Vikan


Vikan - 15.07.1954, Blaðsíða 11

Vikan - 15.07.1954, Blaðsíða 11
Ursula Betts ólgaði af ævintýraþrá. Og einn góðan veðurdag var hún orðin leiðtogi villimanna í Indlandi EG hitti fyrir skemmstu unga konu, sem verið hafði gyðja villimanna. Ég hafði tal af henni í London, og hún sagði mér í fáum orðum söguna af því, hvernig mongólskir villimenn hefðu tek- ið hana „í fóstur“ og hvernig það hefði atvikast, að hún varð eina brezka konan, sem stjórnaði vígstöðva- liersveit í síðustu heimsstyrjöld. Hún heitir Ursula Graham Betts. Hún er gift núna og á unga dóttur, en einhvernveginn hefur hún samt trrna til að fara í ævintýralegar landkönnunar- ferðir, skrifa blaðagreinar og flytja útvarpsfyrir- lestra. Ursula var tvítug og orðin dauð- leið á samkvæmislífinu í London, þeg- ar skólasystir hennar bauð henni að heimsækja sig í Indlandi. Hún tók sér far til Calcutta vorið 1939, full af tilhlökkun og ólgandi ævintýra- þrá. En menningarblærinn á Calcutta vakti hjá henni vonbrigði. Hún var því ekki sein að grípa tækifærið, þeg- ar henni af hehdingu bauðst þátttaka i yisindaleiðangri, sem gera átti út til Assam. Hún reyndist hinn mesti ferða- garpur. Hún möglaði ekki, hvað sem á dundi, og hún kvartaði ekki, þótt leiðin lægi dögum saman um dimma frumskóga og endalausa mýrafláka. Hún varð snortin af þessum dular- fulla og undarlega heimi. En ævintýrið var í rauninni naum- ast byrjað. Fréttir berast undurhratt í frumskógunum, og þótt ferðalang- arnir yrðu þess ekki varir, fylgdust árvökul augu með ferðum þeirra og hraðboðar báru tíðindin til hins rikj- andi kynflokks í hinum fjarlægu fjallahlíðum. Þetta var kynflokkur hinna svo- kölluðu Zemi Naga, en menn hans hafa til skamms tíma haft hið mesta hatur á Englendíngum og gert sitt ýtrasta til að koma þeim fyrir katt- arnef. Dag nokkum birtist hópur hraust- legra striðsmanna í skógarrjóðri einu og skipaði leiðangursmönnum að nema staðar. Foringi leiðangurs- ins þóttist sjá af framkomu þeirra, að þarna væru Zemi Nagar á ferð. Hann skipaði félögum sínum þvi að hlýða. Þegar hér var komið, steig Ursula fram til þess að taka mynd af strxðs- mönnunum — og með hinum furðu- legasta og óvæntasta árangri. Hinir stoltu og herskáu Nagar vörpuðu sér sem einn maður til jarðar og vott- uðu henni lotningu sína. Þegar túlkur leiðangursmanna spurði þá um erindið, kváðust þeir komnir til þess að fylgja henni til þorps síns. Þeir aftóku að leyfa fé- lögum hennar að koma með. 1 fyrstu neitaði foringi leiðangursmanna að leyfa henni að fara, en lét þó að lok- umi undan þrábeiðni hennar, með því skilyrði, að túlkurinn fylgdi henni. Þegar Ursula kom til þorpsins nokkrum stundum síðar, var hún leidd að palli, ‘sem stóð á hauskúpum. Þar tók höfðingi kynflokksins á móti henni með ræðu, en túlkurinn túlk- aði jafnóðum. Þá skýrðist það, hvers- vegna viðstaddir sýndu Ursulu svona mikla lotningu. Fyrir sjö ánim hafði indverska landsstjórnin fært hina 14 ára gömlu drottningu Naga í fang- elsi, en samkvæmt siðvenjum þeirra, var hún líka holdi klædd gyðja. Glæpur hinnar ungu drottningar ? Hún hafði látið hálshöggva brezkan stjórnarerindreka, sem gerður var út af örkinni til þess að dæma í landa- þrætu. Áður en hún var flutt á brott, hafði drottningin, sem raunar var að ýmsu leyti nauðalik Ursulu, heitið kynflokknum því, að hún mundi snúa aftur í þeirri mynd, að óvinir henn- ar og ofsækjendur gætu ekki þekkt hana. Einn af njósnurum Naga hafði séð Ursulu með leiðangrinum og flýtt sér að flytja heim gleðitíðindin um heim- komu ,,gyðjunnar“. Ursula ákvað að láta sér þetta vel líka. Hún hugði, að hún mundi geta komið ýmsu góðu til leiðar sem drottning og gyðja. Hún hófst um- svifalaust handa, og nokkrum mán- uðum síðar hafði hún aflað ýmis- konar nauðsynlegra lyfja, bundið endi á hauskúpuveiðar kynflokksins og stofnað dómstól til þess að út- kljá hinar endalausu landaþrætur. Þó var hún í rauninni í stöðugri hættu. Hin rétta gyðja gat á hverri stundu fengið lausn úr fangelsinu og komið upp um svikin. Lausafregnir af heimsstyrjöldinni bárust ekki til héraðsins fyrr en mörgum mánuðum eftir að hún braust út. Þegar Ursula brást við og bjóst til að fara hið skjótasta til Englands, bað indverska landstjórnin hana að vera um kyrrt og beita á- hrifum sínum við landsmenn mál- stað bandamanna til framdráttar. Hún féllst á þetta. Svo hófu Japanir þátttöku sína í stríðinu í desember 1941. Vorið eftir hafði leikurinn boi'ist til Burma. Urs- ula fékk tilmæli urn að stofna skæru- liðasveitir rneðal hinna innfæddu. ,,Þá komumst við í vanda,“ segir hún. ,,Ég var oröin gjörsamlega pen- ingalaus og gat ekki haldið áfram að dveljast þarna í skógunum ólaun- uð. Hinsvegar var hvergi í ensku launalögunum gert ráð fyrir því, að stjórn hans hátignar hefði gyðju i þjónustu sinni. Að lokum var málið leyst með því að ráða mig til mála- rnynda sem vélritunarstúlku og borga mér laun samkvæmt því. Fyrsta op- inbera framkvæmd min var að afla sjötíu riffla.“ Þetta var 1942. Og í tvö ár ferð- aðist Ursula um frumskógana með skæruliðum sínum og hafði gát á ferðum Japana. Svo var það dag einn, að tuttugu sárþreyttir indverskir hermenn komu til bækistöðva hennar. Þeir báru henni þau tíðindi, að óvinirnir nálg- uðust óðfluga og að ekkert stæði fyrir þeim. „Mér er kunnugt um,“ sagði for- ingi Indverjanna, ,,að fimmtiu Jap- anir eru á þessari stundu á leiðinni til þoi-ps ykkar.“ „Hvað ætlið þið að gera-?“ spurði Ursula. „Gera gagnáhlaup," svaraði liðs- foringinn. „Getið þér lánað okkur fylgdarmann?" Á sömu stundu birtist hraðboði með orðsendingu til Ursulu frá að- albækistöðvum brezka hersins: „Komið tafarlaust." Ursula svaraði um hæl: „Skil ekki orðsendingu yðar. Er að leggja til atlögu gegn óvinunum." Þetta var fyrsta orustan, sem hin hugrakka stúlka lenti i. Þær urðu brátt fleiri. Seint á þessu ári hafði Ursula í fyrsta skipti fregnir af manninum, sem hún átti eftir að giftast. Dag einn stóð eftirfarandi í hinni opinberu herstjórnartilkynningu: „F. N. Betts majór hefur orðið viðskila við her- sveit sína og er týndur. Sennilegast er talið, að hann hafi fallið." Sex vikum síðar birtist grannur, tötralegur maður í bækistoðvum hinnar hvítu gyöju og var leiddur fyrir hana. „Hver eruð þér?“ spurði hún. „Betts majór,“ var svarið. „Eg er kominn fótgangandi frá Chindwin." Framhald á bls. 15. Ursula segir: „Ef þú hefur áhyggjur af því, hvaö fólk kunni að segja um þig, þá muntu alltaf hjakka í sama farinu.“ Skál í Cosf ICO ITÚN er gómsæt mjólkin. En hún er líka víða JL af skornum skammti. Því er það sem Barnahjálp S. Þ. beitir sér fyrir mjólkurgjöf til barna. Myndin er tekin í Costa Rica, þar sém 50,000 fcörn fá nú sinn daglega mjólkurskammt fyrir atbeina hjálpa.rstofnunarinnar. ojBftrts nu §ji* x fi ii

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.