Vikan


Vikan - 15.07.1954, Blaðsíða 5

Vikan - 15.07.1954, Blaðsíða 5
) Chapdelaine Ástarróroan úr óbyggðum Kanada eftir Louis Hémon AU urðu bæði viðkvæm í skapi, þegar þau fóru að rifja upp fortiðina og hugsa um kertin, sem nú væri búið að kveikja á og um sálmana, sem bráðum mundu vegsama fæðingu frelsarans um allan heim. Líf þeirra hafði alltaf verið tilbreytingalaust og liðið við nauðsynleg störf, í góðu samkomulagi í hjónabandinu, og í undirgefni við lög náttúrunnar og kirkjunnar. Og allt var þetta orðið greypt í sama rammann, helgiathafnirnar og hin ýmsu smáatvik hvers- dagslífsins, svo að þau hefðu ekki getað greint í sundur trúartilfinningar sínar og viðkvæmnina, sem þau báru í brjósti hvort til annars, en létu aldrei í ljós. Alma-Rose heyrði að verið var að hrósa ein- hverjum og vildi líka fá sinn skerf. —• Ég hef líka verið góð stúlka! Er það ekki, pabbi? —-Jú , alveg rétt . . . alveg rétt . . . Það væri líka syndsamlegt að vera óþæg á fæðingardag Jesúsbarnsins. Börnin hugsuðu alltaf um Jesús frá Nazaret sem „litla Jesúsbarnið", hrokkinhærða snáðann á helgimyndunum og í raun og veru var það líka sú mynd, sem foreldrarnir gerðu sér oftast af hon- um. Það var ekki hinn píndi og hátíðlegi Kristur mótmælendanna, heldur stóð hann þeim nær og var ekki svo hátt yfir þau hafinn. Hann var ný- fætt barn í örmum móður sinnar eða að minnsta kosti lítið barn, sem þau gátu látið sér þykja vænt um, án þess að vera að brjóta heilann um það og án þess að hugsa um fórnina, sem hann átti eftir að færa. — Á ég að róa með þig? — Já. Hann tók litlu stúlkuna á hné sér og byrjaði að róa með hana fram og aftur. — Eigum við líka að syngja? — Já. — Jæja, syngdu þá með mér. Hann byrjaði að syngja jólasálmana með lágri röddu, til að yfirgefa eklci hina veiku rödd henn- ar, en brátt hreifst hann af orðunum og fór að syngja fullum hálsi og horfði út í loftið. Télesp- hore kom og settist hjá föður sínum og horfði með aödáun á hann. 1 augum barnanna, sem alin voru upp ein í húsi og áttu ekki aðra félaga en foreldra sína, var Samúel Chapdelaine ímynd allr- ar visku og hreysti í heiminum og þar sem hann var alltaf blíður og þolinmóður við þau og reiðu- búinn til að taka þau á hné sér og syngja fyrir þau sálma eða gamlar vísur, þá elskuðu þau hann af öllu hjarta. — Aftur! Það er svo gaman. 1 þetta sinn tóku húsmóðirin og Tit’Bé undir lika. María gat ekki stillt sig um að hætta svo- litla stund við bænalesturinn til að horfa á þau og hlusta. En þegar hún heyrði orð sálmsins fyllt- ist hún áhuga að nýju og byrjaði aftur á bæna- lestrinum með endurnýjuðum krafti. — Blessuð sértu, María . . . — Hvað eigum við nú að syngja? Annað lag! En hvaða lag? Og án þess að bíða eftir svari byrjaði hann á ný. — Nú, ekki þetta. Jæja, „Tæra lind“ ? Það er falleg vísa. Við skulum þá syngja öll. Hann leit á Maríu, en þegar hann sá að hún lét talnabandið renna án afláts á milli fingra sinna hætti hann við að ónáða hana. Bæði erindið og lagið voru jafn viðkvæmnisleg og ljóðið þrungið einlægri sorg, sem aðeins ein- faldar og hreinhjartaðar sálir geta hrifist af. Talnabandið rann ekki lengur um greipar Mar- íu. Hún tók ekki undir með hinum, en hún hlust- aði, og þetta þunglyndislega ástarljóð gekk henni til hjarta, sem var þreytt af bænalestrinum. María horfði út um gluggann á hvítu akrana, sem skógurinn umkringdi á allar hliðar. Trúar- hrifningin, hin nývaknaða og vaxandi ást hennar yfir viðkvæmum röddum, sem hún þekkti svo vel, rann saman í eina tilfinningu í hjarta hennar. I raun og veru var allt fullt af kærleika þetta kvöld, heilögum og veraldlegum kærleika og hvoru- tveggja voru jafn sterkar og hreinar tilfinningar, jafn eðlilegar og nauðsynlegar. Og þær voru svo nátengdar hvorri annarri, að bænirnar, sem áttu að biðja fyrir ástvininum voru í raun og veru ekki annað en aðferð til að láta í ljósi ást sína á honum og óbrotnu ástarljóðin voru sungin jafn hátíðlega og alvarlega og hinir heilögu sálmar. — Blessuð sértu, María . . . Um léið og þau hættu að syngja, byrjaði María ósjálfrátt að þylja bænir sínar með endurnýjaðri ástriðu. Alma-Rose litla hafði sofið i fangi föður síns og var háttuð og borin í rúm sitt. Télesphore fór að dæmi hennar og skömmu seinna fór Tit’Bé að teygja sig. Hann bætti birkibútum í ofninn, meðan faðir hans fór síðustu eftirlitsferðina um gripahúsin og kom hlaupandi inn aftur og sagði að kuldinn væri alltaf að aukast. Brátt fóru þau öll að sofa, nema María. •— Gleymdu ekki að slökkva á lampanum? — Nei, pabbi. Hún slökkti strax, því hún vildi heldur sitja í dimmunni og settist aftur við gluggann, til að ljúka síðustu bænunum. Þegar hún var búin, varð hún skyndilega hrædd um, að ef til vill kynni hún að hafa mistalið, því hún hafði ekki talið á talna- bandinu allan daginn. Hún bætti þvi 50 Maríu- bænum við til vonar og vara. Og þegar hún hætti, var hún bæði þreytt og rugluð, en hamingjusöm og full trúnaðartrausts, eins og hún væri búin að fá hátíðlegt loforð. Úti var allt baðað í tunglsljósi og yfir lands- laginu hvíldi þessi kuldalegi ljómi, sem á næt- urnar prýðir snæfi þakið landslag, þegar him- ininn er heiðskír. Það var dimmt inni í húsinu, svo það leit út eins og akrarnir og skógurinn væru sjálflýsandi til heiðurs jólunum. — Nú er ég búin að lesa þúsund Mariubænir, hugsaði María, — en ég er ekki enn búin að biðja um neitt . . . ekki með orðum. Henni hafði fundizt, að það væri kannski ekki nauðsynlegt — að máttarvöldin rnundu skilja hana, þó hún bæði ekki um það með orðum, eink- um heilög María . . . sem hafði verið kona hér á jörðinni. En á síðustu stundu varð hún í ein- feldni sinni óttaslegin, og hún reyndi að láta ósk sína í ljós með orðum. Francois Paradis . . . Auðvitað stóð ósk hennar í sambandi við Francois Paradis. Vissirðu það ekki, heilaga María mey? Hversu mikið af ósk- um sínum gat hún farið fram á, án þess að guð- lasta ? Að honum líði ekki illa uppi í skóginum . . . að hann haldi loforð sitt og hætti að blóta og drekka . . . Að hann komi aftur í vor . . . Að hann komi aftur í vor . . . við þá tilhugsun hætti hún, því henni fannst að þegar hann kæmi aftur, og hefði haldið loforð sitt, þá væri framtíð- arheill þeirra borgið af sjálfu sér — eða næstum af sjálfu sér. Ef það var þá ekki guðlast að hugsa svona . . . Að hann komi í vor . . . Þegar hún fór að hugsa um endurkomu hans, um fallega sólbrennda and- litið hans, sem mundi lúta niður að henni, þá gleymdi hún öllu öðru og starði lengi, án þess að sjá neitt, út yfir snævi þakkta jörðina, sem tunglsljósið gerði líkasta stórum fleti úr dásam- legu efni, sem var í senn líkt perlu eða fílabeini og út yfir svörtu girðingarnar og skógarjaðar- inn, sem var svo óhugnanlega nærri. 9. KAFLI AÐ kom enginn í heimsókn á nýjársdag. Und- ir kvöldið lézt húsfreyjan vera ofsakát, til að fela vonbrigði sín. — Þó enginn komi, sagði hún, þá er engin á- stæða til þess að við séum með sút. Við skulum búa til sykurkökur. Börnin ráku upp fagnaðaróp og fylgdust með öllum undirbúningnum með miklum áhuga. Syk- ursirópi og púðursykri var blandað saman og látið sjóða. Þegar búið var að sjóða þetta hæfi- lega lengi, fór Télesphore út og sótti fulla tin- skál af fallegum hvítum snjó. Allir hópuðust kringum borðið, á meðan húsmóðirin lét sjóðandi heitt sírópið falla í dropatali ofan í snjóinn, þar sem það storknaði smám saman og varð að dá- samlega góðum, ísköldum sykurmolum. Allir fengu bita og fullorðna fólkið hermdi að gamni sínu eftir græðginni í börnunum. En til allrar hamingju var brátt tekið fyrir átið, svo að VEIZTll —? 1. Hver er konan á myndinni? 2. Hvað hét bær Eiríks Rauða á Græn- landi ? 3. Hvaða reikistjarna er af likastri stærð og jörðin? 4. Eftir hvern er bókin Dr. Jekyll og Mr. Hyde? En Einkalíf Napoleons? 5. Hvað eru margir fastir dómarar í Hæstarétti ? 6. Hvernig lestu úr rómversku tölunni MDCCC ? 7. Hvar er Formósa ? Og hvað heitir höf- uðborgin þar? 8. I hvaða tveim borgum eru mest slípað- ir demantar? 9. Hvaða staður er það, sem kallaður er lykill Miðjarðarhafsins ? 10. Eftir hvern er þetta: Elín Helena, Elín Helena! Svona ung ertu í dag, Elín Helena! Og þú brosir og roðnar ef Runki í Vörinni mætir þér einni, Elín Helena! Sjá svör á bls. llf. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.