Vikan


Vikan - 15.07.1954, Blaðsíða 15

Vikan - 15.07.1954, Blaðsíða 15
Heim i síðdegiste Framhald húninn. — Má ég koma inn, Rose- mary? í>að var Philip. — Auðvitað. — Ö, afsakið, sagði hann þegar hann birtist í dyrunum. — Það gerir ekkert til, svaraði^ Rosemary brosandi. — Þetta er vin- kona min, ungfrú . . . — Smith . . . sagði illa klædda stúlk- an, en röddin var róleg og djarfleg. — Auðvitað, sagði Philip og kom auga á hattinn og kápuna, sem enn lágu á gólfinu. — Það er andstyggi- legt veður, sagði hann svo og brosti elskulega. —Viltu koma snöggvast inn í bókaherbergið, Rosemary, ef ungfrú Smith vill afsaka okkur? Stór augu störðu á hann, en Rose- mary varð fyrir svörum. — Auðvitað vill hún það. Og svo fóru þau fram. —- Hvað á þetta að þýða? spurði Philip, þegar þau voru orðin ein. Rosemary hló og hallaði sér upp að hurðinni. — Ég fann hana í Cur- zon Street. Hún bað um peninga fyr- ir tebolla og ég kom með hana heim. Ég ætla að reynast henni vel og vera góð við hana . . . — En kæra barn, þú ert ekki al- mennileg! Svona lagað gerir maður ekki. —- Eg vissi að þú mundir segja þetta, svaraði Rosemary. — En hvers vegna ekki? Maður er alltaf að lesa um það. Ég er búin að álcveða . . . — J-á, sagði Philip hægt og skar af bls. 7. endann af vindlinum sínum. — Hún er aðdáanlega falleg . . . — Falleg ? Rosemary varð svo undrandi að hún roðnaði. — Finnst þér það? Það datt mér ekki í hug. — Hamingjan góða! Philip kveikti á eldspýtu. Hún er blátt áfram yndis- leg. Ég varð alveg orðlaus, þegar ég sá hana. Ég held að þér hafi mis- sýnzt hrapalega. Afsakaðu, ef ég er dónalegur, en láttu mig vita ef ung- frú Smith borðar kvöldverð hérna, svo ég ! geti flett upp í „Dagblaði Hattakvenna!" — Viðbjóðslegi asni, sagði Rose- mary og fór. En hún fór ekki beint upp í svefnherbergið, heldur settist niður við skrifborðið í litlu stofunni. Falleg! Blátt áfram, yndisleg! Orð- laus! Hjarta hennar tók kipp og hún greip ávísanaheftið. Æ-nei, ávísun væri víst ekki hentug. Svo opnaði hún skúffuna og tók upp úr henni fimm eins punda seðla, leit á þá, lagði tvo þeirra aftur niður í skúffuna og gekk upp í svefnherbergið. Þegar Rosemary kom niður í bóka- safnið hálftíma seinna, sat Philip þar enn. — Ég ætla bara að segja þér . . . hún horfði íbyggin og með geislandi augnaráði á hann, — að ungfrú Smith borðar ekki með okkur. Philip lagði frá sér blaðið. — Hvað kom fyrir? Var hún vant við látin? Rosemary settist í kjöltu hans. — Hún vildi endilega fara, svo ég gaf litla greyinu nokkur pund. Ég gat þó ekki haldið í hana, fyrst hún vildi það ekki. Rosemary var nýbúin að snyrta sig og setja á sig perlufesti. Nú tók hún um höfuð Philips. ■— Þyk- ir þér vænt um mig? spurði hún og djúpa röddin hafði sin áhrif. -—- Mér þykir óumræðilega vænt um þig, sagði liann og þrýsti henni að sér. — Kysstu mig. Nú varð stutt þögn. Svo sagði Rosemary dreymandi. — Ég sá dá- samlega fallega öskju í dag. Hún kostaði tuttugu og átta gineur. Má ég kaupa hana ? — Já, það máttu, litli eyðslusegg- urinn minn! En það var ekki þetta sem Rose- mary lá á hjarta. — Philip, hvislaði hún og faldi and- litið við barm hans. — Er ég falleg? Drottning villimannanna Framh. af bls. 11. Fljótið Chindwin var í 200 mílna fjarlægð! Þegar innrás Japana hafði verið hrundið og ósigur þeirra var fyrirsjá- anlegur, gengu þau í hjónaband, Urs- ula og majórinn. En þetta var ekki nóg í augum höfðingja Naga-kyn- flokksins. Rétt til þess að vera viss um, að hnúturinn væri nógu traustur, rændi hann brúðhjónunum, gifti þau að hætti hinna innfæddu og efndi til 36 klukkustunda brúðkaupsveizlu. Að því loknu veitti hann þeim blessun sína og sendi þau burtu. Brezka stjórnin vottaði Ursulu þakklæti sitt í stríðslok. Þá barst henni dag nokkurn stórt umslag með mörgum opinberum stimplum og inn- siglum. 1 þvi voru hvorki meira né minna en fimm heiðursmerki. Ég spurði drottninguna fyrrver- andi, hvort hún hefði nokkur heilræði að gefa ungum stúlkum, sem langaði að upplifa ævintýri. „Amma var vön að segja: Ef þú hefur áhyggjur af því, hvað fólk kunni að segja um þig, þá muntu alltaf hjakka í sama farinu. Svo ég hef forðast slíkar áhyggjur," svar- aði hún. — FRANCIS FLYTTON. MUNIÐ NDRA MAGASIN ‘ENGLISH ELECTRIC HEIMILISTÆKI hafa á undanförnum áratugum sannað svo ágæti sitt, að vart verður á betra kosið. Meðfylgjahdi myndir gefa að líta þær heimilisvélar, er vér eigum að staðaldri fyrirliggj- andi: Gjörið svo vel að skoða hjá okkur: KÆLISKÁP A ÞVOTTAVÉLAR STRAUVÉLAR HRÆRIVÉLAR LAUGAVEG 166 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.