Vikan


Vikan - 15.07.1954, Blaðsíða 10

Vikan - 15.07.1954, Blaðsíða 10
HEIMILIÐ RITSTJÖRI: ELÍN PÁLMADÓTTIR Að feröast með barn með að hreyfa sig og leíka sér í flug- vélum, en þau sofa aftur á móti yfir- leitt ákaflega vel. I2g hef ekkert sérstakt á móti skip- um. Það er dásamlegt að ferðast á þeim með stálpuð börn, en ef þau eru 1—4 ára gömul, þá er eins gott að hafa gát á þeim. Það getur verið að þau fáist til að sofa á meðan maður borðar og að þau klifri ekki upp í bjö'rgunarbátinn, en það er öruggast að hvíla sig vel, áður en lagt er af stað í ferðalag á skipi. Þ®R eru margar húsmæðurnar, sem aldrei geta farið í sumarfrí „vegna barnanna“. En þær hefðu kannske gam- an af því að lesa nokkur heilræði konu, sem hefur ferðast mikið og aldrei án þess að hafa yngra barn en þriggja ára með í förinni. Hún segir: Ég hef lagt upp i ferðalag um Krakkland þvert og endilangt með hálfs mánaða gamalt barn og um Spán með þriggja mánaða gamalt barn. Við höfum ferðast með bílveik börn í bílum, hrædd börn í flugvélum og athafnasöm börn á skipum. Þrátt fyrir góða viðleitni hef ég gert ótal axarsköft. En allir þessir smáerfiðleikar hafa samt sannfært mig um, að það er vel hægt að ferðast með bórn, án mikillar fyrirhafnar, það er að segja ef ekki er litið á þau sem aukafarangur, en allt ferðalagið miðað við þau og skipulagt fyrst og fremst með tilliti til þeirra. Þetta eru engar ýkjur, því ef barninu iíður vel á ferðalaginu, þá eru líka allir aðrir ánægðir. Ef það er aftur á móti úrillt og rellið, þá er ferðin eyðilögð fyrir hinum. En hvernig á þá að hafa barnið á- nægt? Til þess þarf tvennt, sem að vísu er dálítið erfitt að tryggja á ferðalagi, en það er hvíld og viðfangs- efni. Þetta tvennt þarf barnið alltaf að hafa á víxl. Hvíldin gengur fyrir öllu. Ferðin verður ánægjuleg ef barnið getur sof- ið rólega og fyrir þvi ætti fyrst og fremst að hugsa. Þið hugsið kannski með sjálfum ykkur, að þreytt barn sofi hvar sem er, en það er ekki alveg rétt; það sefur t. d. ekki mjög vel í fanginu á móður sinni, eða sitjandi í kjöltu hennar. Hún þreytist líka á því að geta ekki hreyft sig og þegar Jromið er á áfangastað eru bæði orðin úrvinda af þreytu og ergileg. Það er því lang heppilegast að barnið ferðist með rúmið sitt með sér. Barnarúm í bílnum. Ef ferðast er í bíl, er bezta lausn- in að útbúa í aftursætinu reglu- legt rúm með sængurfötum og helzt, ef hægt er að koma þvi við, sængur- fötunum, er barnið er vant að sofa við. Þar getur barnið sofið eins og það er vant, meira að segja í náttfötum og með bangsann sinn, ef ferðin er löng. Það fer sjaldan vel um tvö börn í aftursætinu, þegarr þau eiga að fara að sofa. Þau snerta hvort annað og fara að lokum að slást. En það er oftast hægt að búa um annað þeirra milli sætanna, á lítilli vindsæng, efþað er nauðsynlegt. Ungbörn er auðvitað bezt að hafa x kassa með hönkum á, svo hægt sé að bera þau sofandi út úr bílnuim. •— Hann getur staðið í aftursætinu, en til frekara öryggis, er bezt að krækja honum aftan á framsætið. Slíkar vöggur fást nú úr plastefni, en þær eru dýrar. Það er líka vel hægt að búa þær til sjálfur. Ein vinkona mín, sem þurfti að ferðast með 13 mánaða gamlan son sinn, bjó til nokkurs kon- ar kassa, sem náði yfir aftursætið í bílnum hennar og bilið að framsætinu, þegar hún lagði hliðarnar í honum niður. Hún saumaði plastefni utan um kassann og þegar búið er að festa hliðarnar aftur upp með krókum, þá er þetta fyrirtaks rúm. Á daginn er töskunum komið fyrir milli sæt- anna, hliðarnar í rúminu lagðar nið- ur og þannig myndast rúmgóð „leik- grind“ fyrir drenginn. Þannig getur hann sofið, leikið sér og verið ánægð- ur í aftursætinu. Laghentur pabbi getur þannig sleg- ið tvær flugur í einu höggi og séð barni sinu fyrir náttstað og leik- grind. Barn, sem ekki kann að lesa, getur ekki og á ekki að vera kyrrt lengi. Sé það þvingað til þess, þá end- ar það fyrr eða síðar með óþægð. Leikföng og hreyfing. Reynið svo að sjá um að barnið fái að hreyfa sig og leika sér. I bíl er ekkert auðveldara. Ef stanzað er í fimm mín. af hverjum Itlukku- tíma, og barninu leyft að hlaupa um og hafa hátt, þá er nokkurn veginn hægt að hafa hemil á því i bílnum. Sé hægt að koma barninu þannig fyrir að það sjái út, þá er það mikils virði. 1 Ameriku fást nú barnasæti, sem hægt er að krækja á bakið á bílsæt- inu og sum eru meira að segja þann- ig útbúin, að barnið getur látizt vera að aka bilnum sjálft. Þó ferðin sé löng, þá er eklu nauð- synlegt að hafa uppáhalds bangsann með. Eitt leikfang nægir hvort sem er sjaldan til að skemmta barninu í marga klukkutíma. Það er betra að hafa nokkur fyrirferðalítil leikföng (það má vera blýantur, spil, blað- snepill, myndabók eða eitthvað þess- háttar). Bezt er að þau séu ný. Síðan fær maður barninu þau, eitt í einu, til að halda áhuga þess vakandi. Máltíðirnar eru auðveldar viðfangs. Það er hægt að hafa hitabrúsa með mjólk, ávexti og smurt brauð í tösku, án þess að hafa mikið fyrir því. En munið að á ferðalögum biðja börn oftar um að drekka en að borða. Handþurrka er ómissandi eða öllu heldur pakki af andlitsservéttum úr pappír. Þær koma í staðinn fyrir munnþurrkur, vasaklúta, þvottapoka, umbúðir og fjölmargt annað. Þær þurfa að vera við hendina í handtösk- unni, ásamt leikföngunum og matn- um. Það er ákaflega þægilegt að búa til poka eða vasa úr lérefti til að geyma i og hengja hann aftan á framsætið. Undir venjulegum kringumstæðum nægir það, sem hér hefur verið talið, þó börn séu með í ferðinni. En það er ekki sjaldgæft að börn þurfi ein- hvers sérstaks við. Bílveik. börn þurfa t. d. að fá eins mikið hreint loft og hægt er, og það þarf að stanza helmingi oftar þeirra vegna (munið að það er betra að fyrirbyggja en lækna bílveiki). Ef barnið er bílveikt, má alls ekki reykja í bilnum. Annars er hægt að fá meðul gegn bílveiki. Vanaföst böm. Það er ákaflega al- gegnt að 1—3ja ára börn séu vana- föst og þá verður að taka koppinn þeirra með. Munið, að í flugvélum er hávaðinn frá vélinni oftast meiri frammi í snyrtiklefunum, og það hræðir börnin oft frá að setjast á klósettið. En þrátt fyrir þennan smágalla, þá er lang auðveldast að ferðast með börn í flugvél. Það þarf svo lítið að háfa gát á þeim. Börn eiga érfitt Salatuppskriftir AGÚRKUSALAT 1 agúrka, salt, % dl. edik, % dl. vatn, 35 gr. sykur, 1 tsk. hvítur pipar. Agúrkan er flysjuð og skorin í mjög þunnar sneiðar. Sneiðarnar eru lagðar á flatan disk og salti stráð yfir þær. Síðan er lögurinn pressað- ur úr agúrkusneiðunum og látinn standa í 1 klukkústund. Þá eru sneið- arnar þurrkaðar með hreinum klút, án þess að þær brotni, því næst er edikinu og kryddinu hellt yfir þær og þær síðan látnar standa i nokk- urn tíma. GULRÖTARSALAT 500 gr. gulrætur (eða gulrófur), 25 gr. hveiti, 25 gr. smjör, 2% 1. jurta- eða kjötseyði, 2 eggjarauður, 2 msk. matarolía, % tsk. smátt skor- m pétursselja, 1 tsk. sykur, salt. Gulrófurnar eru þvegnar og skafn- ar, síðan skornar í smáa, ferhyrnda bita og látnar í sjóðandi saltvatn, soðnar unz þær eru meyrar. Hveitið jafnað með jurtaseiðinu og smjörið látið saman við. Eggjarauðurnar eru hrærðar og jafnað í sósuna. Þegar sósan er orðin köld er kryddið látið í hana og sítrónusafa, matarolíu, pétursselju og gulrótum blandað vandlega saman við. Að veSja sundbolinn Á myndinni eru þrír sundbolir, sem allir eru fallegir og samkvæmt nýjustu tízku. En hver þeirra um sig er gerður til að fela einhver vaxtalýti. Fyrsti bolurinn hefur fellingar úr vatnsþéttri, stífri blúndu að ofan og er því hentugur fyrir þær brjóstalitlu. Bogalínur yfir brjóstin láta þau sýnast stærri. Pilsið á næsta sundbol dregur athyglina frá miklum mjöðmum og er líka hentugt fyrir þær, sem finnst þær vera of læramiklar. En þriðji sundbolurinn, sem er í ,,sarong“- stíl, á að fela eða gera minna úr miklum barmi. 10

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.