Vikan


Vikan - 15.07.1954, Blaðsíða 4

Vikan - 15.07.1954, Blaðsíða 4
Hvernig farið er að pví að eiga ástir karlmanns iMjxf&wo. DíetJúcA samdi þessa grein fyrir amerískf kvennablað. Hér eru nokkrar af niðurstöðum leikkonunnar: ® Við nöldur veslast ástin upp og deyr ® í hjónabandi eru ekki allir dagar sunnudagar Ast til óánægðra kvenna kulnar fljótt Þar fyrir utan er Vikan viss nm, að skoðanir höf- undar muni koma ýmsum konum spanskt fyrir sjónir. LSKAÐU hann. Skilyrðislaust og af öllu hjarta.- Reyndu ekki að temja hann. Láttu hann halda áfram að vera óbeislaðan. Þannig var hann, þegar þú fannst hann. Reyndu ekki að breyta honum. Hann getur ekki elskað þig, ef þú verður siðameistari hans. Við vinnu sína, hver sem hún kann að vera, verður hann að gera það, sem honum er sagt að gera. Þess- vegna ber þér að láta hann í friði, þá hann kemur heim — hann er búinn að fá sig full- saddan á hinu. Á meðan hann var í vinn- unni, hafðir þú hinsvegar ekki yfir neinu að kvarta. Enginn var að skipa þér fyrir verkum. Þú hefur ákveðin skylduverk að leysa af hendi, en þér er sarnt í sjálfsvald sett, hvenær þú býrð um rúmin eða skúrar eldhúsgólfið. Þú ert drottningin í húsi þínu. Vertu því ekki með neitt nöldur. Við nöldur veslast ástin upp og deyr. Sem kona áttu til þúsundir fylgsna til þess að geyma í sorgir þínar til morguns. Karlmaðurinn á engin slík fylgsni. Tilfinn- ingakerfi hans er ekki eins fullkomið og þitt. Þar af leiðandi verður þú sjálf að vera fullkomnari en hann, ef þú ætlar á annað borð að elska hann vel. Þetta er mikið auðveldara en maður skyldi ætla. Renndu huganum til þess dags, þegar þú byrjaðir að elska. Þá fannst þér himneskt að lifa, því að þú unnir honum. Þú sýndir enga heimtufrekju — á það hefurðu ekki viljað hætta. Svo varð hann ástfanginn af þér. Lífið var eintómur unaður. Þú skartaðir daglega þínu bezta — og líka hjarta þitt. Það var eilífur sunnudagur. En í hjónabandinu eru ekki allir dagar sunnudagar. Þú, sem hefur lifað í ævin- týralandi, kannt að finna til nokkurra von- brigða. Þú hyggur þá, að hér sé einhverj- um um að kenna. Og þá er auðvitað auð- veldast að skella skuldinni á ævintýra- prinsinn sjálfann. Það er hreint ekkert víst, að hann sé sökudólgurinn. Það vill bara svo til, að hann er nærtækur. Og hann er ekkert sér- staklega laginn að verja sig. Asakanir þín- ar gera hann ruglaðan. Það má ef til vill segja, að þú hafir — ef þér sýnist — af nógu að taka. Þú getur nöldrað út af hinum daglegu skyldustörf- um, hitasvækjunni í eldhúsinu, leiðinlegum heimsóknum — og minnkapelsinum, sem þú lætur þig dreyma um. V V Hann tekur þessu með þolinmæði, af því hann elskar þig og vill hafa frið í húsinu. En þá kemur líka brátt að því, að hann sleppir tilkalli sínu til þess, sem er honum þó harla mikils virði; hann hættir að vera húsbóndinn á heimilinu. Þannig bíðið þið bæði tjón. Til þess að njóta þín fullkomlega sem kona, þarfnastu manns, sem þú getur borið virðingu fyrir. Ef þú steypir honum úr húsbóndasætinu, er sízt að furða, þótt þú verðir óánægð — og ástin til óánægðra kvenna kulnar fljótt. Of margar konur ætla, að þær eigi „rétt til skemmtana, eigna, þæginda o.s.frv.“ — Slíkar konur verða gjarnan latar og ætlast til þess að eignast öll heimsins gæði endur- gjaldslaust og fyrirhafnarlaust. En er það ekki til nokkuð mikils mælst? Það er ekkert íhlaupaverk að gera mann hamingjusaman. Sé það rækt af fullri sam- vizkusemi, gefur það þér lítinn tíma til sjálfsmeðaumkunar. Ef þú átt böm, hef- urðu alls engan tíma til slíkra hluta. En þegar þú beinir starfskröftum þínum að því að skapa gæfuríkt heimili, hlýturðu að iaunum mikla hamingju. V V Af slíkri hamingju muntu líka margt fá lært. Þú munt komast að því, hvað gleður hug hans mest, og hvað hann hefur mesta óbeit á. Þú munt uppgötva, hvenær það hentar bezt að þegja, hvenær bezt er að tala, hvenær þér ber að láta skoðanir þínar í ljós — og hvenær ekki — hvenær þú eigir að spyrja, hvernig honum gangi í vinnunni og hvenær heppilegast sé að bíða þar til hann byrjar sjálfur að tala um það. Þú munt læra, hvenær þú átt að taka á móti honum með kossi og hvenær eitt hlýlegt handtak er feikinóg. Sá næmleiki, sem hamingju þinni verður samfara, mun einnig koma þér til að klæð- ast þeim kjólnum, sem honum finnst svo fallegur, en ekki hinum, sem honum finnst of áberandi og þröngur. Þú munt hætta að taka fram í fyrir honum, þá er hann segi'r frá. Láttu hann um sínar sögur, þú getur sagt þínar. Og hlustaðu með athygli, enda þótt þú hafir kannski áður heyrt sög- urnar hans. Mundu, að hann hefur líka sennilegast þegar heyrt þínar. Leyfðu honum að lesa dagblöðin. En vertu ekki að læðast í kring um hann eins og píslarvottur. Rjúktu ekki á dyr. Farðu bara. En kysstu hann fyrst, því ella kynni hann að halda, að þú værir reið. Hann er orðinn vanur því að gruna, að hann hafi brotið eitthvað af sér. Ef hann særir þig, þá mundu þetta: Það getur enginn sært þig illa, nema þú elskir hann. En gerðu ekki manninn þinn leiðan og eirðarlausan, með því að saka hann um grimmd og því um líkt. Bíddu þar til þér er farin að renna reiðin, ella kynnirðu að taka of sterklega til orða. OÉRTU eins hamingjusöm eins og vel ^ gift kona skyldi vera, muntu ekk- ert hafa á móti því að vera heima, þegar hann er þreyttur, þegar hann vill frekar hlusta á útvarpið eða þig í stað þess að hlusta á tuttugu manns masa í veizlu. Þröngvaðu honum ekki til framkvæmda. Arangurinn verður ætíð beztur, þegar hann gerir hlutina af fúsum vilja. V Konan er ekki þannig gerð af skaparans hendi, að henni henti einsetulífið. En karl- manninum getur hún gefið yl og birtu og gætt hann þeim lífskrafti, sem hann þarfn- ast, til þess að hæfileikar hans njóti sín í ríkustum mæli. 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.