsku í hjónabandinu. Þessi skoðun lýsti sér meðal annars i því, að þrátt fyrir öll hans mörgu víxlspor i tryggðamálum hjónabandsins og þar á meðal hið langa samband hans við Clarettu, þá hélt hann því alltaf fram við konu sína, að hún gengi fyrir öllu í lífi hans, og hann var tvímælalaust mjög ræktarsamur við fjöl- skyldu sína. Rakel, kona hans, hefur sjálf sagt, að henni hafi alltaf þótt jafnvænt um eiginmann sinn á hverju sem hafi gengið. Enda þótt hún vissi um allt hans ástarbrall, var hún þess alltaf fullviss, að hún hefði sterkari tök á honum en nokkur önnur kona. Þessar hugmyndir Mussolinis um hjónabandið voru heldur óhugnanlegar fyrir Clarettu, sem háfði afsalað sér öllu, sem máli skipti í lífinu, til þess að geta elskað hann og þjónað honum. Hún varð svo óttaslegin við til- hugsunina um, að hún kynni að missa hann, að hún varð bæði þunglynd og svartsýn og sagði við vini sína, ,,að hún væri viss um, að hatursmenn sætu um líf sitt“. Hún kvaðst óttast, að sín mundi bíða grimmilegur dauðdagi, og væru fasistarnir, sem andvígir væru ástum hennar og Mussolinis, að brugga sér Það sem á undan er farið Þegar Mussolini komst að því, að Claretta hafði fengið nýjan aðdáanda, varð hann ofsalega afbrýðisamur og lagði hendur á vinkonu sína í bræði sinni. Eftir það breyttist samband þeirra og varð nú ást- ríðufyllra en áður hafði verið. Claretta gerðist frá þeirri stundu hjákona Musso- linis og hálfgildings húsmóðir í aukaíbúð hans í höll- inni, Palazza Venezia. Þar bíður hún Mussolinis á degi hver jum, og þeg- ar hann kemur, hlustar hún í lotningarfullri aðdáun og þögn á gort hans og glamuryrði. Hann verður allt- af meira og meira átrúnaðargoð hennar. Og enda þótt þau hittist daglega, skrifast þau líka stanzlaust á. Claretta sendir jafnan blóm eða smágjafir með bréf- um sínum. Dag nokkurn kemur Mussolini að tómu herbergi hennar í höllinni. Hann er látinn vita, að hún sé sjúk, og þegar hann hringir heim til föður hennar og talar við hana, segir Claretta honum, að hún sé barnshaf- andi. 12

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.